Jarðskjálfti og flóðbylgja á Grænlandi

Öldurnar allt að 90 metra háar

25.7. Öldurnar urðu allt að 90 metra háar í kjölfar skriðu sem féll í sjó í Karratfirði á vesturströnd Grænlands í síðasta mánuði. Þær eru með þeim hæstu sem vitað er um. Á innan við fimm mínútum skullu þær síðan á byggðinni sem var í 30 kílómetra fjarlægð. Meira »

Flateyringar söfnuðu hálfri milljón

3.7. Rúm hálf milljón króna safnaðist á fjórum dögum í söfnun sem björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri efndi til meðal Flateyringa vegna hamfaranna á Grænlandi. Söfnunarféð var afhent á Flateyri í gær. Meira »

Íbúarnir ættu ekki að snúa til baka

30.6. Kim Kielsen, innanríkisráðherra Grænlands, segir óábyrgt að senda íbúa Nuugaatsiaq og Illorsuit aftur heim. Öryggismálanefnd metur það enn of hættulegt fyrir íbúana að snúa til baka. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

28.6. Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringa vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Jón segir frá mannlífi í Uummannaq-firði

24.6. Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur mun segja frá mannlífi og náttúru í Uummannaq-firði á Grænlandi í opnu húsi hjá Pakkhúsi Hróksins í dag. Um síðustu helgi urðu þar miklar náttúruhamfarir er flóðbylgja gekk á land. Meira »

„Þungt áfall fyrir litla þjóð“

23.6. Landssöfnunin vegna hamfaranna í Grænlandi fer vel af stað og hefur Reykjavíkurborg samþykkt að leggja til 4 milljónir króna. Hrafn Jökulsson, talsmaður söfnunarinnar, segir viðbrögð Íslendinga skipta sköpum fyrir Grænlendinga. Meira »

Tólf milljónir á þremur dögum

22.6. Tólf milljónir króna hafa safnast á fyrstu þremur dögunum í landssöfnuninni „Vinátta í verki“ sem Hjálparstofnun kirkjunnar, í samvinnu við Kalak og Hrókinn, efndu til eftir hamfarirnar á Grænlandi um síðustu helgi. Meira »

Talið að fólkið sé látið

20.6. Lögreglan á Grænlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að fjórir einstaklingar, sem saknað hefur verið vegna náttúruhamfaranna sem urðu í Uummannaq-firðinum á austurströnd landsins um síðustu helgi, séu taldir af. Meira »

Þurftu að hætta leit

20.6. Í nótt voru sex menn á vegum herstjórnar Dana í Grænlandi sendir með rannsóknarskipinu Vædderen að landi við þorpið Nuugaatsiaq á Grænlandi sem varð illa úti í flóðbylgjunni sem þar varð um helgina. Meira »

Landssöfnun vegna hamfaranna á Grænlandi

20.6. Hjálparstarf kirkjunnar, í samvinnu við KALAK, Hrókinn og fleiri Grænlandsvini, hefur hrundið af stað landssöfnun undir heitinu „Vinátta í verki“ vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Meira »

„Ég varð mjög hræddur“

19.6. Þorpið Nuugaatsiaq varð hvað verst úti þegar jarðskjálfti og flóðbylgja skók vesturströnd Grænlands um helgina. Nukanntuaq Samuelsen er fjögurra barna faðir frá Nuugaatsiaq og var að róa heim frá fiskveiðum ásamt syni sínum þegar hann fékk fregnir af flóðbylgjunni. Meira »

Óttast frekari berghlaup

19.6. Langar vegalengdir og afskekkt svæði gera rýmingu í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands erfiða. Rýmingu hefur enn ekki verið aflétt og fleiri svæði hafa verið rýmd. Meira »

Rannsaka hvers vegna flóðbylgja skall á þorpinu

18.6. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli því að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi á laugardagskvöld að sögn jarðvísindamanns hjá rannsóknastofnun jarðfræði Danmerkur og Grænlands (GEUS). Meira »

Skjálftinn skók afskekkt þorp

18.6. „Þetta er ansi afskekkt þorp og það eru fáir sem fara þarna,“ segir Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur. Hann þekkir til á Grænlandi og hefur komið í þorpið Nuugaatsiaq og þekkir svæðið þar í kring. Fjögurra er saknað eftir flóðbylgjuna sem varð við vesturströnd Grænlands. Meira »

Fjögurra saknað á Grænlandi

18.6. Fjögurra er saknað eftir fljóðbylgjuna sem varð í þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir vesturhluta landsins. Meira »

Veitir aðstoð á Grænlandi

10.7. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, heldur til Grænlands í dag þar sem hann mun aðstoða við skipulagningu hjálparstarfs í kjölfar flóðbylgjunnar sem skall á vesturströnd landsins 18. júní síðastliðinn. Meira »

Hafa safnað 30 milljónum

1.7. Landssöfnunin Vinátta í verki vegna hamfaranna á Grænlandi gengur framar öllum vonum skipuleggjenda. Á aðeins tólf dögum hafa safnast vel yfir 30 milljónir króna, með framlögum frá þúsundum einstaklinga, fyrirtækja, klúbba og félaga. Meira »

„Ég er Grænlendingur í hjartanu“

29.6. Landssöfnunin „Vinátta í verki“ gengur vel og hafa þegar safnast um 27 milljónir króna. Í morgun bárust til að mynda tvær milljónir frá Kópavogsbæ og þá voru nýir talsmenn söfnunarinnar kynntir til leiks í dag. Meira »

Vilja ekki snúa til baka í þorpið

24.6. Íbúar grænlenska þorpsins Nu­uga­at­isiaq, sem varð verst úti þegar flóðbylgjur skullu á Vesturströnd Grænlands 17. júní, hafa lítinn áhuga á að snúa aftur til þorpsins þegar þar að kemur. Enn um sinn er þorpið eitt tveggja þorpa sem búið er að rýma og stendur autt vegna hættu á annarri flóðbylgju. Meira »

Enn ríkir töluverð óvissa á Grænlandi

23.6. Fjórir eru taldir af, þrjú þorp standa auð og yfirvöld óttast annað berghlaup. Ástandið á Grænlandi er grafalvarlegt og enn ríkir töluverð óvissa um framhaldið. Meira »

Næsta hlaup tímaspursmál

22.6. Sérfræðingar telja það tímaspursmál hvenær næsta berghlaup verði á Grænlandi. Þegar fellur úr bergi á einum stað getur myndast óstöðugleiki í kring, segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur. Meira »

Enn óljóst hvað olli flóðbylgjunni

21.6. Enn er óljóst hvað olli því að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatisiaq á Grænlandi á laugardagskvöld. Talið er að fjórir einstaklingar sem saknað hefur verið síðan fljóðbylgjan skall á séu látnir. Meira »

Allir bæjarbúar mættu niður á höfn

20.6. „Fólk var slegið óhug um allt land,“ segir Ingibjörg Gísladóttir í samtali við mbl.is. Hún hefur búið á Grænlandi árum saman og hefur starfað jafnt við félagsþjónustu, ferðabransann og flugumsjón. Flóðbylgja olli gríðarlegu tjóni í þorp­inu Nu­uga­atsiaq aðfaranótt sunnu­dags og er fjög­urra íbúa enn saknað. Meira »

Senda Grænlendingum 40 milljónir

20.6. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og utanríkisráðherra, að veitt verði 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga í kjölfar tjónsins sem varð í kjölfar berghlaups í Karrat-firði í sveitarfélaginu Qaasuitsup á vesturströnd Grænlands síðastliðinn laugardag. Meira »

Sendu föt, skó og leikföng

19.6. Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands hafa safnað saman fötum, skóm og leikföngum og sent til annarra íbúa norðar í landinu sem hafa margir glatað eigum sínum og húsnæði í kjölfar náttúruhamfaranna sem urðu þar í landi um helgina. Meira »

Gríðarstórt stykki hrundi úr fjallinu

19.6. Skriða sem féll úr fjalli í Karratfirði á vesturströnd Grænlands féll í sjó fram og varð til þess að flóðbylgja myndaðist sem svo gekk á land og olli mikilli eyðileggingu. Fjögurra er enn saknað. Meira »

Óttast aðra flóðbylgju á Grænlandi

18.6. Grænlenska lögreglan hefur sent frá sér viðvörun um að önnur flóðbylgjan gæti skollið á sama svæði og önnur bylgja kom á land í gærkvöldi. Borist hafi fregnir að öðru berghlaupi skammt austur frá Nuugaatsiaq. Meira »

Bjóða Grænlendingum aðstoð

18.6. Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem skall á byggðinni Nuugaatsiaq í Uummannaq-firðinum í nótt. Meira »

Telur Íslendinga ekki vera á svæðinu

18.6. Ræðismaður Íslands í Nuuk segist ekki vita til þess að nokkrir Íslendingar séu búsettir á þeim svæðum í Grænlandi þar sem jarðskjálfti var í gærkvöldi. Skjálftinn mældist ekki hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Leituðu skjóls uppi á fjalli

18.6. Íbúum bæjarins Uummannaq var í nótt ráðlagt að færa sig hærra upp á land til að komast í skjól frá flóðbylgjunni vegna jarðskjálftans sem varð á vesturhluta Grænlands. Meira »