#MeT­oo - #Ég líka

Fjölmargar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeT­oo #Ég líka.

Tekur upp hanskann fyrir Spacey

Í gær, 11:08 Breski rokkarinn Morrissey hefur enn á ný náð að vekja athygli fyrir ummæli sín en hann hefur tekið upp hanskann fyrir bandaríska leikarann Kevin Spacey sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi og misnotkun. Meira »

„Dómarinn vill munnmök að launum“

15.11. Yfir fjögur þúsund konur sem starfa í sænska réttarkerfinu skrifa undir ákall um breytingar í karlægu dómskerfi. Þær lýsa sögum af áreitni og ofbeldi tengdu kynferði þeirra í starfi innan réttarkerfisins. „Dómarinn vill munnmök að launum,“ segir í fyrirsögn SvD. Meira »

Flestar leikkonur hafa orðið fyrir áreitni

13.11. Tvær af hverjum þremur leikkonum innan vébanda félags leikara í Danmörku hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi, samkvæmt nýrri könnun sem Politiken gerði meðal leikkvenna í Danmörku. Meira »

Úrvinnslan eftir að sagt er frá

12.11. Milljónir kvenna og fjöldi karla hafa sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi undanfarið. Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur segir marga vera að setja í samhengi í fyrsta sinn andlega og líkamlega vanlíðan og úrvinnslu þurfi víða. Meira »

Líklega „skemmtileg í rúminu“

4.11. Tímaritið Tatler hefur beðið Daisy Lewis, sem meðal annars hefur leikið í vinsælu þáttunum Downtown Abbey, afsökunar á ummælum sem höfð voru um hana í blaðinu þess efnis að hún væri líklega „skemmtileg í rúminu“. Meira »

Rannsaka Weinstein og Toback

1.11. Lögreglan í Beverly Hills rannsakar nú fjölmargar ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og leikstjóranum James Toback. Þeir eru báðir sakaðir um kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð fjölmargra kvenna. Meira »

„Og ég barðist og ég barðist“

28.10. Ítalska leikkonan Annabella Sciorra, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í The Sopranos, segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Yfir fimmtíu konur hafa nú ásakað hann um áreitni og ofbeldi. Meira »

23 þingmenn áreittir í starfi

27.10. Á þriðja tug sænskra stjórnmálakvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vettvangi stjórnmálanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í Expressen. Meira »

„Ég veit ekkert hvar mitt mál stendur“

26.10. Anna Katrín Snorradóttir, ein af baráttukonum #höfum hátt, lagði fram kæru í júlí gegn Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Nú, tæpum fjórum mánuðum síðar, hefur hún enga hugmynd um hvar kæran er stödd í kerfinu. Meira »

Bush eldri biðst afsökunar á áreitni

25.10. George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur beðið leikkonuna Heather Lind afsökunar á að hafa valdið henni þjáningu. Lind ásakaði Bush, sem er 93 ára gamall, um að hafa áreitt sig kynferðislega fyrir þremur árum. Meira »

Kerfisbundið barnaníð í Hollywood

25.10. Fyrrverandi barnastjörnur hafa árum saman reynt að vekja athygli á barnaníði sem viðgengst í Hollywood. Í kjölfar flóðbylgju opinberana fullorðinna leikara á kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu daga er nú vonast til þess að sú myrka hlið Hollywood sem barnaníð er komist loks almennilega upp á yfirborðið. Meira »

Toback sakaður um kynferðislega áreitni

23.10. 38 konur hafa stigið fram og ásakað kvikmyndagerðarmanninn James Toback um kynferðislega áreitni. Í umfjöllun The Los Angeles Times kemur fram að 38 konur hafi greint opinberlega frá áreitni af hendi Toback, sem spannar um 30 ára tímabil. Meira »

Ólympíugullhafi lýsir kynferðisáreiti

18.10. Bandaríska fimleikastjarnan og Ólympíugullhafinn, McKayla Maroyne, hefur tjáð sig á Twitter undir myllumerkinu #MeToo um að hún hafi verið áreitt kynferðislega árum saman af fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar. Meira »

Wallström varð fyrir áreitni

18.10. Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni „á hæsta stigi stjórnmálanna“.  Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

17.10. Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Karlrembu og áreitni mótmælt

í gær Yfir eitt þúsund konur sem starfa í sænskum stjórnmálum hafa skrifað undir skjal þar sem þær saka karla um kynferðislega áreitni og ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Verður áreitnin honum að falli?

14.11. Fimm konur hafa stigið fram og sakað íhaldsmanninn Roy Moore, fyrrverandi forseta hæstaréttar Alabama, um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun. Moore er í framboði fyrir repúblikana í desember og stefnir í að áreitnin verði honum að falli í kosningabaráttunni. Meira »

Gengið til stuðnings þolendum ofbeldis

13.11. Hundruð tóku þátt í göngu til stuðnings fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis í Hollywood í gærkvöldi en gangan var gengin undir merkjum #MeToo. Meira »

456 leikkonur stíga fram

10.11. Menningarmálaráðherra Svíþjóðar hefur kallað yfirmenn leikhúsa landsins á neyðarfund eftir að 456 leikkonur skrifuðu opið bréf þar sem þær greindu frá kynferðislegri áreitni í leikhúsum landsins. Meðal þeirra eru margar af þekktustu leikkonum Svíþjóðar. Meira »

„Sekur um svo miklu meira“

1.11. Mexíkóski leikarinn Roberto Cavazos sakaði í gær Kevin Spacey um kynferðislega áreitni en daginn áður hafði leikarinn Anthony Rapp gert það sama. Cavazos segir að fjölmargar ásakanir á hendur Spacey séu væntanlegar. Hann sé sekur um svo miklu meira. Meira »

Lét ritarann kaupa kynlífsleikföng

29.10. Þingmaður breska Íhaldsflokksins og ráðherra, Mark Garnier, er sakaður um að hafa beðið ritara sinn um að kaupa fyrir sig kynlífsleikföng og að hafa talað við hana á niðurlægjandi hátt. Meira »

Árás á heimili sænskrar þingkonu

28.10. Sænska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa valdið miklum skaða á heimili þingkonu Svíþjóðardemókrata í lok september. Skömmu áður hafði hún sagt sig úr flokknum í tengslum við kynferðislega áreitni af hálfu flokksfélaga. Meira »

Ásakanir um ofbeldi skekja fjölmiðla

26.10. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað nafntogaða blaðamenn um kynferðislega áreitni, bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Ásakanirnar hafa sprottið upp í nafni metoo-herferðarinnar. Meira »

Þöggun og áreitni á ritstjórn

26.10. Stærsta dagblað Svíþjóðar stendur frammi fyrir alvarlegu vandamáli - kynferðislegu ofbeldi og áreitni á vinnustað. Tveir starfsmenn Aftonbladet hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Meira »

„Í þessum búningi var ég áreitt“

25.10. Saga Garðarsdóttir lýsti því á málþingi sem haldið er í Norræna húsinu í kvöld að samstarfsmaður hefði áreitt hana kynferðislega, þegar hún var við störf í íslensku leikhúsi. Hún ber að vitni hafi verið að atviki þar sem hún var klipin í kynfærin, en áður hafi sami maður klipið hana í brjóstin. Meira »

Helmingur áreittur kynferðislega

25.10. Um helmingur breskra kvenna og fimmtungur karla hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu eða í skóla. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar BBC. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

18.10. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Bróðir Weinstein sakaður um áreitni

18.10. Bob Weinstein, bróðir Harvey Weinstein, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Framleiðandinn Amanda Segel greinir frá því í viðtali við Variety að Bob hafi áreitt hana kynferðislega þegar þau störfuðu saman við framleiðslu á þáttaröðinni The Mist fyrir Spike TV. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

17.10. „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Þögnin ekki hluti af samningnum

17.10. Leikkonan Reese Witherspoon hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna sem hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi í kvikmyndaheiminum. Meira »