Dauðarefsingar

Fjórða aftakan á viku

28.4. Fjórði fanginn á aðeins viku var tekinn af lífi í Arkansas í nótt en yfirvöldum í ríkinu er mikið í mun að ljúka af sem flestum aftökum áður en lyfið sem notað er til þess að drepa fangana rennur út. Meira »

Houdini réttarkerfisins tekinn af lífi

26.5. Tommy Arthur, 75 ára, var tekinn af lífi seint í gærkvöldi í Alabama eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði aftökuna. Þetta var í áttunda skipti sem dauðadómur hans kom til kasta dómstólsins. Í sjö skipti tókst Arthur að komast undan aftöku og fékk vegna þess viðurnefnið „Houdini“. Meira »

Fyrsta aftakan í Arkansas í 12 ár

21.4. Yfirvöld í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum hafa framkvæmt sína fyrstu aftöku í rúman áratug, þrátt fyrir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að flýta dauðarefsingum þó nokkurra fanga. Meira »

Dauðarefsingar í Kína áfram ríkisleyndarmál

10.4. Íran, Sádí-Arabía, Írak, Pakistan og Kína eru þau ríki sem sem flestir eru teknir af lífi. Bandaríkin tróna í fyrsta sinn frá árinu 2006 ekki í einu fimm efsta sætanna yfir þau ríki sem taka flesta af lífi og í fyrra höfðu ekki verið framkvæmdar færri aftökur þar í landi frá árinu 1991. Meira »

Átta aftökur á tíu dögum

10.3. Bandaríska ríkið Arkansas ætlar að flýta aftökum átta fanga sem eru á dauðadeild og framkvæma þær á tíu dögum í næsta mánuði. Ástæðan er sú að „síðasti söludagur“ illfáanlegs lyfs sem notað er við aftökur í ríkinu er að renna út. Meira »

Mega skaffa eitrið fyrir eigin aftöku

15.2. Þau ríki Bandaríkjanna sem leyfa dauðarefsingu mæta nú ýmsum hindrunum varðandi aftökur með banvænni sprautu. Skoða sum ríkin nú að taka upp rafmagnsstólinn eða aftökusveitir á nýjan leik. Yfirvöld í Arizona eiga þó væntanlega frumlegustu hugmyndina, en þau heimila föngunum sjálfum að skaffa eitrið. Meira »

Tekinn af lífi fyrir tvö morð

27.1. Karlmaður var í gærkvöldi tekinn af lífi í Texas-ríki í Bandaríkjunum vegna morðs á tveimur starfsmönnum Subway-matsölustaðar í borginni Dallas árið 2002. Maðurinn, Terry Edwards, var tekinn af lífi með banvænni sprautu en hann var 43 ára að aldri. Meira »

Fann til með foreldrunum

11.1. Fjöldamorðinginn og rasistinn Dylann Roof, 22 ára, brosti lítillega þegar dauðadómurinn var kveðinn upp yfir honum í gærkvöldi. Bróðir eins fórnarlambsins segir að réttlátt að Roof deyi líkt og fórnarlömb hans. Meira »

Ætla að taka geðveikan mann af lífi

19.9. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvetja pakistönsk yfirvöld til þess að fresta aftöku fanga sem glímir við geðsjúkdóm. Meira »

Tekinn af lífi fyrir njósnir

7.8.2016 Stjórnvöld í Íran hafa staðfest að kjarnorkuvísindamaðurinn Shahram Amiri hafi verið tekinn af lífi fyrir að hafa veitt óvininum háleynilegar upplýsingar. Meira »

Tóku 20 fanga af lífi

4.8.2016 Yfirvöld í Íran hafa tekið 20 „hryðjuverkamenn“ af lífi en þeir eru allir súnní-múslimar. Í ríkisfjölmiðli Írans kemur fram að fangarnir hafi framið morð og ógnað þjóðaröryggi. Meira »

Heimila dauðarefsingu vegna kynferðisglæpa

26.5.2016 Yfirvöld í Indónesíu hafa hert refsingar gegn þeim sem dæmdir eru sekir um að nauðga barni og heimilar refsiramminn nú dauðarefsingu og vönun með lyfjameðferð. Ástæðan er mikil reiði í samfélaginu vegna nokkurra ofbeldisglæpa, m.a. hópnauðgunar þar sem fórnarlambið var 14 ára stúlka. Meira »

Baðst afsökunar rétt fyrir aftökuna

10.3.2016 Coy Wesbrook, 58 ára, var tekinn af lífi í Texas í nótt en hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa skotið fimm til bana er hann gekk berserksgang árið 1997. Meira »

Elsti fanginn tekinn af lífi

3.2.2016 Brandon Jones var tekinn af lífi í Georgiu ríki í nótt eftir að hafa verið á bak við lás og slá á dauðadeild í meira en 36 ár. Aftakan fór fram nokkrum dögum fyrir 73 ára afmæli Jones en hann var elsti fanginn á dauðadeild í Bandaríkjunum. Meira »

Tveir teknir af lífi í Japan

18.12.2015 Tveir fangar voru teknir af lífi í Japan í dag og er annar þeirra sá fyrsti sem er tekinn af lífi eftir að hafa verið dæmdur til dauða af kviðdóm. Meira »

Biður um aftökusveit í stað lyfja

13.5. Fangi sem bíður aftöku í Georgíu í Bandaríkjunum hefur óskað eftir því að vera leiddur fyrir aftökusveit fremur en að fá banvæna sprautu því hann óttast að aftaka með lyfjagjöf reynist honum of kvalafull. Meira »

Aftökur á færibandi í Arkansas

25.4. Yfirvöld í Arkansas tóku tvo af lífi í nótt enda mikið í mun að ljúka aftökum af áður en lyfin sem notuð eru við aftökur renna út í næstu viku. Er þetta í fyrsta skipti í 17 ár sem tveir fangar eru teknir af lífi á sama tíma í Bandaríkjunum. Meira »

Bannar níu aftökur í Arkansas

15.4. Alríkisdómari í Arkansas-ríki kom í dag í veg fyrir áætlanir yfirvalda í ríkinu um taka nokkra fanga af lífi. Vísar dómarinn til stjórnarskrá Bandaríkjanna þar sem lagt er bann við grimmilegum og sjaldgæfum refsingum. Meira »

Ríkisstjóri blandar sér í dómsmál

4.4. Ríkisstjóri Flórída, Rick Scott, sem er repúblikani, hefur ákveðið að víkja saksóknara í Orlando, Aramis Ayala, frá þar sem hún ætlar ekki að fara fram á dauðarefsingu í 21 morðmáli. Meira »

„Ég fer í friði“

8.3. Yfirvöld í Texas tóku í gær mann af lífi sem var dæmdur til dauða fyrir leigumorð. Maðurinn þáði 2.000 dollara greiðslu, um 280 þúsund krónur að núvirði, fyrir að drepa konu svo eiginmaður hennar gæti fengið greidda út líftryggingu hennar. Meira »

Þrefaldur morðingi tekinn af lífi

1.2. Mark Christeson var tekinn af lífi í nótt í Missouri fyrir þrefalt morð árið 1998. Christeson, sem mældist með greindarvísitöluna 74, er sá fjórði sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum í ár en hann var 18 ára þegar hann framdi morðin. Meira »

Fyrsta banvæna sprauta ársins

12.1. Fyrsta aftaka ársins í Bandaríkjunum fór fram í gærkvöldi er Christopher Wilkins, 48 ára, var tekinn af lífi með banvænni sprautu. Enn er hart deilt á þau ríki Bandaríkjanna sem enn beita dauðarefsingum vegna þeirra efna sem notuð eru við aftökurnar. Meira »

Hóstaði og kúgaðist í aftökunni

10.12. Fangi, sem var á dauðadeild fangelsis í Alabama, fékk hóstakast og kúgaðist er verið var að taka hann af lífi á fimmtudagskvöld. Lögmenn hans höfðu ítrekað reynt að fá aftökunni frestað, m.a. þar sem þeir segja að lyfin sem notuð eru til að aflífa fanga séu ekki örugg. Meira »

Dæmdur fyrir morð sem hann var ekki viðstaddur

20.8. Dómstóll í Texas ákvað að fresta aftöku 43 ára gamals karlmanns í gær en maðurinn hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann var ekki viðstaddur. Til stóð að taka manninn, Jeffrey Wood, af lífi á miðvikudaginn en af því verður ekki. Meira »

Tóku vísindamann af lífi

6.8.2016 Íranskur kjarnorkuvísindamaður sem hefur verið í haldi síðan árið 2010 hefur verið tekinn af lífi. Þetta staðfestir fjölskylda mannsins við BBC. Meira »

Tveir teknir af lífi í Sádi-Arabíu

25.7.2016 Tveir dæmdir morðingjar voru teknir af lífi í Sádi-Arabíu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti landsins. Alls hafa 107 fangar verið teknir af lífi þar það sem af er ári. Meira »

Tveir morðingjar teknir af lífi

25.3.2016 Tveir fangar dæmdir fyrir morð voru teknir af lífi í dag í Japan. Fólkið, karl og kona, voru hengd en alls hafa 16 fangar verið teknir af lífi í Japan frá því Shinzo Abe forsætisráðherra komst til valda árið 2012. Meira »

Fyrrverandi sjóliði tekinn af lífi

18.2.2016 Fyrrverandi sjóliði var tekinn af lífi í Georgíu í nótt fyrir morð á félaga sínum í bandaríska sjóhernum.   Meira »

Raðmorðingi tekinn af lífi

8.1.2016 Fyrrverandi vörubílstjóri var tekinn af lífi í Flórída í nótt fyrir að hafa myrt þrjár ungar konur árið 1986. Hann komst aftur í fréttirnar síðar þegar lögmaður hans gekk að eiga hann í fangelsi. Meira »

Tóku átta af lífi

15.12.2015 Yfirvöld í Pakistan hengdu átta fanga í dag sem voru dæmdir til dauða fyrir morð. Á morgun er ár liðið frá árás talíbana á grunnskóla í landinu sem kostaði yfir 150 manns lífið, flest börn. Meira »