Netflix

Netflix og Cannes í hár saman

15.5. Einn framkvæmdastjóra Netflix hefur hvatt kvikmyndahátíðir til að „breytast“ og fagna kvikmyndum óháð því fyrir hvaða miðla þær eru framleiddar. Tilefnið er erjur Netflix og kvikmyndahátíðarinnar í Cannes um dreifingu. Meira »

Íslenska Netflix aðeins 17% af bandaríska

26.2.2016 Úrvalið á íslensku útgáfu Netflix er aðeins um sautján prósent af úrvalinu í bandarísku útgáfunni. Á Íslandi eru alls 957 titlar í boði en í Bandaríkjunum eru þeir 5.750. Meira »

Netflix tilkynnir frumsýningardaga

17.1.2016 Nú þegar Netflix er komið til Íslands er ekki úr vegi að segja frá því að fyrirtækið hefur tilkynnt frumsýningardaga næstu framleiðslulotu úr eigin smiðju. Kevin Spacey snýr aftur sem hinn siðblindi Frank Underwood 4. mars nk. og þá eru dömurnar í appelsínugulu væntanlegar í hús 17. júní. Meira »

Fagna komu Netflix

11.1.2016 „Þetta getur skapað tækifæri fyrir þá sem yngri eru og eru enn að þróa sinn stíl því þarna er kominn annar vettvangur sem gæti verið af hinu góða,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður félags kvikmyndagerðarmanna um efnisveituna vinsælu Netflix. Meira »

Niðurhalsveisla fylgir Netflix

7.1.2016 Áhorf á Netflix eykur mjög notkun gagnamagns. Ágætis viðmið er að áhorf í eina klukkustund kostar eitt gígabæt en áhorf í sama tíma í háskerpu kostar þrjú gígabæt. Þrátt fyrir að Netflix sé komið til Íslands er um erlent niðurhal að ræða. Meira »

Stíga skref í átt að neytandanum

7.1.2016 Með því að bjóða upp á þjónustu sína í flestum löndum heims tekur Netflix þátt í falli svokallaðra stafrænna landamæra. Þó svo að 20 þúsund íslensk heimili hafi þegar aðgang að efnisveitunni í gegnum krókaleiðir er ljóst að fregnir gærdagsins, um að Netflix sé loks fáanlegt á Íslandi, breyta miklu. Meira »

Netflix stefnir á heimsyfirráð

7.1.2016 Efnisveitan Netflix býður nú þjónustu sína í 190 ríkjum heims en í gær var tilkynnt að 130 lönd hefðu bæst við þjónustunet fyrirtækisins. Netflix hóf starfsemi sem DVD-leiga árið 2007 og bauð viðskiptavinum sínum að fá diskana heimsenda í pósti. Meira »

„Boltinn er hjá Netflix“

17.9.2015 „Við höfum sagt að við verðum nánast með útbreiðslu um allan heim í lok ársins 2016 en við höfum ekki gefið neitt upp varðandi Ísland,“ segir upplýsingafulltrúi Netflix aðspurður hvenær von sé á opnun efnisveitunnar hér á landi. Meira »

Netflix tilkynnir opnun á Íslandi

12.8.2015 Á heimasíðu bandarísku streymiþjónustunnar Netflix segir að þjónustan sé væntanleg til Íslands á næstunni. Þjónustan hefur hingað til verið ólögleg á landinu þrátt fyrir að margir Íslendingar séu ákskrifendur í gegnum bandarísku útgáfuna. Meira »

Sony vildi stoppa Netflix á Íslandi

18.4.2015 Stjórnendur Sony Pictures reyndu að þrýsta á Netflix að loka á þjónustu sína á stöðum eins og Íslandi og Ástralíu, þar sem Netflix var ekki í boði löglega. Þetta kemur fram í skjali sem lekið var eftir innbrot til Sony á síðasta ári. Meira »

Byrjar að þýða eigið efni á íslensku

21.4. Þúsundir þýðenda um allan heim hafa tekið próf í þýðingum fyrir Netflix á nokkrum vikum. Nýlega hleypti efnisveitan af stokkunum nýju kerfi sem ætlað er að prófa þýðendur á mismunandi tungumálum og þannig tryggja að fyrirtækið hafi ávallt úr nægum fjölda þýðenda að velja. Meira »

Þriðjungur með Netflix

19.2.2016 Þriðjungur íslenskra heimila er með áskrift að efnisveitunni Netflix samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 33,2%. Meirihlutinn, eða 59,3%, hefur hins vegar ekki slíka áskrift samkvæmt könnuninni. Meira »

Netflix tekur á hjáleiðum

15.1.2016 Ýmsar leiðir hafa verið fyrir notendur Netflix utan Bandaríkjanna að fá aðgang að bandarísku útgáfu efnisveitunnar með hjáleiðum. Fyrirtækið er nú byrjað að loka fyrir þessar hjáleiðir í Ástralíu og fleiri löndum en segir að markmiðið sé að allt efni Netflix verði aðgengilegt um allan heim. Meira »

„Ég er ekkert desperat“

8.1.2016 Fyrir rúmum tveimur árum gerði Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, nokkrar athugasemdir við gagnrýni Ara Edwalds, fyrrum forstjóra sama fyrirtækis, á innkomu Netflix á íslenska markaðinn. Meira »

Verður íslenska Netflix nóg?

7.1.2016 „Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni. Netflix mun með þessu gjörbylta þessum íslenska streymismarkaði,“ segir Sverrir Björg­vins­son, rit­stjóri tækni­bloggs­ins ein­stein.is en þjónusta efnisveitunnar Netflix opnaði á Íslandi í gær. Meira »

Samkeppnin frá Netflix þegar hér

7.1.2016 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur mestu samkeppnina frá Netflix vera þegar komna fram hér á landi þar sem fjölmörg íslensk heimili eru áskrifendur að bandarísku útgáfunni. Formleg koma Netflix til landsins breyti því ekki miklu. Meira »

Netflix komið til Íslands

6.1.2016 Efnisveitan Netflix er nú aðgengileg hér á landi í gegnum íslenskar ip-tölur en fyrirtækið tilkynnti í dag að þjónusta þess yrði nú aðgengileg í 130 löndum til viðbótar við þau 60 sem fyrir voru. Ísland er þar á meðal. Meira »

Barátta efnisveitanna framundan

15.9.2015 Bandaríska efnisveitan Netflix hefur hrist rækilega upp í íslenskum fjölmiðla og fjarskiptamarkaði á undanförnum misserum. SkjárEinn mun setja allt sitt púður í efnisveituþjónustu frá og með næstu mánaðamótum en einnig er búið að boða að íslensk útgáfa af Netflix komi á markaðinn á árinu Meira »

Nú er komið að netsjónvarpinu

18.4.2015 Venjuleg sjónvarpsdagskrá hefur átt frábæru gengi að fagna síðustu 50 árin, en nú er komið að netsjónvarpi og að það mun taka yfir hefðbundið sjónvarp á næstu 20 árum. Þetta segir Reed Hasting, forstjóri Netflix Meira »