Manndráp Mosfellsdal

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

18.8. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða

3.8. Talið er að æsingsóráðsheilkenni hafi verið það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða í kjölfar árásar sem hann varð fyrir við heimili sitt í Mosfellsdal fyrr í sumar. Meira »

Manndrápsmálið komið til saksóknara

2.8. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent héraðssaksóknara málsgögn vegna manndráps í Mosfellsdal fyrr í sumar. Rannsókninni er svo gott sem lokið en enn á eftir að yfirheyra einn. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

21.7. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Verið að ganga frá lausum endum

17.7. Rannsókn lögreglu á dauða Arnars Jónssonar Aspar er langt komin. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið Arnari að bana 7. júní síðastliðinn. Meira »

Hálstakið leiddi til dauða

28.6. Hæstiréttur telur að ekki hafi verið sýnt fram á það af lögreglu að Jón Trausti Lúth­ers­son sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana. Því var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum felldur úr gildi í gær. Meira »

Verða leiddir fyrir dómara eftir hádegi

23.6. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga verða leiddir fyrir dómara laust eftir hádegi í dag. Lögreglan mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Meira »

Mennirnir yfirheyrðir á morgun

21.6. Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglunnar, grunaðir um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana fyrir tveimur vikum, verða yfirheyrðir á morgun. Að yfirheyrslum loknum verður tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Meira »

„Teknir og afhausaðir á samfélagsmiðlum“

15.6. Ljóst var við fyrstu skýrslutöku lögreglu af Nabakowski-bræðrum, þeim Marcin og Rafal, að þeir áttu litla sem enga aðild að andláti Arnars Jónssonar Aspar miðvikudagskvöldið 7. júní. Þetta segir verjandi Marcin, Þórður Már Jónsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Yfirheyrslur í fyrramálið

12.6. Yfirheyrslur yfir sexmenningunum sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við mann­dráps­málið í Mos­fells­dal í síðustu viku fara fram á morgun. Engar yfirheyrslur voru í dag, að sögn Gríms Grímssonar yf­ir­lög­regluþjóns. Óvíst er hvort einn eða allir verða yfirheyrðir í fyrramálið. Meira »

Sexmenningarnir yfirheyrðir í morgun

10.6. Yfirheyrslur fóru fram í morgun yfir sexmenningunum sem grunaðir eru um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar, við heimili hans í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

„Réð hinum látna ekki bana“

9.6. Jón Trausti Lúthersson, einn sexmenninganna sem handteknir voru í tengslum við alvarlega líkamsárás í Mosfellsdal á miðvikudag, sem leiddi 39 ára karlmann til dauða, neitar því að hafa ráðið manninum bana. Þetta segir lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsaka lífsýni úr fötum

9.6. Lögregla rannsakar lífsýni úr fötum sakborninga sem grunaðir vegna aðildar að manndrápi við Æsustaði í Mosfellsdal á miðvikudag. Tveir þeirra voru klæddir sams konar einlitum íþróttagöllum og skóhlífum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í gær. Meira »

Allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

8.6. Sexmenningarnir sem handteknir voru í gær, vegna hrotta­legr­ar lík­ams­árás­ar í Mos­fells­dal sem leiddi til dauða karl­manns á fer­tugs­aldr,i hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Sexmenningarnir leiddir fyrir dómara

8.6. Þessa stundina eru sexmenningarnir sem handteknir voru í gær eftir að karlmaður á fertugsaldri lést í kjölfar þess að hann varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás við heim­ili sitt að Æsu­stöðum í Mos­fells­dal leiddir fyrir dómara, einn af öðrum. Meira »

Undrast leka á krufningarskýrslu

4.8. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lýsa yfir undrun sinni á því að krufningarskýrsla réttarmeinafræðings í manndrápsmálinu í Mosfellsdal hafi borist fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Engin játning liggur fyrir

3.8. Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, en sakborningar hafa þó tjáð sig í yfirheyrslum. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is, en eins og greint var frá í gær hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent héraðssaksóknara gögn málsins. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

25.7. Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Rannsókn lokið - varðhalds krafist áfram

19.7. Rann­sókn lög­reglu á dauða Arn­ars Jóns­son­ar Asp­ar er lokið. Einn maður sit­ur í gæslu­varðhaldi, grunaður um að hafa orðið Arn­ari að bana 7. júní síðastliðinn. Meira »

Jón Trausti farinn af landi brott

30.6. Jón Trausti Lúthersson, sakborningur í rann­sókn­ á mann­drápi í Mos­fells­dal, er farinn úr landi til Alicante á Spáni. Grímur Grímsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir að Jón Trausti hafi flogið út í gærkvöldi en ekki var talin ástæða til þess að fara fram á farbann. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

23.6. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

Verði áfram í gæsluvarðhaldi

22.6. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana fyrir tveimur vikum í Mosfellsdal. Meira »

Hafa tjáð sig í yfirheyrslum

19.6. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana miðvikudagskvöldið 7. júní hafa verið samvinnufúsir í yfirheyrslum að einhverju leyti. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald, en núgildandi varðhald gildir til 23. júní. Meira »

Fjórum sleppt úr varðhaldi

15.6. Fjórum þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní hefur nú verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Óvíst með yfirheyrslur í dag

12.6. Einn sexmenninganna sem handteknir voru í tengslum við manndrápsmálið í Mosfellsdal í síðustu viku var yfirheyrður um helgina. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort yfirheyrslur fari fram í dag. Sexmenningarnir eru enn allir í haldi lögreglu. Meira »

Hnífaburður algengur

10.6. Manndrápið í Mosfellsdal er ekki endilega til merkis um aukið eða harðnandi ofbeldi í undirheimunum, að mati Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. „Hluti þess sem við erum að rannsaka er hver ásetningurinn var, hvort hann var til manndráps eða einhvers annars,“ sagði Grímur. Meira »

Öll grunuð um aðild að manndrápi

9.6. Sexmenningarnir sem eru í haldi vegna líkamsárásar í Mosfellsdal, sem leiddi til þess að fórnarlambið lést, eru allir grunaðir um að hafa framið eða átt aðild að manndrápi. Atburðarásin er smám saman að skýrast. Málið hvílir þungt á íbúum hins friðsæla dals. Meira »

Gætu hafa ekið á manninn

8.6. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segist ekki vilja fara út í hvað fram hefur komið í yfirheyrslum yfir sakborningunum sem dæmd voru í gæsluvarðhald í dag. Tæplega fertugur karlmaður lést eftir hrottalega líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi. Meira »

Gæsluvarðhald til 23. júní

8.6. Jón Trausti Lúthersson og annar karlmaður hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Fólkið sem var handtekið í gær eft­ir að karl­maður á fer­tugs­aldri lést í kjöl­far þess að hann varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás við heim­ili sitt að Æsu­stöðum í Mos­fells­dal hefur verið leitt fyrir dómara eitt af öðru nú síðdegis. Meira »

Lögreglan fer fram á gæsluvarðhald

8.6. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag leggja fram kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm körlum og einni konu, sem grunuð eru um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans. Meira »