Katla

Öflugir skjálftar í Kötlu

27.7. „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Þriðji skjálftinn yfir 3 að stærð

21.6. Klukkan 13:17 í dag mældist þriðji skjálftinn í Kötlu á innan við sólarhring sem er yfir 3 að stærð. Skjálftinn mældist 3,4. Engin merki eru þó um gosóróa. Meira »

Skjálfti upp á 3,5 stig

5.1. Jarðskjálfti upp á 3,5 stig reið yfir klukkan 7:09 í morgun en upptök hans voru vestarlega í Kötluöskjunni undir Mýrdalsjökli. Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

30.11. Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í gærkvöldi. Fáeinir skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti 2,7 að stærð. Meira »

Skjálftahrina í Kötlu í morgun

17.10.2016 Nokkrir jarðskjálftar urðu í Kötlu í morgun og mældist sá stærsti 2,3. Skjálftarnir urðu örlítið vestar í öskjunni en hrinan sem varð fyrr í mánuðinum. Meira »

Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

6.10.2016 Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist í Mýrdalsjökli um klukkan sex í morgun og hafa nokkrir minni skjálftar fylgt í kjölfarið, að því er greint er frá á vef Veðurstofunnar. Meira »

Opnað fyrir umferð að Sólheimajökli

3.10.2016 Ákveðið hefur verið að opna á ný veginn upp að Sólheimajökli og opna um leið fyrir gönguferðir á jökulinn að því að greint er frá á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurlandi, en veginum var lokað á föstudag í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í Kötlu. Meira »

Katla til friðs en áfram lokanir

2.10.2016 Rólegt hefur verið á jarðskjálftavaktinni á jarðvársviði Veðurstofu Íslands í nótt og aðeins nokkrir smáskjálftar verið á Kötlusvæðinu. Áfram er lokað fyrir umferð um veginn að Sólheimajökli og verður hann lokaður í dag. Eins er óheimilt að ganga á jökulinn. Meira »

Áfram virkni en minni skjálftar

1.10.2016 Frá miðnætti hefur fimmtán sinnum mælst jarðskjálftar við Kötlu, en allir skjálftarnir hafa verið undir 3 stigum. Öflugasti skjálftinn var 2,7 stig og var um þrjúleytið í nótt og þá hafa nokkrir af 2,0 stigum verið í nótt. Meira »

„Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur“

30.9.2016 Almannavarnadeild lögreglustjórans á Suðurlandi fundaði með lögreglustjóra og yfirlögregluþjónum umdæmisins fyrr í kvöld ásamt fulltrúum starfsstöðva embættisins á Klaustri, Vík, Hvollsvelli og Hellu. Lögreglan mun athuga vinsæla ferðamannastaði og biðja fólk um að flytja sig ef það á við. Meira »

Óþarfi að mála skrattann á vegginn

30.9.2016 „Þetta hafa nú verið skjálftar oft áður í Kötlu og það er best að vera ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Jóhannes Kristjánsson, eigandi hótelsins á Höfðabrekku. Höfðabrekka stendur skammt frá Múlakvísl en Jóhannes telur rétt að leyfa hlutum að þróast áður en gert er frekara mál úr því. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

30.9.2016 Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur ákveðið að virkja viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Meira »

Símasambandslausir undir jökli

30.9.2016 „Ég er ótrúlega róleg yfir þessu,“ segir Margrét Harðardóttir um virknina í Kötlu. Margrét rekur bú á Mýrum í nágrenni Múlakvíslar ásamt eiginmanni sínum, Páli Eggertssyni. Hún viðurkennir að hún sé ekki jafn róleg vegna Páls, sem nú er að smala Álftaversafrétt. Meira »

Virkni umfram venjulegt ástand

30.9.2016 Vegna jarðskjálftahrinu í Kötlu hefur litakóða fyrir flugumferð yfir eldstöðina verið breytt úr grænum lit í gulan. Það að litakóðinn sé gulur þýðir að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand. Meira »

Öflug skjálftahrina í Kötlu

30.9.2016 Öflug jarðskjálftahrina er nú í gangi í Kötlu og urðu nokkrir öflugir jarðskjálftar í hádeginu, sá stærsti 3,6 að stærð. Virknin nú er sú mesta í hrinunni til þessa. Meira »

Engin merki um gosóróa

15.7. „Það byrjaði síðasta sumar að aukast aðeins virknin í Kötlu og þetta er bara áframhald af því,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftann sem mældist í Mýrdalsjökli klukkan 19:12 í kvöld. Meira »

Engin merki um eldgos í Kötlu

21.6. „Það eru engin merki um að það sé að koma eldgos,” segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, um skjálfta­hrinu í Kötlu í gær. Í henni mældist stærsti skjálftinn 3,6 að stærð kl. 18:52. Engir aðrir skjálftar yfir 3 að stærð mældust en í heildina voru þeir yfir 10. Meira »

Rúmlega 3 stiga skjálfti í Kötlu

14.12. Jarðskjálfti varð í Kötlu rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældist hann 3,4 stig.  Meira »

Jarðskjálfti upp á 2,9 stig

18.10.2016 Jarðskjálfti sem mældist 2,9 stig varð í Mýrdalsjökli rúmlega sex í morgun en klukkustund áður hafði skjálfti sem mældist 2,3 stig orðið á svipuðum slóðum. Meira »

Óvissustigi vegna Mýrdalsjökuls aflétt

15.10.2016 Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur ákveðið að afturkalla óvissustig vegna mögulegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Meira »

Jarðskjálftahrinu í Kötlu lokið

3.10.2016 Jarðskjálftahrinunni sem hófst í Kötlu á fimmtudaginn í síðustu viku er lokið. Þetta er mat vísindaráðs Almannavarna sem fundaði nú í morgun. Áfram er þó talin full ástæða til að fylgjast vel með Kötlu. Opnað hefur þó verið á ný fyrir umferð inn að Sólheimajökli. Meira »

Engin merki um gosóróa

2.10.2016 Rólegt hefur verið við Kötlu undanfarinn sólarhring. Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í öskjunni og var sá stærsti af stærð 2,6. Meira »

Tveir skjálftar frá hádegi

1.10.2016 Mun minni jarðskjálftavirkni er við Kötlu í dag og hafa á þriðja tug skjálfta mælst þar frá miðnætti. Aðeins tveir skjálftar hafa mælst frá hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Stór skjálfti mældist kl. níu

30.9.2016 Skjálfti af stærðinni 3,0 mældist í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan 21:00 í kvöld, 6,2 kílómetrum austur af Goðabungu. Í hádeginu í dag mældust fjórir skjálftar yfir 3 að stærð og er skjálftinn í kvöld sá stærsti síðan þá. Meira »

Sólheimajökulsvegi lokað

30.9.2016 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað fyrir umferð á vegi 221 við Sólheimajökul. Greint var frá þessu á Facebook-síðu embættisins nú fyrir stuttu en ákvörðunin var tekin í ljósi yfirstandandi skjálftahrinu í Mýrdalsjökli. Meira »

Hvernig er viðbragðsáætlun fyrir Kötlu

30.9.2016 Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðustu daga og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna þessa. Þótt óvíst sé hvort til jökulhlaups eða eldgoss komi er gott að vera meðvitaður um hvernig skal bregðast við kunni náttúruhamfarir að vera í aðsigi. Meira »

Virknin er á vatnasviði Múlakvíslar

30.9.2016 Fundi vísindaráðs almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra lauk nú síðdegis í dag, en farið var yfir þá stöðu sem er uppi vegna aukinnar skjálftavirkni í Kötlu. Ákveðið var að farið yrði með aukinn rannsóknarbúnað nær upptökum jarðskjálftanna á morgun til að hafa betri yfirsýn yfir virknina. Meira »

Katla minnir á sig

30.9.2016 Á síðustu klukkustundum hafa nokkrir stórir jarðskjálftar orðið í Kötlu í Mýrdalsjökli. Katla á það til að minna á sig, en nú er tæp öld síðan hún gaus síðast. Meira »

Fylgjast „gríðarlega vel“ með Kötlu

30.9.2016 Benedikt Bragason, sem rekur ferðaþjónustuna Arcanum frá Ytri Sólheimum, sem býður upp á ferðir á Mýrdals- og Sólheimajökul, segir fyrirtækið fylgjast vel með hræringunum í Kötlu. Gjósi Katla þá hafa menn skamman tíma til að koma sér á brott og hjá Arcanum hafa menn haldið æfingar með starfsfólki. Meira »

Lögreglan á tánum vegna skjálfta

30.9.2016 Lögreglan á Suðurlandi tekur óróann í Kötlu mjög alvarlega og heldur inn með Múlakvísl í dag til að kanna með fjölda ferðamanna á svæðinu. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir athygli lögreglu beinast að þessu svæði vegna staðsetningar skjálftanna. Meira »