Harvey Weinstein

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um ósæmilega framkomu  í garð samstarfskvenna um áratuga skeið.

Bróðir Weinstein sakaður um áreitni

í gær Bob Weinstein, bróðir Harvey Weinstein, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Framleiðandinn Amanda Segel greinir frá því í viðtali við Variety að Bob hafi áreitt hana kynferðislega þegar þau störfuðu saman við framleiðslu á þáttaröðinni The Mist fyrir Spike TV. Meira »

Weinstein segir sig úr stjórn

í fyrradag Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur sagt sig úr stjórn Weinstein Company að því er Reuters fréttastofan hefur eftir heimildamanni nánum framleiðandanum. Weinstein á yfir höfði sér ásakanir um að hafa áreitt og misþyrmt fjölda kvenna kynferðislega yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil. Meira »

Fjárfesta í fyrirtæki Weinstein

16.10. Viðræður standa nú yfir milli eigenda The Weinstein Company og fjárfestingarfyrirtækisins Colony Capital um kaup þess síðarnefnda á stórum hluta eigna The Weinstein Company. Meira »

Tvö orð sem segja allt

16.10. Tvö einföld orð, #MeToo (#Ég líka) eru líklega þau orð sem oftast hefur verið deilt á Twitter undanfarinn sólarhring. Um er að ræða herferð gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Meira »

Nýjar ásakanir til rannsóknar hjá lögreglu

15.10. Þrjú mál tengd bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hafa bæst við í Bretlandi og eru þau öll til rannsóknar hjá lögreglunni í London. Meira »

Viðbrögðin minna á snjóflóð

14.10. Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein verður jafnvel rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni í dag en neyðarfundur verður haldinn í stjórn akademíunnar í dag. Frásagnir af valdamiklum níðingum hafa færst í aukanna og sífellt fleiri stíga fram og lýsa ofbeldinu. Meira »

Ekki kynlífsfíkill heldur rándýr

13.10. Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson er ein af fjölmörgum sem hafa tjáð sig um ásakanir á hendur Harvey Weinstein og segir hún að ekki sé hægt að tala um Weinstein sem kynlífsfíkil heldur sé hann rándýr. Hneykslið sem skekur kvikmyndaframleiðandann sé ekki ósvipað máli Jimmy Savile. Meira »

Ræða framtíð Weinstein

12.10. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá Óskarsakademíunni varðandi mál kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hillary Clinton ætlar að gefa peningana sem hann setti í kosningabaráttu hennar til góðgerðarmála. Meira »

Konan farin og Paltrow og Jolie stíga fram

11.10. Leikkonurnar Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra kvenna sem hafa stigið fram og sakað Hollywood-kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. Báðar segja að það hafi átt sér stað snemma á kvikmyndaferli þeirra. Meira »

Hvers vegna þögðu allir?

10.10. Leikkonurnar Meryl Streep og Judi Dench eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa tjáð sig vegna frétta um kynferðislega áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Framferði Weinstein er ekki bara gagnrýnt heldur það hvernig Hollywood leyfði þessu að viðgangast áratugum saman. Hvers vegna þögðu allir? Meira »

Ásakanirnar komu Trump ekki á óvart

7.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni gagnvart konum undanfarna þrjá áratugi hafi ekki komið sér á óvart. Meira »

Weinstein biðst afsökunar á áreitni

5.10. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur beðist afsökunar eftir að dagblað greindi frá röð ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Meira »

Weinstein varð brjálaður við höfnunina

í fyrradag Breska leikkonan Lena Headey, sem leikur Cersei Lanister í þáttunum Game of Thrones, hefur nú bæst í hóp þeirra leikkvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. Þá hefur Reese Witherspoon lýst því er leikstjóri misþyrmdi henni 16 ára gamalli. Meira »

Þögnin ekki hluti af samningnum

17.10. Leikkonan Reese Witherspoon hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna sem hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi í kvikmyndaheiminum. Meira »

Allen sagður „andstyggilegur lítill ormur“

16.10. Leikstjórinn Woody Allen hefur neyðst til að útskýra hvað hann átti við þegar hann sagðist vera leiður vegna máls framleiðandans Harvey Weinstein. Fjöldi kvenna hefur stigið fram síðustu daga og sagt frá áreiti af hendi Weinstein. Nokkrar leikkonur hafa sakað hann um nauðgun. Meira »

Telma áreitt af þremur mönnum

16.10. Fjölmiðlakonan Telma Tómasson segir frá þremur mönnum, sem áreittu hana kynferðislega þegar hún var ung stúlka, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Sakar Weinstein um nauðgun

15.10. Breska leikkonan Lysette Anthony bættist í gær í hóp þeirra kvenna sem sakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Fjórar konur hafa áður sakað hann um það sama. Meira »

Fyrirtæki Weinsteins á brauðfótum

13.10. Ólíklegt er að The Weinstein Company haldi áfram að starfa sem sjálfstæð eining, en samkvæmt fréttastofu AFP hyggst fyrirtækið nú selja eða hætta starfsemi í kjölfara ásakana á hendur Harvey Weinstein. Weinstein var stofnandi og einn stjórnenda fyrirtækisins, en hann var látinn fara á dögunum. Meira »

Reyndi að fá Delevingne til að kyssa aðra konu

12.10. Leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne er enn önnur konan sem stígur fram og segir frá reynslu sinn af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Meira »

Saga valdníðslu og meðvirkni

11.10. Áratugum saman fékk Harvey Weinstein ungar konur til fundar við sig með loforðum um frægð og frama. Aðferðin var alltaf sú sama og niðurstaðan sömuleiðis; hann braut gegn konunum og komst upp með það áhrifa sinna vegna. Brotaþolar voguðu sér ekki að stíga fram og iðnaðurinn leit undan í meðvirkni. Meira »

Weinstein sakaður um nauðgun

10.10. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sakaður um nauðgun í umfjöllun sem birtist í dag í bandaríska tímaritinu New Yorker. Fram kemur í umfjölluninni að tímaritið hafi rætt við þrjár konur sem saki Weinstein um að hafa neytt þær til kynmaka. Meira »

Weinstein rekinn

9.10. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið rekinn frá fyrirtækinu sem hann stofnaði á sínum tíma. Stjórn Weinstein Company samþykkti þetta í gær en Weinstein hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart konum á vinnustað sínum í tæplega þrjá áratugi. Meira »

„Ríkt fólk kaupir sér þögn“

6.10. Harvey Weinstein er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fjölmargar konur. Leikkonan Brie Larson og framleiðandinn Judd Apatow eru meðal þeirra sem hafa ekki legið á skoðunum sínum. Meira »