Kjaradeilur heilbrigðisstarfsfólks

Áfrýja ljósmæðradómi

25.8. Íslenska ríkið hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ljósmæðra frá 30. maí sl. Þar var ríkið dæmt til að greiða fimm ljósmæðrum vangoldin laun fyrir vinnu sem þær inntu af hendi meðan á verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands stóð vorið 2015. Meira »

Læknar ganga frá kröfugerð

22.2. Samningaviðræður eru ekki hafnar milli Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins vegna nýs kjarasamnings fyrir lækna.   Meira »

Ekki lífsstíll, heldur atvinna

17.2. „Það eru alltaf launamálin sem liggja mest á félagsmönnum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um hvaða skref sé mikilvægast að taka til að bæta ástandið en rúmlega 500 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Íslandi. Meira »

Óvissa bitnar á sjúklingum

8.9.2015 Yfirlæknir og deildarstjóri á röntgendeild Landspítalans segja óljóst hvenær fullum afköstum verði náð aftur á röntgendeild. Allnokkur hluti geislafræðinga á sjúkrahúsinu hefur látið af störfum og bitnar núverandi ástand á sjúklingum. Meira »

Horfa til samninga lækna

7.4.2015 Íslenskir hjúkrunarfræðingar horfa sérstaklega til nýrra kjarasamninga lækna og kennara fyrir komandi kjaraviðræður en kjarasamningar hjúkrunarfræðinga renna út hinn 30. apríl næstkomandi. Meira »

Meirihlutinn hættur við uppsögn

12.2.2015 Meirihluti þeirra lækna á Landspítalanum, sem sögðu upp fyrir áramót, hefur nú sagst munu draga uppsagnir sínar til baka, þótt enn hafi það ekki verið gert með formlegum hætti hjá öllum, samkvæmt upplýsingum Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Vilja að launin verði leiðrétt

31.1.2015 „Við horfum vissulega til þess sem er að gerast á vinnumarkaðnum og við teljum okkur eiga inni ákveðnar leiðréttingar sem þörf er á.“ Meira »

Liðlega 110 færri læknar en 2009

18.10.2014 Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) skorar á stjórnvöld að bjarga því sem bjargað verður í heilbrigðiskerfinu og semja við lækna landsins um kjör. Meira »

Reyna að ná sáttum í læknadeilu

13.10.2014 „Við vonumst auðvitað til þess að það komi ekki til þess að við þurfum að fara í verkfall. Það er algjört neyðarúrræði,“ segir Þor­björn Jóns­son, formaður Lækna­fé­lags Íslands, sem mun í dag funda með ríkissáttasemjara. Félagið samþykkti á dögunum verk­fallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist hinn 27. októbær nk. „Það eru tvær vikur þar til verkfallið á að hefjast og það er margt sem getur gerst á þeim tíma.“ Meira »

„Þetta er grafalvarleg staða“

10.10.2014 Niðurskurður til geðsviðs Landspítalans-Háskólasjúkrahúss hefur verið tæp 20% á síðustu fimm árum. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir þjónustu farið sívaxandi. Framkvæmdarstjóri Geðhjálpar segir að ef læknar fari í verkfall verði ástandið verulega slæmt. Meira »

„Við höldum í vonina“

9.10.2014 Verkfallsaðgerðir Skurðlæknafélags Íslands voru samþykktar með 96% atkvæða. Formaður félagsins segir að það sýni vel það ástand sem er í íslensku heilbrigðiskerfi en vonar að aðgerðirnar skili árangri. Meira »

Læknar samþykktu verkfall

9.10.2014 Læknar hafa samþykkt að fara í verkfall. Yfir 95% af þeim sem tóku þátt í kosningunni samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist 27. október. Mönnun verður þá svipuð og á frídögum. Meira »

„Í spilinu að boða aftur til verkfalls“

10.6.2014 Páll Halldórsson, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, segir að meðlimir félagsins muni ekki taka boðun til vinnustöðvunar af borðinu. Meira »

Aðfarasamningur fyrir lengri samning

26.3.2014 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi sínum við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Meira »

Ekki fengið stöðu ennþá

16.8.2013 „Það er allavega ekki laus staða fyrir mig á myndgreiningu,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga.   Meira »

Hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans

8.4. Útskriftarnemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri segjast ekki munu ráða sig til Landspítalans að lokinni brautskráningu í vor miðað við þau launakjör sem standa til boða. Lýsa þeir yfir fullum stuðningi við hjúkrunarnema við HÍ í baráttunni um bætt launakjör. Meira »

Vilja ekki vinna á Landspítalanum

17.2. Stór hluti útskriftarárgangs hjúkrunarnema frá Háskóla Íslands hefur tekið ákvörðun um að sækja ekki um starf á Landspítalanum ef laun hjúkrunarfræðinga við stofnuna haldast óbreytt. Frá 1. júní 2016 munu byrjendalaun hjúkrunarfræðinga hjá Reykjavíkurborg verða 62 þúsund krónum hærri en á Landspítalanum. Meira »

Deildir yfirfullar og aðgerðum frestað

26.9.2015 Um 75% þeirra starfsmanna sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í sumar hafa dregið til baka uppsagnir sínar. Næstum heilt ár gæti verið undirlagt af verkföllum komi til verkfalls Sjúkraliðafélags Íslands og SFR. Mikið álag er nú á spítalanum og bæði gjörgæslu- og legudeildir yfirfullar. Meira »

Bið eftir lífsnauðsynlegri meðferð

9.4.2015 „Trúlega getum við haldið þessari starfsemi gangandi í eina til tvær vikur en eftir þriðju viku þurfum við að skoða hvernig við eigum að snúa okkur,“ segir Jakob Jóhannsson, yfirlæknir geislameðferðar krabbameina á Landspítalanum. Meira »

Grunnlaun eru 62,7% af meðaltekjum

18.2.2015 Föst grunnlaun skurðlækna á mánuði fyrir árið 2014 voru að meðaltali 858.405 krónur og meðallaun þeirra alls á mánuði reiknast 1.470.777 krónur. Meira »

„Allt á eftir að loga hérna“

2.2.2015 Ekki verður af boðuðu verkfalli félaga í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) sem hefjast átti hjá Múlabæ/Hlíðabæ á morgun. Samningar náðust í síðustu viku en þeir gilda til 30. apríl nk. líkt og aðrir samningar sjúkraliða. Meira »

Engin lausn hjá skurðlæknum

31.10.2014 Fundi samninganefndar ríkisins og Félags skurðlækna hjá sáttasemjara lauk klukkan þrjú í dag án þess að samningar næðust.  Meira »

Aukið álag á aðrar stéttir

13.10.2014 Ljóst er að verði af verkfalli lækna mun starfsemi heilbrigðisstofnana raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Meira »

Læknar 110 færri nú en árið 2009

13.10.2014 Starfandi læknar hér á landi í byrjun ársins voru 110 færri en árið 2009. Heimilislæknar skora á ríkisstjórnina að „bjarga því sem bjargað verður“ í íslensku heilbrigðiskerfi. Meira »

Biðlistar lengjast í verkfallinu

9.10.2014 Komi til verkfalls lækna, eins og nú er útlit fyrir, munu biðlistar eftir þjónustu lengjast og aukið álag skapast á aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þetta kemur m.a. fram í ályktun hjúkrunarráðs Landspítalans. Meira »

Snýst um kjör og samkeppnishæfni

9.10.2014 „Þetta kom mér ekki á óvart en ég átti von á mjög góðri samstöðu Þetta eru söguleg niðurstaða en þetta er í fyrsta skipti sem læknar kjósa um verkfallsaðgerðir en við höfum haft verkfallsrétt í tæplega 30 ár,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands sem hefur nú samþykkt verkfallsaðgerðir. Meira »

Skurðlæknar samþykktu verkfall

8.10.2014 Niðurstöður kosninga um verkfallsaðgerðir hjá Skurðlæknafélagi Íslands (SKÍ) liggja fyrir. Rúmlega 94% félagsmanna tóku þátt. Af þeim samþykktu 96% að fara í verkfallsaðgerðir. Meira »

Félagsdómur úrskurðar um verkfall

30.5.2014 Félagsdómur mun kveða upp úrskurð í byrjun næstu viku um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Félags íslenskra náttúrufræðinga á Landspítalanum. Meira »

Vilja fá rökstuðning frá LSH

28.8.2013 Mikil óánægja er meðal geislafræðinga með að ekki sé enn búið að ráða formann Félags geislafræðinga á röntgendeild Landspítalans. Þetta kom fram á fjölmennum fundi geislafræðinga í vikunni. Meira »

Katrín fór í atvinnuviðtal í gær

10.8.2013 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, fór í atvinnuviðtal á Landspítala í gærmorgun. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Meira »