Markaðsmisnotkunarmál Glitnis

Héraðssak­sókn­ari hef­ur gefið út ákæru í markaðsmis­notk­un­ar­máli Glitn­is, en þar er ákært fyr­ir meinta markaðsmis­notk­un og umboðssvik fyr­ir hrun bank­ans. Ákærðir í mál­inu sam­kvæmt eru Lár­us Weld­ing, fyrr­um banka­stjóri Glitn­is, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta, auk þeirra Jónas­ar Guðmunds­son­ar, Val­g­arðs Más Val­g­arðsson­ar og Pét­urs Jónas­son­ar sem voru starfsmenn bankans.

Aðalmeðferðin hefst í janúar

22.9. Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst 17. janúar. Þetta var ákveðið þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fram kom í máli saksóknara að gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin taki styttri tíma en í sambærilegum málum hinna bankanna sem féllu í hruninu. Meira »

Hafnar kröfu Lárusar og Jóhannesar

21.12. Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins hvort það samrýmist ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins um innherjasvik og markaðsmisnotkun að fjármálafyrirtæki haldi uppi svokallaðri óformlegri viðskiptavakt með eigin bréf. Meira »

Dómari víkur í Glitnismáli

2.12. Dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefur vikið sæti í málinu með úrskurði sínum í dag. Verjendur í málinu höfðu gert athugasemdir við Sigríður Hjaltested héraðsdómari væri dómsformaður þar sem eiginmaður hennar hafi verið starfsmaður bankans á þeim tíma sem meint brot ákærunnar áttu sér stað. Meira »

Markaðsmisnotkunarmáli frestað til hausts

15.6.2016 Markaðsmisnotkunarmáli Glitnis var frestað til 29. september eftir að málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Verjendur hinna ákærðu óskuðu eftir því að fá lengri tíma til þess að fara yfir gögn málsins. Meira »

Handstýrðu gengi Glitnis

12.3.2016 Viðskipti Glitnis með eigin bréf fólu í sér langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun í gangverki verðbréfamarkaðarins þannig að gengi hlutabréfanna stjórnaðist ekki af markaðslögmálum. Var genginu handstýrt og uppsöfnuð bréf svo seld áfram til valinna viðskiptavina. Þetta segir í ákæru málsins. Meira »

Ákæra gefin út í Glitnismáli

9.3.2016 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en þar er ákært fyrir meinta markaðsmisnotkun fyrir hrun bankans. Málið verður þingfest 15. apríl næstkomandi, en málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Ákært er fyrir bæði markaðsmisnotkun og umboðssvik. Meira »

Með réttarstöðu sakbornings

15.12.2011 Kastljós Sjónvarpsins sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því, að bæði Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, fyrrum forstjórar Glitnis banka, hefðu réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun bankans. Meira »

Sleppt úr gæsluvarðhaldi

5.12.2011 Þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, sem úrskurðaðir voru í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku, var sleppt í dag, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Meira »

Allir kæra gæsluvarðhaldið

1.12.2011 Þremenningarnir, sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær að beiðni embættis sérstaks saksóknara vegna Glitnismálsins, hafa nú allir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Meira »

Annar í gæsluvarðhald

30.11.2011 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í kvöld á kröfu embættis sérstaks saksóknara um að annar fyrrum starfsmaður Glitnis banka sæti gæsluvarðhaldi í viku. Meira »

Líklega fleiri í gæsluvarðhald

30.11.2011 Ekki er ólíklegt að fleiri verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara í tengslum við lánveitingar og hlutabréfaviðskipti Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími. Meira »

„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

3.5. Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Meira »

Dómari tekur tímabundið við máli

15.12. Nýr dómsformaður hefur tekið við markaðsmisnotkunarmáli Glitnis eftir að dómsformaður ákvað að víkja frá málinu í byrjun desember. Nýi dómsformaðurinn tekur þó aðeins við málinu tímabundið og mun það færast til þriðja dómarans, sem áður var líka dómsformaður. Meira »

Nýr dómari í Glitnismáli

12.10.2016 Nýr dómari hefur tekið við sem dómsformaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það er Sigríður Hjaltested héraðsdómari. Áður hafði Arngrímur Ísberg verið settur sem dómari í málinu og setið þingfestingu og nokkrar fyrirtökur. Meira »

Neituðu allir sök í málinu

15.4.2016 Lár­us Weld­ing, fyrr­um banka­stjóri Glitnis, Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta og Jón­as Guðmunds­son, Val­g­arð Már Val­g­arðsson og Pét­ur Jónas­son, sem all­ir voru starfs­menn eig­in viðskipta bank­ans Glitnis neituðu allir sök í málinu í morgun Meira »

Í leyfi vegna markaðsmisnotkunarmáls

9.3.2016 Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri einkabankaþjónustu Íslandsbanka, hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum. Kemur ákvörðunin í kjölfar ákæru héraðssaksóknara í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem Jónas er meðal ákærðu. Meira »

Rannsókn Glitnis-máls lokið

16.12.2015 Embætti sérstaks saksóknara hefur nú lokið rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, en það hefur verið til rannsóknar undanfarin ár. Er málið nú í ákvörðunarferli hjá saksóknara embættisins og kemur þá í ljós hvort ákært verði í málinu eða ekki. Meira »

Glitnismenn lausir úr haldi

5.12.2011 Lárusi Welding var sleppt úr gæsluvarðhaldi seinnipartinn í dag að loknum yfirheyrslum ásamt tveimur öðrum fyrrverandi yfirmönnum hjá Glitni. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsóknin gangi það vel að rannsóknarhagsmunir hafi ekki krafist þess að halda þeim lengur í gæsluvarðhaldi. Meira »

Gæsluvarðhald staðfest

2.12.2011 Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrr í vikunni að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Meira »

Segir vera stutt í ákærur

1.12.2011 Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stutt í að ákært verði í málum sem tengjast hruninu og föllnu bönkunum. Hann sagðist ekki geta gefið upp um hvaða mál væri að ræða. Meira »

Gæsluvarðhalds krafist

30.11.2011 Karlmaður var í kvöld fluttur úr húsnæði embættis sérstaks saksóknara til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað er um kröfu um gæsluvarðhald yfir honum. Meira »

Lárus Welding í gæsluvarðhald

30.11.2011 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að beiðni embættis sérstaks saksóknara. Meira »