Rohingjar á flótta

Síðasti séns Suu Kyi að breyta stefnu

18.9. Búist er við að Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, muni á morgun rjúfa þögn sína varðandi ofsóknir sem rohingja-fólk, minnihlutahópur múslima í Rakhine héraði hefur sætt af höndum hersins í Búrma undanfarið. Ráðamenn annarra ríkja vöruðu hana í dag við afleiðingum þess að gera ekkert. Meira »

Talið að 600 þúsund börn flýi átökin

17.9. Talið er að allt að 600 þúsund rohingja-börn komi til með að flýja átökin í Mjanmar til Bangladess áður en árið er úti, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsamtökum á svæðinu. Mörg barnanna sem koma til Bangladess eru ein á ferð og eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Meira »

Suu Kyi mætir ekki á allsherjarþing SÞ

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, mun ekki vera viðstödd allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Suu Kyi sætir nú vaxandi gagnrýni hjá alþjóðasamfélaginu fyrir að gera ekkert til að stöðva ofsóknir í garð Rohingja-fólks, sem er minnihlutahópur múslima í landinu. Meira »

Stíga á jarðsprengjur á flótta frá Búrma

12.9. 15 ára drengur missti báða fætur er hann steig á jarðsprengju á flótta sínum frá Búrma. Mannréttindasamtökin Amnesty International sökuðu í gær yfirvöld í Búrma um að koma jarðsprengjum fyrir á landamærum ríkjanna og stjórnvöld í Bangladess hafa áður komið með sambærilega ásökun. Meira »

Þjóðarmorð framin á Rohingjum

10.9. Utanríkisráðherra Bangladess segir þjóðarmorð vera framin á Rohingja-fólki í Mjanmar. Tæplega 300 þúsund Rohingjar hafa lagt á flótta yfir til Bangladess undan ofsóknum stjórnarhers Mjanmar. Meira »

Ofsóknum í garð Rohingja mótmælt víða

6.9. Fjölmenn mótmæli hafa verið víða um heim síðustu daga þar sem meðferð Rohingja-fólks í Búrma er harðlega mótmælt. Þess er krafist að látið verði af ofsóknum í garð þessa íslamska minni­hluta­hóp­s í landinu. Meira »

Malala biðlar til Suu Kyi

5.9. Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa stjórnvöld og leiðtoga Búrma, Aung San Suu Kyi, vegna aðstæðna Rohingja-fólksins þar í landi. Rohingjar er íslamskur minnihlutahópur sem hefur sætt ofsóknum í landinu. Meira »

Yfir 3 þúsund flúið átök á 3 dögum

28.8. Yfir 3.000 rohingja-múslimar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess á síðustu þremur dögum, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Fólkið flýr mannskæð átök milli stjórnarhersins í Mjanmar og rohingja-múslima. Átökin um helgina eru þau verstu í land­inu síðan í októ­ber. Konur og börn eru fjölmennasti hópurinn. Meira »

Vill ekki rannsókn á ásökunum um ofsóknir gegn Rohingjum

2.5. Aung San Suu Kyi, friðar­verðlauna­hafi Nó­bels og leiðtogi rík­is­stjórn­ar Búrma, hafnar ákvörðun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að gerð verði rannsókn á ásökunum um að her landsins hafi brotið gegn fólki af Rohingja-þjóðinni sem er minnihlutahópur múslima í landinu. Meira »

Vilja frekar byssukúlu en drukknun

8.3. Þúsundir fólks af Rohingja-þjóðinni sem flúðu til Bangladess undan ofbeldi í Búrma hafa nú snúið aftur til heimalandsins. Ástæðan er áform yfirvalda í Bangladess að flytja flóttafólk út á eyju í árósum sem fer reglulega á kaf á regntímanum. Meira »

Sækja ættingja sína í heimalandinu

20.2. Hundruð manna af Rohingja-þjóðinni hafa flúið ofsóknir í Bangladess aftur til Búrma, þaðan sem þau komu. Flestir hafa þó aðeins snúið aftur tímabundið til að sækja ættingja sína. Þetta segir einn leiðtogi fólksins. Meira »

Reknir frá landi

28.11. Nokkrum yfirfullum bátum með flóttafólki frá Búrma var snúið til baka af landamæravörum í Bangladess í morgun. Um er að ræða Rohingya-fólk sem er að flýja ofbeldið sem það verður fyrir í Búrma þar sem þau eru álitin réttlaus. Meira »

Segja frá morðum og nauðgunum

18.9. „Þeir brenndu dóttur mína lifandi. Þegar við snerum aftur í húsið sá ég ekkert nema svartar leifar af höfuðkúpu hennar. Mér finnst ég ömurleg móðir; ég bjargaði mínu lífi en ekki lífi dóttur minnar.“ Meira »

Suu Kyi mun „tala fyrir friði“

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, mun ávarpa búrmísku þjóðina vegna rohingja-deilunnar á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta segir talsmaður búrmísku stjórnarinnar Zaw Htay. „Hún mun þar tala fyrir friði og þjóðarsátt,“ sagði Htay á fundi með fréttamönnum. Meira »

Hvetur yfirvöld til að sýna mannúð

12.9. Forsætisráðherra Bangladess hvetur yfirvöld í Búrma til að taka á móti Rohingja-múslimum sem haf flúið átökin í Rakine-héraði sem hófust í síðasta mánuði. Talið er að um 370.000 Rohingjar hafi flúið yfir til Bangladess á síðastliðnum vikum. Meira »

„Skólabókadæmi um þjóðernishreinsanir“

11.9. Aðgerðir stjórnvalda í Búrma gegn Rohingja-múslimum eru „skólabókadæmi um þjóðernishreinsanir“ að sögn Zeid Raad Al Hussein mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sést hefur til öryggissveita brenna þorp Rohingj­a og skjóta á almenna borgara á flótta. Meira »

Þurfa fjármagn í flóttamannabúðir

9.9. Hjálparsamtök sem aðstoða Rohingja-fólk í flóttamannabúðum í Bangladess þurfa bráðnauðsynlega að fá 77 milljónir dala til hjálparstarfs, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Rohingjar hafa flúið ofsóknir í Rakhine-ríki í Mjanmar. Talið er að um 290 þúsund Rohingja hafi flúið til Bangladess frá 25 ágúst sl. Meira »

Drukknuðu á flóttanum frá Búrma

6.9. Að minnsta kosti fimm börn drukknuðu þegar nokkrir bátar með flóttafólki úr hópi rohingja fórust skammt fyrir utan strönd Bangladess. Meira »

Um 400 látnir í Mjanmar

1.9. Um 400 manns hafa látist, meirihlutinn Rohingya-múslímar, í átökum í ríkinu Rakhine í Mjanmar.  Meira »

Þúsundir flýja átök í Mjanmar

27.8. Yfirvöld í Mjanmar hafa staðið að flutningum á 4.000 manns sem aðhyllast ekki íslam vegna átaka í norðvesturhluta landsins. Á sama tíma hafa þúsundir rohingya-múslima flúið yfir landamærin til Bangladess. Meira »

Neitar þjóðernishreinsunum

6.4. Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi ríkisstjórnar Búrma, neitar því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða á Rohingya-múslimum þrátt fyrir að fréttir hafi borist um slíkt. Meira »

Manntal fyrir flutning á eyjuna

28.2. Stjórnvöld í Bangladess ætla að halda til streitu áformum sínum um að flytja flóttafólk af Rohingja-þjóðinni út á eyðieyju. Eyjan á það til að fara á kaf í vatn. Manntal er nú gert í flóttamannabúðunum til að undirbúa flutninginn. Meira »

Segja fjölda morðanna vera vanmetinn

8.2. Meira en 1.000 Rohingya-múslimar kunna að hafa verið drepnir í aðgerðum búrmíska hersins. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja margt benda til þess að mun fleiri hafi verið drepnir en áður var talið og að umheimurinn hafi ekki að fullu áttað sig á alvarleika ástandsins í Rakine héraðinu í Búrma. Meira »