#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

Í gær, 09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

„Ég var algjörlega niðurbrotin“

í fyrradag Tónlistarframleiðandinn Russell Simmons nauðgaði að minnsta kosti þremur konum sem voru á mála hjá tónlistarfyrirtæki hans Def Jam Recordings. Þetta segja konurnar í viðtali við New York Times í dag. Þáttastjórnandinn Tavis Smiley hefur verið leystur frá störfum vegna ásakana um ósæmilega hegðun. Meira »

Hayek: „Weinstein var skrímslið mitt“

13.12. Leikkonan Salma Hayek fjallar um samskipti sín við bandarísk kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein í aðsendri grein sem birt er í New York Times í dag. Segir Hayek að árum saman hafi Weinstein verið skrímslið sitt. Meira »

Lokuð inni og hótað

13.12. „Þá steig hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn á­kveðið fyrir dyrnar og í sömu andrá sneri full­trúi minni­hluta­eig­anda sér að mér og ýtti mér ákveðið niður í sætið og sagði: „Þú ferð ekki út úr þessu her­bergi fyrr en þú ert búin að skrifa undir þetta plagg.“ Meira »

Vilja að þingið rannsaki Trump

11.12. Þrjár konur sem sakað hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni og misnotkun, hafa krafist þess að þingnefnd taki málið til rannsóknar. BBC greinir frá. Á fundi með fréttamönnum í New York sökuðu konunar Trump um að hafa káfað á sér, klipið, kysst sig með valdi, niðurlægt og áreitt. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

11.12. Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

11.12. 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

11.12. Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

10.12. Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Býst við magnaðri heilun

10.12. „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Konur lesa upp #metoo-sögur í dag

10.12. Konur úr fjölbreyttum starfsstéttum munu lesa upp frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo baráttunni hér á landi klukkan 16 í dag í Borgarleikhúsinu. Samhliða upplestrinum í Borgarleikhúsinu verða svipaðir viðburðir í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Herðubreið á Seyðisfirði. Meira »

Áreitnin tekin fyrir

9.12. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum hefur verið rætt á vettvangi verkalýðsfélaganna.   Meira »

„Hvernig ertu í henni?“

8.12. „Ung kona, hæfileikarík og metnaðarfull, nýútskrifuð úr laganámi, ræður sig til starfa hjá stórri lögmannsstofu í Reykjavík. Starfsmaður á stofunni áreitir hana ítrekað kynferðislega og gengur mjög langt í þeim efnum.“ Þannig hefst saga konu í réttarvörslukerfinu sem lést ung eftir baráttu við þunglyndi. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

Í gær, 10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me to- byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

í fyrradag „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

„Viðurkenning á því sem þarna fór fram“

13.12. Ragnhildur Ágústsdóttir, fyrrverandi forstjóri Tals, fékk í dag afsökunarbeiðni frá karlmanni vegna hans hlutar í ofbeldi sem hún var beitt er hún var neydd til að segja starfi sínu lausu 2009. Það kom mér nokkuð á óvart og mér finnst það vera ákveðin viðurkenning á því sem þarna fór fram,“ segir hún. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

13.12. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

12.12. „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

11.12. 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

11.12. Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Hlusta eigi á konur sem ásaka Trump

11.12. Hlusta verður á konur sem sakað hafa Donald Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi. Þetta sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

10.12. „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

10.12. Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Karlar í sviðslistum styðja #metoo

10.12. Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa lýst yfir stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem 740 karlar hafa skrifað undir þar sem þeir lýsa vilja til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Meira »

Reyndi að kyssa fréttakonu á munninn

10.12. Bandaríska fréttakonan Juliet Huddy, sem starfaði hjá sjónvarpsstöðinni Fox, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa reynt að kyssa sig á munninn í lyftu eftir að þau höfðu borðað saman í höfuðstöðvum hans Trump Tower í New York annað hvorki árið 2005 eða 2006. Meira »

Upplifa karllæg viðhorf í lagadeildinni

8.12. Það er skammarlegt að í kerfi sem meðal annars á að sjá um að vernda þolendur ofbeldis þrífist ofbeldi, áreitni og mismunun. Gera þarf breytingu þar að lútandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá Femínistafélaginu Auði, nýstofnuðu femínistafélagi stúdenta við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

60 ára fangelsi vegna barnakláms

7.12. Fyrrverandi læknir fimleikalandsliðs Bandaríkjanna, Larry Nassar, var dæmdur í 60 ára fangelsi í dag fyrir að hafa í fórum sínum barnaklám. Rúmlega 37 þúsund myndbönd af barnaklámi fundust á hörðum diskum í eigu hans. Meira »