Ferðamenn á Íslandi

Gæðavottorð ferðaþjónustu

5.10. „Siðareglurnar eru ekki lagalega bindandi en undirritun þeirra er til marks um gæði og heilindi íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir dr. Taleb Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), en hann kom hingað til lands til að vera viðstaddur undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjónustu á Ferðamálaþingi 2017, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. Meira »

Fjölgun gistinátta úr 27% í 2%

28.9. Gistinætur á hótelum í ágúst voru 457.600 hér á landi í ágúst og jókst fjöldi þeirra um 2% frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta er talsvert minni aukning en hefur verið undanfarin ár, en gistinóttum fjölgaði til að mynda um 27% í ágúst í fyrra og um 22% í ágúst árið 2015. Meira »

Flugfélögin orðin hlekkur í stöðugleika

26.9. Ekkert annað þróað ríki reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum og Ísland. Vekur sú staðreynd spurningu um hvort flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrirtæki fyrir efnahagslegan stöðugleika í svipuðum skilningi og stóru viðskiptabankarnir þrír eru fyrir fjármálastöðugleika. Meira »

Spá vatnaskilum í ferðaþjónustu

26.9. Fjölgun ferðamanna verður undir sögulegum meðalvexti árið 2019 gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir. Líkur á engri fjölgun og jafnvel fækkun hafa aukist verulega á síðustu mánuðum og eru komin fram skýr merki þess að spurnin eftir Íslandi sem áfangastað sé að vaxa hægar en áður. Meira »

Bretar eyddu mest

14.9. Bretar skera sig úr í erlendri kortaveltu sem vekur sérstaka athygli í ljósi þess hve veikt breska pundið er gagnvart krónunni. Ólíkt meðal-ferðamanninum sækja fleiri Bretar Ísland heim að vetri til en sumri og heldur færri breskir ferðamenn hafa komið hingað til lands í sumar samanborið við 2016. Meira »

„Hvenær er nóg nóg?“

14.9. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) gagnrýna harðlega áform fjármálaráðherra um skatthækkun á greinina sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi. Þannig segja samtökin að gert sé ráð fyrir því að álögur á greinina í formi skatta og gjalda hækki um fimm milljarða á næsta ár á meðan ríkissjóður verji aðeins 2,3 milljörðum beint í málaflokkinn. Meira »

Enn lokað á bak við Seljalandsfoss

3.9. Enn er lokað fyrir aðgang gangandi vegfarenda á bak við Seljalandsfoss, eftir að grjóthrun varð við fossinn í gærdag. Þetta staðfestir Elísabet Þorvaldsdóttir, sem rekur söluvagn nærri fossinum. Meira »

„Drifu sig samstundis í burtu“

2.9. „Þetta voru þó nokkuð margir steinar sem féllu þarna niður. Þeim var illa brugðið og sýndist fyrst að steinarnir hefðu lent á einhverjum. Allir sem urðu vitni að þessu drifu sig samstundis í burtu.“ Þetta segir leiðsögumaður sem var við Seljalandsfoss í dag þegar skyndilegt grjóthrun varð. Meira »

Bílaleigubílar dýrastir í Reykjavík

10.8. Dýrast er að leigja sér bílaleigubíl í Reykjavík í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar sem vefsíðan CheapCarRental.net framkvæmdi en úttektin náði til 50 áfangastaða í álfunni og var gerð fyrr í þessum mánuði. Meira »

272 þúsund erlendir ferðamenn í júlí

9.8. Um 272 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Meira »

Skráðar bílaleigubifreiðar aldrei fleiri

9.8. Aldrei hafa skráðar bílaleigubifreiðar verið fleiri hjá Samgöngustofu en þær voru 26.293 hinn 1. ágúst síðastliðinn.  Meira »

Yfir 20.000 flugvélar í júlímánuði

5.8. Í nýliðnum júlímánuði fór rétt innan við 1,1 milljón farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og var þar um að ræða 22,21% aukningu miðað við júlímánuð 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem farþegafjöldi fer yfir eina milljón í einum mánuði. Meira »

Ásókn í tjaldsvæðin svipuð

1.8. „Við höfum ekki tekið neinar tölur saman en júlímánuður lítur vel út hjá okkur,“ segir Tryggvi Marínósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins Hamra við Akureyri. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

24.7. Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Urðu fyrir aðkasti í húsbíl

18.7. Bandarísk hjón sem ferðast um landið á húsbíl hafa orðið fyrir aðkasti frá Íslendingum sem brýna fyrir þeim að fyrra bragði að hægja sér ekki á almannafæri. Það hafi þó aldrei staðið til. Meira »

Áfram hægt að selja norðurljósin

4.10. „Ég tel að minnkandi virkni muni ekki hafa afgerandi áhrif á ákvörðun ferðamanna um að koma til að skoða norðurljós á Íslandi,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, en fyrirtækið er eitt margra sem þróað hafa norðurljósaferðir fyrir erlenda ferðamenn. Meira »

Einstök þversögn í ferðaþjónustunni

27.9. Ísland sker sig frá öðrum þjóð hvað varðar samband gengisbreytinga og fjölda ferðamanna en greining hagfræðideildar Landsbankans á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem marktæk jákvæð fylgni hefur verið milli gengisstyrkingar og fjölgunar ferðamanna á liðnu ári. Meira »

Tekjur Airbnb af Íslandi námu 900 milljónum

26.9. Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti um 46 milljónum evra á síðasta ári sem jafngilda 6,1 milljarði íslenskra króna. Ætla má að þar af hafi um 900 milljónir króna runnið í vasa fyrirtækisins Airbnb en óvíst er hvort það greiði nokkurn skatt af starfsemi hér á landi. Meira »

Mestur samdráttur hjá lundabúðum

14.9. Töluvert hefur dregið úr vexti í kortaveltu ferðamanna og í ágúst var meðalneysla á hvern erlendan ferðamann 10% minni en í ágúst í fyrra. Þeir útgjaldaliðir sem dragast helst saman á milli ára eru gjafa- og minjagripaverslun sem minnkar um 17,1% og flokkurinn önnur verslun sem lækkar um 10,5% Meira »

Hver ferðamaður eyðir 10% minna

14.9. Meðalneysla á hvern erlendan ferðamann var 10% minni í ágúst síðastliðnum en fyrir ári síðan en erlend greiðslukortavelta nam 32.9 milljörðum króna. Mánuðurinn var þó metmánuður í komu ferðamanna um Leifsstöð og samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu rúmlega 285 þúsund ferðamann á flugvöllinn í ágúst. Meira »

Stígurinn undir fossinn opinn á ný

5.9. Opnað var aftur fyrir gangandi umferð undir Seljalandsfoss í morgun og skilti sett upp sem vara við grjóthruni. Á laugardag var lokað fyrir umferð bak við fossinn eftir að grjóthrun varð úr berginu fyrir ofan hann. Ferðamenn voru að vonum ánægðir með opnunina í morgun. Meira »

Kynnisferðir segja upp starfsmönnum

3.9. Á milli tíu og tuttugu starfsmönnum rútufyrirtækisins Kynnisferða var sagt upp um mánaðamótin. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að hækkandi launakostnaður og aukin gjaldtaka skýri meðal annars þörfina á uppsögnum. Meira »

Leituðu ferðamanns á Heklu

13.8. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru boðaðar út klukkan tíu í gærkvöldi ásamt hópum af hálendisvakt í Landmannalaugum, vegna týnds ferðamanns á Heklu. Meira »

Offjárfest í bílaleigubílum

10.8. „Ég held að þetta verði erfiður vetur fyrir margar bílaleigur, alveg klárlega. Þessi fjöldi bílaleigubíla sem er núna er of mikill miðað við eftirspurn,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar, um þann metfjölda bílaleigubíla sem er á landinu í ár. Meira »

Skýrt brot á jafnréttislögum

9.8. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdarstýra Jafnréttisstofu, segir að um skýrt lögbrot sé að ræða í máli rútubílstjóra sem fékk ekki að fara í fjögurra daga rútuferð vegna þess að ferðamennirnir vildu ekki kvenkyns rútubílstjóra. „Það er verið að mismuna fólki í starfi á grundvelli kyns.“ Meira »

Jákvæðni í garð ferðamanna fer minnkandi

8.8. Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi fer minnkandi samkvæmt nýrri könnun MMR. 64,1 % Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum í samanburði við 67,7% árið 2016. Meira »

Stutt bið í vopnaleit

4.8. Um 1,1 milljón farþega fór um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði og 99 prósent þeirra sem þurftu í vopnaleit biðu þar skemur en í 10 mínútur. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

24.7. Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

21.7. Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Nýr gjaldmælir við Seljalandsfoss

15.7. Settir hafa verið upp gjaldmælar á bílastæðinu við Seljalandsfoss. Landeigendur standa að baki verkefninu í samstarfi við Bergrisa. Meira »