Kjaraviðræður

Höfrungahlaupið fer í gang í uppsveiflum

5.7. Þrátt fyrir reynsluna af átökum og óróleika á vinnumarkaði á seinustu árum hafa umræður um að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga og koma á fót nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd legið í láginni mánuðum saman. Samstarfi Salek-hópsins var slitið í fyrra. Meira »

Reyna að þokast áfram fyrir sumarfrí

1.6. Læknafélag Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins í gær vegna nýs kjarasamnings. Annar fundur er fyrirhugaður klukkan 15 á morgun í fjármálaráðuneytinu, þar sem fundirnir hafa farið fram hingað til. Meira »

Segja ríkið hafa dregið lappirnar

27.5. Landssamband lögreglumanna (LL) hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fagnað er samkomulagi sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og ríkið undirrituðu í gær. Þar segir að samkomulagið sé byggt á bókun sem samningsaðilar hafi undirritað með kjarasamningi í desember 2015. Meira »

Vonar að samningar náist á föstudag

24.5. Valdimar Leó Friðriksson, formaður samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er vongóður um að samningar náist á föstudaginn við samninganefnd ríkisins. Meira »

„Þetta var jákvæður fundur”

19.5. „Þetta var jákvæður fundur,” segir Valdi­mar Leó Friðriks­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, eftir fund með samninganefnd ríkisins. Næsti fundur verður á þriðjudaginn 23. maí kl. 11. Meira »

Læknar funda aftur í dag

10.5. Næsti fundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins vegna nýs kjarasamnings verður í dag. Fyrri samningur félagsins rann út 30. apríl. Meira »

Býr sig undir næstu samningalotu

10.3. Ein kjaradeila er á borði ríkissáttasemjara sem stendur. „En við erum að búa okkur undir næstu lotu,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri. Meira »

Forsendubrestur í launastefnu

22.2. „Það er okkar sameiginlega mat að ákvarðanir í kjaramálum frá febrúar 2016, af hálfu opinberra aðila, hafa ekki verið í samræmi við þá launastefnu sem var mörkuð meðal annars með rammasamkomulaginu. Sú forsenda telst því vera brotin en ekki uppfyllt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Meira »

Engir formlegir fundir fyrirhugaðir

15.2. Engir formlegir fundir eru fyrirhugaðir hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með samninganefndum sjómanna eða Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna sjómannadeilunnar. Meira »

Fæðispeningar ekki sértæk aðgerð

15.2. Krafa sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga felur ekki í sér að sjómenn séu að biðja um ölmusu. Þeir eru einungis að biðja um að fá að sitja við sama borð og allt launafólk í landinu sem starfs síns vegna þarf að starfa víðs fjarri heimili sínu. Meira »

Ummælin geta sett samning í uppnám

14.2. Formaður Sjómannasambandsins segir að ummæli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hún sé mótfallin sértækum aðgerðum, þar á meðal niðurgreiðslu launa fyrir útgerðarmenn, geti sett nýtt tilboð sem samninganefndir sjómanna lögðu fram í gær í uppnám. Meira »

Samninganefnd SFS skoðar tilboðið

14.2. Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hittist upp úr klukkan 9 í morgun til að ræða tilboð sem samninganefnd Sjómannasambandsins lagði fram í gær. Meira »

Öll inngrip eru „neyðarbrauð“

13.2. „Ég fylgist vel með og boða fund um leið og ég held að það hafi einhverja þýðingu,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um kjaradeilu sjómanna. Meira »

„Engin ein leið neins staðar“

13.2. Samninganefndir sjómanna hittast í húsi Alþýðusambands Íslands klukkan 13 í dag. „Næstu dagar koma til með að skera úr um hvernig þetta fer. Það verður ekki í dag en auðvitað eru menn að reyna að finna lausnir og leiðir,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. Meira »

Ögurstund í sjómannadeilu

13.2. Eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna virðist sem ögurstund muni renna upp í dag. Fyrirhugaðir eru fundir hjá samninganefndum sjómanna í dag og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja menn að vilji sé til þess að finna aðra leið að lausn deilunnar sem byggist á samningi en ekki lagasetningu. Meira »

Tókst óvænt að landa samningi

2.6. Skrifað var undir kjarasamning SFR og Isavia í gærkvöldi. Fyrri samningur var felldur 25. apríl og var kjaradeilunni í kjölfarið vísað til ríkissáttasemjara um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Ríkið borgi ljósmæðrunum vangoldin laun 

30.5. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra, sem störfuðu á Landspítalanum á því tímabili sem verkfallsaðgerðir Ljósmæðrafélags Íslands stóðu yfir á árinu 2015, með þeim hætti sem gert var. Meira »

Telur samninginn ásættanlegan

26.5. Samið var í kjaradeilu sjúkraflutningamanna og ríkisins vegna hlutastarfandi sjúkraflutningamanna síðdegis í dag. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist telja að samkomulagið sé ásættanlegt. Meira »

Tíundi fundurinn á föstudag

24.5. Tíundi fundur Læknafélags Íslands með samninganefnd ríkisins verður haldinn á föstudaginn. „Þetta mál hefur ekki farið til sáttasemjara og það segir ákveðna sögu. Við höfum ákveðið að funda með ríkinu og þeir með okkur,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Miðar ágætlega

11.5. „Okkur miðar ágætlega og eftir því sem við hittumst oftar þokast málin í rétta átt,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, spurður um fund með samninganefnd ríkisins. Meira »

Ríkið ekki upp fyrir Salek-línuna

8.4. „Ríkið skuldbatt sig til þess að halda sig innan rammasamkomulagsins sem gert var í kjölfar Salek, og allar okkar viðræður ganga út frá því,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Vilja SALEK útaf borðinu

6.3. Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar segir SALEK samkomulagið „hættulega aðför að frelsi og tilverurétti stéttarfélaga til að semja um kaup og kjör félagsmanna og þess sem atvinnulífið þolir á hverjum tíma.“ Meira »

SA og ASÍ hittast eftir helgi

18.2. „Við ætlum að hittast í næstu viku og ég býst við því að við munum skila af okkur á þriðjudag eða miðvikudag.“  Meira »

Fundur með ráðherra kemur til greina

15.2. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það komi til greina að funda með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á næstunni vegna sjómannadeilunnar. Meira »

Kvóti skerðist vegna verkfalls

14.2. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld gætu ákveðið að kvóti næsta árs skerðist um 5% fyrir hverja viku sem verkfall stendur lengur en átta vikur. Meira »

Vonast eftir svari í dag

14.2. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, vonast eftir svari í dag frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna nýs tilboðs sem samninganefnd sjómanna lagði fram í gær. Meira »

Sjómenn gera SFS tilboð

13.2. Samninganefndir sjómanna ætla að gera Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi tilboð að lausn í sjómannadeilunni. Þetta er niðurstaða fundar Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna sem fram fór í húsi Alþýðusam­bands Íslands og lauk um klukkan þrjú í dag. Meira »

Fundur hafinn hjá samninganefndum

13.2. Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna funda núna í húsi Alþýðusam­bands Íslands en fundurinn hófst klukkan 13.   Meira »

Efast um að rétt sé að opna samninga

13.2. Miklar umræður og fundahöld eru í sérsamböndum verkalýðshreyfingarinnar og á vettvangi ASÍ þessa dagana um endurskoðun kjarasamninganna en aðeins 15 dagar eru til stefnu þar til ákvörðun á að liggja fyrir. Meira »

Kaupa norskan þorsk og ufsa

8.2. Karfa vantar nú sárlega á þýskum mörkuðum, segir Magnús Björgvinsson, umboðsmaður Síldarvinnslunnar í Bremerhaven í Þýskalandi. Meira »