Forsetakosningar í Frakklandi 2017

Frakkar kjósa sér nýjan forseta vorið 2017. Fyrri umferðin fer fram 23. apríl og ef enginn frambjóðandi fær helming atkvæða er kosið á milli tveggja efstu í fyrri umferðinni 7. maí. 

Háar fjárhæðir í förðun forsetans

25.8. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, eyddi 26 þúsund evrum í förðun á fyrstu þremur mánuðunum í embætti forseta.   Meira »

Macron og Pútín skiptust á skoðunum

29.5. Notkun efnavopna í Sýrlandi eru mörkin sem frönsk stjórnvöld vilja ekki að sé farið yfir og mun notkun þeirra leiða til refsiaðgerða. Þetta sagði Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, á fyrsta fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meira »

Le Drian verður utanríkisráðherra

17.5. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur lokið við að skipa í fyrstu ríkisstjórn sína. Sósíalistinn Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard varnarmálaráðherra. Meira »

Stórvægilegar breytingar óraunhæfar

15.5. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa gefið út viðvörun til Emmanuel Macron, nýkjörins forseta Frakklands, við því að ýta á eftir róttækum breytingum innan Evrópusambandsins, þar sem þeim þykir ekki raunhæft að gera nauðsynlegar breytingar á sáttmálum þess eins og stendur. Meira »

Guðni sendi Macron heillaóskir

14.5. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, heillaóskir í tilefni af embættistöku hans. Meira »

Merkel og Macron funda á mánudag

12.5. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að funda með Emmanuel Macron í Berlín á mánudaginn, degi eftir að hann sver embættiseið sem forseti Frakklands. Meira »

Helmingur nýliðar í flokki Macron

11.5. Stjórnmálaflokkur Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands, hefur birt nöfn þeirra 428 sem munu bjóða sig fram fyrir flokkinn í þingkosningunum í landinu í júní. 52% þeirra eru nýliðar í stjórnmálum og helmingur þeirra eru konur. Meira »

„Litli sæti hommastrákurinn“

10.5. Fyrrverandi prestur og þingmaður í Danmörku, Søren Krarup, hefur vakið hörð viðbrögð meðal stjórnmálamanna og almennings með ummælum sínum um nýkjörinn forseta Frakklands: „Ég myndi aldrei kjósa litla sæta hommastrákinn.“ Meira »

Bjóða Brútus og Júdas sig fram?

9.5. Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista, segir Sósíalistaflokkinn dauðan í núverandi mynd og segist sjálfur vilja fara fram fyrir flokk Macron, nýkjörins forseta Frakklands. „Ég vona fyrir hönd Frakklands að Brútus og Júdas sækist ekki eftir tilnefningu,“ segir fyrrverandi flokksbróðir. Meira »

Deilt um framtíð flokksins

8.5. Áform um að endurnefna og gjörbreyta flokki frönsku Þjóðfylkingarinnar eftir ósigur Marine Le Pen gegn Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi gæti ýtt undir klofning innan flokksins. Meira »

39 ára pólitískt undrabarn

8.5. Emmanuel Macron hefur glímt við siðavenjur og brotið hefðir á bak aftur í hinu óhefðbundna einkalífi sínu og á stuttum stjórnmálaferli. Þessi sonur tveggja lækna í borginni Amiens í norðurhluta Frakklands er sprottinn úr allt öðrum jarðvegi en hefðbundinn franskur stjórnmálaleiðtogi, ef undan er skilin menntun í skólum elítunnar og bestu háskólum Frakklands. Meira »

Macron fékk 66,2% atkvæða

8.5. Emmanuel Macron fékk 66,1% atkvæða í frönsku forsetakosningunum en Marine Le Pen hlaut 33,9%, samkvæmt lokatölum sem innanríkisráðuneytið birti í morgun. Macron fékk fleiri atkvæði heldur en bæði Hollande og Sarkozy í forsetakosningum 2012 og 2007. Meira »

Macron-áhrif á mörkuðum

8.5. Kjör Emmanuel Macron í embætti forseta Frakklands virðist hafa meiri áhrif á fjármálamörkuðum í Asíu en Evrópu ef marka má fréttir af viðskiptum í kauphöllum heimsins það sem af er degi. Meira »

Macron alvarlegur í sigurræðunni

7.5. „Ég mun vinna að því að endurnýja tengslin milli Evrópu og íbúa álfunnar,“ sagði Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, í sigurræðu sinni í höfuðstöðvum nú í kvöld. Kvaðst Macron vera meðvitaður um reiði margra kjósenda og hét því að vernda þá þjóðfélagsþegna sem veikast standa að vígi. Meira »

Hamingjuóskum rignir yfir Macron

7.5. Hamingjuóskunum er tekið að rigna inn til Emmanuels Macron, sem Frakkar kusu sér sem forseta í dag. Sjálfur kveðst Macron vona að sigur sinn standi fyrir „von“ og „nýjan kafla“ í sögu Frakklands. Meira »

Hamon segir sig úr Sósíalistaflokknum

2.7. Franski stjórnmálamaðurinn Benoit Hamon hefur sagt sig úr franska Sósíalistaflokknum og ætlar að stofna nýja hreyfingu sem á að „endurreisa vinstrið“ samkvæmt frétt AFP. Meira »

Voru með leynilega áætlun gegn Le Pen

19.5. Hefði Marine Le Pen farið með sigur af hólmi í frönsku forsetakosningunum í stað Emmanuael Macrons hefði leynilegri viðbragðsáætlun verið hrint af stað. Áætlunin var aldrei fest á blað, né heldur fékk hún eitthvert sérstakt nafn, en henni var ætlað að „verja lýðveldið“. Meira »

Val Macrons sundrar Repúblikanaflokknum

16.5. Sú ákvörðun Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, að velja Eduard Philippe, lítt þekktan þingmann franska Repúblikanaflokksins, sem forsætisráherra stjórnar sinnar, hefur myndað gjá innan flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meira »

Philippe verður forsætisráðherra

15.5. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað borgarstjórann Edouard Philippe í embætti forsætisráðherra landsins. Philippe er 46 ára, frá hafnarborginni Le Havre, og tilheyrir Repúblikanaflokknum. Meira »

Macron nýr forseti Frakklands

14.5. Emmanuel Macron varð í dag yngstur til að gegna embætti forseta Frakklands eftir að hafa svarið embættiseið í Elysées-höll.   Meira »

Hryðjuverk og ástarmál í forsetatíð

11.5. Francois Hollande stígur úr stól forseta Frakklands á sunnudag eftir 5 ára valdatíð. Mikið atvinnuleysi setti mark sitt á forsetatíð hans. Bylgja hryðjuverkaárása reið einnig yfir landið, auk þess sem ofbeldisfull mótmæli fóru fram vegna vinnulöggjafar ríkisstjórnarinnar. Meira »

Sósíalistaflokkurinn kominn að fótum fram

10.5. Frakkar kjósa sér nýtt þing í júní og bendir allt til þess að Sósíalistaflokkurinn eigi ekki eftir ríða feitum hesti frá þeim. Nú hefur forsetaframbjóðandi flokksins, Benoît Hamon, boðað stofnun nýs vinstriflokks. Meira »

Hamon stofnar nýjan vinstriflokk

10.5. Benoît Hamon, forsetaframbjóðandi sósíalista, ætlar að stofna nýjan stjórnálaflokk til vinstri.  Meira »

Valls til liðs við Macron

9.5. Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista í Frakklandi, tilkynnti í morgun að hann hygðist styðja flokk Emmanuel Macron, En Marche!, í komandi þingkosningum og yrði meðal frambjóðenda til neðri deildar þingsins. Meira »

„Erum í fordæmalausri stöðu“

8.5. „Stóri óvissuþátturinn í þessu er auðvitað hvað gerist í þingkjörinu. Hvort það myndist einhver meirihluti á bak við Macron og við höfum hefðbundna stjórn eða að það myndist einhver annar meirihluti sem hann hefur ekki stjórn á.“ Meira »

Efasemdir um bakland Macrons

8.5. Sigur Emmanuels Macrons í forsetakosningunum í Frakklandi í gær var afgerandi með 66% atkvæða en sigurinn var varla í höfn fyrr en umræðan fór að snúast um áskoranirnar sem hinn nýi forseti landsins stendur frammi fyrir. Meira »

Trump og Pútín senda Macron kveðju

8.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafa báðir sent Emmanuel Macron, nýkjörnum forseta Frakklands, hamingjuóskir og segir Pútín að þeir verði að starfa saman í baráttunni við hryðjuverkasamtök sem ógni heiminum. Meira »

„Ég mun þjóna ykkur með ást“

7.5. „Brigitte, Brigitte!“ hrópuðu stuðningsmenn Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands, er hann þakkaði aðstandendum sínum fyrir stuðninginn á sigurhátíð við Louvre í kvöld. „Ég veit hvað ég á fólkinu mínu mikið að þakka,“ sagði Macron. Meira »

Unga gáfnaljósið tekur völdin

7.5. Emm­anu­el Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, er yngst­ur til þess að gegna því embætti. Hann er einnig sá fyrsti sem ekki kem­ur úr röðum sósí­al­ista eða re­públi­kana frá stofn­un fimmta lýðveld­is­ins árið 1958. Fyrstu tölur benda til þess að hann hafi hlotið yfir 65% atkvæða. Meira »

Úr kennarastarfi í forsetahöllina

7.5. „Hvað sem þú gerir mun ég giftast þér,“ sagði kornungur Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, við núverandi eiginkonu sína fyrir um þrjátíu árum. Nú er kennslukonan sem hann heillaðist af á leið með honum í forsetahöllina. Meira »