Krúttleg dýr

Syrgja fræga mörgæs

15.10. Mörgæsa- og teiknimyndasöguaðdáendur um víða veröld eru í sárum eftir að tilkynnt var um lát mörgæsarinnar Grape um helgina. Meira »

Fékk veikindaleyfi til að annast hundinn

12.10. Ítölsk kona vann mál gegn vinnuveitenda sínum vegna veikindaleyfis sem hún tók til að annast hund sinn. Hún tók sér tveggja daga frí til að annast hundinn, sem var 12 ára gamall og var að jafna sig eftir aðgerð. Meira »

Kjölturakki lokar flugbraut

9.10. Kjölturakka tókst í dag að loka einni af flugbrautum eins stærsta flugvallar Japans um tíma með því að stinga af þegar verið var að fara með hann um borð í flugvél á flugvellinum. Endaði þetta með því að eigandi hans þurfti að fara frá borði og lokka hann til sín. Meira »

30 dagar í lífi pandahúns

5.9. Hvað ætli einkenni fyrstu 30 dagana í lífi pandahúns? Þessari spurningu hefur nú verið svarað af starfsmönnum Beauval-dýragarðsins í Frakklandi sem hafa sett saman myndband sem sýnir fyrstu 30 daga pandahúnsins Mini Yuan Zi. Meira »

Risaskjaldbaka fannst við dýragarðinn

16.8. Risaskjaldbaka sem braust út úr japönskum dýragarði er fundin heil á húfi um tveimur vikum eftir að hún hvarf en hún fannst í aðeins 140 metra fjarlægð frá garðinum. Meira »

Hnýðingar stukku og léku sér

3.8. Fleiri tugir hnýðinga stukku og léku sér í Steingrímsfirði í morgun gestum hvalaskoðunarfyrirtækisins Láki Tours frá Hólmavík til mikils yndisauka. Hnýðingar eru smáhvalir, eða allt að tveir metrar að stærð og eru af höfrungakyni. Meira »

Pandan Huan Huan á von á tvíburum

1.8. Starfs­menn franska dýrag­arðsins Beu­val voru í skýjunum í dag eftir að þeir komust að því ólétta pandan þeirra, Huan Huan, ætti ekki aðeins von á einum húni, heldur tveimur. Meira »

Ríkir hundar njóta í sumarfríinu

1.8. Á meðan sumir hundar fara á milli staða í bandi þá ferðast aðrir um í einkaflugvélum.   Meira »

Finna týndar kisur með krafti Facebook

30.7. Facebook-hópurinn Kattavaktin var stofnaður sem betri lausn til að finna týnda ketti en „bara með þessum miðum á ljósastaura“ að sögn stofnenda hans. Hópurinn telur nærri 7.000 félaga og undanfarna viku hafa 34 mál verið tilkynnt. Þar af hafa a.m.k. níu kisur skilað sér heim. Meira »

Elsti flóðhestur heims dauður

10.7. Elsti flóðhestur heims er dauður, 65 ára að aldri. Flóðhesturinn hét Bertha og bjó í Manila-dýragarðinum á Filippseyjum, en hún náði mjög háum aldri fyrir flóðhest, þeir verða yfirleitt ekki eldri en 40-50 ára. Meira »

Bæjarstjóri sem sleikir borgara sína

25.6. Brynneth Pawltro, nýkjörinn bæjarstjóri í smábænum Rabbit Hash í Kentucky, hefur fallegt bros og er sérlega viðkunnanleg. Hún sleikir líka þá sem hún hittir. Meira »

„Það er stelpa“

23.6. „Það er stelpa,“ segir í tilkynningu frá dýragarðinum í Tókýó og er þar verið að vísa í fæðingu pöndu í garðinum.   Meira »

Pandahúnninn dafnar vel í dýragarðinum

20.6. Pandan Shin Shin og litli húnninn hennar, sem fæddist fyrir viku síðan í Ueno-dýragarðinum í Tókýó, hafa verið afar áberandi í japönskum fjölmiðlum. Starfsmenn garðsins segja að húnninn sé við góða heilsu og vegur hann um 100 grömm. Meira »

Hundur fann ungbarn í plastpoka

13.6. Ungbarn, sem hafði verið sett í plastpoka og yfirgefið úti á götu, á líf sitt hundi nokkrum að launa.   Meira »

Hundurinn Gavel rekinn úr lögreglunni

9.6. Hundurinn Gavel þótti of vinalegur fyrir lögregluna í Queensland í Ástralíu. Hann hefur þó ekki brugðist opinberum skyldum sínum og tekur nú á móti gestum ríkisstjórans í Queensland. Meira »

IKEA kynnir loðna vörulínu

9.10. „Hefur þér einhvern tímann liðið eins og kötturinn þinn eða hundurinn þinn sé ekki bara gæludýr, heldur hluti af fjölskyldunni?“ IKEA hefur nú komið til móts við þá sem svara þessari spurningu játandi með því að setja á markað sérstaka gæludýralínu. Meira »

Með lengstu tungu tungu í heimi

13.10. St. Bernharðs-hundurinn Mochi slefar töluvert meira en hinn venjulegi hundur enda með óvenju langa tungu.   Meira »

Kóalabirni bjargað eftir bílferð

21.9. Kóalabjörn komst lífs af eftir að hafa farið í yfir 15 kílómetra bíltúr fastur fyrir aftan dekk á bíl.   Meira »

Bubbi veitti litlum unga áfallahjálp

17.8. Kötturinn hans Bubba, hann Moli, er ekki auðveldur heimilisköttur en hann hefur verið duglegur að koma heim með fugla og mýs. Bubbi lýsir Mola sem hálfgerðum glæpamanni. Meira »

Mjallhvítur elgur vekur heimsathygli

15.8. Hann sker sig verulega úr þar sem hann gengur um í fagurgrænu grasinu og veður svo af stað út í læk. Mjallhvítur elgur í Värmland í Svíþjóð hefur vakið heimsathygli. Meira »

Elsta pandamamma í heimi

3.8. Risapandan Haizi fæddi tvíbura á dögunum í friðlandi í suðvestur Kína. Er það ekki frásögum færandi nema það að hún er 23 ára gömul, sem samsvarar 80 ára í mannsaldri, og er hún því elsta pandamamma í heimi. Meira »

Sjaldgæfur hvítur snákur fannst

1.8. Mjallahvítur snákur sem er af „ótrúlega sjaldgæfu“ stökkbreyttu afbrigði fannst nýverið í Ástralíu. Maðurinn sem fann snákinn afhenti hann dýraverndunarstofnun á svæðinu þar sem hann er enn í góðu yfirlæti. Meira »

Henti pönduhúnum til og frá

1.8. Dýrahirðir í ræktunarstöð fyrir pandabirni í Kína togaði í, ýtti við, hrinti og fleygði til tveimur húnum sem reyndu að sleppa út úr búri sínu í stöðinni. Meira »

Pandan Huan Huan loksins ólétt

26.7. Starfsmenn franska dýragarðsins Beuval voru himinlifandi síðasta miðvikudag þegar þeir komust að því að pandan Huan Huan væri ólétt en það hefur aldrei gerst í Frakklandi áður. Húnninn á að koma í heiminn annaðhvort 4. eða 5. ágúst og mun líklega vega 100 grömm. Meira »

Loðnir sendiherrar Kína

25.6. Íbúar Berlínar hafa beðið komu Meng Meng og Jiao Qing með óþreyju. Sú bið er nú á enda því þessir loðnu kínversku sendiherrar eru mættir á svæðið. Meira »

Martha er ljótasti hundur heims

24.6. Martha er risastór löt tík sem prumpar í sífellu. Og nú hampar hún titlinum ljótasti hundur heims. Henni var reyndar slétt sama og lyfti ekki einu sinni höfði við tíðindin. Meira »

Tveir fílar björguðu fílskálfi frá drukknun

21.6. Fílskálfur í dýragarðinum í Seúl datt ofan í sundlaug í dýrgarðinum. Sem betur fer brugðust tveir eldri fílar skjótt við og björguðu honum upp úr. Meira »

Komu auga á örsmáa „hönd“

15.6. Ökumaður bíls, sem ók á kengúru á vegi í Ástralíu, flúði af vettvangi. Er vegfarendur komu að var dýrið nær dauða en lífi. Í poka kengúrunnar leyndist lítill ungi sem var bjargað. Meira »

Pandahúnn fékk bréfin til að hækka

12.6. Ueno dýragarðurinn í Tókýó greindi frá því í morgun að pandabjörninn Shin Shin væri orðin léttari og hafi fætt að minnsta kosti einn hún. Þetta er fyrsti pandahúnn til þess að fæðast í garðinum í fimm ár. Meira »

Samkynhneigðir gammar verða foreldrar

1.6. Tveir samkynhneigðir hrægammar, sem hafa lengi verið par, eru nú orðnir foreldrar eftir að hafa klakið unga úr eggi í dýragarði í Amsterdam. Starfsfólk dýragarðsins gaf gammaparinu egg, sem hafði verið yfirgefið og gætti þess vandlega í hreiðri sínu næstu tvo mánuði þar til unginn kom úr egginu. Meira »