Sjálfstæð Katalónía?

Katalónska þingið ákveður aðgerðir

Í gær, 22:58 Katalónska þingið mun koma saman á næstu dögum til að ákveða aðgerðir vegna ákvörðunar spænskra yfirvalda að virkja 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta héraðið sjálfstjórnarvaldi. Sú ákvörðun var tekin í gær eftir að Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu. Meira »

Óvissa um framhaldið

í fyrradag Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Katalónía svipt sjálfsstjórn

í fyrradag Ríkisstjórn Spánar hefur tekið ákvörðun um virkja 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstjórnarvaldi. Það kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar að ákveðið hefði verið að leysa upp stjórnvöld sjálfstæðissinna í Katalóníu og boða til kosninga. Meira »

Sagði aðskilnaðartilraunina óásættanlega

20.10. Filippus Spánarkonungur var óvenju tilfinningasamur í ræðu sinni í dag. Sagði hann spænsku þjóðina standa frammi fyrir „óásættanlegri aðskilnaðartilraun“ Katalóníu. Krafðist konungur þess því næst að héraðið yrði áfram órjúfanlegur hluti Spánar. Meira »

Ekki rými fyrir aðkomu ESB

19.10. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segir að það sé ekki pláss fyrir utanaðkomandi afskipti af hálfu ráðsins í Katalóníudeilunni. Hann lét þau orð falla á blaðamannafundi í Brussel í dag eftir spænsk stjórnvöld tilkynntu það í morgun að næstkomandi laugardag yrði hafin undirbúningsvinna við að flytja sjálfstjórnarvöld í Katalóníu til Madríd. Meira »

Hefur ekki lýst yfir sjálfstæði

19.10. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, segist ekki hafa lýst yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni en hann mun hugsanlega gera það ef spænsk stjórnvöld ákveða að afnema sjálfstæði Katalóníu sem héraðs. Meira »

Felst lausnin í að kjósa aftur?

18.10. Car­les Puig­demont, leiðtogi Katalóníu, hefur frest til 10 í fyrramálið til þess að gefa það ber­lega til kynna hvort héraðið muni lýsa yfir sjálf­stæði. AFP segir þær raddir verða nú háværari sem sjá endurtekningu kosninganna sem mögulega lausn á verstu pólitísku krísu Spánar í áratugi. Meira »

Leiðtogar sjálfstæðissinna í gæsluvarðhald

16.10. Dómari á Spáni hefur úrskurðað tvo leiðtoga sjálfstæðishreyfingar Katalóníu i gæsluvarðhald. Þeir Jordi Sánchez, sem er forseti Katalónska þingsins (ANC) og Jordi Cuixart, sem er leiðtogi samtakanna Omnium Cultural, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald án möguleikans á að ganga lausir gegn greiðslu tryggingar. Meira »

Katalónía fær frest til fimmtudags

16.10. Ríkisstjórn Spánar hefur veitt leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, frest til klukkan 10 á fimmtudagsmorgun til þess að gefa það berlega til kynna hvort héraðið muni lýsa yfir sjálfstæði. Meira »

Undirbýr afnám sjálfstjórnar

12.10. Forsætisráðherra Spánar varaði í gær héraðsstjórn Katalóníu formlega við því að hann kynni að nýta heimild í spænsku stjórnarskránni til að afturkalla sjálfstjórnarréttindi héraðsins. Hann sagði að stjórn sín hefði beðið héraðsstjórnina að útskýra hvort hún hefði lýst yfir sjálfstæði Katalóníu eða ekki. Spænsk stjórnvöld þurfa að leggja slíka beiðni fram til að geta gripið til þessa úrræðis og hún er því fyrsta skrefið í áttina að mögulegri afturköllun sjálfstjórnarréttindanna. Meira »

Hótar að taka yfir stjórn Katalóníu

11.10. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hótað því að draga til baka sjálfstæði Katalóníu sem héraðs eftir að héraðið sagðist hafa umboð til að slíta sig frá Spáni. Meira »

Sjálfstæðisyfirlýsingu frestað

10.10. Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, óskaði eftir umboði til þess að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu en um leið lagði hann til að sjálfstæðisyfirlýsingu yrði frestað þar til ríkisstjórn Katalóníu hefur rætt við spænsk yfirvöld. Staðan er í raun enn óljós eftir ræðuna sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Sáttamiðlun á Spáni?

10.10. Talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu hefur lýst því yfir að Carles Puigdemont hafi sjálfur óskað eftir að ræðu sinni yrði frestað vegna alþjóðlegrar sáttamiðlunar. Útlit er því fyrir að diplómatískar viðræður eigi sér stað þótt ekki sé vitað hvað þær feli í sér. Meira »

Þjóðhátíðarstemning á mótmælunum

8.10. „Þetta fór mjög vel fram og var meira eins og þjóðhátíðarstemning,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður sem var á mótmælunum í Barcelona á Spáni í dag. Fólkið kom saman til að mót­mæla sjálf­stæði Katalón­íu. Lögreglan og skipuleggjendur mótmælanna eru ekki sammála um fjöldan sem tók þátt í þeim. Meira »

Mótmæla sjálfstæði Katalóníu

8.10. Fjöldi fólks safnaðist saman í Barcelona í morgun umvafið spænska fánum til að mótmæla áætlunum aðskilnaðarsinna sem talið er að muni lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu eftir helgi. Meira »

Hafnar valdaráni í Katalóníu

Í gær, 13:48 Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, hafnar því að spænsk stjórnvöld stundi valdarán í Katalóníu. Ríkisstjórn Spánar hefur hafið vinnu við að svipta Katalóníu heimastjórn, en stjórnarskrá Spánar veitir henni heimild til þess. Meira »

„Ósamrýmanleg lýðræðisviðhorfum“

í fyrradag Spænsk stjórnvöld virða ekki lögin. Þetta sagði Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, í ávarpi sínu í kvöld. „Þau eru ósamrýmanleg lýðræðisviðhorfum,“ sagði Puigdement og boðaði stjórn Katalóníu til fundar vegna deilunnar. Hundruð þúsunda sjálfstæðisinna flykktust út á götur Barcelona í dag. Meira »

Krísufundur um Katalóníu

í fyrradag Spænska ríkisstjórnin hóf klukkan átta í morgun krísufund en tilgangur fundarins er að ákveða aðgerðir til að draga úr sjálfstjórnarvaldi Katalóníu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. Meira »

Hyggjast boða til kosninga í Katalóníu

20.10. Yfirvöld á Spáni munu að öllum líkindum boða til kosninga í Katalóníu í janúar á næsta ári, en það er hluti þeim aðgerðum að virkja 155. grein stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að flytja sjálfstjórnarvöld Katalóníu til Madrídar. Meira »

Stál í stál á Spáni

19.10. Að óbreyttu munu spænsk stjórnvöld á laugardag hefja undirbúningsvinnu við að flytja sjálfsstjórnarvöld Katalóníu til Madríd, samkvæmt 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar, að hluta eða að fullu. Meira »

Puigdemont hefur frest til klukkan 8

19.10. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur frest til klukkan 8 til að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Stjórnvöld á Spáni hafa varað við því að hætti hann ekki við missi Katalónía sjálfstæði sitt sem hérað. Óttast er að átök geti orðið í Katalóníu. Meira »

„Við erum öll Jordi“

18.10. Um 200.000 manns söfnuðust saman í Barcelona í gær til að mótmæla handtöku tveggja leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna. Meira »

Vill stofna til formlegra viðræðna

16.10. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, biðlar til forsætisráðherra Spánar að falla frá ákærum gegn lög­reglu­stjóra Katalón­íu og tveimur forystumönnum sjálfstæðissinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Puigdemont skrifar til Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Meira »

„Svo varð bara allt vitlaust“

12.10. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna sem ríkir í Katalóníu í morgun. Þær áttu fótum sínum fjör að launa er til átaka kom þar sem þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona. Meira »

Katalónía fær fimm daga

11.10. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar hefur gefið Carles Puigdeont, leiðtoga Katalóníu, fimm daga til að útskýra hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði eða ekki. Staðfesti Puigdemont að hann hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir mánudag fær hann þriggja daga frest til að draga yfirlýsinguna til baka. Meira »

Skoða alla möguleika

11.10. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, er að skoða alla möguleika varðandi Katalóníu en boðaði til neyðarfundar hjá ríkisstjórn landsins í morgun. Meira »

Vill viðræður um sjálfstæði

10.10. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, lýsti því yfir í þinginu í Barcelona að hann hygðist fylgja vilja fólksins sem vildi lýsa yfir sjálfstæði. Fyrst vildi hann þó fara í viðræður við spænsk yfirvöld. Ræðan hefur verið túlkuð á ólíkan hátt og telja sumir leiðtogann hafa lýst yfir sjálfstæði. Meira »

Spánverjar vara Puigdemont við

10.10. Spænsk stjórnvöld hafa hvatt Carles Puigdemont, forseta Katalóníu, til að gera ekki neitt sem ekki verður hægt að afturkalla. Þar eiga þau við yfirlýsingu um sjálfstæði Katalóníu sem hugsanlega verður gefin út í dag. Meira »

350 þúsund tóku þátt í mótmælunum

8.10. Um 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í morgun til að mótmæla sjálfstæði Katalóníu, að sögn lögreglunnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja aftur á móti að á bilinu 930 til 950 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Meira »

Sjálfstæðisyfirlýsing muni engu breyta

7.10. Stjórnvöld á Spáni munu sjá til þess að sjálfstæðisyfirlýsing sem verður lögð fram fyrir hönd Katalóníu muni ekki hafa nein áhrif. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar í samtali við dagblaðið El Pais. Meira »