Donald Trump Bandaríkjaforseti

Gagnrýndi Trump harðlega

15:16 Doug McMillon, framkvæmdastjóri Walmart, hefur gagnrýnt harðlega viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við ofbeldinu í Charlottesville um helgina. Í skilaboðum sem McMillon sendi til starfsmanna sinna gagnrýndi hann forsetann og sagði hann hafa „afneitað hryllilegum gjörðum hvítra þjóðernissinna.“ Meira »

Theresa May átaldi ummæli Trump

13:07 Forsætisráðherra Bretlands Theresa May átaldi Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir ummæli hans á blaðamannafundi um að ofbeldið í Charlottesville í Virginíu væri sök beggja fylkinga sem þar laust saman. Meira »

Er Trump hræddur við að reka Bannon?

09:45 Mánuðum saman hafa Steve Bannon einn helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta og þjóðaröryggisráðgjafi hans, H.R McMasters barist um völdin. Trump er nú undir miklum þrýstingi frá hófsamari Repúblikönum að reka Bannon, m.a. vegna tengsla hans við hægri öfgahreyfingar. Meira »

Trump fordæmdi kynþáttahatur

14.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag kynþáttahatur og fór hörðum orðum um samtökin Ku Klux Klan og nýnasista. Mikill þrýstingur hefur verið á Trump að bregðast við í kjölfar samkomu hvítra kynþáttahatara sem fram fór um helgina í Charlottesville í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum og lauk með blóðugum átökum. Meira »

Stríðsrekstur á Twitter

11.8. Forseti Bandaríkjanna,Donald Trump, sagði í dag að Bandaríkjaher tilbúinn til gagnárásar ef Norður-Kórea hegðar sér óskynsamlega. Meira »

Tók ekki nógu sterkt til orða

10.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hugsanlega hafi hann ekki tekið nógu sterkt til orða þegar hann talaði um að svara hótunum Norður-Kóreu með eldi og brennisteini. Meira »

Gerðu húsleit hjá ráðgjafa Trump

9.8. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit eldsnemma að morgni á heimili fyrrverandi kosningaráðgjafa Donalds Trump. Húsleitin var gerð þann 26. júlí á heimili Paul Manafort í Virginíu og var lagt hald á ýmis gögn Meira »

Svara með „eldi og ofsabræði“

8.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef stjórnvöld í Norður-Kóreu halda áfram að hóta Bandaríkjunum verði þeim svarað með „eldi og ofsabræði“. Meira »

Álag á Trump í útlegðinni

7.8. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa nóg að gera við að stýra landinu frá golfklúbbi sínum í New Jersey. Endurbætur standa yfir í Hvíta húsinu þannig að Trump varð að sinna starfinu annars staðar. „Þetta er ekki frí - fundir og símtöl!,“ segir Trump. Meira »

Drónar til að vernda forsetann

3.8. Leyniþjónusta Bandaríkjanna skipuleggur prófun nýrra leiða til öryggiseftirlits með notkun dróna við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í golfklúbbi sínum í New Jersey síðar í mánuðinum. Meira »

Samband landanna „hættulega slæmt“

3.8. Samband Bandaríkjanna og Rússlands er „hættulega slæmt“ að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump undirritaði í gær lög sem fela í sér ýmiss konar refsiaðgerðir gegn Rússum. Meira »

Bræðrum vísað úr landi með hraði

3.8. Tveimur bræðrum frá Gaithersburg var vísað úr landi í Bandaríkjunum í gær og segir verjandi þeirra að aldrei áður hafi slíkt ferli tekið jafn skamman tíma og nú. Bræðurnir, sem eru frá El Salvador, komu með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna árið 2009. Meira »

Himnasending fjölmiðlanna

2.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sumpart reynst himnasending fyrir fjölmiðla; sjónvarps- og útvarpsstöðvar, tímarit og dagblöð. Meira »

Trump með eigin fréttaþátt

2.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn þreyttur á hinum svokölluðu „fölsku fréttum“ sem hann sakar fjölmiðla um að skrifa um sig, og hefur sett af stað eigin fréttaþátt með „alvöru fréttum“ þar sem fjallað er um afrek hans sem forseta. Þáttastjórnandinn er tengdadóttir hans. Meira »

Aðstoðaði við gerð yfirlýsingar

1.8. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur viðurkennt að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi aðstoðað við að skrifa misvísandi yfirlýsingu vegna fundar sonar síns, Donalds Trump yngri, með rússneskum lögfræðingi. Meira »

Hvað gekk á í Charlottesville?

14:37 Hverjir bera ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville? Hægri öfgamenn? Vinstri öfgamenn? Eða liggur sökin hjá báðum fylkingum eins og Trump heldur fram? Atburðirnir hafa vakið fjölmargar spurningar, m.a. um umburðarlyndi – eða skort á því – og rétt fólks til að tjá skoðanir sínar. Meira »

Repúblikanar reiðir Trump

12:47 Valdamenn í Repúblikanaflokknum eru reiðir út í Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir orðin sem hann lét falla í gær varðandi mótmælin í Charlottesville um helgina. Orð forsetans eru þá sögð hafa komið starfsfólki Hvíta hússins í opna skjöldu og hafi fólk staðið með galopinn munninn og starað á hann. Meira »

„Ekki minn forseti“

í gær Donald Trump Bandaríkjaforseta biðu óblíðar móttökur þegar hann kom í sína fyrstu heimsókn í íbúð sína í Trump turninum í New York í gærkvöldi. Þar höfðu um eitt þúsund mótmælendur komið saman með skilti sem meðal annars stóð á: „Ekki minn forseti“. Meira »

Trump segist fordæma hatur og ofbeldi

12.8. Samkoma þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu endaði með banvænum átökum í dag eftir að bifreið var ekið inn í mannfjöldann, þar sem þegar áttu í rimmu þjóðernissinnar og þeir sem þangað komu til að mótmæla áróðri þeirra. Meira »

Gerði hernum greiða með banni

10.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa gert bandaríska hernum mikinn greiða með því að banna transfólki að gegna herþjónustu. Þegar Trump ræddi við blaðamenn á sveitaklúbbi sínum í New Jersey sagði hann að málefni transfólks innan hersins hafi verið „flókin“ og „ruglingsleg“ fyrir herinn. Meira »

Trans hermenn stefna Trump

10.8. Fimm trans einstaklingar í bandaríska hernum hafa stefnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og James Mattis varnarmálaráðherra, vegna ummæla sem Trump lét falla á Twitter nýlega um að til stæði að banna transfólki að gegna herþjónustu Meira »

Íbúar Kyrrahafseyju ókyrrast

9.8. Kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna er öflugra en nokkru sinni, skrifaði Donald Trump á Twitter í morgun. Hótanir milli hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, halda áfram að magnast. Meira »

Chicago höfðar mál gegn stjórn Trumps

7.8. Borgaryfirvöld í Chicago hafa höfðað mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trumps fyrir að neita að láta af hendi fé til svokallaðra griðaborga (e. sanctuary cities), sem hafnað hafa að taka þátt í hertum aðgerðum alríkisins gegn óskráðum innflytjendum. Meira »

Fjórir ákærðir vegna lekamála

4.8. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að fjórir hafi verið ákærðir vegna leka á trúnaðarupplýsingum ríkisins. Meira »

Kviðdómur rannsakar afskipti Rússa

3.8. Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári, hefur fengið sérstakan kviðdóm til að rannsaka málið enn frekar. Í framhaldinu ákveður kviðdómurinn hvort lögð verður fram ákæra í málinu. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Donald Trump. Meira »

Trump áminnti forseta Mexíkó

3.8. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brýndi fyrir forseta Mexíkó, Enrique Pena Nieto, að hætta að segja það opinberlega að Mexíkóbúar myndu ekki greiða fyrir vegginn sem Trump hyggst reisa á landamærum landanna tveggja, í fyrsta símtali þeirra. Meira »

Segja refsiaðgerðirnar hættulegar

2.8. Utanríkisráðherra Rússlands segir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn landinu séu hættulegar og beri vott um skammsýni.  Meira »

Undirritaði lög um refsiaðgerðir

2.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem fela í sér ýmiss konar refsiaðgerðir gegn Rússum.  Meira »

Mun ekki láta Trump traðka á sér

2.8. Vonast er til þess að Alríkislögreglan, FBI, fái nú vinnufrið eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta atkvæða að fela Christopher A. Wray að leiða þessa helstu löggæslustofnun landsins. Meira »

Scaramucci sagður látinn

1.8. Anthony Scaramucci, sem var rekinn úr starfi samskiptastjóra Hvíta hússins í gær, var skráður látinn í nemendatali Harvard-háskóla. Meira »