Manndráp Mosfellsdal

Sagði Svein saklausan og á flótta

í fyrradag Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

22.11. Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

22.11. Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

22.11. Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Meira »

Aðalmeðferðin ekki fyrr en á miðvikudag

20.11. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn, en fyrr í morgun hafði verið sagt frá því að málið hæfist í dag. Þetta staðfestir saksóknari málsins við mbl.is. Samkvæmt upplýsingum á vef Héraðsdóms Reykjavíkur átti málið að hefjast í dag. Meira »

Verður í varðhaldi til 23. nóvember

26.10. Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn, var í dag framlengt til 23. nóvember næstkomandi. Meira »

Aðalmeðferð í lok nóvember

13.10. Aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Arn­ari Jónas­syni Asp­ar bana með stó­felldri lík­ams­rárás við heim­ili Arn­ars í Mos­fells­dal 7. júní, verður 21. til 23. nóvember. Meira »

Sveinn Gestur hafnar ásökunum

14.9. „Það var engin stórfelld líkamsárás og ég veittist ekki að honum með ofbeldi,“ sagði Sveinn Gestur Tryggvason fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en þá fór þingfesting í máli hans fram. Meira »

Sagður hafa kafnað í kjölfar árásar

4.9. Arnar Jónsson Aspar er sagður hafa látist eftir stórfellda líkamsárás af hálfu Sveins Gests Tryggvasonar í Mosfellsdal þann 7. júní vegna köfnunar sem orsakaðist af mikilli minnkun á öndunarhæfni sem olli banvænni stöðukæfingu sem má rekja til einkenna æsingsóráðs vegna þvingaðrar frambeygðrar stöðu sem Sveinn hélt Arnar í. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

18.8. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða

3.8. Talið er að æsingsóráðsheilkenni hafi verið það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða í kjölfar árásar sem hann varð fyrir við heimili sitt í Mosfellsdal fyrr í sumar. Meira »

Manndrápsmálið komið til saksóknara

2.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent héraðssaksóknara málsgögn vegna manndráps í Mosfellsdal fyrr í sumar. Rannsókninni er svo gott sem lokið en enn á eftir að yfirheyra einn. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

21.7. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Verið að ganga frá lausum endum

17.7. Rannsókn lögreglu á dauða Arnars Jónssonar Aspar er langt komin. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið Arnari að bana 7. júní síðastliðinn. Meira »

Hálstakið leiddi til dauða

28.6. Hæstiréttur telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

í fyrradag Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

22.11. Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Unnustan og nágranni með aðra sögu

22.11. Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

22.11. Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Aðalmeðferð í máli Sveins hefst í dag

20.11. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Sveinn er ákærður fyrir stófellda líkamsárás í Mosfellsdal 7. júní sl. Sá sem varð fyrir árásinni hét Arnar Jónsson Aspar, en hann lést í kjölfar hennar. Meira »

Kæra ákvörðun héraðssaksóknara

26.10. Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar hafa kært til ríkissaksóknara þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur samferðamönnum Sveins Gests Tryggvasonar í heimsókn á Æsustaði í Mosfellsdal hinn 7. júní síðastliðinn þar sem Arnar lést. Meira »

Í varðhaldi til 26. október

2.10. Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms yfir Sveini Gesti Tryggva­syni. Hann hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi andláts Arnars Jónssonar Aspar við heimili hans í Mosfellsdal sjöunda júní. Meira »

Málið gegn Sveini þingfest á fimmtudag

10.9. Málið gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

22.8. Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Undrast leka á krufningarskýrslu

4.8. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lýsa yfir undrun sinni á því að krufningarskýrsla réttarmeinafræðings í manndrápsmálinu í Mosfellsdal hafi borist fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Engin játning liggur fyrir

3.8. Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, en sakborningar hafa þó tjáð sig í yfirheyrslum. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is, en eins og greint var frá í gær hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent héraðssaksóknara gögn málsins. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

25.7. Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Rannsókn lokið - varðhalds krafist áfram

19.7. Rann­sókn lög­reglu á dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar er lokið. Einn maður sit­ur í gæslu­varðhaldi, grunaður um að hafa orðið Arn­ari að bana 7. júní síðastliðinn. Meira »

Jón Trausti farinn af landi brott

30.6. Jón Trausti Lúthersson, sakborningur í rann­sókn­ á mann­drápi í Mos­fells­dal, er farinn úr landi til Alicante á Spáni. Grímur Grímsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að Jón Trausti hafi flogið út í gærkvöldi en ekki var talin ástæða til þess að fara fram á farbann. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

23.6. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »