Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

Hvetur Ísraela til að sýna hugrekki

10.12. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvetur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að sýna hugrekki í samskiptum sínum við Palestínumenn til að byggja upp velvilja sem gæti hjálpað til við að blása að nýju í glæður friðarviðræðnanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira »

Mótmælt þriðja daginn í röð

9.12. Palestínumenn mótmæltu þriðja daginn í röð á Vesturbakkanum í dag. Mótmælin snúa að ákvörðun Don­alds Trumps Bandaríkjafor­seta að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. Meira »

Fjórir Palestínumenn féllu

9.12. Átök brutust út, eldflaugum var skotið og loftárásir gerðar á Gaza í gær í kjölfar umdeildrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem viðurkennt hefur Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fjórir Palestínumenn féllu í gær og morgun og tugir særðust. Meira »

Fjölga hersveitum á Vesturbakkanum

7.12. Ísraelski herinn greindi frá því í dag að fjölgað verði í hersveitum á Vesturbakkanum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Meira »

„Koss dauðans“ fyrir frið?

7.12. Allar líkur eru á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til aukafundar á morgun eftir að átta ríki af 15 aðildarríkjum ráðsins óskuðu eftir fundi til að ræða ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna formlega Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þangað. Meira »

Bretar hafa áhyggjur af Trump

6.12. Bretar hafa áhyggjur af áætlunum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Þetta segir Boris Johnson utanríkisráðherra sem situr fund Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meira »

Segir ákvörðun Trumps hættulega

5.12. Ismail Han­iya, leiðtogi Ham­as á Gasa­strönd­inni, segir að ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að færa sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem og viðurkenna að borgin verði höfuðborg Ísraels gæti orðið „hættuleg stigmögnun sem fer yfir öll mörk.“ Meira »

Trump varaður við

5.12. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur varað Donald Trump Bandaríkjaforseta við því að gangast einhliða við því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Meira »

Hamas og Fatah ná samkomulagi

12.10. Hamas og Fatah samtökin, sem eru helstu fylkingar Palestínumanna, náðu í dag samkomulagi eftir að hafa átt í deilum í áratug. Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, fagnaði samkomulaginu í dag og sagði það vera endanlegt samkomulag sem myndi koma í veg fyrir þá skiptingu sem hefur verið á milli Palestínumanna. Meira »

Eygir „möguleika“ á friði

7.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur „möguleika“ á að friður náist í Mið-Austurlöndum. „Ég held að við eigum möguleika á að ná því,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu sem var haldinn með furstanum af Kúveit, Sa­bah al-Ahmad al-Sa­bah Meira »

Hvatti alla múslima til að heimsækja og „standa vörð um Jerúsalem“

25.7. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt alla múslima til að ferðast til Jerúsalem og vernda borgina. Ummælin lét forsetinn falla í kjölfar þess að til átaka kom þegar Ísraelsmenn settu upp málmleitarhlið við Musterishæðina. Meira »

Kalla eftir skyndifundi öryggisráðsins

22.7. Svíþjóð, Frakkland og Egyptaland hafa formlega beðið um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman í kjölfar ófriðar í Jerúsalem. Meira »

Hernám Palestínu í 50 ár

2.7. Palestína hefur nú verið undir hernámi Ísraela í 50 ár. Í kjölfar Sex daga stríðsins í júní árið 1967 hertók Ísrael allt land Palestínumanna. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræði, segir í samtali við mbl.is árið 1967 hafa verið heilmikil tímamót. Meira »

Fjölskyldur árásarmanna fá ekki bætur

13.6. Leiðtogar Palestínu hafa samþykkt að stöðva greiðslur til fjölskyldna sjálfsmorðssprengjumanna. Þetta sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um bætur til fjölskyldna „píslarvotta“, sem deyja þegar þeir fremja árásir gegn Ísraelum, í friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum. Meira »

Hamas tók þrjá af lífi

25.5. Palestínsku íslamistasamtökin Hamas tóku þrjá einstaklinga af lífi á Gasa-ströndinni í dag vegna vígs eins af herforingjum samtakanna. Hamas fullyrðir að Ísrael hafi látið vega herforingjann. Meira »

Segja ákvörðun Trumps skapa glundroða

10.12. Utanríkisráðherrar 22 Arabaríkja hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Bandaríkin afturkalli viðurkenningu sína á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Í yfirlýsingunni er alþjóðasamfélagið einnig hvatt til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Meira »

Ætlar ekki að hitta varaforsetann

9.12. Mahmud Abbas, forseti Palestínu, ætlar ekki að hitta Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í kjölfar ákvörðunar Donalds Trumps forseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Meira »

Tíu særðir í loftárás á Gaza

8.12. Tíu eru særðir eftir loftárás Ísraela á Gazaströndinni. Flugvél á vegum Ísraela var beint að herstöð Hamas á svæðinu. Árásins er svar við flugskeytaárásum Palestínumanna fyrr í dag, að sögn fulltrúa hjá ísraelska hernum. Meira »

Heimurinn fordæmir Trump

7.12. Bandamenn Bandaríkjanna eru framarlega í flokki þeirra sem fordæma ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, er hins vegar ánægður og segir nafn Trumps komið á spjöld sögu borgarinnar. Meira »

Ákvörðunin mun „kveikja elda“

6.12. Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segist ekki eiga von á því að það verði gefin út viðvörun til Íslendinga sem staddir eru í Ísrael. „En það gildir með þetta eins og annað að við hvetjum ferðalanga alltaf til þess að hafa varann á. Meira »

Enn á ný veldur Trump ólgu

6.12. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ætlar að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael og virða þar að vettugi viðvaranir um hvað það geti haft í för með sér. Hlutabréf hríðlækkuðu í verði í Tókýó í kjölfar fréttarinnar. Meira »

Segist ætla að flytja sendiráðið

5.12. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi í dag við Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, í gegnum síma og sagði honum að hann ætlaði sér að flytja bandaríska sendiráðið til Jerúsalem. Meira »

Norðmenn semja lag til íslenska landsliðsins

17.10. Lagið „Allt fyrir Ísland“, gjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar og fótboltalandsliðsins frækna, var frumflutt í norsku sjónvarpi í gærkvöldi og má sjá hér hvernig til tókst. Meira »

Skaut þrjá Ísraela til bana

26.9. Þrír Ísraelar voru skotnir til bana af palestínskum manni við innganginn að landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Þetta kemur fram á vef BBC og er haft eftir ísraelsku lögreglunni. Meira »

Engar girðingar á Musterishæðinni

27.7. Allar girðingar og grindverk sem heftu aðgang fólks að Muster­is­hæðinni í Jerúsalem hafa verið fjarlægð. Fyrr í vikunni var málmleitarhlið á svæðinu fjarlægt. Svæðið er meðal helstu deilu­mála Ísra­els­manna og Palestínu­manna. Meira »

Umdeilt málmleitarhlið fjarlægt

25.7. Ísraelar hafa fjarlægt umdeild málmleitarhlið sem þeir settu upp í austurhluta Jerúsalem. Hliðinu var ætlað að koma í veg fyrir að vopnum yrði smyglað inn á svæðið að sögn Ísraela. Hliðið girti af svæði sem bæði gyðingar og múslimar telja heilagt. Meira »

Þrír látnir í mótmælum í Jerúsalem

21.7. Þrír palestínskir menn hafa látið lífið og hundruð særst í átökum í Jerúsalem í dag vegna mótmæla gegn nýjum öryggisráðstöfunum Ísraels á svæðinu. Meira »

Ísraelar byggja á landi Palestínumanna

14.6. Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, segir ríkisstjórn Ísraels hafa á þessu ári sett fram áætlun um byggingu flestra íbúða í landnemabyggðum á landi Palestínumanna síðan árið 1992. Meira »

Réðst á hermann með hnífi

1.6. Palestínsk kona stakk ísraelskan hermann við landnemabyggð Ísraela á Vesturbakkanum í morgun. Var skotið á hana í kjölfarið og hún særð alvarlega. Meira »

Skutu ökumanninn til bana

19.4. Palestínumaður keyrði bíl á strætisvagnastöð á fjölförnum gatnamótum á Vesturbakkanum með þeim afleiðingum að einn særðist. Hermenn skutu ökumanninn til bana, að sögn Ísraelshers. Meira »