Malasískrar farþegaþotu saknað

Flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hvarf af ratsjá föstudagskvöldið 7. mars 2014. Vélin var á leið frá Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, til Peking í Kína.

Flakið norðar en áður var talið

21.4. Ný sönnunargögn benda til að flak farþegaþotu Malaysia Airlines, MH370, sé að finna norður af svæðinu sem helst hefur verið leitað á hingað til. Þetta segja ástralskir vísindamenn. Meira »

Hætta leit að MH370

17.1. Neðansjávarleit að braki úr farþegaþotu Malaysia Airlines, flugi MH370, sem hvarf af ratsjám 8. mars 2014, hefur verið hætt. 239 voru um borð þegar vélin hvarf en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meira »

Leitað á röngum stað

20.12. Talið er nánast fullvíst að malasíska þotan, flug MH370, sé ekki á því svæði á Indlandshafi sem leitað er nú á. Er jafnvel talið að flakið sé norðar, segir í nýrri rannsókn sem birt var í dag. Meira »

Flug MH370 var stjórnlaust

2.11. Þota Malaysian Air, flug MH370, var algjörlega stjórnlaus þegar hún hrapaði í sjóinn og höfðu flugmenn ekki undirbúið vængbúnað þotunnar undir lendingu. Meira »

Ekki hægt að tengja við MH370

22.9. Ekkert bendir til þess að brak farþegaþotu Malaysia Airlines, flug MH370, sem bandarískur áhugamaður um leitina fann, hafi sprungið vegna hita eða elds. Þetta kemur fram í niðurstöðu ástralska yfirvalda sem rannsaka hvarf farþegaþotunnar í mars 2014. Meira »

Brunnið brak úr MH370?

13.9. Talið er að nýlega fundið flugvélabrak, alls fimm stykki, geti verið hluti af þotu Malaysia Airlines, flugi MH370, sem hvarf á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking í mars 2014. Brakið fannst á Madagaskar. Meira »

Var MH370 viljandi brotlent?

1.8.2016 Kanadískur sérfræðingur telur að malasísku farþegaþotunni MH370 hafi viljandi verið brotlent á sjónum. Skemmdir á vænghluta, sem fannst á síðasta ári og talinn er tilheyra þotunni, bendi til þess. Meira »

Telja leitina á röngum stað

27.7.2016 Brak farþegaþotu Mailaysa Airlines, MH370, sem hvarf sporlaust í mars 2014, gæti verið allt að 500 kílómetrum norðan við svæðið sem leitað er á, segja ítalskir vísindamenn. Meira »

Fann töskur á ströndinni

20.6.2016 Talið er mögulegt að persónulegir munir sem fundust undan ströndum Madagaskar tilheyri fólki sem var um borð í flugvél Malaysian Airlines, MH370, en vélin hvarf sporlaust í mars árið 2014 með 239 um borð. Meira »

Að öllum líkindum úr MH370

12.5.2016 Tveir hlutar úr flugvélabraki sem fundust á ströndum Máritíusar og Suður-Afríku eru að öllum líkindum úr farþegaþotu Malaysia Airlines, MH370. Malasískir og ástralskir embættismenn greindu frá þessu ídag. Meira »

Telja sig hafa fundið brak úr MH370

23.3.2016 Brak sem talið er að geti verið úr flugvél Malaysia Airlines, sem hvarf sportlaust fyrir tveimur árum, fannst á strönd í Suður-Afríku. Meðal annars er um að ræða hreyfilhlíf af Rolls Royce-hreyfli. Meira »

Brakið er ekki úr MH370

26.1.2016 Yfirvöld í Malasíu staðfestu í dag að stórt málmstykki sem fannst á suðurströnd Taílands síðastliðinn föstudag er ekki brak úr flugvél Malaysia Airlines flight MH370. Meira »

Fann brak við strönd Taílands

24.1.2016 Yfirvöld í Taílandi og Malasíu kanna nú hvort stórt stykki úr málmi sem fannst við strönd Taílands gæti verið úr MH370. Sjómaður fann stykkið á föstudaginn. Meira »

Leitað á réttum stað að vélinni

3.12.2015 Áströlsk yfirvöld eru sannfærð um að leitað sé á réttum stað að braki MH370, farþegavél Malaysia Airlines. Vélin hvarf í mars í fyrra með 239 innanborðs og hefur meira og minna verið leitað að henni síðan . Hún tók á loft í Kulala Lumpur og var á leið til Peking. Meira »

Brakið er ekki einu sinni úr flugvél

14.8.2015 Malasísk rannsóknarnefnd segir að brak sem rak á land á Maldíveyjum sé ekki úr malasísku þotunni, MH370, en þotan hvarf í mars 2014. Að sögn samgönguráðherra Malasíu, Liow Tiong, er brakið ekki einu sinni úr flugvél. Meira »

Enginn aukafarþegi um borð

10.3. Sérfræðingur hjá tæknifyrirtækinu Unicorn Aerospace heldur því fram að gögn sem hann hafi undir höndum sanni að aukafarþegi hafi verið um borð í vél Malaysia Airlines, MH370, er hún hvarf árið 2014. Meira »

Hætta leit að MH370

6.1. Leit að farþegaþotu Malaysian Airlines, MH370, verður hætt eftir tvær vikur. Flugvélin hvarf af ratsjám með 239 manns um borð 8. mars 2014. Meira »

Leita að braki MH370 á strönd Madagaskar

5.12. Fjölskyldur þeirra sem voru um borð í malasísku þotunni, sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking 8. mars 2014, ætla að hefja leit á eigin vegum á strönd Madagaskar í vikunni í þeirri von að finna brak úr þotunni. Meira »

Staðfest að vænghlutinn er úr MH370

7.10. Staðfest hefur verið að hluti úr flugvélavæng sem fannst á eyjunni Máritíus er úr farþegaþotu Malaysia Airlines MH370, sem hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking í mars 2014, með 239 farþega innanborðs. Meira »

Staðfest að brakið er úr MH370

15.9. Stjórnvöld í Malasíu hafa staðfest að brak sem fannst við eyjuna Pemba utan við Tansaníu er úr farþegaþotu Malaysia Airlines, MH370. Meira »

Féll 20 þúsund fet á mínútu

9.8.2016 Farþegaþota Malaysia Airlines, flug MH370, steyptist ofan í sjóinn á miklum hraða, allt að 20 þúsund fet á mínútu, sem styrkir mjög líkur á að þotan hafi brotlent á svæðinu sem leitað er á. Meira »

Hinsta flugleiðin fannst í flugherminum

28.7.2016 Einhver hafði hnitað inn flugleið yfir sunnanvert Indlandshaf í flughermi flugstjóra malasísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust í mars árið 2014. Flugherminn hafði flugstjórinn á heimili sínu. Leiðin er sú sama og þotan er talin hafa farið þar til hún endaði á botni Indlandshafs. Meira »

Brak hugsanlega úr MH370

24.6.2016 Flugvélarbraki sem talið er að gæti verið úr flugvél Malaysia Airlines, sem hvarf sporlaust í mars 2014, hefur skolað á land á eyju undan austurströnd Afríku. Frá þessu greinir samgöngumálaráðherra Ástralíu, Darren Chester, sem hefur umsjón með leitinni að vélinni. Meira »

Brakið líklega úr MH370

28.5.2016 Sérfræðingar sem hafa leitað að braki úr farþegaþotu Malaysia Airlines MH370, sem hvarf sporlaust í mars 2014, telja líklegt að hlutur sem fannst við strendur Mósambík sé úr braki vélarinnar. Meira »

Er brakið úr MH370?

2.4.2016 Í þriðja sinn á stuttum tíma hefur fundist brak sem talið er að sé úr farþegaþotu Malaysia Airlines, flugi 370, sem hvarf sporlaust í mars árið 2014. Nú rak brak að ströndum eyríkisins Máritíus í Indlandshafi. Um borð í vélinni voru 239 manns. Meira »

Leitinni líklega hætt í sumar

7.3.2016 Leitinni að flugvél Malaysian Airlines, MH370, sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum síðan, verður hætt í sumar ef vélin er þá enn ófundin. Yfirmaður leitarinnar greindi frá þessu í gær en þá voru tvö ár liðin síðan að flugvélin hvarf. Meira »

Lenti á eldfjalli og sökk

25.1.2016 Sónartæki sem notað var við leitina að týndri vél Malaysia Airlines liggur nú á sjávarbotni eftir árekstur við eldfjall. Tækið hékk í taug neðan úr leitarskipinu Fugro Discovery, en tauginn slitnaði þegar tækið lenti á eldfjallinu, sem er 2.200 metra hátt en neðansjávar. Meira »

Leita að MH370 en fundu skip

13.1.2016 Þrátt fyrir umfangsmikla leit hefur skrokkur malasísku farþegavélarinnar MH370 ekki fundist Þau sem að leitinni koma fara þó ekki alveg tómhent heim heldur fann leitarhópurinn skipsflak á miklu dýpi. Þetta er annað skiptið sem skipsflak finnst við leitina að vélinni. Meira »

Brakið er úr vélinni í flugi MH370

3.9.2015 Franskir saksóknarar staðfestu í dag að brakið sem fannst á Reunion-eyju í Indlandshafi sé sannarlega úr farþegaþotu Malaysia Airlines í flugi MH370. „Í dag getum við sagt með fullri vissu að vænghlutinn sem fannst á Reunion-eyju 29. júlí er úr flugi MH370,“ segir í tilkynningu yfirvalda í París. Meira »

Brak fundið á Maldíveyjum?

10.8.2015 Yfirvöld í Malasíu hafa tilkynnt að þau hyggist senda teymi sérfræðinga til Maldíveyja til að rannsaka hvort rétt sé að brak úr vélinni í flugi MH370 hafi skolað þar að landi. Myndir sem birtar hafa verið í fjölmiðlum á eyjunum sýna margra smáa hluti sem fundust á hringrifi. Meira »