Uppreist æru

Ekkert sem bendir til lögbrots

6.10. Guardian hefur ekki séð nein gögn sem benda til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi brotið lög með sölu á bréfum sínum í Sjóði 9. Bjarni seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans. Meira »

Óskar eftir gögnum um uppreist æru

25.9. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur sent upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum er varða málsmeðferð uppreistar æru í víðum skilningi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

22.9. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

21.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

21.9. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

19.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

19.9. „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

19.9. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Lög um uppreist æru óbreytt í 77 ár

19.9. Það er ekki skilyrði samkvæmt lögum að umsögn um góða hegðun fylgi umsóknum um uppreist æru, að sögn dómsmálaráðherra. Lögin um uppreist æru hafa verið óbreytt í 77 ár en ný lög eru nú í smíðum. Meira »

Uppreist æra í 10 kynferðisbrotamálum

18.9. Í tíu skipti sem veitt hefur verið uppreist æra frá árinu 1995 var það vegna kynferðisbrota, þar af í fjögur skipti vegna barnaníðs. Nokkur málanna hafa þegar vakið athygli og er eitt þeirra sagt málið sem felldi ríkisstjórnina. Elsti dómurinn sem tengist kynferðisbroti er frá 1978. Meira »

Bjarni sendir boltann til kjósenda

18.9. „Við munum rjúfa þing 28. október og senda boltann þannig til kjósenda. Ég hef frá því að þessar aðstæður sköpuðust lagt áherslu á það að bregðast hratt við, leggja áherslu á að koma aftur skipulagi á hlutina,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra eftir fund sinn með forseta Íslands. Meira »

Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin

18.9. Öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar er frjálst að kynna sér efni trúnaðarskjala vegna ákvörðunar um uppreist æru, þ.m.t. forsætisráðherra. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Gögn aftur til 1995 afhent

17.9. Dómsmálaráðuneytið hefur afhent fréttamönnum, sem eftir því höfðu óskað á grundvelli upplýsingalaga, gögn sem tengjast umsóknum um uppreist æru sem borist hafa ráðuneytum dómsmála frá árinu 1995. Málin varða samtals 27 einstaklinga. Meira »

Meðmælin veitt vegna starfsumsóknar

17.9. „Meðmælabréfið til handa Hjalta Sigurjóni Haukssyni hafði ekkert með umsókn um uppreist æru að gera heldur var um að ræða meðmæli í vinnu þar sem staðfest var að Hjalti hefði starfað hjá okkur og ég gæti mælt með honum sem bílstjóra,“ segir Haraldur Þór Teitsson í yfirlýsingu en meðmælabréf frá honum fylgdi umsókn Hjalta um uppreist æru. Meira »

Takmarkanir gildi ekki gagnvart ráðherrum

17.9. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bendir á það í nýrri færslu á heimasíðu sinni að öll skjöl sem fari fyrir forseta Íslands til undirritunar, þar á meðal umsóknir um uppreist æru, séu afgreidd á ríkisstjórnarfundi. Þannig sé upplýsingum um uppreist æru miðlað til allra ráðherra. Meira »

Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna

2.10. Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegðun og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

23.9. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

21.9. Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

21.9. Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

19.9. „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

19.9. „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

19.9. Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

19.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Uppreist æra ekki alltaf nauðsynleg

18.9. Í gögnum sem fjölmiðlum voru afhent í gær sést að þó nokkrir hafa sótt um uppreist æru með það í huga að það auðveldi þeim að að sækja um störf eða halda starfi sínu. Þessu er þó ekki alltaf að skipta og vekur það upp spurningar hvort viðkomandi sé að sækja um uppreist æru án þess að nauðsyn sé til. Meira »

32 einstaklingar á 21 árs tímabili

18.9. Á 21 árs tímabili, frá 1995 til 2016 fengu 32 einstaklingar veitta uppreist æru. Allir eru þeir karlmenn og voru þyngstu dómarnir upp á 16 ár fyrir manndráp. Þá höfðu tíu þeirra hlotið dóma fyrir kynferðisbrot, meðal annars fjórir fyrir barnaníð. Meira »

„Kannast ekki við þá umsögn“

18.9. Sveinn Eyjólfur Matthíasson, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Kynnisferðum, kannast ekki við að hafa veitt barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli í tengslum við uppreist æru. Hann hafi, eftir þrýsting frá yfirmönnum, skrifað undir tveggja línu langt bréf um að Hjalti Sigurjón væri stundvís og góður bílstjóri. Meira »

Hugsanlega opinn fundur um uppreist æru

17.9. Hugsanlegt er að opinn fundur um uppreist æru fari fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á þriðjudaginn þar sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra situr fyrir svörum en Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, hafði boðið þingmönnum stjórnarandstöðunnar að kanna hvort slíkt væri mögulegt fyrir helgi. Meira »

Sigríður fyrst til að spyrna við fótum

17.9. „Það er mikilvægt að halda því til haga í umræðu um uppreist æru að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur haft síðan í vor beiðni, á borði sínu, um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann. Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir.“ Meira »

„Gamla dæmisagan um syndir feðranna“

17.9. „Mér finnst að það hefði átt að meðhöndla þetta mál öðruvísi í júlí,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfrinu á RÚV í morgun. Hann sagði að upplýsa hefði átt um það, strax þegar ljóst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing. Meira »

„Hann verður þá að eiga það við mig“

17.9. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra neitar því ekki að hafa rofið trúnað við Benedikt Sveinsson, föður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þegar hún greindi þeim síðarnefnda frá því að faðir hans hefði skrifað undir meðmælabréf hjá einstaklingi sem var veitt uppreist æra. Meira »