Réttindabarátta hinsegin fólks

Tony Abbott skallaður af „já-sinna“

í gær Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, var skallaður í Hobart í Tasmaníu í dag, þar sem hann átti hádegisverðarfund með andstæðingum lögleiðingar hjónabanda hinsegin fólks. Meira »

Skutu LGBT-baráttumanneskju til bana

18.9. Lögregla í Georgíuríki skaut til bana unga baráttumanneskju fyrir réttindum LGBT-fólks á laugardagskvöldið. Manneskjan var vopnuð og neitaði að leggja frá sér hníf sem hún var með þegar lögregla kom á vettvang. Meira »

Fá alþjóðlega vernd í Kanada

2.9. Stjórnvöld í Kanada hafa veitt 31 manni frá Tsjet­sjen­íu hæli en mennirnir eru annað hvort samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Meira »

„Málið er ekki dautt heldur sofandi“

16.8. Réttindasinnar í Texas í Bandaríkjunum fögnuðu í dag þess efnis að frumvarp sem hefði takmarkað aðgengi trans einstaklinga að almennings salernum hefur verið fellt niður. Þó er talið að málið sé ekki dautt enn. Meira »

„Allt við hana eins og það ætti að vera“

8.8. „Við vorum öll að gera þetta í fyrsta sinn, við vorum öll að prófa okkur áfram en saman gátum við gert þetta eins gott og hægt var,“ segir kennari við Vatnsendaskóla um vegferð sem hófst þegar nemandi hennar fór í gegnum kynleiðréttingarferli. Hún segir fræðslu af skornum skammti. Meira »

Samkynhneigð enn ólögleg í 72 ríkjum

27.7. Sambönd tveggja karlmanna eru enn ólögleg í 72 ríkjum heims og sambönd tveggja kvenna í 45 ríkjum. Í átta löndum liggur dauðarefsing við samkynhneigð og í fjölda landa eiga samkynhneigðir yfir höfði sér fangelsisdóm vegna „samkynhneigðra gjörninga.“ Meira »

Gleði og gagnkynhneigð guðfræði

1.7. Hinsegin hátíðin Oslo Pride náði hámarki sínu í dag með gleðigöngu um miðborg Óslóar sem gert er ráð fyrir að 35.000 manns hafi tekið þátt í. Reiknað er með að allt að 250.000 hátíðargestir leggi leið sína til Karls Jóhannsgötu og næsta nágrennis til þess að fagna fjölbreytileikanum. Meira »

Transfólk ekki í herinn strax

1.7. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að fresta gildistöku ákvörðunar sem ríkisstjórn Obama tók á sínum tíma um að leyfa transfólki að ganga í herinn í sex mánuði. Meira »

Gleði og fjölbreytileiki í New York

25.6. Tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngunni í New York í dag og fögnuðu fjölbreytileikanum. Gengið var frá miðbæ Manhattan að Greenwich-hverfinu, þar sem réttindabarátta samkynhneigðra í Bandaríkjunum hófst árið 1969 í kjölfar hinna svokölluðu Stonewall-uppþota. Meira »

Ástralskt par sækir um hæli hér

21.6. Tvær ástralskar konur hafa sótt um hæli á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segja þær að afstaða Ástrala í garð samkynhneigðra ógni lífi þeirra. Meira »

Hýddir fyrir samkynhneigð

23.5. Tveir Indónesar voru hýddir opinberlega í morgun fyrir að stunda kynlíf saman. Fjölmargir fylgdust með refsingunni og fögnuðu ofbeldinu gagnvart mönnunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari refsingu er beitt fyrir samkynhneigð í landinu en hatur í garð LGBT fólks hefur verið að aukast í hluta landsins. Meira »

Ísland að dragast aftur úr hvað varðar réttindi hinsegin fólks

17.5. Ísland uppfyllir eingöngu 47% skilyrða Regnbogakorts baráttusamtakanna ILGA-Europe, samanborið við 59% árið 2016. Kortið gefur til kynna stöðu ríkja hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Meira »

Verður sýnd óklippt í Malasíu

21.3. Disney-myndin Beauty and the Beast verður sýnd óklippt í Malasíu. Mikil umræða skapaðist um myndina í landinu en í henni má finna „samkynhneigt augnablik“ eins og það hefur verið orðað. Meira »

Segja stjórnvöld brjóta á transfólki

23.2. Aðgerðarsinnar, foreldrar og transnemendur hafa heitið því að berjast gegn ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna salernismála. Þeir segja ákvörðunina vera mannréttindabrot. Meira »

Höfnuðu biskupaskýrslu um samkynhneigð

16.2. Enska biskupakirkjan stendur enn á krossgötum eftir að prestastefna sem nú stendur yfir hafnaði skýrslu biskupa kirkjunnar um afstöðu hennar til samkynja hjónabanda. Kirkjan er þverklofin í málinu en atkvæði féllu þannig að 100 sögðu nei við skýrslunni en 93 já. Meira »

Dómari heimilar lækningu við samkynhneigð

í fyrradag Úrskurður brasilísks dómstóls sem samþykkti „lækningu“ fyrir samkynhneigða hefur vakið mikla reiði hjá aðgerðarsinnum, jafnt sem þekktum einstaklingum í landinu. Sálfræðingurinn Rozangela Justino hefur sagt samkynhneigð vera „sjúkdóm“. Meira »

Má neita að baka „hinsegin“ tertur?

5.9. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í haust taka fyrir mál kökuskreytingarmeistara sem dómstóll í Colorado bannaði að mismuna gegn samkynhneigðum pörum með því að neita að skreyta fyrir þau brúðkaupstertur. Meira »

Hart tekist á um jafnrétti til hjónabands

21.8. Einn helsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu varar starfsmenn hennar við afleiðingunum ef þeir snúi baki við hefðbundnum gildum kaþólsku kirkjunnar um að hjónaband sé staðfesting á sambandi karls og konu. Ekki fólks af sama kyni. Meira »

„Samfélagið ætti að samþykkja okkur“

8.8. Fjöldi fólks tók þátt í gleðigöngu í Katmandú, höfuðborg Nepals, í dag og krafðist jafnréttis fyrir alla og vottaði meðlimum LGBTI samfélagsins sem látist hafa á árinu virðingu. Meira »

40 handteknir fyrir samkynhneigð

31.7. Yfir 40 karlmenn voru handteknir í Nígeríu um helgina fyrir samkynhneigð að sögn lögreglu í landinu. Mennirnir munu í framhaldinu þurfa að mæta fyrir dómstóla vegna kynhneigðar sinnar. Meira »

Transfólk of mikil byrði fyrir herinn

26.7. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur komist að þeirri niðurstöðu að transfólk eigi ekkert erindi í bandaríska herinn, sem verður að einbeita sér að „afgerandi sigri“ og má ekki við þeirri fjárhagslegu byrði og truflun sem af transfólki myndi hljótast. Meira »

Útlendingar bannaðir á réttindasamkomu

1.7. Þúsundir Singapúra klæddu sig upp í bleikt og komu saman í almenningsgarði í dag til að fagna fjölbreytileikanum. Viðbúnaður lögreglu var mikill á staðnum en yfirvöld bönnuðu útlendingum þátttöku. Meira »

Merkel mildast í afstöðu sinni

26.6. Angela Merkel Þýskalandskanslari virðist hafa mildast í afstöðu sinni til hjónabands samkynja para en eftir að hafa margsinnis ítrekað andstöðu sína segir hún nú að þingmönnum Kristilega demókrataflokksins sé frjálst að haga atkvæðum sínum um málið eftir eigin samvisku. Meira »

Banna Pride-göngu í Istanbúl

24.6. Tyrknesk yfirvöld hafa bannað árlega Gay Pride-göngu í Istanbúl, sem átti að fara fram á morgun, vegna öryggisráðstafana.   Meira »

Fordæma rússnesku áróðurslögin

20.6. Rússnesk áróðurslög gegn samkynhneigðum mismuna fólki og hvetja til andúðar gagnvart samkynhneigðum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Endurheimti lífsgleðina

21.5. Mánuðum saman var sama setningin endurtekin á heimili Lemay-fjölskyldunnar. Eitt ungra barna Mimi og Joe Lemay, sem var farið að sýna einkenni þunglyndis, tautaði í sífellu sömu orðin: „Þetta eru mistök; ég er ekki stelpa, ég er strákur.“ Að lokum sannfærðist fjölskyldan um að Mia væri Jacob. Meira »

Neitaði að sjá um útför samkynhneigðs karlmanns

3.5. Samkynhneigður karlmaður hefur höfðað mál gegn útfararstofu í Mississippi sem hann segir að hafi neitað að brenna lík eiginmannsins þar sem stofan „skipti ekki fólk af þeirra tagi.“ Meira »

Transréttindamál aftur til undirréttar

6.3. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað máli er varðar réttindi transfólks aftur til undirdómstóls í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Donald Trump að fella úr gildi viðmiðunarreglur um baðherbergisnotkun transfólks í skólum á vegum ríkisins. Meira »

Ógildir tilmæli um transfólk

23.2. Hvíta húsið hefur tekið úr gildi sérstök tilmæli, sem sett voru af hálfu forsetaembættisins í tíð Baracks Obama, um að almenningsskólum væri skylt að leyfa trans-nemendum sínum að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem þeir kenna sig við. Meira »

Dæmi um að fólk fari aftur í skápinn

11.2. „Ég held við höfum kannski aðeins orðið værukær; við erum svo vön að tala um okkur sem Ísland best í heimi,“ segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastýra samtakanna '78. Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Meira »