Mótmæli í Virginíu

„Robert E. Lee var heiðvirður maður“

31.10. Ummæli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hershöfðinginn Robert E. Lee hafi verið heiðvirður maður hafa verið gagnrýnd harðlega í Bandaríkjunum. Meira »

Hvítur rasisti kynnist svartri konu

29.8. Hún var ofbeldisfullur hvítur rasisti en þegar hún kynntist svartri konu í fangelsi breyttist líf hennar til framtíðar.  Meira »

Clooney-hjón gefa milljón vegna Charlottesville

22.8. Hjónin George og Amal Clooney hafa nú gefið milljón dollara til mannréttindasamtakanna Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með starfi haturshópa. AFP-fréttastofan segir fjárgjöfina tilkomna vegna ofbeldisaðgerðanna í Charlottesville fyrir rúmri viku. Meira »

Hvað er málið með þessar styttur?

18.8. Meira en 150 ár eru liðin frá því að endir var bundinn á þrælastríðið í Bandaríkjunum en á síðustu dögum hefur það ítrekað verið rifjað upp í tengslum við styttur af herforingjum bandalags suðurríkjanna sem umræða hefur verið um að taka niður. Meira »

Bannon segir hvíta þjóðernissinna trúða

17.8. Steven Bannon, einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, gagnrýndi hvíta þjóðernissinna og kallaði þá trúða í óvæntu samtali sem hann átti við blaðamann stjórnmálavefsins American Prospect. Þá sagði hann enga hernaðarlausn að finna á Kóreudeilunni. Meira »

Sökin hjá báðum fylkingunum

15.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði á blaðamannafundi í dag fyrri ummæli sín þess efnis að ofbeldið í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum um síðustu helgi hafi verið sök beggja fylkinganna sem þar laust saman. Meira »

Fleiri minnismerki víki eftir mótmælin

15.8. Borgaryfirvöld víða í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að þau muni ekki láta mótmælin í Charlottesville um helgina, þar sem þrír létu lífið hið minnsta, hafa áhrif áætlanir um að fjarlægja minnismerki um málstað Suðurríkjahers í þrælastríðinu. Þess í stað verði aukin kraftur lagður í slíkar aðgerðir. Meira »

Ríkisstjóri Virginíu: „Farið heim“

13.8. „Ég er með skilaboð til allra hvítu þjóðernissinnanna og nasistanna sem komu til Charlottesville í dag. Skilaboð okkar eru skýr: Farið heim. Ykkar er ekki óskað í þessu merka ríki. Skammist ykkar. Þið þykist vera föðurlandsvinir, en þið eruð allt nema föðurlandsvinir.“ Meira »

Þrír látnir í Charlottesville

12.8. Staðfest hefur verið að þrír eru látnir eftir að átök brutust út á samkomu þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í dag. Meira »

Einn látinn eftir átök í Virginíu

12.8. Að minnsta kosti einn er látinn eftir að til átaka kom í mótmælum í Charlottesville í Virginíu, á milli þjóðernissinna og þeirra sem þangað mættu til að mótmæla þeim. Meira »

Neyðarástandi lýst yfir í Virginíu

12.8. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum vegna átaka á milli hægri þjóðernissinna og andstæðinga þeirra. Til átakanna kom vegna fyrirhugaðs fjöldafundar þjóðernissinna í borginni. Meira »

Mættir aftur til Charlottesville

8.10. Hvítir þjóðernissinnar mættu aftur til Charlottesville í gærkvöldi til að halda áfram mótmælunum gegn því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja suðurríkjanna í þrælastríðinu, verði fjarlægð. Meira »

Bandaríkin formlega vöruð við

23.8. Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem tekur á rasisma hefur gefið út formlega viðvörun vegna stöðu mála í Bandaríkjunum. Sjaldgæft er að nefndin sendi frá sér slíka viðvörun en yfirleitt er það ekki gert nema óttast sé að borgaraleg átök séu yfirvofandi. Meira »

Oftar kallað svarta rasista en hvíta

19.8. „Heimskur rasisti“, „rasisti (og leiðinlegur)“, „algjör rasisti“, „hatari og rasisti“, „mjög mikill rasisti“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur notað orðin „rasisti“ og „rasismi“ að minnsta kosti 54 sinnum á Twitter. Hann hefur sakað svarta um rasisma þrisvar sinnum oftar en hvíta. Meira »

Vilja halda í stytturnar

17.8. Meirihluti Bandaríkjamanna vill að styttur og önnur minnismerki um Suðurríkin verði látin standa áfram ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Mikil umræða hefur verið um málið í Bandaríkjunum að undanförnu og hafa nokkur minnismerki um Suðurríkin verið teknin niður í bandarískum borgum og eða þau skemmd. Meira »

Obama á vinsælasta tístið

16.8. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fordæmdi kynþáttahatur í twitterskilaboðum sem hann sendi frá sér eftir mótmælin í Charlottesville um helgina. Rúmlega 2,9 milljónir twitternotenda hafa lækað orð forsetans fyrrverandi. Meira »

Mótmælum þjóðernissinna aflýst

15.8. A&M háskólinn í Texas hefur aflýst fyrirhuguðum mótmælum sem þjóðernissinnar hugðust halda 11. september undir yfirskriftinni White Lives Matter. Er það gert af ótta við að átök geti brotist út en þrír létu lífið og hátt í 40 særðust í Charlottesville í Virginíu um helgina Meira »

Trump hafi líka fordæmt þjóðernissinna

13.8. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var líka að fordæma hvíta þjóðernissinna, Ku Klux Klan og nýnasista, þegar hann fordæmdi hatur, ofstæki og ofbeldi frá mörgum hliðum í kjölfar átakanna í Charlottesville í Virginíu sem brutust út á milli hvítra þjóðernissinna og andstæðinga þeirra. Meira »

FBI hefur rannsókn í Charlottesville

13.8. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur hafið rannsókn á því hvað leiddi ökumann til að keyra bifreið sína inn í hóp þeirra sem komnir voru saman til að mótmæla samkomu þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu í gær. Meira »

Trump segist fordæma hatur og ofbeldi

12.8. Samkoma þjóðernissinna í Charlottesville í Virginíu endaði með banvænum átökum í dag eftir að bifreið var ekið inn í mannfjöldann, þar sem þegar áttu í rimmu þjóðernissinnar og þeir sem þangað komu til að mótmæla áróðri þeirra. Meira »

Bifreið ekið á fólk í Virginíu

12.8. Bifreið var ekið inn í hóp fólks á mótmælafundi í Virginíuríki, þar sem komið hafði til átaka á milli þjóðernissinna og þeirra sem mættu til að mótmæla stefnu þeirra. Lögregla á staðnum segir marga slasaða eftir atvikið. Meira »