Húsleit hjá Samherja

„Breytir engu um okkar áform“

24.8. „Öllum málatilbúnaði Seðlabankans hefur verið vísað frá. Þess vegna ákváðum við að fara í þetta mál. Við teljum þörf á að varpa ljósi á hvers vegna farið var í þessa húsleit,“ segir Arna McClure, lögfræðingur Samherja. Meira »

Sakar Seðlabankann um rangfærslur

15.4. Seðlabankinn hefur frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu dómsmála. Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða

6.11.2015 Skattrannsóknarstjóri hefur tilkynnt Samherja að eftir skoðun á máli fyrirtæksins hafi embættið ekki séð ástæðu til aðgerða af sinni hálfu. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna, sem er undirritað af Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni. Meira »

„Þetta eru alvarlegar ásakanir“

22.9.2015 Varaformaður bankaráðs Seðlabanka Íslands reiknar með að bréf Samherja verði skoðað ítarlega þar sem ásakanirnar séu alvarlegar. Varaformaður fer fyrir ráðinu í þessu máli þar sem formaðurinn hefur vikið sæti vegna vanhæfis. Meira »

Kjánalegt að persónugera málið

13.9.2015 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í samtali við mbl.is að Samherja-málið svokallaða hafi verið of persónugert í fjölmiðlum undanfarið og allt að því kjánalegt að forstjóri stærsta fyrirtækis á Íslandi taki málinu svona persónulega. Meira »

Tilraun til að breiða yfir mistök

6.9.2015 „Ekkert kom fram við rannsókn málsins sem benti til saknæmrar háttsemi minnar eða annarra einstaklinga,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingu vegna kæru Seðlabanka Íslands á hendur honum og þremur öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Meira »

Sakamál vegna Samherja fellt niður

4.9.2015 Fellt hefur verið niður sakamál á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þremur öðrum lykilstarfsmönnum fyrirtækisins vegna gruns um brot gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti. Meira »

Séu ekki til rannsóknar árum saman

11.6.2015 „Menn vilja ekki sæta því að vera undir rannsóknum árum saman án þess að nokkuð sé að gerast,“ segir Garðar Guðmundur Gíslason, lögmaður Samherja. Fjallað var um kröfu fyrirtækisins og fleiri lögaðila um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Segir ásakanir Seðlabanka rangar

13.2.2014 Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Seagold, segir í bréfi sem birtist á heimasíðu Samherja að Seðlabanki Íslands (SÍ) hafi ekki fundið neitt athugavert í gögnum sem þeir öfluðu í húsleit hjá Samherja. Hann segir SÍ hafa þurft að skila gögnunum. Meira »

Samherji til sérstaks saksóknara

17.4.2013 Seðlabanki Íslands hefur lokið rannsókn sinni á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum og sent málið til meðferðar hjá sérstökum saksóknara. Stjórnendur Samherja hafa gagnrýnt húsleitina harðlega sem og þann drátt sem orðið hefur á rannsókninni undanfarið rúmt ár. Meira »

Seðlabankinn „braust inn“ í bókhald

31.10.2012 Hæstiréttur hefur vísað frá dómi kröfu Samherja og tengdra félaga um að sú rannsóknaraðgerð Seðlabanka Íslands að „brjótast inn“ á lokuð svæði í tölvu sem afhent var í tengslum við haldlagningu gagna hjá tölvufyrirtæki verði dæmd ólögmæt. Þá var hafnað kröfu um að Seðlabankanum verði gert að loka fyrir aðganginn og eyða afritum af gögnum. Meira »

Fráleitar ásakanir um lögbrot

29.3.2012 „Fullyrðingar um undirverð á fiski frá skipum Samherja til dótturfyrirtækis síns í Þýskalandi eiga því engan veginn við rök að styðjast. Það skiptir öllu máli í þessari umræðu að menn séu að bera saman rétta hluti og þar er eðlilegast að styðjast við gögn af íslenskum fiskmarkaði.“ Meira »

Tilefnislausar aðgerðir

27.3.2012 „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru.“ Meira »

Þorsteinn vill ekki tjá sig

27.3.2012 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig um húsleit sem gerð var í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og á skrifstofu þess í Reykjavík í dag. „Einhvern tíma kemur hún, já,“ sagði Þorsteinn þegar hann spurður hvort yfirlýsing kæmi frá fyrirtækinu. Meira »

Húsleit hjá Samherja

27.3.2012 Húsleit er nú gerð hjá starfsstöðvum útgerðarfyrirtækisins Samherja í Reykjavík og á Akureyri. Leitin er unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara. Tilefnið er grunur um brot á ákvæðum laga um gjaldeyrismál. Meira »

Bankinn gerður afturreka

25.4. „Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum. Meira »

Húsleit hjá ótengdum félögum

6.12. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur veitti sérstökum saksóknara og gjaldeyriseftirliti Seðlabankans heimild til húsleitar hjá tveimur breskum fyrirtækjum og pólskri skipasmíðastöð árið 2012 í tengslum við rannsókn Seðlabankans á meintum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Meira »

Undirbúa skaðabótamál

10.10.2015 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, boðar aðgerðir vegna rannsóknar á hendur Samherja sem ákæruvaldið felldi niður í september. Fyrirtækið muni þó ekki reyna að sækja fjárhagslegar bætur. Meira »

Fara fram á íhlutun bankaráðs

21.9.2015 Stjórn Samherja hf. hefur óskað eftir því að bankaráð Seðlabanka Íslands hlutist til um að „fram fari athugun á stjórnsýslu bankans, bankastjórnar og annarra starfsmanna, að því er snertir gjaldeyriseftirlit, einkum og sér í lagi í tengslum við húsleit, rannsókn, samskipti kærur og fjölmiðlaumfjöllun af hálfu Seðlabanka Íslands um málefni Samherja“. Meira »

Þorsteinn: Tímabært að axla ábyrgð

8.9.2015 Í bréfi til starfsmanna Samherja segist Þorsteinn Már Baldursson aldrei hafa útilokað að einhvers staðar kynnu að hafa átt sér mistök. Hins vegar hafi hann og aðrir stjórnendur unnið eftir bestu vitund. Meira »

Munu fara yfir niðurstöðu sérstaks

6.9.2015 Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna niðurfellingu sérstaks saksóknara á máli gegn Samherja hf. og tengdum félögum. Segir í tilkynningunni að Seðlabankinn telji rétt að koma á framfæri frekari skýringum í ljósi umfjöllunar um málið. Meira »

Kröfu Samherja hafnað

30.6.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari skilaði gögnum sem lagt var hald á við húsleitir í höfuðstöðvum fyrirtækisins árið 2012. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í málinu sem varðar meint brot á gjaldeyrislögum. Meira »

Samherji krefst gagna frá saksóknara

5.6.2015 Krafa sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og tengdra félaga um að sérstakur saksóknari aflétti haldi á gögnum sem Seðlabankinn lagði hald á árið 2012 var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið tengist rannsókn á meintum brotum félaganna á lögum um gjaldeyrishöft. Meira »

Segja málið byggt á rangfærslum

18.4.2013 Eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, segja augljóst af þeim gögnum sem Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir dómstóla vegna húsleitar á skrifstofum Samherja fyrir rúmu ári, að málið byggi á rangfærslum. Meira »

DFFU er ekki til rannsóknar

8.2.2013 Seðlabanki Íslands (SÍ) hefur staðfest með bréfi dags. 30. janúar sl. til lögmanns Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja hf., að félagið tengist ekki á nokkurn hátt málum sem bankinn er með til rannsóknar. Meira »

Þorsteinn hafnar ásökunum

29.3.2012 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafnaði þeim ásökunum sem á fyrirtækið hafa verið bornar í tengslum við rannsókn sem stendur yfir á fyrirtækinu um þessar mundir. Hann sagði fyrirtækið engin fyrirtæki eiga erlendis í skattaskjóli. Meira »

Talin hafa selt afurðir á undirverði

27.3.2012 Í Kastljósi RÚV í kvöld, var því haldið fram að Samherji hafi um árabil selt erlendu dótturfyrirtækis sínu afurðir á undirverði, en eftirlit með þessu virðist vera lítið sem ekkert. Meira »

Húsleitinni ekki lokið enn

27.3.2012 Samkvæmt heimildum mbl.is er húsleit hjá útgerðarfyrirtækinu Samherja ekki lokið en eins og fram hefur komið er hún unnin í samstarfi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara. Rannsóknin snýr að því hvort Samherji hafi brotið lög um gjaldeyrishöft. Meira »

Húsleitir standa enn yfir

27.3.2012 Starfsmenn Seðlabanka Íslands og embættis sérstaks saksóknara eru enn að störfum á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík. Talið er að húsleitum ljúki ekki fyrr en eftir nokkra klukkutíma. Meira »