Nýtt greiðsluþátttökukerfi

Ábendingar varðandi nýtt greiðsluþátttökukerfi

17.6. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á nýtt greiðsluþáttökukerfi sem tók gildi 1. maí. Heilsu­hag­fræðing­ur sagði í samtali við mbl.is í gær, að það gæti ekki verið tilgangurinn með nýju kerfi að fleiri fresti lækn­is­heim­sókn­um. Í tengslum við þá frétt vill velferðarráðuneytið koma nokkrum ábendingum á framfæri. Meira »

Ekki til nógu margir heilsugæslulæknar

15.6. Ekki fást læknar til að manna afleysingar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu meðan á sumarleyfum stendur. Ástæðan er sú að það eru einfaldlega ekki til heilsugæslulæknar til að manna þessar stöður. Þetta segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hægt að fara út í aðgerð

13.5. Íslendingar geta valið að fara til læknis í öðru landi þrátt fyrir að sambærileg meðferð standi til boða á Íslandi. Þetta geta þeir á grundvelli svokallaðrar landamæratilskipunar Evrópusambandsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, sem tók gildi 1. júní í fyrra. Meira »

Upphafið af því að lækka enn frekar

5.5. Það skref sem var stigið með nýju greiðsluþátttökukerfi sem tók gildi 1. maí felur í sér greiðslujöfnun í grunninn. Samkvæmt þverpólitískri ákvörðun á að lækka greiðsluþátttöku viðkvæmustu hópanna eins og aldraðra, barnafjölskyldna og öryrkja. Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

„Fólki finnst þungu fargi af sér létt“

3.5. Þegar hafa borist fréttir af fólki sem nýtur góðs af breytingunni á greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem tók gildi 1. maí sl. Þetta sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, í umræðu um greiðsluþátttöku sjúklinga á Alþingi nú í dag. Meira »

Fé aukið til lyfjakaupa

3.5. Heilbrigðisráðherra í samstarfi við fjármálaráðherra undirbýr fjármögnun á nýjum dýrum lyfjum. Ákvörðun verður tekin um innleiðingu þeirra á næstunni. Þetta kom fram í máli Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í sérstakri umræðu um lyfjaneyslu Íslendinga á Alþingi. Meira »

Hörð gagnrýni lækna

29.4. Formenn Félags barnalækna og Læknafélags Reykjavíkur gagnrýna harðlega nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu og nýtt tilvísanakerfi fyrir börn til sérfræðilækna í samtölum í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Vill einnig minni lyfjakostnað

12.4. „Þetta mun að sjálfsögðu skipta máli því maður þarf að borga minna. Þetta er mjög jákvætt skref í rétta átt en málið er að lyfjakostnaður getur verið ofboðslega hár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu. Meira »

Borga mest 24.600 á mánuði

10.4. Þann 1. maí næstkomandi tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með því er að lækka útgjöld þeirra einstaklinga sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og hafa greitt háar fjárhæðir fyrir þá þjónustu. Hámarksgreiðslan á mánuði verður almennt 24.600 krónur. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

30.3. „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu og vita að þetta hefur viðgengist hjá þjóð sem ætti að vera rík,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra á Facebook-síðu sinni í kvöld vegna sögu Ástrósar Rutar Sigurðardóttur og Bjarka Más Sigvaldsonar. Meira »

Hafa ekki efni á tannlækningum

24.3. Stór hluti fólks, sem orðið er 67 ára eða eldra, veigrar sér við því að leita til tannlæknis vegna kostnaðar og einungis um helmingur fólks á þessum aldri fór til tannlæknis í fyrra. Endurgreiðslur Sjúkratrygginga Íslands miðast við úrelta gjaldskrá. Meira »

Furðar sig á 70.000 kostnaðarþaki

9.3. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis vegna orða heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku varðandi fyrirkomulag á greiðsluþátttöku sjúklinga. Þar sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra að stefnt væri að því að þakið á kostnað sjúklinga á ári yrði 70.000 krónur. Meira »

Fresta innleiðingu á greiðsluþátttökukerfi

7.1. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Meira »

Þakið við 70 þúsund kr. á ári

8.12. Þak er sett á kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu, samkvæmt drögum að reglugerð sem velferðarráðuneytið hefur birt.  Meira »

Konan á kassa í Bónus hefur ekki val

16.6. „Ég óttast það að fleiri fresti læknisheimsóknum og þá er kerfið að vinna gegn þeim sem það er ætlað að vinna fyrir. Allt snýr þetta að þessu háa greiðsluþaki. Það getur ekki verið tilgangur með nýju greiðsluþátttökukerfi að fleiri fresti læknisheimsóknum.“ Meira »

Margar milljónir fyrir mjaðmarliði

16.5. Þeir sjúklingar sem velja að fara í aðgerðir erlendis frekar en hér heima ákveða sjálfir hvaða sjúkrastofnun þeir fara á með því skilyrði Sjúkratrygginga Íslands að um viðurkennda stofnun sé að ræða og meðferðin sem sótt er um sé meðferð sem almannatryggingar í því landi sem um ræðir greiði fyrir. Meira »

Greiddu 114 þúsund krónur að meðaltali

12.5. Kostnaðarþátttaka hvers sjúklings við meðferð sína nam rúmlega 114.000 krónum að meðaltali á síðasta ári, ef skoðaðir eru eingöngu þeir einstaklingar sem þurftu að greiða meira en 80 þúsund krónur. Kostnaður vegna lyfjakaupa er þá ekki meðtalinn. Meira »

Kostnaðaraukningin sláandi

3.5. Kostnaðaraukning sem verður á lyfjum, tannlækningum, sálfræðiþjónustu og hjálpartækjum með breytingunum sem urðu á kostnaðarþátttöku sjúklinga núna 1. maí sl. er sláandi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í umræðu um greiðsluþátttöku sjúklinga á Alþingi nú í dag. Meira »

Vill sameina lyfja- og heilbrigðiskostnað

3.5. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er þeirrar skoðunar að sameina eigi lyfja- og heilbrigðiskostnað undir sama þaki. Hann telur þó ekki eiga að taka ákvörðunu um það hvernig verja eigi hærri greiðslum til málaflokksins fyrr en reynsla er komin á greiðsluþátttökukerfið sem tók gildi 1. maí sl. Meira »

Óttast að fleiri fresti læknisheimsóknum

3.5. ASÍ lýsir yfir miklum áhyggjum vegna aukins kostnaðar fólks við að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Samtökin óttast að fleiri muni fresta læknisheimsóknum vegna nýs greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu, sem tók gildi 1. maí. Meira »

Alvarleg aðför að velferðarkerfinu

19.4. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem felur að mati stjórnarinnar í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. Meira »

Niðurgreiðslur aukast um 1,5 milljarð

11.4. Niðurgreiðslur hins opinbera vegna nýs greiðsluþátttökukerfis í heilbrigðisþjónustu aukast um 1,5 milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Fátæktargildra að veikjast á Íslandi

31.3. „Þetta lýsir því hvernig þjóðin er. Hvað við erum ótrúlega samhuga og stöndum saman þegar virkilega á reynir. En það er ekki ríkisstjórnin sem er að hjálpa okkur, heldur þessi samhugur í fólki sem gefur manni sérstakan kraft.“ Meira »

Karlar greiða 33% minna

27.3. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vakti þingmaður Viðreisnar athygli heilbrigðisráðherra á því að svo virðist sem að svokallaður bleikur skattur kunni að leynast í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Óásættanleg kostnaðaraukning

10.3. ASÍ kallar eftir því að staðið verði við fyrirheit um 50.000 króna greiðsluþak á heilbrigðiskostnað eins og lagt var upp með. Meira »

Minnki kostnaðarþátttöku sjúklinga

2.3. Mikilvægt er að taka á ójafnræði í kostnaðarþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu, eftir því hvaða meðferð þeir þurfa. Þetta sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi í dag. Meira »

Eykur álag á heilsugæslu og bráðamóttöku

16.12. Komum barna á heilsugæslustöðvar mun fjölga um 109.000 á næsta ári, þegar ný reglugerð sem kveður á um að heimilislæknar eigi að sjá um að vísa börnum áfram til barnalækna tekur gildi. Gjaldið fyrir þá foreldra sem leita milliliðalaust eftir þjónustu barnalæknis rúmlega fimmfaldast. Meira »