Donald Trump Bandaríkjaforseti

Mun ekki hlýða skipun um kjarnorkuárás

í fyrradag Æðsti stjórnandi Bandaríkjahers í öllu sem viðkemur kjarnavopnum segist munu streitast á móti ólögmætri fyrirskipun um kjarnorkuárás frá forseta Bandaríkjanna. Hershöfðinginn John Hyten segir að sem yfirmaður kjarnorkuvopnamála muni hann leiðbeina forsetanum og finna aðra valmöguleika. Meira »

Fulltrúadeildin samþykkir skattafrumvarp

16.11. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag umdeilt skattafrumvarp Repúblikanaflokksins sem mun lækka skatta á stór fyrirtæki úr 35 prósent í 20. Skattar á minni fyrirtæki munu einnig lækka. Hvað einstaklinga varðar munu ýmsir skattaafslættir verða felldir niður. Meira »

Endurskoða kjarnorkuheimild forsetans

14.11. Bandaríkjaþing endurskoðar nú í fyrsta skipti í rúm 40 ár heimild Bandaríkjaforseta til að hefja kjarnorkuárás. BBC greinir frá því að utanríkisnefnd öldungadeildar þingsins sé nú að skoða heimildir forsetans til að beita kjarnavopnum. Meira »

Græðir á tá og fingri

14.11. Yfir 70 þúsund Bandaríkjadalir, 7,3 milljónir króna, hafa safnast á hópfjármögnunarvefnum GoFundMe en um er að ræða söfnun til hjólreiðakonu, Juli Briskman, sem sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fingurinn þegar bílalest hans fór fram úr henni. Briskman var rekin úr starfi eftir atvikið. Meira »

Vinirnir Trump og Duterte

13.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann og forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, ættu í frábærum samskiptum en þeir sitja ásamt 18 þjóðarleiðtogum tveggja daga ráðstefnu í höfuðborg Filippseyja, Manila. Meira »

Frekari rannsóknir á Michael Flynn

10.11. Rannsókn er hafin á þátttöku Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í ráðabruggi um að ræna tyrkneska andófsmanninum Fethullah Gülen sem búsettur er í Bandaríkjunum og flytja hann flugleiðis í fangelsi í Tyrklandi gegn 15 milljóna króna greiðslu eða sem nemur rúmum 1,5 milljörðum króna. Meira »

Trump hvetur Xi til dáða

9.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvetur leiðtoga Kína, Xi Jinping, til þess að leggja sig allan fram og bregðast hratt við til þess að hægt verði að leysa kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Meira »

Hægt að réttlæta beitingu kjarnavopna?

8.11. Hótanir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 19. september um gjöreyðingu Norður-Kóreu kæmi til vopnaðra átaka gæti falið í sér lagalega réttlætingu fyrir ráðamenn í Norður-Kóreu til þess að beita kjarnavopnum. Meira »

„Ekki ögra okkur“

8.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði forseta Norður-Kóreu, Kim Jong-un, beint þegar hann ávarpaði þing Suður-Kóreu í dag. „Ekki vanmeta okkur. Ekki ögra okkur,“ sagði Trump. Meira »

Mælti með því að Trump færi til Rússlands

7.11. Annar ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni í fyrra hefur stigið fram og viðurkennt að hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Hann segist hafa lagt það til að Trump myndi sækja Rússland heim meðan á kosningabaráttunni stæði. Meira »

Bandarísk hergögn veiti Japönum öryggi

6.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Japan geta skotið eldflaugar Norður-Kóreu „niður af himnum“ með hergögnum keyptum frá Bandaríkjunum. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, segir stjórnvöld ríkisins geta stöðvað för eldflauga „ef þörf þykir“. Meira »

Trump: „Guð veri með fólkinu“

5.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við fjöldamorðinu í kirkjunni Texas með twitterskilaboðum.  Meira »

Hvíta húsið gerir lítið úr loftlagsskýrslu

4.11. Talsmenn Hvíta hússins í Washington gera ekki mikið úr skýrslu um loftlagsbreytingar sem 13 alríkisstofnanir í Bandaríkjunum unnu að. Niðurstöður skýrslunnar eru þvert á fullyrðingar sem Trump Bandaríkjaforseti, sem og fleiri í ríkisstjórn hans, hafa látið falla um loftslagsmál. Meira »

Hetja eða skúrkur fyrir að loka á Trump?

3.11. Sú ákvörðun eins starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter að ljúka síðasta vinnudegi sínum með því að loka twitterreikningi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur vakið skiptar skoðanir. Sumir hafa kallað starfsmanninn hetju, aðrir segja málið grafalvarlegt. Meira »

Trump fer ekki á hlutlausa svæðið

1.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja hlutlausa svæðið (DMZ) á milli Norður- og Suður-Kóreu þegar hann fer í opinbera heimsókn til Asíu sem hefst á sunnudag. Meira »

Bann við fílabeinsinnflutningi enn í gildi

18.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hnekkt ákvörðun Veiðimálastofnunar Bandaríkjanna um að leyfa innflutning á fílabeinum. Bannið var sett árið 2014, í forsetatíð Barack Obama. Meira »

Getur ekki haldið heiminum í gíslingu

15.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði ráðamenn í Norður-Kóreu í dag við því að heimurinn muni ekki líða þeim það sem hann kallaði „kjarnorkukúgun“. Hét Trump því að hrinda af stað alþjóðlegri herferð, m.a. með aðstoð Kínverja, til að setja „hámarks þrýsting“ á yfirvöld í Norður-Kóreu. Meira »

Ráðuneytið rannsakar Clinton

14.11. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur beðið saksóknara að rannsaka meint misferli hjá Clinton-stofnuninni og umdeilda sölu á námufyrirtækinu Uranium One til Rússlands á meðan Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var við völd. Meira »

Vildu Assange sem sendiherra

14.11. Wikileaks reyndi að fá Julian Assange settan í embætti sendiherra Ástralíu í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Meira »

Tyrkir hafna því að ræna hafi átt Gulen

12.11. Fréttir af því að Michael Flynn, sem gegndi um tíma hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trumps, hafi átt hlut í ráðabruggi um að flytja múslimaklerk til Tyrklands með valdi gegn milljóna dollara greiðslu eru fáránlegar. Þetta hefur BBC eftir talsmanni tyrkneska sendiráðsins í Washington. Meira »

Trump og Pútín hittast ekki

10.11. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun ekki eiga fund með rússneskum starfsbróður sínum, Vladimír Pútín, í Víetnam líkt og til stóð. AFP-fréttastofan fékk þetta staðfest hjá Hvíta húsinu í dag. Meira »

Stormasamt fyrsta ár forsetans

8.11. Ár er liðið frá því að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og varla hefur liðið dagur án þess að forsetinn hafi valdið töluverðum usla í fjölmiðlum. En hverju hefur Trump áorkað á þessu fyrsta ári sínu í embætti og hvað finnst kjósendum um störf hans? Meira »

Trump tístir að vild í Kína

8.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að draga úr Twitter-notkun sinni meðan á heimsókn hans í Kína stendur, þrátt fyrir að lokað sé fyrir samfélagsmiðilinn þar í landi. Trump kom til Kína í morgun, en heimsókn hans þangað er hluti af Asíuför sem staðið hefur yfir síðustu daga. Meira »

Trump vill N-Kóreu að samningaborðinu

7.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur nú ráðamenn Norður-Kóreu að koma að samningaborðinu og að taka upp viðræður um að gefa kjarnavopnatilraunir sínar upp á bátinn. Meira »

Gaf Trump fingurinn og var rekin

6.11. Mynd af hjólreiðakonu sem sést gefa bílalest Donalds Trump Bandaríkjaforseta fingurinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Konan, Juli Briskman, hefur nú verið rekin úr starfi sínu hjá verkfræðifyrirtækinu Akima LLC, eftir að hún birti myndina á sínum eigin samfélagsmiðlum. Meira »

Árásarmaðurinn er 26 ára

6.11. Fyrrverandi hermaður skaut 26 kirkjugesti til bana í smábæ í Texas í gær. Yfir 20 særðust í árásinni. Árásarmaðurinn, Devin Kelley, 26 ára, sem lögreglan lýsir sem ungum hvítum karlmanni, fannst látinn í bifreið sinni eftir árekstur. Fórnarlömbin eru frá fimm ára upp í 72 ára gömul. Meira »

Segja að Trump sé í ójafnvægi

5.11. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði að hætta að láta gáleysisleg ummæli falla. Aðvörun þarlendra yfirvalda kemur á sama tíma og Trump hefur hafið opinbera heimsókn sína til Asíu. Meira »

Trump lagður af stað til Asíu

4.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn í ellefu daga opinbera heimsókn til Asíu. Forsetinn mun heimsækja Japan, Suður-Kóreu, Kína, Víetnam og Filippseyjar. Meira »

Trump hvarf af Twitter

3.11. Twitter-síða Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, hvarf um tíma af netinu í gærkvöldi en búið er að setja síðuna upp á nýjan leik. Um síðasta verk starfsmanns í þjónustuveri Twitter var að ræða en hann lét af störfum hjá fyrirtækinu í gær. Meira »

„Lygari“, segir Trump

31.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir fyrrverandi ráðgjafa sinn í kosningabaráttunni vegna bandarísku forsetakosninganna vera lygara. Meira »