Mjólkursamsalan

Metár í magni en bændum fækkar

23.4. Algjört metár var í mjólkurframleiðslu á síðasta ári þegar framleiddar voru um 150 milljónir mjólkurlítra. Hefur ársframleiðslan aukist um einhverjar 25 milljónir lítra á tíu árum, og það á sama tíma og kúabændum hefur fækkað ár frá ári. Meira »

Á ekki að koma mönnum á óvart

9.3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að mjólkuriðnaðurinn sé betur í stakk búinn nú en nokkurn tíma til þess að ýta undir samkeppni. Meira »

„Ótrúlega gleðilegur dagur“

7.3. „Okkur líkar þetta býsna vel. Það er ljóst að þetta er stór áfangi og sigur fyrir okkur í þeirri baráttu sem við erum búnir að standa í síðustu tíu ár,“ segir Ólaf­ur M. Magnús­son fram­kvæmda­stjóri mjólk­ur­bús­ins Kú ehf., í samtali við mbl.is. Meira »

Eiga að standa með neytendum

3.12. Alþýðusamband Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni í tengslum við brot Mjólkursamsölunnar á markaði. ASÍ fagnar ákvörðun stjórnar Samkeppniseftirlitsins um að standa með neytendum og fara með mál Mjólkursamsölunnar fyrir dómstóla. Meira »

Hugsi yfir úrskurðinum

22.11. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að verið sé að skoða hvort úrskurði meirihluta áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli Mjólkursamsölunnar verði áfrýjað. Nefndin felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta fyrirtækið um 480 milljónir króna. Meira »

Sektin lækkuð úr 480 í 40 milljónir

21.11. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Mjólkursamsalan skyldi greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Fyrirtækið þarf aftur á móti að greiða 40 milljóna sekt fyrir að halda eftir mikilvægum gögnum frá eftirlitinu. Meira »

Vinnudagurinn nær næstum saman

23.7.2016 Einungis sex starfsmenn vinna í verksmiðju Örnu á Bolungarvík en eftir mikla söluaukningu í kjölfar þess að Mjólkursamsalan var sektuð fyrir markaðsmisnotkun hefur vinnudagur þeirra lengst mikið og nær hann stundum saman. Meira »

Vill víðtækari sátt um búvörulög

11.7.2016 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, gerir ráð fyrir því að frumvarp til búvörulaga eigi eftir að breytast í meðförum þingsins í næsta mánuði. Hann vill efla samráð við hagsmunaðila. Meira »

Einokunarstaðan verði ekki fest í sessi

10.7.2016 Samfylkingin segir undanþágur í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum bitna á almenningi og bændum en styrkja stöðu einokunarfyrirtækja. Meira »

Áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

7.7.2016 Mjólkursamsalan mótmælir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja á fyrirtækið 480 milljóna króna sekt vegna markaðsmisnotkunar. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og er reiðubúið að fara með málið alla leið eins og kom fram í máli Ara Edwald fyrr í dag. Meira »

„Engin stoð fyrir gífuryrði Ólafs“

25.7.2015 Forstjóri MS segir „gífuryrði“ Ólafs Stephensen ekki eiga sér stoð í fréttatilkynningum frá Samkeppniseftirlitinu sem hann vitnar til. Ari skýtur einnig föstum skotum að eftirlitinu og segir það ekki hafa sinnt sinni rannsóknarskyldu við skoðun á meintum brotum fyrirtækisins. Meira »

Segir efni samningsins hafa legið fyrir

17.12.2014 „Það er ekkert í þessum samningi sem er nýtt eða kemur neinum á óvart því allur málatilbúnaður MS byggir á honum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi úrskurð eftirlitsins þar sem MS þurfti að greiða 370 milljóna sekt fyrir brot á lögum. Meira »

Dregur málið á langinn

16.12.2014 Forsvarsmenn Mjólkurbúsins Kú lýsa furðu sinni á að Mjólkursamsalan í Reykjavík skuli hafa leynt samningi, sem fyrirtækið segist nú hafa gert við Kaupfélags Skagfirðinga, þar til við loka málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þetta sé eingöngu til að draga málið á langinn. Meira »

Rannsaki nánar starfsemi MS

16.12.2014 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála leggur fyrir Samkeppniseftirlitið að rannsaka nánar hugsanlega misnotkun Mjólkursamsölunnar (MS) á markaðsráðandi stöðu. Meira »

Kú kærir MS og Kaupfélag Skagfirðinga

27.10.2014 Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna og Kaupfélag Skagfirðinga fyrir ólögmætt samráð.  Meira »

363,7 milljóna hagnaður hjá Auðhumlu

21.4. Afkoma Auðhumlusamstæðunnar árið 2016 var 363,7 milljóna króna hagnaður eftir skatta en var 137 milljóna króna tap árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðhumlu en þar segir að viðsnúninginn megi fyrst og fremst rekja til tekna af erlendri starfsemi tengdri skyrsölu og hagnaðar af eignasölu. Meira »

Telur að mjólk muni hækka í verði

8.3. „Þetta verður allt annað umhverfi fyrir mjólkurframleiðslu en unnið hefur verið eftir. Alveg nýr veruleiki. Mér sýnist að mjólkurframleiðsla á Íslandi muni helmingast á tiltölulega skömmum tíma, verði þetta framkvæmt.“ Meira »

Óháðar afurðastöðvar geti keypt 20% hrámjólkur

6.3. Samkvæmt lagafrumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið vinna um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum munu öll fyrirtæki í mjólkuriðnaði geta keypt mjólk með sama tilkostnaði og markaðsráðandi afurðastöð. Meira »

Samkeppniseftirlitið stefnir MS

25.11. Samkeppniseftirlitið ætlar að stefna Mjólkursamsölunni fyrir héraðsdóm með það fyrir augum að fá ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem komst að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að MS hefði ekki brotið samkeppnislög. Meira »

MS lýsir ánægju með niðurstöðuna

21.11. Mjólkursamsalan lýsir yfir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og í kjölfarið fellt niður 440 milljón króna sekt. Þannig hafi nefndin staðfest að samstarf fyrirtækisins við tengda aðila hafi verið í fullu samræmi við lög. Meira »

Kúabúskapur myndi hrynja

6.8.2016 Mjólkursamsalan hefur kært úrskurð Samkeppniseftirlitsins um meinta misnotkun markaðsráðandi stöðu gagnvart keppinauti til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Meira »

Biðst afsökunar á „klaufalegu orðalagi“

12.7.2016 Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur beðist velvirðingar á „klaufalegu orðalagi“, þar sem hann gaf í skyn að neytendur myndu á endanum borga sektina sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS. Meira »

Mikil söluaukning hjá Örnu

11.7.2016 „Við finnum fyrir mikilli aukningu í sölu á okkar vörum, það er greinilegt að neytendur eru ekki sáttir við Mjólkursamsöluna,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík, í samtali við BB. Meira »

Ólafur hyggst leita réttar síns

7.7.2016 Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segist sleginn yfir því hversu þrælskipulögð markaðsmisnotkun Mjólkursamsölunnar hefur verið. „Stjórn Mjólkursamsölunnar virðist hafa verið involveruð í ákvörðunartökunni um hvernig staðið var að þessum málum,“ segir hann í samtali við mbl.is Meira »

Misnotaði markaðsráðandi stöðu

7.7.2016 Samkeppniseftirlitið hefur lagt 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á MS vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Í ákvörðun eftirlitsins kemur fram að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. Meira »

Rannsókn miðar vel

25.7.2015 Rannsókn samkeppniseftirlitsins á ætlaðri misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu sinni miðar vel samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu. Ólafur Stephensen gagnrýndi á dögunum hve langan tíma rannsóknin tæki með þeim orðum að smærri samkeppnisaðilar „hefðu ein­fald­lega ekki bol­magn til að bíða niðurstaðna sam­keppn­is­yf­ir­valda mánuðum og jafn­vel árum sam­an“. Meira »

Vilja flýtimeðferð í MS-máli

17.12.2014 Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að mál Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni, sem verður nú rannsakað á nýjan leik hjá Samkeppniseftirlitinu, fái flýtimeðferð. Meira »

Áfangasigur fyrir MS

16.12.2014 Mjólkursamsalan (MS) segir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli MS þar sem fyrirtækinu var ákvörðuð 370 milljón kr. sekt vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Meira »

Mjólkursamsalan svarar fyrir sig

28.10.2014 Mjólkursamsalan hafnar ásökunum Mjólkurbúsins KÚ um að MS sé ekki afurðastöð en KÚ tilkynnti í gær að fyrirtækið hefur kært MS fyrir ólöglegt samráð. Meira »

Skipta einokunarrisanum upp

22.10.2014 Afnema ætti undanþágu mjólkuriðnaðins frá samkeppnislögum og skipta upp þeim einokunarrisa sem þegar er orðinn til að mati Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann telur það ekki skipta máli hvort neytendur hafi notið góðs af samráðinu á mjólkurmarkaðnum eður ei. Meira »