Ísrael/Palestína

Átök brutust út milli Ísraela og Palestínu í byrjun júlí en tæp tvö ár eru síðan vopnahlé var undirritað milli þjóðanna tveggja.

Norðmenn semja lag til íslenska landsliðsins

17.10. Lagið „Allt fyrir Ísland“, gjöf Norðmanna til íslensku þjóðarinnar og fótboltalandsliðsins frækna, var frumflutt í norsku sjónvarpi í gærkvöldi og má sjá hér hvernig til tókst. Meira »

Skaut þrjá Ísraela til bana

26.9. Þrír Ísraelar voru skotnir til bana af palestínskum manni við innganginn að landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Þetta kemur fram á vef BBC og er haft eftir ísraelsku lögreglunni. Meira »

Engar girðingar á Musterishæðinni

27.7. Allar girðingar og grindverk sem heftu aðgang fólks að Muster­is­hæðinni í Jerúsalem hafa verið fjarlægð. Fyrr í vikunni var málmleitarhlið á svæðinu fjarlægt. Svæðið er meðal helstu deilu­mála Ísra­els­manna og Palestínu­manna. Meira »

Umdeilt málmleitarhlið fjarlægt

25.7. Ísraelar hafa fjarlægt umdeild málmleitarhlið sem þeir settu upp í austurhluta Jerúsalem. Hliðinu var ætlað að koma í veg fyrir að vopnum yrði smyglað inn á svæðið að sögn Ísraela. Hliðið girti af svæði sem bæði gyðingar og múslimar telja heilagt. Meira »

Þrír látnir í mótmælum í Jerúsalem

21.7. Þrír palestínskir menn hafa látið lífið og hundruð særst í átökum í Jerúsalem í dag vegna mótmæla gegn nýjum öryggisráðstöfunum Ísraels á svæðinu. Meira »

Ísraelar byggja á landi Palestínumanna

14.6. Varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, segir ríkisstjórn Ísraels hafa á þessu ári sett fram áætlun um byggingu flestra íbúða í landnemabyggðum á landi Palestínumanna síðan árið 1992. Meira »

Réðst á hermann með hnífi

1.6. Palestínsk kona stakk ísraelskan hermann við landnemabyggð Ísraela á Vesturbakkanum í morgun. Var skotið á hana í kjölfarið og hún særð alvarlega. Meira »

Skutu ökumanninn til bana

19.4. Palestínumaður keyrði bíl á strætisvagnastöð á fjölförnum gatnamótum á Vesturbakkanum með þeim afleiðingum að einn særðist. Hermenn skutu ökumanninn til bana, að sögn Ísraelshers. Meira »

Reyndi að stinga lögreglumenn í Jerúsalem

29.3. Palestínsk kona var skotin til bana af ísraelskri landamæralögreglu í morgun þegar hún reyni að stinga lögreglumann með hníf við hliðið inn í gömlu Jerúsalem. Meira »

Bandaríkin styðji tveggja ríkja lausnina

16.2. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hafnar því að Bandaríkin séu að segja skilið við tveggja ríkja lausnina svokölluðu, á deilu Ísraela og Palestínumanna. Segir hún að stjórnvöld í Washington styðji tvímælalaust þá lausn, en vilji ferskar hugmyndir um hvernig framhaldið skuli vera. Meira »

Segjast hafa skotið hryðjuverkamann til bana

18.1. Ísraelska lögreglan segist hafa skotið ísraelskan araba til bana en hann hafi verið hryðjuverkamaður. Segir lögreglan að hann hafi reynt að keyra á hana þegar hann mótmælti niðurrifi íbúðarbyggðar í suðurhluta Ísrael. Meira »

Mætir á ráðstefnu um Mið-Austurlönd

10.1. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verður viðstaddur ráðstefnu í París á sunnudaginn þar sem rætt verður um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira »

Bakkaði aftur yfir fólkið

8.1. Maðurinn sem ók vöruflutningabifreið á hóp fólks við vinsæla göngugötu í Jerúsalem í dag er sagður vera frá Palestínu. Samkvæmt yfirvöldum í Ísrael eru fjórir látnir og um 15 slasaðir. Meira »

Fundinn sekur um manndráp

4.1. Ísraelskur hermaður hefur verið dæmdur sekur um manndráp en á myndbandsupptöku sést hann skjóta Palestínumann sem liggur særður á jörðinni til bana. Meira »

Byggja fjögurra hæða blokk

28.12. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu að byggð yrði fjögurra hæða blokk fyrir landnema í austurhluta Jerúsalem nánar tiltekið í palestínska hverfinu Silwan. Þetta er haft eftir talsmanni sam­takanna Ir Amim sem fylgj­ast með fram­kvæmd­um í land­töku­byggðum. Meira »

Hamas og Fatah ná samkomulagi

12.10. Hamas og Fatah samtökin, sem eru helstu fylkingar Palestínumanna, náðu í dag samkomulagi eftir að hafa átt í deilum í áratug. Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, fagnaði samkomulaginu í dag og sagði það vera endanlegt samkomulag sem myndi koma í veg fyrir þá skiptingu sem hefur verið á milli Palestínumanna. Meira »

Eygir „möguleika“ á friði

7.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur „möguleika“ á að friður náist í Mið-Austurlöndum. „Ég held að við eigum möguleika á að ná því,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu sem var haldinn með furstanum af Kúveit, Sa­bah al-Ahmad al-Sa­bah Meira »

Hvatti alla múslima til að heimsækja og „standa vörð um Jerúsalem“

25.7. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt alla múslima til að ferðast til Jerúsalem og vernda borgina. Ummælin lét forsetinn falla í kjölfar þess að til átaka kom þegar Ísraelsmenn settu upp málmleitarhlið við Musterishæðina. Meira »

Kalla eftir skyndifundi öryggisráðsins

22.7. Svíþjóð, Frakkland og Egyptaland hafa formlega beðið um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman í kjölfar ófriðar í Jerúsalem. Meira »

Hernám Palestínu í 50 ár

2.7. Palestína hefur nú verið undir hernámi Ísraela í 50 ár. Í kjölfar Sex daga stríðsins í júní árið 1967 hertók Ísrael allt land Palestínumanna. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræði, segir í samtali við mbl.is árið 1967 hafa verið heilmikil tímamót. Meira »

Fjölskyldur árásarmanna fá ekki bætur

13.6. Leiðtogar Palestínu hafa samþykkt að stöðva greiðslur til fjölskyldna sjálfsmorðssprengjumanna. Þetta sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um bætur til fjölskyldna „píslarvotta“, sem deyja þegar þeir fremja árásir gegn Ísraelum, í friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum. Meira »

Hamas tók þrjá af lífi

25.5. Palestínsku íslamistasamtökin Hamas tóku þrjá einstaklinga af lífi á Gasa-ströndinni í dag vegna vígs eins af herforingjum samtakanna. Hamas fullyrðir að Ísrael hafi látið vega herforingjann. Meira »

Fordæma aftökur á Gaza

6.4. Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, fordæmir aftöku þriggja manna á Gazaströnd í dag en þeir voru sakaðir um að starfa með Ísraelsmönnum af Hamas-samtökunum. Meira »

Trump og Abbas hittast í Hvíta húsinu

10.3. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, í Hvíta húsið og munu þeir hittast „fljótlega“.  Meira »

Tveggja ríkja lausnin ekki sú eina

15.2. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist opinn fyrir svokallaðri „eins ríkis lausn“ á deilu Ísraels og Palestínu, geti báðar fylkingar sætt sig við hana. Meira »

Vara við „einhliða skrefum“

15.1. Þær þjóðir sem tóku þátt í fundi í París þar sem rætt var um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum hafa varað Ísraela og Palestínumenn við því að taka „einhliða skref“ sem geti komið í veg fyrir að samningaleiðin yrði farin á milli landanna tveggja vegna sjö áratuga deilu þeirra. Meira »

Bandaríkin fordæma árásina í Jerúsalem

8.1. Bandarísk stjórnvöld fordæma harðlega hryðjuverkaárásina sem framin var í Jerúsalem í dag, þar sem maður ók vöruflutningabifreið gegnum mannþröng í borginni með þeim afleiðingum að fjórir ísraelskir hermenn létust og sautján særðust. Meira »

Netanyahu vill náða hermanninn

4.1. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallar eftir því að hermaður, sem fundinn var sekur um manndráp í dag fyrir að drepa særðan Palestínumann sem lá hreyfingarlaus á jörðinni, verði náðaður. Meira »

Friðarviðræður ef Ísrael hættir landtöku

28.12. Mahmud Abbas, forseti Palestínu, segist vera tilbúinn til að hefja friðarviðræður við Ísraela á nýjan leik ef þeir hætta að byggja á hernumdum svæðum Palestínu. Þetta sagði hann eftir að John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti ræðu um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Fresta veitingu byggingaleyfa í landtökubyggðum

28.12. Skipulags- og húsnæðisnefnd Jerúsalem frestaði í dag veitingu leyfa fyrir byggingu hunduð nýrra heimila í landtökubyggðum. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu fyrr í vikunni að reisa þúsundir slíkra heimila í borginni, þvert á ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðarinnar. Meira »