Norður-Kórea

Heræfingin „olía á eldinn“

20.8. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Bandaríkjamenn séu að hella olíu á eldinn með því að taka þátt í sameiginlegri heræfingu í Suður-Kóreu í næstu viku. Spenna á Kóreuskaga og við Bandaríkin hefur magnast mikið síðustu vikur og mánuði. Meira »

„Stríð verður ekki endurtekið“

15.8. Suður-Kórea mun gera allt sem í valdi landsins stendur til þess að koma í veg fyrir stríð við Norður-Kóreu. Þetta segir forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, og hvetur til friðsamlegra samningaviðræðna umfram refsiaðgerðir. Meira »

Varar við styrjöld komi til árásar

14.8. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, varaði við því í dag að ef Norður-Kórea réðist á bandarískt landssvæði gæti það áður en varði leitt til þess að styrjöld brytist út. Ummælin fólu í sér hvatningu til þess að draga úr spennu í samskiptum ríkjanna samkvæmt frétt AFP. Meira »

Kennir Norður-Kóreu um ástandið

12.8. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kennir Norður-Kóreu um pattstöðuna sem komin er upp á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Hann vill sjá diplómatíska lausn á vandamálinu. Meira »

Stríðsrekstur á Twitter

11.8. Forseti Bandaríkjanna,Donald Trump, sagði í dag að Bandaríkjaher tilbúinn til gagnárásar ef Norður-Kórea hegðar sér óskynsamlega. Meira »

Á heimleið úr þrælkunarbúðum

10.8. Kanadísk­ur prest­ur sem hef­ur setið í fang­elsi í Norður-Kór­eu und­an­far­in ár hef­ur verið lát­inn laus af heilsu­fars­ástæðum og er nú á leið til síns heima samkvæmt fregnum frá fjölskyldu hans. Meira »

Trump „laus við alla skynsemi“

9.8. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé „laus við alla skynsemi“ og að hann hlusti eingöngu ef hann er beittur valdi. Meira »

Hví Gvam?

9.8. Kyrrahafseyjan Gvam er á allra vörum í dag eftir að Norður-Kóreumenn hótuðu að gera þar árás. Eyjaskeggjar eru vanir slíkum hótunum sem hingað til hafa reynst innantómar. En er staðan að breytast og hví er Gvam svona hernaðarlega mikilvæg? Meira »

Látinn laus af heilsufarsástæðum

9.8. Kanadískur prestur sem hefur setið í fangelsi í Norður-Kóreu undanfarin ár hefur verið látinn laus af heilsufarsástæðum.   Meira »

Hóta eldflaugaárásum á Guam

8.8. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast vera að íhuga að varpa eldflaugum sínum skammt frá herstöð Bandaríkjanna á eyjunni Guam í Kyrrahafi. Hótunin barst nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því svara Norður-Kóreu með „eldi og brennisteini“ vegna eldflaugatilrauna þeirra. Meira »

Fordæma ákvörðun öryggisráðsins

7.8. Yfirvöld í Norður-Kóreu fordæma nýja samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem á laugardag samþykkti hertar viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna ríkisins. Meira »

Segir Kim „þybbinn kjána“

3.8. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir Kim Jong-un vera „þybbinn“ kjána og „tíkarson“. Þessi orð lét forsetinn falla nokkrum dögum áður en fram fer í landi hans leiðtogafundur þar sem ljóst þykir að kjarnavopnaáætlun einræðisherra Norður-Kóreu verður rædd. Meira »

Tími til umræðna um Norður-Kóreu er „búinn“

31.7. Tími til umræðna um Norður-Kóreu er „búinn“ segja bandarísk yfirvöld í kjölfar þess að stjórnvöld í Pjongjang fögnuðu annarri tilraun sinni með langdræga eldflaug á föstudag. Meira »

Bandaríkjamenn prófa eldflaugavarnirnar

30.7. Prófun bandarískra yfirvalda á eldflaugavarnakerfinu THAAD gekk giftusamlega í dag. Fulltrúar bandaríska hersins sögðu vonast til að setja upp kerfið á Kóreuskaganum. Viðbrögð þessi koma á hæla tilraunaskots Norður-Kóreu. Meira »

Getur mögulega náð til New York

29.7. Sérfræðingar segja eldflaugaskotið sem stjórnvöld í Norður-Kóreu framkvæmdu í gær sýna að ríkið búi mögulega yfir getu til að ógna stórborgum í Bandaríkjunum. Flaugin var á lofti í um 47 minútur og fór næstum 1.000 km. Meira »

Ekkert stríð á Kóreuskaga

17.8. Það verður ekkert stríð háð á Kóreuskaga. Þetta sagði Moon Jae-In, forseti Suður-Kóreu, í ávarpi í suðurkóreska sjónvarpinu. Sagði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa fullvissað sig um að Bandaríkjamenn myndu ráðfæra sig við þá áður en gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn Norður-Kóreu. Meira »

Kim bíður átekta

15.8. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur farið yfir áætlanir um eldflaugaskot sem beint yrði að yfirráðasvæði Bandaríkjanna á Kyrrahafi, eyjunni Gvam, en vill bíða með aðgerðir þangað til ljóst sé hvað Bandaríkin ætla sér. Meira »

„Yfirþyrmandi einsemd“ í N-Kóreu

13.8. Kanadískur prestur sem nýlega var sleppt lausum úr haldi Norður-Kóreumanna upplifði „yfirþyrmandi einsemd“ við erfiðar aðstæður á meðan hann var í fangabúðum í tvö og hálft ár. Meira »

Trump valdi ekki aukinni spennu

12.8. Xi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt Donald Trump Bandaríkjaforseta til að komast hjá „orðum og aðgerðum“ sem geta valdið aukinni spennu í málefnum Norður-Kóreu. Meira »

Tók ekki nógu sterkt til orða

10.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hugsanlega hafi hann ekki tekið nógu sterkt til orða þegar hann talaði um að svara hótunum Norður-Kóreu með eldi og brennisteini. Meira »

Íbúar Gvam við öllu búnir

10.8. Ríkisstjóri Gvam segir að eyjan sé vel undir það búin að mæta árásum Norður-Kóreu. Segir hann að þar megi þakka uppbyggingu innviða ríkis sem hefur staðist jarðskjálfta og fellibyli. Ummælin lét hann falla eftir að yfirvöld í Pjongjang lýstu því nákævmlega hvernig árás á eyjuna yrði háttað. Meira »

Vara við hruni í Norður-Kóreu

9.8. Bandaríkin hafa varað stjórnvöld í Norður-Kóreu við því að haldi þau áfram að þróa kjarnorkuvopn muni það leiða til þess að stjórn leiðtogans Kim Jong-un muni hrynja. Meira »

Íbúar Kyrrahafseyju ókyrrast

9.8. Kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna er öflugra en nokkru sinni, skrifaði Donald Trump á Twitter í morgun. Hótanir milli hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, halda áfram að magnast. Meira »

Íbúar Guam halda ró sinni

9.8. Ríkisstjóri Guam, Eddie Calvo, hvetur fólk til þess að halda ró sinni og lagði lítið upp úr hótunum Norður-Kóreu um að gera árás á Kyrrahafseyjuna, sem er undir yfirráðum Bandaríkjanna. Meira »

Svara með „eldi og ofsabræði“

8.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ef stjórnvöld í Norður-Kóreu halda áfram að hóta Bandaríkjunum verði þeim svarað með „eldi og ofsabræði“. Meira »

Einróma samþykkt í öryggisráðinu

5.8. Fulltrúar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna samþykktu einróma hertar refsiaðgerðir gagnvar Norður-Kóreu í dag. Meðal annars var samþykkt bann við kaupum á vörum frá N-Kóreu sem þýðir eins milljarðs Bandaríkjadala tekjusamdrátt fyrir ríkið. Meira »

„Við erum ekki óvinir ykkar“

1.8. Bandaríkjastjórn leitast ekki eftir því að ný stjórn taki við völdum í Norður-Kóreu. Þetta segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kjölfar aukinnar spennu vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna að undanförnu. Meira »

Tilgangslaust að kalla öryggisráðið saman

31.7. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að kalla eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til að ræða nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja ástæðuna vera þá að fundurinn muni ekki leiða til neinnar markverðar niðurstöðu. Meira »

Segir Kínverja „EKKERT“ hafa gert

30.7. Donald Trump virðist hafa súrnað í afstöðu sinni til Kína og sakar ráðamenn þar í landi um að gera „EKKERT“ til að hjálpa með Norður-Kóreu. Twitter var að sjálfsögðu sá vettvangur sem Bandaríkjaforseti valdi til að koma skoðun sinni á framfæri og sagði hann Kína hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Meira »

Trump: Eykur á einangrun Norður-Kóreu

28.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í dag stjórnvöld í Norður-Kóreu við áframhaldandi flugskeytatilraunum. Sagði Trump skot langdrægrar eldflaugar, sem Norður-Kóreumenn sendu á loft í dag, vera „ófyrirleitna og hættulega“ aðgerð sem muni „auka einangrun“ landsins enn frekar. Meira »