Hinsegin dagar 2017

Gleðigangan í blíðskaparveðri - Myndir

13.8. Mikill fjöldi fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar Gleðigangan, sem er hápunktur Hinsegin Daga, fór fram. Gangan endaði svo í Hljómskálagarðinum þar sem gleðin hélt áfram. Veðrið var upp á sitt besta og dagskráin ekki af verri endanum. Meira »

Strætó tekur þátt í Gleðigöngunni

11.8. Strætó verður þátttakandi í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár í fyrsta sinn. Í tilefni þess var útbúinn heilmerktur regnbogastrætisvagn með einkunnarorðunum „Besta leiðin er að fara sínar eigin leiðir“. Meira »

Stuðningur ráðherra táknrænn

11.8. „Við lítum á þennan stuðning sem yfirlýsingu um að þessir ráðherrar vilji standa vörð um okkar málefni og berjast fyrir okkar réttindum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrkja Hinsegin daga í ár. Meira »

Ísland verði í fremstu röð

9.8. „Við erum að leggja lokahönd í haust á aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks sem verður þá lögð fram sem þingsályktunartillaga fyrir Alþingi,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Ísland hefur dregist aftur úr í evrópskum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Meira »

Blanda, hvorugt eða alls konar

9.8. „Kynsegin er samheiti yfir alls konar kynvitundir sem að eiga það allar sameiginlegt að vera ekki bundnar við það að vera karlkyns eða kvenkyns. Þannig að það getur verið blanda eða hvorugt eða alls konar,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Íslands. Meira »

Löggjöf nær ekki yfir transbörn

8.8. „Í rauninni eru engin lög eða reglur sem ná yfir transbörn og -ungmenni. Lögin sem eru í gildi núna ná yfir einstaklinga frá 18 ára aldri,“ segir ráðgjafi hjá Samtökunum '78. Í til­efni af Hinseg­in dög­um fer fram fræðslu­viðburður sem ber yf­ir­skrift­ina Transbörn og ung­menni á Íslandi. Meira »

„Allt við hana eins og það ætti að vera“

8.8. „Við vorum öll að gera þetta í fyrsta sinn, við vorum öll að prófa okkur áfram en saman gátum við gert þetta eins gott og hægt var,“ segir kennari við Vatnsendaskóla um vegferð sem hófst þegar nemandi hennar fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún segir fræðslu af skornum skammti. Meira »

Gleðigangan fer nýja leið í ár

4.8. Gleðiganga Hinsegin daga verður með örlítið breyttu sniði í ár þar sem gönguleiðin hefur verið færð til, auk þess sem hátíðahöld tengd göngunni verða nú í Hljómskálagarðinum í staðinn fyrir að vera við Arnarhól. Meira »

Páll Óskar ekki í Gleðigöngunni

1.8. Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson verður ekki með atriði í Gleðigöngunni í ár. Palli eins og hann jafnan er kallaður hefur yfirleitt vakið mikla athygli í göngunni fyrir stór og skrautleg atriði en gangan er einn af hápunktum Hinsegin daga sem hefjast þann 8. ágúst. Meira »

Mikill fjöldi fylgist með Gleðigöngunni

12.8. Mikill fjöldi er nú samankominn í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með og taka þátt í Gleðigöngunni sem fer nú fram í átjánda skipti, en hún hápunktur Hinsegin daga. Gangan fór af stað klukkan 14 en í henni eru um 35 atriði. Meira »

Bangsinn Bruce í Gaykjavík

11.8. Viðhafnarútgáfa af hinsegin myndasögunni Bruce the Angry Bear, sem fjallar um viðskotailla bangsann Bruce og kærasta hans Spencer í Gaykjavík, var gefin út í dag í tilefni af Hinsegin dögum. Jonathan Duffy, annar höfundur sögunnar, segir hana tækla hin ýmsu vandamál í heimi samkynhneigðra með húmor, eins og flokkun og líkamsdýrkun. Meira »

Ekki ætti að flokka fólk og skilgreina

10.8. „Þú ert flokkaður og skilgreindur,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins HIV-Ísland, um reynslu HIV-jákvæðra. Að hans sögn er ekki nægilega fjallað um framfarir í tengslum við sjúkdóminn, sem séu miklar. Orðræða tengd HIV einkennist oft af fordómum, misskilningi og röngum ályktunum. Meira »

Fjölmenn og flott þrátt fyrir fjarveru Palla

9.8. „Ég held að það verði gaman að prófa að vera í Hljómskálagarðinum. Ég held að það gæti verið skemmtilegt og aðeins meira skjól,” segir Setta María sem situr í göngustjórn Gleðigöngu Hinsegin daga. Meira »

Allt á fullu hjá Gógó

8.8. „Það er allt á fullu hjá Gógó,“ segir Sigurður Heimir Guðjónsson, eða dragdrottningin Gógó Starr, en hún er í dag ríkjandi dragdrottning Íslands. Sigurður sem er stofnandi draghópsins Drag-Súgs er nýkomin úr sex vikna sýningarferðalagi um Bandaríkin og safnar nú fyrir öðru slíku um Evrópu, með Margréti Erlu Maack dansmey. Meira »

Regnboginn í skjóli frá rigningunni

8.8. Hinsegin dagar í Reykjavík 2017 hófust í dag með regnbogamálun sem er orðin fastur liður við opnun hátíðarinnar. Að þessu sinni er það heimreiðin að Ráðhúsi Reykja­vík­ur sem tekur á sig nýjan lit. Meira »

Regnbogalitir við Ráðhúsið

7.8. Á morgun verður heimreiðin að Ráðhús Reykjavíkur máluð í gleðiröndum í tilefni af því að Hinsegin dagar í Reykjavík eru að hefjast. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun mála fyrstu rendurnar við innganginn, en gestir og gangandi munu svo taka við penslunum. Meira »

K100 og Hinsegin dagar í samstarf

2.8. Útvarpsstöðin K100 verður formlegur samstarfsaðili Hinsegin daga í Reykjavík sem fram fara dagana 8.-13. ágúst næst komandi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem undirritað var í gær. Meira »