Fellibylurinn Irma

Maria komin til Púertó Ríkó

20.9. Fellibylurinn Maria er kominn til Púertó Ríkó og mælist vindhraði hans 250 kílómetrar á klukkustund.  Meira »

Maria aftur orðin 5. stigs fellibylur

19.9. Fellibylurinn Maria hefur nú aftur náð styrk fimmta stigs fellibyls og er vindhraðinn nú orðinn 265 km/klst. Fellibylurinn stefnir nú á eyjuna Púertó Ríkó og óttast yfirvöld að brakið sem fylgdi fellibylnum Irmu eigi eftir að reynast lífshættulegt þegar Maria fer þar yfir. Meira »

María orðin 4. stigs fellibylur

18.9. Fellibylurinn María styrkist og er orðinn hættulegur fjórða stigs fellibylur að sögn bandarískra veðurfréttamanna. Fellibylurinn stefnir á Leeward-eyjar í Karíbahafinu en meðal þeirra eru Antigua og Barbuda. Gert er ráð fyrir að hann komi á land eyjunum síðar í kvöld. Meira »

Búa sig undir komu Mariu

18.9. íbúar á eyjum í Karíbahafi eru að búa sig undir enn einn fellibylinn, Mariu, sem nálgast Leeward-eyjar óðfluga.   Meira »

Íslendingar sluppu vel frá Irmu

13.9. „Þetta byrjaði um miðjan dag á sunnudaginn með hviðum og rigningu og versnaði með kvöldinu. Það var óþægilegt að sjá ekki fyrir myrkrinu hvað var um að vera úti,“ segir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. Meira »

5 létust á hjúkrunarheimili

13.9. Fimm létust á hjúkrunarheimili í Florida eftir að rafmagnslaust varð þegar fellibylurinn Irma gekk yfir landið. Þrír þeirra fundust látnir á hjúkrunarheimilinu í Hollywood-hæðum og tveir til viðbótar létust eftir að þeir komust á sjúkrahús. Meira »

Íbúum leyft að snúa heim eftir Irmu

12.9. Búið er að opna hluta Florida Keys fyrir íbúum og eigendum fyrirtækja á eyjunum eftir að fellibylurinn Irma fór yfir Flórídaskaga. Florida Keys eru meðal þeirra staða á Flórída sem taldir eru hafa orðið hvað verst fyrir fyrir barðinu á Irmu, sem var 4. stigs fellibylur er hún fór þar yfir. Meira »

Tjón Irmu talið ná „sögulegum“ hæðum

11.9. Rick Scott ríkisstjóri Flórída hefur varað við því að enn megi búast við lífshættulegum vindhviðum í Flórída, þó að fellibylurinn Irma sé nú fyrsta stigs fellibylur. Talið er að kostnaður vegna lagfæringa tjóninu sem Irma hefur valdið eigi eftir að reynast sögulega hár. Meira »

Fjórar milljónir án rafmagns vegna Irmu

11.9. Fellibylurinn Irma fer nú yfir borgina Tampa á vesturströnd Flórída. Vindhraðinn er Irma gekk á land á Marco eyju utan við Flórída var 192 km/klst, en hún hefur nú tapað nokkru af sínum fyrri styrk og flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Irma hefur kostað að minnsta kosti þrjá lífið á Flórída. Meira »

Styrkur Irmu orðinn tveir

10.9. Fellibylurinn Irma hefur verið færður niður í annan styrkleikaflokk. Engu að síður segja bandarískir veðurfræðingar að óveðrið sem fylgir Irmu sé lífshættulegt. Bylurinn gengur nú yfir meginland Flórída. Um níuleytið í kvöld mældist vindhraði Irmu 177 kílómetrar á klukkkustund. Meira »

Kranar falla og þakið af

10.9. Styrkur fellibylsins Irma er kominn úr fjórum í þrjá. Búist er við að bylurinn gangi yfir vesturströnd Flórída á næstu klukkustundum og er reiknað með vindhraða upp á 192 kílómetra á klukkustund. Meira »

Irma komin til Flórída

10.9. Miðja fellibyljarins Irmu, sem er fjórða stigs fellibylur gengur nú yfir suðureyjar Flórídaskaga. Vindhraðinn mælist allt að 58 metrar á sekúndu. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, segist hafa miklar áhyggjur af vesturhluta ríkisins, en því er spáð að Irma ferðist eftir vesturströndinni. Meira »

„Hafið er horfið“

10.9. Kraftur fellibyljarins Irmu er gríðarlegur. Greint er frá því á vef Washington Post hvernig Irma hefur þurrkað eða sogað upp hafið í kringum Long Island, sem er hluti af Bahama-eyjum. Veðurfræðingur segir þetta mjög óvenjulegt veðurfyrirbrigði. Meira »

Fylgst með ferðum Irmu

10.9. Á heimasíðu windy.com má fylgjast með ferðum fellibyljarins Irmu sem nálgast nú Flórídaskaga eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á eyjum í Karíbahafi, m.a. á norðausturhluta Kúbu. Meira »

Flugfélög sögð okra á fólki í neyð

9.9. Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn hafa beðið samgönguráðherra Bandaríkjanna um að skoða hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum að flugfélög hafi snarhækkað hjá sér verð í tengslum við komu fellibyljarins Irmu og þannig reynt að okra á fólki sem er að reyna að komast í öruggt skjól. Meira »

Tveir látnir og tveggja saknað

20.9. Fellibylurinn Maria nálgast bandarísku Jómfrúareyjar hratt og varar bandaríska fellibyljamiðstöðin við hugsanlegum hörmungum. Þegar eru tveir látnir af völdum Mariu á eyjum í Karíbahafi. Meira »

Gríðarleg eyðilegging blasir við

19.9. Gríðarleg eyðilegging blasir við á Dóminíka eftir að fellibylurinn Maria nam þar land, að sögn forsætisráðherrans, Roosevelt Skerrit. „Við höfum misst allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga.“ Meira »

Maria orðin 2. stigs fellibylur

18.9. Fellibylurinn Maria er kominn upp í annan styrkleikaflokk og nær vindhraðinn upp í 175 km/klst. Maria stefnir hraðbyr að eyjum í Karíbahafi sem eru þegar illa útleiknar eftir fellibylinn Irmu. Meira »

8 íbúar hjúkrunarheimilis dánir vegna Irmu

14.9. Lögreglan í Flórída rannsakar nú dauða átta íbúa hjúkrunarheimilis í Hollywood-hæðum í kjölfar fellibyljarins Irmu. Mikill hiti og raki hefur verið á svæðinu eftir að Irma tók rafmagn af stórum hluta svæðisins. Meira »

Veita 8 milljarða í neyðaraðstoð

13.9. Bretar munu veita 25 milljónum punda til viðbótar í neyðaraðstoð til eyja í Karíbahafi sem urðu illa útleiknar vegna fellibyljarins Irmu sem ólmaðist á eyjunum. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, heimsótti eyjarnar Anguilla og Bresku-Jómfrúareyjarnar nýverið. Meira »

Útlit fyrir flug til Miami á morgun

12.9. Útlit er fyrir að WOW air muni hefja flug aftur til Miami á Flórída á morgun. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Fréttir hafi borist frá Miami Internantional Airport flugvellinum um að allt stefni í að hann verði opnaður að nýju fyrir umferð í dag. Meira »

Samfélagið gjörsamlega á hliðinni

11.9. „Eftir að við komum út hefur ekkert annað komist að nema þessi fellibylur,“ segir Axel Þór Ásþórsson, Íslendingar sem staddur er í Flórída í Bandaríkjunum. Axel dvelur skammt norðaustur af Tampa á vesturströnd Flórídaskagans. Þar er hann í fríi með fjölskyldu sinni; konu og barni. Meira »

Skotinn í handtöku

11.9. Lögreglan í Miami handtók níu manns sem voru staðnir að verki í íþróttavöruverslun í Miami, þar sem þeir stálu íþróttaskóm og fatnaði. Þeir hugðust nýta sér fámennið á svæðinu í skjóli fellibyljarins Irmu. Einnig voru tveir handteknir eftir innbrot og var annar þeirra skotinn í handtökunni. Meira »

Fæddi ein heima vegna Irmu

10.9. Kona frá Miami sem byrjaði að fá hríðir snemma í dag var leiðbeint í gegnum fæðinguna af starfsmanni neyðarlínunnar vegna þess að sjúkraflutningamenn komust ekki til hennar í tæka tíð vegna fellibylsins Irmu. Meira »

Myndi ekki vilja vera í Miami

10.9. „Ástandið hefur ekki verið slæmt hjá okkur í dag en ég myndi ekki vilja vera í Palm Beach eða Miami. Þar er virkilega verið að berja á þeim,“ seg­ir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. Í Miami hefur flætt inn á götur borgarinnar og einnig stafar nokkur hætta af byggingarkrönum. Meira »

Þrír látnir í Flórída vegna Irmu

10.9. Þrír hafa látist í Flórída af völdum fellibylsins Irmu sem gengur nú yfir ríkið. Lögreglan á Flórída greindi frá þessu. Allar manneskjurnar létust í bílslysum, þar af tvær í árekstri tveggja bíla í Hardee-sýslu, austur af borginni Sarasota. 42 ára lögreglukona var ein þeirra sem lést. Meira »

Taugatrekkjandi 50 tíma bílferð

10.9. „Það tók mig 50 klukkutíma að keyra frá Miami til Tennessee. Lengsta tímann tók að fara í gegnum Flórída. Það voru um 10 milljónir manna á vegunum að flýja undan Irmu. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var rosalega mikið stress og fólk var örvæntingarfullt,“ segir Jón Eggert Guðmunds­son. Meira »

400 þúsund heimili rafmagnslaus

10.9. Tæplega 400 þúsund heimili á Flórída í Bandaríkjunum eru orðin rafmagnslaus og fellibylurinn Irma nálgast óðfluga. Irma er aftur orðin fjórða stigs fellibylur. Auga stormsins eða kraftmesti hluti fellibyljarins er kominn „mjög nálægt“ neðrihluta Florida Keys-eyja­klas­ann, sem er syðst við Flórída. Meira »

Irma nálgast Flórída

10.9. Veðrið er farið að færast í aukana við syðri odda Flórídaskaga þar sem fellibylurinn Irma nálgast óðfluga, en búist er við að Irma muni skella á af fullum þunga innan fárra tíma. Vatnsyfirborð við strendur ríkisins er þegar farið að hækka. Meira »

Engin fljúgandi trampólín

9.9. „Ég var að rúlla á milli Íslendinga á svæðinu. Maður vill athuga hvernig fólk hefur það. Það létu allir vel af sér þó þeir hafi haft áhyggjur af þessu,“ segir Pét­ur Már Sig­urðsson sem býr í Or­lando í Flórída. Aðeins var farið að hvessa í Orlando en ekki mikið. Meira »