Kaleo

Tónleikum aflýst af heilsufarsástæðum

15.6. Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem hljómsveitin ætlaði að halda í sumar vegna heilsufars forsprakkans Jökuls Júlíussonar. Meira »

Kaleo beint á Billboard

21.6.2016 Nýja plata hljómsveitarinnar Kaleo fór beint í 15 sæti á Billboard-listanum en platan A/B er fyrsta plata sveitarinnar sem gefin er út á erlendum markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Meira »

Spennandi tímar hjá Kaleo

8.6.2016 Það eru spennandi tímar hjá Mosfellingunum í Kaleo núna. Á föstudaginn kemur platan A/B út, þeirra fyrsta breiðskífa í Bandaríkjunum og þann sama dag verða útgáfutónleikar í L.A. Sveitin hefur fengið mikinn meðbyr þar vestra að undanförnu en mbl.is hitti þá á tónleikaferðalagi í Portland á dögunum. Meira »

Kaleo náði toppsæti Billboard

11.8.2016 Hljómsveitin Kaleo náði toppsæti bandaríska Billboard-listans í Alternative-flokki með lagið sitt Way Down We Go.  Meira »

Kaleo með söluhæstu plötuna

13.6.2016 Platan A/B sem kom út á föstudaginn situr nú í efsta sæti á iTunes-Alternative-listanum í Bandaríkjunum en er í níunda sæti á sama lista í Bretlandi og í því tólfta í Ástralíu. Í heildarsamantekt þar sem allar tónlistartegundir eru teknar saman situr platan í ellefta sæti í Bandaríkjunum. Meira »

Á góðri leið með að meika það

25.3.2016 Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ hefur búið í Austin í Bandaríkjunum í heilt ár og gengur vel að koma sér á framfæri vestra. Strákarnir hafa nýlokið mánaðarlöngu ferðalagi um Bandaríkin þar sem uppselt var á alla tónleika sveitarinnar. Meira »