Eldur í miðbæmum

Lækjargata 2 tekin niður

12.9.2008 Borgaryfirvöld hafa veitt leyfi til þess að taka niður húsið Lækjargötu 2, vegna fyrirhugaðrar endurbyggingar á húsinu. Minjavernd hefur tekið að sér að stjórna verkefninu. Meira »

Borgarstjóri: „Þetta er mjög döpur stund“

18.4.2007 „Þetta er mjög döpur stund og það er mjög sárt að sjá þennan atburð gerast,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur, þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Varðandi framhald mála sagði borgarstjóri að borgaryfirvöld muni nú ræða við eigendur þeirra húsa sem eldur braust út í í dag. Meira »

Þök rifin af brennandi húsum - gaskútageymslur í hættu

18.4.2007 Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu. Um 70 slökkviliðsmenn sem kallaðir voru út um tvöleytið í dag, berjast enn við eldinn. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fékk aðstoð frá Slökkviliði Reykjanesbæjar. Meira »

Stórbruni í miðborginni

18.4.2007 Mikill eldur er í húsinu við Austurstræti 22, þar sem veitingastaðurinn Pravda er til húsa, og hefur eldurinn nú einnig náð að breiðast í næsta hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns mbl.is sem er á staðnum standa eldtungur út um glugga hornhússins. Þá hefur hann eftir lögreglu að eldurinn breiðist hratt út í átt að Iðuhúsinu og að vindátt sé mjög óhagstæð. Reykkafarar hafa farið inn í húsin og hefur slökkvilið sprautað miklu magni af vatni á þau. Mikinn reyk leggur yfir miðborg Reykjavíkur og í átt að Hljómskálagarðinum. Meira »

Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni

18.4.2007 Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins er eiginlegu slökkvistarfi í miðborginni að mestu lokið en lögreglu vinnur nú ásamt slökkviliði og borgarstarfsmönnum að hreinsunarstörfum. Enn er þó verið að slökkva í glæðum hér og þar. Meira »

Slökkviliðsstjóri boðar til fréttamannafundar; byrjað að rífa Austurstræti 22

18.4.2007 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur boðað til fréttamannafundar kl. 18 vegna brunans í Austurstræti og Lækjargötu. Þar mun Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri fara yfir atburðarásina og svara spurningum fjölmiðla. Slökkvistörf eru enn í fullum gangi. Enn logar eldur í Austurstræti 22 þar sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, um 70-80 manns, vinna nú við slökkvistörf. Þeim til aðstoðar eru sex slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja. Meira »

Húsin sem brenna eru frá upphafi 19. aldar

18.4.2007 Húsin við Austurstræti eru gömul og ljóst að eldur læsist um menningarverðmæti. Veitinga-og skemmtistaðurinn Pravda er í Austurstræti 22 sem er friðað hús, reist árið 1801-1802. Lækjargata 2, þar sem nú logar líka í, er byggt árið 1852 en er ekki friðað. Húsið vestanmegin við Pravda er gamli Hressingarskálinn sem er líka friðað hús og var byggt árið 1805. Meira »

Eldur í Austurstræti

18.4.2007 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgsvæðinu hefur verið kallað út að veitingstaðnum Pravda í Austurstræti í Reykjavík. Búið er að senda reykkafara inn í húsið en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lítur málið illa út. Pravda er í gömlu timburhúsi og nærliggjandi hús við veitingastaðinn eru líka timburhús. Meira »