Manndráp á Hagamel

Veitti höfuðhögg með slökkvitæki

6.10. Maðurinn sem hefur verið í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa ráðist á Sanitu Brauna í Vesturbænum 21. september, hefur játað að hafa veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Í tilkynningu kemur fram að rannsókn málsins miði vel og verður málið sent héraðssaksóknara að rannsókn lokinni. Meira »

Í varðhald í fjórar vikur

29.9. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið konunni Sanitu Braune að bana á Hagamel 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Varðhaldið gildir til 27. október. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þessa kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Lést í kjölfar árásar

25.9. Konan sem lést í kjölfar líkamsárásar í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld hét Sanita Brauna, 44 ára, frá Lettlandi. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

24.9. Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

22.9. Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

22.9. Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verið yfirheyrðir í nótt og verða yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Hinn grunaði „þokkalega samvinnufús“

28.9. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir er­lend­um karlmanni á fer­tugs­aldri sem er grunaður um að hafa veitt Sanita Brauna, 44 ára, frá Lett­landi áverka sem leiddu til dauða henn­ar. Meira »

„Mikilvægt að muna hver hún var“

30.9. Stofnaður hefur verið stuðningsreikningur fyrir fjölskyldu Sanitu Brauna sem myrt var á Hagamel fyrir rúmri viku. Vinnufélagar hennar segjast viðhorf hennar til lífsins hafa einkennst af jákvæðni. Fjölskyldan segir hana hafa gert allt fyrir börnin sín þrjú og hjartað hafi alltaf verið í Lettlandi. Meira »

Krufningu lokið og stutt í niðurstöður

25.9. Krufningu á líki konunnar sem lést eftir líkamsrárás í Hagamel á fimmtudagskvöldið er lokið. Niðurstöðu er að vænta fyrir vikulok að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

22.9. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

22.9. Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

21.9. Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »