Forsetakosningar í Frakklandi

Jafnrétti í nýrri ríkisstjórn

16.5.2012 Jafnt kynjahlutfall er í nýrri ríkisstjórn Frakklands, 17 konur og 17 karlar. Þrátt fyrir það eru karlar í mörgum af helstu ráðuneytunum. Formaður Sósíalistaflokksins, Martine Aubry, hafnaði ráðherrasæti þrátt fyrir að hafa verið boðið veigamikið ráðuneyti, samkvæmt frétt BBC. Meira »

Hver er nýja forsetafrúin?

15.5.2012 Valerie Trierweiler þótti afar „forsetafrúarleg“ er hún var við embættistöku unnusta síns, Francois Hollandes, nýkjörins Frakklandsforseta, í forsetahöllinni í París í morgun. Meira »

Nýr forsætisráðherra útnefndur í dag

15.5.2012 François Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, mun útnefna nýjan forsætisráðherra síðar í dag og búist er við því að Jean-Marc Ayrault, formaður þingflokks Sósíalistaflokksins, hreppi hnossið. Meira »

Aðhaldsaðgerðum ESB mótmælt

7.5.2012 Kosningu Francois Hollande sem nýs forseta Frakklands má túlka sem andóf við þær leiðir sem farið hefur verið í að takast á við efnahagsvandann í Evrópu. Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði. Sarkozy fráfarandi forseti hafi fylgt stefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Meira »

Hollande tekur við 15. maí

7.5.2012 Francois Hollande mun taka við sem forseti Frakklands af Nicolas Sarkozy hinn 15. maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu. Meira »

Sarkozy á kjörstað

6.5.2012 Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, mætti á kjörstað í París í morgun. Hann og eiginkonan, Carla Bruni, voru umkringd fjölmiðlum við komuna. Kjörsókn er þegar orðin um 30% en yfir 46 milljónir eru á kjörskrá. Meira »

Hollande nýtur óvinsælda Sarkozy

5.5.2012 Frakkar kjósa sér forseta á morgun, sunnudag. Skoðanakannanir benda til að Nicolas Sarkozy forseti þurfi að lúta í lægra haldi fyrir sósíalistanum Francois Hollande. Sarkozy hefur átt á brattann að sækja en bilið hefur þó minnkað milli þeirra Hollande síðustu daga. Meira »

Hart tekist á í kappræðum

3.5.2012 Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, skaut föstum skotum á mótframbjóðanda sinn, sósíalistann Francois Hollande, í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Síðari umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudag. Meira »

Ætlar ekki að semja við Þjóðfylkinguna

25.4.2012 Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að hann muni ekki semja fyrir kosningar við Þjóðfylkingu Marine Le Pen, en hún fékk 18% atkvæða í kosningunum. Hann sagði í útvarpsviðtali í dag að það væri engin ástæða til að draga upp dökka mynd af kjósendum flokksins. Meira »

Biðlar til Þjóðfylkingarinnar

23.4.2012 Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, reynir að höfða til fylgis frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, sem fékk 18% fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna í gær. Hann segir að svara verði áhyggjum þeirra. Meira »

Hvað gera stuðningsmenn Le Pen?

22.4.2012 Þrátt fyrir að sósíalistinn Francois Hollande virðist hafa fengið flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi þá er ekki öll nótt úti enn fyrir Nicolas Sarkozy, sitjandi forseta. Sú spurning sem brennur á flestum er - hvað gera kjósendur Marine Le-Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar? Meira »

Fylgi Marine Le Pen kemur á óvart

22.4.2012 Fylgi Marine Le Pen kemur mörgum á óvart en samkvæmt útgönguspám fékk hún 18,2-20% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag. Er það meira fylgi en kom föður hennar, Jean-Marie Le Pen, áfram í seinni umferðina árið 2002. Meira »

Sarkozy og Hollande áfram?

22.4.2012 Nokkrir franskir fjölmiðlar hafa birt fréttir þess efnis að fyrstu tölur bendi til þess að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Francois Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, fari áfram í aðra umferð forsetakosninganna. Meira »

Kosningar hafnar í Frakklandi

22.4.2012 Kjörklefar hafa nú verið opnaðir í forsetakosningunum í Frakklandi. Nicolas Sarkozy, sem sækist eftir endurkjöri, segist vera sá eini sem geti viðhaldið „sterku Frakklandi“ en helsti andstæðingur hans, sósíalistinn Francois Hollande, segir að nú sé „komið að vinstrimönnum að stjórna“. Meira »

Tvísýnar kosningar í Frakklandi

21.4.2012 Kosningabaráttunni vegna fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna á morgun lauk í gær en samkvæmt lögum er frambjóðendum bannað að efna til stjórnmálafunda daginn fyrir kosningar. Stjórnmálaskýrendur eru á því að atkvæði óákveðinna kjósenda geti ráðið úrslitum um niðurstöðurnar. Meira »

Ayrault nýr forsætisráðherra

15.5.2012 Forseti Frakklands, François Hollande, tilkynnti nú fyrir skömmu að borgarstjórinn í Nantes, Jean-Marc Ayrault, verði næsti forsætisráðherra landsins. Meira »

Hollande á einkafundi með Sarkozy

15.5.2012 Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, er nú mættur í forsetahöllina, Elysée Palace í París, en þar fer embættistaka hans fram. Þar er einnig fráfarandi forseti, Nicolas Sarkozy, sem heilsaði Hollande með virktum. Meira »

Hollande á eignir metnar á rúma milljón evra

14.5.2012 Nýkjörinn forseti Frakklands, Francois Hollande, birti í kosningabaráttunni upplýsingar um eignir sínar og skuldir. Fasteignir hans eru metnar á 1,17 milljónir evra, 191 milljón króna. Meira »

Ólafur Ragnar sendir Hollande heillaóskir

7.5.2012 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í morgun sent François Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands, heillaóskir og kveðjur frá íslensku þjóðinni í tilefni af sögulegum sigri. Meira »

Góð kosningaþátttaka í Frakklandi

6.5.2012 Klukkan 15 í dag höfðu 72% kjósenda í Frakklandi kosið í forsetakosningunum þar í landi. Flestum kjörstöðum er lokað kl. 16 en í stærri borgum er kosið til kl. 18. Meira »

Frakkar kjósa forseta í dag

6.5.2012 Frakkar kjósa sér í dag forseta landsins. Baráttan hefur verið hörð milli Nicolas Sarkozy, núverandi forseta, og sósíalistans François Hollande. Skoðanakannanir eru bannaðar 32 tímum áður en kjörstaðir eru opnaðir en síðustu kannanir benda til þess að Hollande hafi betur þó að Sarkozy hafi sótt í sig veðrið undanfarna daga. Meira »

Gaddafi greiddi í sjóði Sarkozys

3.5.2012 Ríkisstjórn Muammars Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, fjármagnaði kosningabaráttu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozys, árið 2007, að sögn fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, Baghdadis al-Mahmudis. Meira »

Munurinn minnkar

30.4.2012 Tengsl Francois Hollande, frambjóðanda Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum í Frakklandi, við Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gætu komið honum í koll. Nokkuð hefur dregið saman með þeim Hollande og Sarkozy, en kosið verður á sunnudaginn. Meira »

Sarkozy er sigurviss

23.4.2012 Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, blæs á allar vangaveltur um að hann gæti verið á förum úr forsetahöllinni og segist sigurviss fyrir næstu umferð forsetakosninganna sem verður haldin 6. maí. Meira »

Munurinn á Hollande og Sarkozy minni

23.4.2012 Þegar nær öll atkvæði í frönsku forsetakosningunum höfðu verið talin í nótt var ljóst að bilið milli tveggja efstu frambjóðendanna var minni en spár í gærkvöldi, sem byggðar voru á afstöðu fólks er það yfirgaf kjörstað svo og fyrstu tölum, höfðu bent til. Francois Hollande fékk 28,63% atkvæða en Nicolas Sarkozy 27,08%. Meira »

Hollande 54% - Sarkozy 46%

22.4.2012 Francois Hollande, frambjóðandi sósíalista, fær 54% atkvæða í seinni umferðinni og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fær 46% ef marka má skoðanakönnun sem var birt nú í kvöld í Frakklandi. Meira »

Hollande með 28,5%

22.4.2012 Sósíalistinn Francois Hollande fékk flest atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag ef marka má fyrstu tölur en samkvæmt útgönguspám fékk Hollande 28,4% atkvæða. Meira »

Spennan magnast í Frakklandi

22.4.2012 Kosningaþátttaka hefur verið góð í forsetakosningunum í Frakklandi í dag. Eins hafa Frakkar sem búsettir eru erlendis mætt á kjörstaði, meðal annars í Lundúnum en fjölmargir Frakkar eru búsettir í borginni. Meira »

Fylgi Sarkozy fer dvínandi

21.4.2012 Síðustu skoðanakannanir sem birtar voru í dag, daginn fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, benda til þess að kjósendur gætu snúið baki við Nicolas Sarkozy sitjandi forseta. Andstæðingur hans Francois Holland er með talsvert forskot, en of snemmt er þó að telja Sarkozy úr leik. Meira »

Sarkozy biðst afsökunar

20.4.2012 Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, notaði tækifærið í dag, einungis tveimur dögum fyrir kjördag, að biðja frönsku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hann hefði gert undanfarin fimm ár í embætti. Meira »