Norður-Kórea

Fagna „sigurdegi“ Kóreustríðsins

Í gær, 21:13 64 ár eru í dag frá því að Suður-Kórea og Norður-Kórea sömdu um vopnahlé, 27. júlí, árið 1953. Norður-Kóreubúar hneigðu sig í grenjandi rigningu fyrir framan grafhýsi Kim Il Sung, stofnanda landsins, og sonar hans í dag til að fagna lokum stríðsins. Norður-Kóreumenn kalla daginn „sigurdaginn“. Meira »

Kæla sig í vatnaveröld í Norður-Kóreu

22.7. Fréttir sem berast frá Norður-Kóreu eru flestar á einn veg: Þar ríkir einræðisherra sem tekur upp á furðulegustu hlutum á meðan þjóðir engist um í fáttækt. Meira »

Sindri fór til Norður-Kóreu

18.7. Sindri Antonsson er einn fárra Íslendinga sem hafa heimsótt Norður-Kóreu. Hann pantaði ferðina í gegnum erlenda ferðaskrifstofu, en áskilið er að ferðamenn ferðist saman í hópi með leiðsögumanni sem hefur fengið samþykki yfirvalda. Sindri segir ferðalög bestu leiðina til að útrýma eigin fordómum. Meira »

Bjóða Norður-Kóreu til viðræðna

17.7. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa boðið ráðamönnum Norður-Kóreu til viðræðna um hernaðarmál. Spenna hefur farið stigvaxandi á Kóreuskaganum undanfarnar vikur og mánuði, ekki hvað síst eftir að Norður-Kóreu tókst að skjóta langdrægri eldflaug í tilraunaskyni nú fyrr í mánuðinum. Meira »

Hafa áhyggjur af elgjum, ekki eldflaugum

9.7. Íbúar Alaska hafa í gegnum söguna þurft að þola ýmiss konar ógnir sem að þeim hafa steðjað utan frá. Ríkið varð enda fyrir sprengjuárásum og tvær eyjar þess hernumdar af Japönum í síðari heimsstyrjöldinni. Og í kalda stríðinu var enginn staður Bandaríkjanna nær erkióvininum í Rússlandi. Meira »

N-Kóreuferð líklega blásin af

8.7. Ólíklegt er að hópferð Íslendinga til Norður-Kóreu, sem fyrirhuguð var á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic í apríl næstkomandi, verði farin. Meira »

Beitum hervaldi ef nauðsyn krefur

6.7. Bandaríkin munu beita herafli sínu gegn Norður-Kóreu ef nauðsyn ber til, þetta sagði Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í kjölfar tilraunar Norður-Kóreu með langdræga eldflaug á þriðjudag. Meira »

„Mikil ógnun og ögrun“

5.7. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallar eftir hörðum refsiaðgerðum gegn grönnum sínum í Norður-Kóreu eftir eldflaugaskot þeirra aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Geta borið stóra og þunga kjarnaodda

5.7. Flugskeytið sem Norður-Kórea skaut á loft aðfaranótt þriðjudags, getur borið stóran og þungan kjarnaodd, samkvæmt upplýsingum norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa í dag svarað tilrauninni með umfangsmiklum flugskeytaæfingum í Suður-Kóreu. Meira »

Óska eftir neyðarfundi í Öryggisráðinu

4.7. Bandaríkjamenn óskuðu í dag eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir að Norður-Kórea lýsti því yfir í morgun að ríkið væri orðið kjarnorkuveldi. Meira »

Fullyrða að N-Kórea sé nú kjarnorkuveldi

4.7. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag ríkið sé orðið kjarnorkuveldi, en norður-kóreski herinn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um í nótt sem endaði í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar. Meira »

Þolinmæðin gagnvart N-Kóreu þrotin

1.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreu á þrotum og tími sé kominn fyrir „ákveðin viðbrögð.“ Trump sagði á blaðamannafundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að ríkin stæðu saman andspænis „ófyrirleitinni og grimmilegri“ stjórn og hvatti Norður-Kóreu til að velja „betri leið“ í skyndi. Meira »

„Og nú er lífi hans lokið“

24.6. Breskur ferðafélagi Ottos Warmbier um Norður-Kóreu hefur sagt frá því þegar hann sá vin sinn handtekinn af öryggisvörðum í landinu. Hann sá hann aldrei eftir það. Meira »

Þúsundir fylgdu Warmbier síðustu sporin

22.6. 2.500 manns voru við í jarðarför bandaríska námsmannsins Otto Warmbier í Cincinnati í Ohio ríki Bandaríkjanna í dag. Warmbier komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann var handtekinn á ferðalagi í Norður-Kór­eu og sakaður um að hafa reynt að stela vegg­spjaldi á hót­eli. Var hann dæmd­ur til 15 ára þrælk­un­ar­vinnu. Meira »

Lík Warmbier ekki krufið

21.6. Fjölskylda Otto Warmbier, sem lést eftir að hafa verið haldi í Norður-Kóreu, hefur óskað eftir því að lík hans verði ekki krufið. Meira »

Banna ferðir til N-Kóreu í vikunni

23.7. Nú fer hver að verða síðastur Bandaríkjamanna til að heimsækja Norður-Kóreu, að minnsta kosti í bili, því ríkisstjórn Donalds Trump mun í komandi viku banna ferðalög bandarískra ríkisborgara til einræðisríkisins. Meira »

Óttast hungursneyð í Norður-Kóreu

21.7. Verulegur matvælaskortur blasir nú við íbúum Norður-Kóreu, eftir eina verstu þurrkatíð sem landið hefur orðið fyrir í ein 15 ár. Í yfirlýsingu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er hvatt til matvælainnflutnings til landsins svo börn muni ekki svelta. Meira »

Íhuga frekari viðskiptaþvinganir

17.7. Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að íhuga að setja frekari viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu fyrir að hafa ráðist í tilraunir á langdrægum skotflaugum sem drífa milli heimsálfa. Meira »

Framleiða meira af plútoni

15.7. Nýjar hitamyndir frá kjarnorkuverksmiðju í Norður-Kóreu sýna að ríkið hefur framleitt meira af plútoni við vopnaframleiðslu en áður hefur verið talið. Meira »

Sögð leika sér að eldinum á púðurtunnu

9.7. Stjórnvöld í Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um bardagaæfingu Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem herlið ríkjanna héldu í sameiningu í gær. Saka þau Bandaríkin um að ýta Kóreuskaga út á barm kjarnorkustyrjaldar. Meira »

Minna á hernaðarmáttinn við landamæri N-Kóreu

8.7. Bandarískar herþotur voru við æfingar í Suður-Kóreu í dag og flugu þær skammt frá hlutlausa svæðinu sem liggur við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Æfingarnar eru til að minna á hernaðarmátt S-Kóreu og bandarískra bandamanna þeirra í kjölfar eldflaugaskots norðurkóreskra yfirvalda í vikunni. Meira »

Rússar hafna þvingunum gegn N-Kóreu

5.7. Fulltrúi Rússlands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna segir ríki sitt mótmæla nýjum efnahagsþvingunum gegn Norður-Kóreu. Þá sé ótækt að grípa til hernaðar gegn stjórnvöldum landsins. Meira »

Trump harðorður í garð Kínverja

5.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór ófögrum orðum um Kína á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann benti á aukin viðskipti þeirra við Norður-Kóreu sé sönnun þess að Bandaríkin hafi ekki átt að treysta á Kína til að halda Norður-Kóreu í skefjum. Meira »

Sætta sig ekki við aðgerðir Norður-Kóreu

4.7. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir eldflauga- og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu „nýja ógn við heiminn“. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að ríkið væri orðið kjarnorkuveldi. Meira »

Hvetja Norður-Kóreu til að hætta tilraunum

4.7. Rússar og Kínverjar hafa hvatt Norður-Kóreu til að hætta eldflauga- og kjarnorkutilraunum. Stjórnvöld í Pyongyang til­kynntu í dag að ríkið væri orðið kjarn­orku­veldi. Meira »

Eldflaugaskot frá Norður-Kóreu

4.7. Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu upp eldflaug skammt frá Panghyon flugvellinum í nótt sem endaði í Japanshafi 37 mínútum síðar. Japönsk yfirvöld hafa mótmælt skotinu og segja það sýna að hættan hafi aukist á þessu svæði. Meira »

Hóta fyrrverandi forseta Suður-Kóreu lífláti

28.6. Norður-Kórea hótaði því í dag að beita dauðarefsingu gegn fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, Park Geun-Hye vegna gruns um að ætlunin hafi verið að ráða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, af dögum. Meira »

Segjast ekki hafa pyntað Warmbier

23.6. Norðurkóresk stjórnvöld hafna því að hafa misþyrmt eða pyntað Otto Warmbier, bandaríska námsmanninn sem lét lífið stuttu eftir að honum var sleppt frá Norður-Kóreu, þá í dái. Meira »

Hamslaust lúxuslíf einræðisherrans

21.6. Þegar helsti einræðisherra heims mætir til opinberra viðburða kemur hann á svæðið í svörtum Mercedes Benz og stígur út á rauðan dregil. En hver hefur selt Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, slíka lúxusbifreið þrátt fyrir alþjóðleg viðskiptabönn? Og hvaðan kemur hvíta snekkjan? Meira »

Afburðasnjall og hjartahlýr

20.6. Allir í hópnum skælbrosa. Otto Warmbier, líkt og hinir ferðamennirnir, hendir snjóbolta í átt að myndavélinni. Hópurinn er staddur í Norður-Kóreu og skemmtir sér vel. Næst þegar Otto sást á myndskeiði las hann upp játningu á meintum glæp. Mörgum mánuðum síðar kom hann heim í dái. Hann er nú látinn. Meira »