Norður-Kórea

Telur refsiaðgerðir hafa áhrif

Í gær, 21:18 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að refsiaðgerðir, sem beitt sé gegn Norður-Kóreu, hafi áhrif á stjórn Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Meira »

Trump hvetur Xi til dáða

9.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvetur leiðtoga Kína, Xi Jinping, til þess að leggja sig allan fram og bregðast hratt við til þess að hægt verði að leysa kjarnorkudeiluna við Norður-Kóreu. Meira »

Trump vill N-Kóreu að samningaborðinu

7.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur nú ráðamenn Norður-Kóreu að koma að samningaborðinu og að taka upp viðræður um að gefa kjarnavopnatilraunir sínar upp á bátinn. Meira »

Skilaboð send fyrir kurteisissakir

2.11. Xi Jinping forseti Kína hefur sent einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skilaboð „fyrir kurteisissakir“. Þetta eru fyrstu opinberu skilaboðin sem farið hafa á milli þeirra tveggja í meira en ár. Meira »

Kim heimsótti snyrtivöruverksmiðju

30.10. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, heimsótti snyrtivöruverksmiðju í höfuðborginni Pyongyang ásamt eiginkonu sinni og systur. Ríkisfjölmiðlar í landinu hafa birt myndir úr heimsókninni. Þær eru ekki dagsettar svo ekki er vitað hvenær hún fór fram. Meira »

Ætlar að halda aftur af N-Kóreu

23.10. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur heitið því að starfa með Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi við að halda aftur af kjarnorkuógn Norður-Kóreu með „sterkum og einbeittum diplómatískum leiðum“ eftir að hafa sigrað örugglega í þingkosningum í landinu. Meira »

Kjarnorkuáætlunin ekki á samningaborðinu

20.10. Einn diplómata Norður-Kóreu segir það ekki á samningaborðinu að Norður-Kórea hætti við kjarnorkuáætlun sína og að Bandaríkin þurfi að venja sig við það lifa í sátt og samlyndi við kjarnorkuvædda Norður Kóreu. Sagði Choe Son-hui að þetta væri „eina leiðin til að tryggja varanlegan frið á Kóreuskaga“. Meira »

Tillerson hvetur til diplómatískra leiða

15.10. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, leysi ágreining ríkisins við Norður-Kóreu með diplómatískum leiðum. Meira »

Trump á hlutlausa svæðið

10.10. Talið er að Donald Trump, bandaríkjaforseti, gæti heimsótt hlutlausa svæðið á milli Norður- og Suður-Kóreu þegar hann fer í opinbera heimsókn til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Búist er við að Trump sendi Norður-Kóreumönnum sterk skilaboð í heimsókninni. Meira »

Fundu leifar af taugagasinu í fatnaðinum

9.10. Leifar af taugagasinu sem notað var til að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hafa fundist á fatnaði tveggja kvenna sem sakaðar eru um að hafa myrt hann. AFP-fréttastofan segir réttarhöldin yfir konunum hafa í dag verið flutt yfir í rannsóknarstofuna þar sem klæðnaður kvennanna var rannsakaður. Meira »

Svartur blettur á myndinni

8.10. Norður-Kórea hefur náð undraverðum árangri í framleiðslu á vopnum í valdatíð Kim Jong-Un en á sama tíma situr þjóðin eftir í skugganum - bókstaflegri merkingu. Meira »

Neita að hafa myrt Kim

2.10. Tvær konur, sem eru ákærðar fyrir morðið á hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-nam, neituðu sök við réttarhöldin í Malasíu í dag. Meira »

Kanna möguleikann á viðræðum við N-Kóreu

30.9. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru í „beinum tengslum“ við ráðamenn í Norður-Kóreu að því er BBC hefur eftir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sagði Tillerson bandarísk stjórnvöld vera að „þreifa fyrir sér“ með möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreu. Meira »

Norðurkóreskum fyrirtækjum gert að loka í Kína

28.9. Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað norðurkóreskum fyrirtækjum sem starfa í Kína að hætta allri starfsemi vegna refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt gegn yfirvöldum í Norður-Kóreu. Meira »

Spangólaði og gaf frá sér óskiljanleg hljóð

26.9. Foreldrar Otto Warmbier, bandaríska námsmannsins sem lést skömmu eftir að hafa verið sleppt úr fangabúðum í Norður-Kóreu, sögðu að Otto hefði „spangólað og starað tómlega fram fyrir sig“ þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna með sjúkraflugi frá Norður-Kóreu. Meira »

Fundu óvenjumikið magn af sníkjudýrum

17.11. Liðhlaupi úr norðurkóreska hernum, sem var skotinn af liðsfélögum sínum er hann flúði yfir landamærin til Suður-Kóreu er með óvenjumikið magn sníkjudýra í innyflum sínum að sögn lækna. Meira »

„Ekki ögra okkur“

8.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði forseta Norður-Kóreu, Kim Jong-un, beint þegar hann ávarpaði þing Suður-Kóreu í dag. „Ekki vanmeta okkur. Ekki ögra okkur,“ sagði Trump. Meira »

Bandarísk hergögn veiti Japönum öryggi

6.11. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Japan geta skotið eldflaugar Norður-Kóreu „niður af himnum“ með hergögnum keyptum frá Bandaríkjunum. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, segir stjórnvöld ríkisins geta stöðvað för eldflauga „ef þörf þykir“. Meira »

Vatíkanið fundar um kjarnorkuvopn

30.10. Vatíkanið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um kjarnorkuvopn 10. og 11. nóvember. Undanfarið hefur spennan milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu farið vaxandi þar sem hið síðarnefnda hefur verið undir þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Meira »

Grunaðir morðingjar leiddir um flugstöð

24.10. Farið var með konurnar tvær sem eru ákærðar fyrir að hafa myrt hálfbróður Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, á flugstöðina í Malasíu þar sem eitrað var fyrir hann. Meira »

„Algjörlega tilbúin“ að bregðast við

22.10. Bandaríkin eru „algjörlega tilbúin“ að bregðast við hótunum yfirvalda í Norður-Kóreu. „Við erum svo tilbúin að þú trúir því ekki,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í viðtali í þættinum Sunday Morning Futures sem sýndur var í morgun á Fox-sjónvarpsstöðinni. Meira »

Óásættanlegt fyrir Bandaríkin að hörfa

19.10. Bandaríkin ættu að líta svo á að stjórn Norður-Kóreu sé „við það“ að framleiða kjarnorkusprengju sem getur náð til Bandaríkjanna. Þau eiga því að gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir þetta,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Mike Pompeo, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Meira »

Trump „bar eld að sprengiþræði stríðs“

12.10. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, „bar eld að sprengiþræði stríðs“ með ögrandi ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Þetta sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, í samtali við rússnesku fréttastofuna TASS. Meira »

Stálu hernaðarskjölum frá S-Kóreu

10.10. Norðurkóreskir tölvuhakkarar hafa stolið hundruðum leynilegra hernaðarskjala frá Suður-Kóreu, þar á meðal nákvæmum aðgerðaráætlunum á stríðstímum sem voru unnin í samstarfi við Bandaríkin. Meira »

Systir Kim Jong-un fær stöðuhækkun

8.10. Kim Yo-jong, yngsta dóttir Kim Jong-il fyrrverandi leiðtoga Norður Kóreu, hefur tekið við af frænku sinni sem meðlimur æðstu valdastofnunar Norður Kóreu. Meira »

Trump segir að aðeins eitt muni virka

7.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að aðeins eitt muni virka í samskiptunum við Norður Kóreu. Í nýlegri Twitter-færslu sinni segir hann forseta Bandaríkjanna hafa átt í viðræðum við Norður Kóreu í 25 ár þar sem samningar hafi verið gerðir og miklum fjármunum verið eytt. Meira »

Tímasóun að semja við „eldflaugamanninn“

1.10. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það væri tímasóun að reyna að semja við Norður-Kóreu. Löndin hafa átt í deilu en stjórnvöld í Washington eru óánægð með flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Meira »

Trump er gamall brjálæðingur

28.9. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að notfæra sér dauða námsmannsins Otto Warmbier. Þeir lýstu forsetanum sem „gömlum brjálæðingi“. Meira »

„Hvað gæti farið úrskeiðis?“

27.9. Snjóbrettakappinn Nate Holland hefur engar áhyggjur af spennunni á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í aðdraganda vetrarólympíuleikanna sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar á næsta ári. Meira »

Tillerson fundar um N-Kóreu í Kína

26.9. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun ferðast til Kína síðar í vikunni. Tilgangur ferðarinnar er að reyna að ræða við kínverska ráðamenn um hvernig megi minnka kjarnavopnahættuna sem stafar af Norður-Kóreu. Meira »