Rohingjar á flótta

„Þeir reyndu að drepa okkur öll“

15.11. Öryggissveitir Búrma skáru rohingja, sem tilheyra minnihlutahópi múslima í Rakhine-héraði, á háls og brenndu þá lifandi, samkvæmt skýrslu sem asísk mannréttindasamtök og bandaríska helfararminjastofnunnarinnar sendu frá sér. Meira »

Þúsundir barna í bráðri lífshættu

11.11. Þúsundir barna eru í lífshættu vegna hungurs í flóttamannabúðum rohingja í Bangladess. Mohammad Sohail er eitt þeirra og grátur hans er óstöðvandi. Hann er nýkominn í búðirnar með móður sinni, Hasana Begum, og bróður en faðir hans var drepinn í árás á þorp rohingja í Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Vannæring meðal rohingja-barna eykst hratt

3.11. Vannæring meðal rohingja-barna í flóttamannabúðum í Bangladess hefur aukist verulega og er í sumum tilfellum komin á lífshættulegt stig. Rúm­lega 600.000 rohingj­ar hafa frá því í ágúst flúið of­sókn­ir sem þeir hafa sætt af hönd­um hers­ins í Búrma. Um helmingur þeirra sem í búðunum dvelja eru börn. Meira »

12 létust þegar bátur rohingja sökk

9.10. Að minnsta kosti 12 drukknuðu og margra er saknað eftir að yfirfullur bátur rohingja á flótta sökk á ánni Naf á landamærum Búrma og Bangladess í gær. Margir þeirra sem er saknað eru börn. Meira »

Neyðarsöfnun fyrir börn rohingja

2.10. Samtökin UNICEF á Íslandi hafa hafið neyðarsöfnun til aðstoðar börnum úr röðum rohingja en á síðastliðnum vikum hafa yfir 429 þúsund rohingjar flúið ofbeldisöldu í Rahkine-héraði í Búrma og leitað skjóls í Bangladess, þar af um 60% börn. Meira »

Þurfa neyðaraðstoð fyrir rohingja

27.9. Sameinuðu þjóðirnar hyggjast reyna að fæða um 700 þúsund rohingja á flótta frá Búrma sem eru í flóttamannabúðum í Bangladess. Á mánuði bættust við um 480 þúsund rohingjar til landsins og ekkert lát virðist vera á flótta fólksins frá Búrma. Meira »

Síðasti séns Suu Kyi að breyta stefnu

18.9. Búist er við að Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, muni á morgun rjúfa þögn sína varðandi ofsóknir sem rohingja-fólk, minnihlutahópur múslima í Rakhine héraði hefur sætt af höndum hersins í Búrma undanfarið. Ráðamenn annarra ríkja vöruðu hana í dag við afleiðingum þess að gera ekkert. Meira »

Talið að 600 þúsund börn flýi átökin

17.9. Talið er að allt að 600 þúsund rohingja-börn komi til með að flýja átökin í Mjanmar til Bangladess áður en árið er úti, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsamtökum á svæðinu. Mörg barnanna sem koma til Bangladess eru ein á ferð og eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Meira »

Suu Kyi mætir ekki á allsherjarþing SÞ

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, mun ekki vera viðstödd allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Suu Kyi sætir nú vaxandi gagnrýni hjá alþjóðasamfélaginu fyrir að gera ekkert til að stöðva ofsóknir í garð Rohingja-fólks, sem er minnihlutahópur múslima í landinu. Meira »

Stíga á jarðsprengjur á flótta frá Búrma

12.9. 15 ára drengur missti báða fætur er hann steig á jarðsprengju á flótta sínum frá Búrma. Mannréttindasamtökin Amnesty International sökuðu í gær yfirvöld í Búrma um að koma jarðsprengjum fyrir á landamærum ríkjanna og stjórnvöld í Bangladess hafa áður komið með sambærilega ásökun. Meira »

Þjóðarmorð framin á Rohingjum

10.9. Utanríkisráðherra Bangladess segir þjóðarmorð vera framin á Rohingja-fólki í Mjanmar. Tæplega 300 þúsund Rohingjar hafa lagt á flótta yfir til Bangladess undan ofsóknum stjórnarhers Mjanmar. Meira »

Ofsóknum í garð Rohingja mótmælt víða

6.9. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um heim síðustu daga þar sem meðferð Rohingja-fólks í Búrma er harðlega mótmælt. Þess er krafist að látið verði af ofsóknum í garð þessa íslamska minni­hluta­hóp­s í landinu. Meira »

Malala biðlar til Suu Kyi

5.9. Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnvöld og leiðtoga Búrma, Aung San Suu Kyi, vegna aðstæðna Rohingja-fólksins þar í landi. Rohingjar er íslamskur minnihlutahópur sem hefur sætt ofsóknum í landinu. Meira »

Yfir 3 þúsund flúið átök á 3 dögum

28.8. Yfir 3.000 rohingja-múslimar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess á síðustu þremur dögum, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Fólkið flýr mannskæð átök milli stjórnarhersins í Mjanmar og rohingja-múslima. Átökin um helgina eru þau verstu í land­inu síðan í októ­ber. Konur og börn eru fjölmennasti hópurinn. Meira »

Vill ekki rannsókn á ásökunum um ofsóknir gegn Rohingjum

2.5. Aung San Suu Kyi, friðar­verðlauna­hafi Nó­bels og leiðtogi rík­is­stjórn­ar Búrma, hafnar ákvörðun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að gerð verði rannsókn á ásökunum um að her landsins hafi brotið gegn fólki af Rohingja-þjóðinni sem er minnihlutahópur múslima í landinu. Meira »

Geldof skilaði heiðursverðlaunum

13.11. Tónlistarmaðurinn og aðgerðasinninn Bob Geldof hefur skilað heiðursverðlaunum sínum Freedom of the City of Dublin í mótmælaskyni vegna Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, sem einnig er handhafi verðlaunanna. Meira »

Erfiðasta verkefnið til þessa

3.11. „Landamærin við Mjanmar (Búrma) eru bara átakasvæði. Það eru um 200.000 manns í kringum landamærin og stöðugur straumur af fólki inn til Bangladess,“ segir Aleksandar Knezevic, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Bangladess. Hann segir verkefnið þar það erfiðasta sem hann hefur tekið þátt í. Meira »

Eiga ekkert og eiga hvergi heima

1.11. Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að fara af stað með neyðarsöfnun fyrir rohingja, flóttafólk frá Búrma, sem farið hefur yfir landamærin til Bangladess. Alls eru átta sendifulltrúar Rauða krossins að störfum á vettvangi og væntanlega verða fleiri sendir þangað. Meira »

Braut lög og kvæntist rohingja-konu

8.10. Lögreglan í Bangladess leitar að manni sem virti reglur að vettugi og kvæntist flóttakonu úr röðum rohingja-múslima. Hundruð þúsunda þeirra hafa flúið þangað yfir landamærin á flótta undan ofbeldi í Búrma. Meira »

Segja SÞ hafa brugðist rohingjum

29.9. Yfirmenn Sameinuðu þjóðanna reyndu að koma í veg fyrir að mannréttindi rohingja yrðu rædd við stjórnvöld í Búrma, að því er fréttavefur BBC hefur eftir heimildamönnum innan Sameinuðu þjóðanna og hjá öðrum hjálparsamtökum. Meira »

Hvetur til samstöðu þvert á trú og þjóðerni

19.9. Leiðtogi Búrma, Aung San Suu Kyi, hvetur þjóðir heims til þess að veita þjóð sinni aðstoð vegna flóttamannavandans sem Sameinuðu þjóðirnar segja vera þjóðernishreinsanir. Hún hvetur til samstöðu þvert á trú og þjóðerni. Meira »

Segja frá morðum og nauðgunum

18.9. „Þeir brenndu dóttur mína lifandi. Þegar við snerum aftur í húsið sá ég ekkert nema svartar leifar af höfuðkúpu hennar. Mér finnst ég ömurleg móðir; ég bjargaði mínu lífi en ekki lífi dóttur minnar.“ Meira »

Suu Kyi mun „tala fyrir friði“

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, mun ávarpa búrmísku þjóðina vegna rohingja-deilunnar á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta segir talsmaður búrmísku stjórnarinnar Zaw Htay. „Hún mun þar tala fyrir friði og þjóðarsátt,“ sagði Htay á fundi með fréttamönnum. Meira »

Hvetur yfirvöld til að sýna mannúð

12.9. Forsætisráðherra Bangladess hvetur yfirvöld í Búrma til að taka á móti Rohingja-múslimum sem haf flúið átökin í Rakine-héraði sem hófust í síðasta mánuði. Talið er að um 370.000 Rohingjar hafi flúið yfir til Bangladess á síðastliðnum vikum. Meira »

„Skólabókadæmi um þjóðernishreinsanir“

11.9. Aðgerðir stjórnvalda í Búrma gegn Rohingja-múslimum eru „skólabókadæmi um þjóðernishreinsanir“ að sögn Zeid Raad Al Hussein mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sést hefur til öryggissveita brenna þorp Rohingj­a og skjóta á almenna borgara á flótta. Meira »

Þurfa fjármagn í flóttamannabúðir

9.9. Hjálparsamtök sem aðstoða Rohingja-fólk í flóttamannabúðum í Bangladess þurfa bráðnauðsynlega að fá 77 milljónir dala til hjálparstarfs, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Rohingjar hafa flúið ofsóknir í Rakhine-ríki í Mjanmar. Talið er að um 290 þúsund Rohingja hafi flúið til Bangladess frá 25 ágúst sl. Meira »

Drukknuðu á flóttanum frá Búrma

6.9. Að minnsta kosti fimm börn drukknuðu þegar nokkrir bátar með flóttafólki úr hópi rohingja fórust skammt fyrir utan strönd Bangladess. Meira »

Um 400 látnir í Mjanmar

1.9. Um 400 manns hafa látist, meirihlutinn Rohingya-múslímar, í átökum í ríkinu Rakhine í Mjanmar.  Meira »

Þúsundir flýja átök í Mjanmar

27.8. Yfirvöld í Mjanmar hafa staðið að flutningum á 4.000 manns sem aðhyllast ekki íslam vegna átaka í norðvesturhluta landsins. Á sama tíma hafa þúsundir rohingya-múslima flúið yfir landamærin til Bangladess. Meira »

Neitar þjóðernishreinsunum

6.4. Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi ríkisstjórnar Búrma, neitar því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða á Rohingya-múslimum þrátt fyrir að fréttir hafi borist um slíkt. Meira »