Kjaradeilur í fluggeiranum

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

19.10. Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Primera stefnir Flugfreyjufélaginu

14.9. Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast á morgun, 15. September, hefur verið frestað til 2. október næstkomandi. Primera Air hefur stefnt Flugfreyjufélagi Íslands vegna verkfallsboðunarinnar og gerir kröfu um að hún verði úrskurðuð ólögmæt. Meira »

Styðja flugfreyjur í deilu við Primera

13.6. Stjórnir tveggja stéttarfélaga á Suðurnesjum, sem eru með starfsmenn í Leifsstöð, hafa samþykkt stuðningsyfirlýsingar við Flugfreyjufélag Íslands í vinnudeilu þess við Primera Air Nordic. Meira »

Flugfreyjur funda enn í Karphúsinu

26.1. Fund­ur í kjara­deil­u Flug­freyju­fé­lags Íslands og SA v/Icelandair sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukk­an eitt í dag stendur enn yfir. Meira »

Flugfreyjur greiða atkvæði um verkfall

13.1. Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands, sem starfa hjá Flugfélagi Íslands, hafa efnt til atkvæðagreiðslu í næstu viku, um verkfallsboðun. Síðasti samningur flugfreyjanna rann út 31. desember 2015. Meira »

Máli flugumferðarstjóra vísað frá

10.11. Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá máli Félags íslenskra flugumferðarstjóra gegn Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Meira »

Áfrýja dómi til Hæstaréttar

30.7.2016 „Það má segja að kjaradeilunni ljúki eða hún byrji upp á nýtt þegar dómur Hæstaréttar fellur,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Meira »

Félagsfundur flugfreyja gekk vel

21.7.2016 Félagsfundur var haldinn hjá flugfreyjum hjá Flugfélagi Íslands í gær. Þar voru kjaramál til umræðu eftir að kjarasamningur þeirra var felldur með afgerandi hætti. Meira »

Samið í kjaradeilu flugumferðarstjóra

18.7.2016 Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia lauk með sátt sem gerð var fyrir gerðardómi á föstudag. Garðar Garðarsson, formaður gerðardóms, segir sáttina vera innan settra marka skv. lögum sem samþykkt voru á Alþingi. Meira »

Lög á yfirvinnubannið standa

15.7.2016 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að lög sem Alþingi setti á yfirvinnubann flugumferðarstjóra í júní síðastliðnum standist stjórnarskrá. Meira »

Engum dulist að flugöryggi er ógnað

8.7.2016 Öryggisnefnd íslenskra flugumferðarstjóra segir afstöðu ISAVIA, um það ástand sem kom upp í gær þegar aðeins einn flugumferðarstjóri var á vakt í átta klukkustundir, jafnvel vera alvarlegri en þá staðreynd að aðeins einn var á vakt. Meira »

Gott sumar dregur úr yfirvinnu

7.7.2016 „Yfirvinnan er ekki nógu vel borguð. Það er ekkert vaktaálag greitt fyrir yfirvinnu,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Hann segir það vera hluta skýringarinnar hvers vegna erfitt sé að fá menn á vaktir. „Menn meta frítíma sinn á góðu sumri meira en svo.“ Meira »

Flugturninn „nánast mannlaus“

7.7.2016 Flugvél sem átti að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli um níuleytið í morgun varð að fresta flugtaki vegna ástands mála í flugturni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er ástæðan líklega sú að ekki hafi tekist að fá afleysingafólk fyrir flugumferðarstjóra. Meira »

Felldu kjarasamninginn

4.7.2016 Flugumferðarstjórar hafa fellt nýgerðan kjarasamning sinn við Isavia. Kosningu félagsmanna í Félagi flugumferðarstjóra lauk á miðnætti. Meira »

Flugumferðarstjórar misjafnlega sáttir

29.6.2016 „Hljóðið í mönnum er misjafnt. Menn eru, eins og gengur og gerist, misjafnlega sáttir með samninginn,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, í samtali við mbl.is, en kjarasamningur félagsins við Isavia var kynntur félagsmönnum í gærkvöldi. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

21.9. Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Styðja flug­liða í deil­unni við Pri­mera

20.6. Alþjóðlega flutningamannasambandið (ITF) og Evrópska flutningamannasambandið (ETF) hafa sent stuðningskveðjur til formanns Flugfreyjufélags Íslands og starfsmanna Primera Air í deilunni við flugfélagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Samið í kjaradeilu flugþjóna og flugfreyja

26.1. Samningar náðust í kjaradeilu flugþjóna og flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands á tólfta tímanum í kvöld og hefur verkfalli sem hefjast átti í fyrramálið klukkan sex verið aflýst. Meira »

Láta farþega vita af mögulegu verkfalli

26.1. Farþegar í áætluðu innanlandsflugi Flugfélags Íslands næstu þrjá daga hafa verið látnir vita af þeim möguleika, að verkfall geti skollið á í fyrramálið. Þetta segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mannréttindadómstóll kemur til greina

5.1. Félag íslenskra flugumferðarstjóra er að velta því fyrir sér að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna kjaramáls sem það tapaði í Hæstarétti Íslands í nóvember síðastliðnum. Meira »

Neita tiltekt í flugvélum WOW air

13.10.2016 Dæmi eru um að flugliðar hjá Wow air hafi neitað að taka til í flugvélum flugfélagsins á milli þess sem vélarnar stoppa á áfangastöðum ytra og flogið er til baka með nýja farþega. Meira »

Yfirvinnubannið olli miklum skaða

22.7.2016 Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, segir að yfirvinnubann Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafi valdið miklum skaða og truflað starfsemi í þeim skólum sem bjóða upp á flugnám. Hálfu rekstrarárinu hafi verið ýtt til hliðar. Meira »

Flugumferðarstjórar ekki sáttir

19.7.2016 Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia er ekki lokið með öllu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir það fjarri sanni að allir séu sáttir við sáttina sem gerð var í kjaradeilunni fyrir gerðardómi á föstudag. Meira »

Félagsfundur boðaður hjá flugfreyjum

18.7.2016 Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands koma saman á félagsfundi á miðvikudag til þess að ræða kjaramál sín eftir að kjarasamningur þeirra var felldur með afgerandi hætti fyrir rúmri viku. Meira »

Flugfreyjur felldu samninginn

11.7.2016 Samningur sem flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands í Félagi íslenskra flugfreyja skrifuðu undir við flugfélagið hinn 30. júní sl. hefur verið felldur af félagsmönnum með afgerandi hætti. Meira »

Gerðardómur aflar gagna í deilunni

8.7.2016 Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður gerðardóms í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ISAVIA, segir að gerðardómi hafi borist greinargerðir beggja aðila en enn sé verið að safna gögnum. Meira »

Sex af hverjum tíu farþegum seinkaði

7.7.2016 Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra höfðu mikil áhrif á stundvísi flugfélaganna Icelandair, WOW air og easyJet við áætlunarflug í júnímánuði. Dohop tók saman stundvísi flugfélaganna þriggja í mánuðinum sem leið. Meira »

Kjaradeilan fer fyrir gerðardóm

4.7.2016 Kjaradeila flugumferðarstjóra og Isavia fer nú fyrir gerðardóm, eftir að flugumferðarstjórar felldu kjarasamninginn í atkvæðagreiðslu. Gerðardómur hefur boðað deiluaðila á fund sinn á miðvikudag, þar sem þeim gefst kostur á að skila inn greinargerð í málinu. Meira »

Flugfreyjur sömdu í gærkvöldi

1.7.2016 Flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands í Félagi íslenskra flugfreyja skrifuðu í gærkvöldi undir samningi við flugfélagið. Fundað var fram á kvöld í gærkvöldi. Meira »

Kjaraviðræður í strand

29.6.2016 Upp úr hefur slitnað í kjaraviðræðum flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands við atvinnurekendur. „Við erum bara núna að skoða kröfu okkar og funda með samninganefndinni okkar og sjáum hvað framhaldið verður í því máli,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is. Meira »