Ferðamenn á Íslandi

Of þungar rútur aka um Þingvelli

í fyrradag Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

21.7. Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Nýr gjaldmælir við Seljalandsfoss

15.7. Settir hafa verið upp gjaldmælar á bílastæðinu við Seljalandsfoss. Landeigendur standa að baki verkefninu í samstarfi við Bergrisa. Meira »

„Bara taka meiri pening með sér“

12.7. Mikið hefur verið rætt um verðlag hér á landi að undanförnu. Við á mbl.is ákváðum að ræða við erlenda ferðamenn og heyra hvað þeim finnst um kostnaðinn sem fylgir Íslandsheimsókninni. Sumum finnst bjórinn dýr og flestir eru sammála um hér sé dýrt en þó segja flestir að þeir myndu vilja koma aftur. Meira »

111 með gistileyfi á Suðurnesjum

11.7. Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund gistinætur á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins og er það 67% aukning frá sama tímabili í fyrra. Meira »

Kanadískum ferðamönnum fækkar

10.7. Kanadískum ferðamönnum fækkaði um 3,6% milli ára samkvæmt júní-talningu Ferðamálastofu. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og Túristi.is bendir á að þó svo að samdrátturinn sé lítill er niðursveiflan í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komu ferðafólks frá Kanada síðasta árið. Meira »

Mun takmarka útleigu íbúða

8.7. Íbúðum sem leigðar eru til ferðamanna í atvinnuskyni á vissum svæðum í miðbænum gæti fækkað umtalsvert á næstu misserum.  Meira »

Mæta viljandi vanbúin á hálendið

7.7. Á næstu dögum nær umferð um Laugaveg hámarki þegar bæði innlendir og erlendir ferðamenn ganga frá Landamannalaugum niður í Þórsmörk eða öfuga leið. Þótt lang flestir göngumenn séu vel útbúnir með réttan búnað, mat og fatnað, þá eru alltaf nokkrir sem mæta vanbúnir og það jafnvel viljandi. Meira »

20 þúsund lofa ábyrgum ferðaháttum

7.7. Yfir 20 þúsund manns frá um 100 löndum hafa skrifað undir loforð þess efnis að ferðast um landið með ábyrgum hætti í sumarherferð Inspired by Iceland sem hófst um miðjan síðasta mánuð. Ísland er fyrsta landið til að hvetja ferðamenn til að taka ábyrgð á eigin ferðalagi með þessum hætti. Meira »

Tjöld til leigu á Airbnb

6.7. Hægt er að leigja tjald á tjaldsvæðinu Hamragarði við Seljalandsfoss fyrir tæpar 14.000 krónur nóttina. Gestgjafinn leigir út 22 tjöld um landið í heild, í gegnum vefsíðuna Airbnb. Rekstraraðilar tjaldsvæðisins framleigja aðstöðu tjaldsvæðisins frá sveitarfélaginu til gestgjafans. Meira »

Hlupu beint úr rútunni yfir þjóðveginn

5.7. Engu mátti muna að alvarlegt slys hlytist af þegar ferðamönnum var hleypt út úr rútu við Sólheimasand á Suðurlandsvegi nýlega. Lögreglan á Suðurlandi biður ökumenn að gæta sérstakrar varúðar í nýrri færslu á Facebook-síðu embættisins. Meira »

Airbnb hefur innheimt 30 milljarða

4.7. Airbnb hefur innheimt meira en 300 milljónir dala í skatta og gjöld fyrir yfirvöld í 310 umdæmum þar sem starfsemi fyrirtækisins fer fram. Þetta kemur fram í skriflegu svari Airbnb við fyrirspurn mbl.is þar sem spurt var út í samstarf fyrirtækisins við yfirvöld vegna innheimtu gjalda og skatta. Meira »

Sjötti hver ferðamaður í flokknum „aðrir“

4.7. Þjóðerni sjötta hvers ferðamanns sem hingað kemur hefur verið á huldu, alla vega þegar litið er til talningar ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Stærð þessa hóps ætti hins vegar að dragast saman með ítarlegri talningu sem tekin var upp nýverið. Meira »

Sagðist vera tæpur í maganum

3.7. Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, gekk fram á tvo ferðamenn ganga örna sinna í Hallargarðinum aðfaranótt sunnudags. Þorsteinn lét ferðamennina heyra það og benti þeim á að það væri ekki í lagi að gera þarfir sínar þar. Meira »

Gistinóttum Íslendinga fjölgar um 15%

3.7. Gistinætur á hótelum í maí voru 303.000 sem er 7% aukning miðað við maí 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 6% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

í fyrradag Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Urðu fyrir aðkasti í húsbíl

18.7. Bandarísk hjón sem ferðast um landið á húsbíl hafa orðið fyrir aðkasti frá Íslendingum sem brýna fyrir þeim að fyrra bragði að hægja sér ekki á almannafæri. Það hafi þó aldrei staðið til. Meira »

Spurning hvort taka þurfi frekari skref

15.7. Reykjavík er ferðamannaborg, „en sem borgaryfirvöld þurfum við að taka afstöðu með borgarbúum.“ Þá er spurning hvort ganga þurfi lengra en nýtt bann við akstri hópferðabifreiða í miðborginni. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Varar við hrinu afbókana

11.7. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, segir afleiðingar af mikilli styrkingu krónunnar farnar að birtast í afbókunum ferðaheildsala. Meira »

Ferðamenn auka álag á Landspítala

10.7. Koma erlendra ferðamanna á Landspítalann jókst um 193% á milli ára frá 2013 til 2016. Erlendir ferðamenn taka til sín meiri þjónustu en íslenskir sjúklingar. Reiknað er með að um 30-35 milljónir króna innheimtist ekki ár hvert vegna komu erlendra ferðamanna á LSH. Meira »

Kona í spreng hljóp Hólmgeir næstum niður

8.7. Hólmgeir Einarsson, sem rekur fiskbúð í verslunarmiðstöðinni Mjódd, segir að aðstöðuleysi Strætó sé óboðlegt. Hann þurfti að opna búð sína í morgun fyrir ferðamanni sem þurfti nauðsynlega að komast á klósettið. Hann segir atvikið alls ekki vera einsdæmi. Meira »

Lést eftir fall á Kirkjufelli

7.7. Erlend kona, sem féll fimmtíu metra niður Kirkjufell á Snæfellsnesi í dag, er látin. Varðstjóri lögreglunnar í Grundarfirði staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Ferðamaður lést í Hljóðaklettum

7.7. Erlendur ferðamaður lést í Hljóðaklettum í dag, eftir að hafa fallið um 15-20 metra niður af hamrabrún. Björgunarsveitir voru kallaðar út og hafa þær aðstoðað lögreglu á vettvangi. Meira »

11% fleiri farþegar en í fyrra

6.7. Icelandair flutti um 488 þúsund farþega í júní og voru þeir 11% fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting jókst þá á sama tíma frá 83,7% í 85,4%, þrátt fyrir að framboð sæta hafi einnig verið aukið um 11%. Meira »

Gekk örna sinna við Reykjanesbraut

6.7. Ármann Óskarsson, nemi í iðnaðarverkfræði, kom auga á erlendan ferðamann að hægja sér við eina fjölförnustu götu landsins í síðustu viku. Hann náði atvikinu á myndband og telur atvikið aðallega fyndið. Meira »

Sterk króna lemur á ferðaþjónustu

5.7. „Almennt séð er krónan að lemja okkur í hausinn, það er alveg ljóst,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, aðspurður hvort bókanir í þyrluferðir hafi minnkað í sumar. Meira »

Villimennskutexta Kúkú Campers breytt

4.7. Húsbílaleigan Kúkú Campers hefur tekið úr birtingu texta á vef fyrirtækisins þar sem ferðamenn eru hvattir til að borða „hvað sem er af öllum þjóðlendum“. Til stendur að skerpa á orðalaginu áður en textinn verður birtur að nýju. Ástæðuna má rekja til umræðunnar í kjölfar lambaslátrunar í Berufirði. Meira »

Á að vera refsað fyrir dýraníð

3.7. „Okkur finnst mjög alvarlegt mál ef hægt er að skera lamb á háls og einu afleiðingarnar eru bætur fyrir eignarspjöll og þjófnað,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, í samtali við mbl.is. „Dýraverndarhlutinn er algjörlega fyrir borð borinn, ef svo er.“ Meira »

Verra þegar helsærð dýr eru skilin eftir

3.7. Hreinn Pétursson, bóndi að Ósi sem átti lambið sem var skorið á háls, segir það mun verra þegar keyrt sé yfir dýr og þau séu skilin lifandi eftir. Hann segir málið vera dapurlegt en að mennirnir hafi þó verið þægilegir í samskiptum. Meira »

„Aðstaðan er algjörlega óviðunandi“

30.6. „Ástæðan er náttúrulega sú að aðstaðan þarna er algjörlega óviðunandi,“ segir landeigandi, spurður um ástæður gjaldtöku við bílastæðið við Hraunfossa. Fyrirhugað er að gjaldtaka hefjist á morgun. Meira »