Sjálfstæð Katalónía?

Puigdemont hefur frest til klukkan 8

06:39 Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur frest til klukkan 8 til að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Stjórnvöld á Spáni hafa varað við því að hætti hann ekki við missi Katalónía sjálfstæði sitt sem hérað. Óttast er að átök geti orðið í Katalóníu. Meira »

„Við erum öll Jordi“

Í gær, 09:00 Um 200.000 manns söfnuðust saman í Barcelona í gær til að mótmæla handtöku tveggja leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna. Meira »

Vill stofna til formlegra viðræðna

16.10. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, biðlar til forsætisráðherra Spánar að falla frá ákærum gegn lög­reglu­stjóra Katalón­íu og tveimur forystumönnum sjálfstæðissinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Puigdemont skrifar til Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Meira »

„Svo varð bara allt vitlaust“

12.10. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna sem ríkir í Katalóníu í morgun. Þær áttu fótum sínum fjör að launa er til átaka kom þar sem þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona. Meira »

Katalónía fær fimm daga

11.10. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar hefur gefið Carles Puigdeont, leiðtoga Katalóníu, fimm daga til að útskýra hvort Katalónía hafi lýst yfir sjálfstæði eða ekki. Staðfesti Puigdemont að hann hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir mánudag fær hann þriggja daga frest til að draga yfirlýsinguna til baka. Meira »

Skoða alla möguleika

11.10. Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, er að skoða alla möguleika varðandi Katalóníu en boðaði til neyðarfundar hjá ríkisstjórn landsins í morgun. Meira »

Vill viðræður um sjálfstæði

10.10. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, lýsti því yfir í þinginu í Barcelona að hann hygðist fylgja vilja fólksins sem vildi lýsa yfir sjálfstæði. Fyrst vildi hann þó fara í viðræður við spænsk yfirvöld. Ræðan hefur verið túlkuð á ólíkan hátt og telja sumir leiðtogann hafa lýst yfir sjálfstæði. Meira »

Spánverjar vara Puigdemont við

10.10. Spænsk stjórnvöld hafa hvatt Carles Puigdemont, forseta Katalóníu, til að gera ekki neitt sem ekki verður hægt að afturkalla. Þar eiga þau við yfirlýsingu um sjálfstæði Katalóníu sem hugsanlega verður gefin út í dag. Meira »

350 þúsund tóku þátt í mótmælunum

8.10. Um 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í morgun til að mótmæla sjálfstæði Katalóníu, að sögn lögreglunnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja aftur á móti að á bilinu 930 til 950 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Meira »

Sjálfstæðisyfirlýsing muni engu breyta

7.10. Stjórnvöld á Spáni munu sjá til þess að sjálfstæðisyfirlýsing sem verður lögð fram fyrir hönd Katalóníu muni ekki hafa nein áhrif. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar í samtali við dagblaðið El Pais. Meira »

Fjöldafundir gegn sjálfstæðri Katalóníu

7.10. Búist er við að fjölmargir muni koma saman á Spáni í dag til að mótmæla hugmyndum um sjálfstæða Katalóníu og kalla eftir samstöðu á Spáni, en sl. sunnudag fóru fram umdeildar kosningar þar sem kosið var um sjálfstæði héraðsins. Meira »

90% sögðu já við aðskilnaði frá Spáni

6.10. Lokatalningu atkvæða í kosningunni um sjálfstæði Katalóníu er lokið. Stjórnvöld í Katalóníu segja niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vera þá að 90% þeirra sem greiddu atkvæði séu hlynntir því að Katalónía kljúfi sig frá Spáni. Meira »

Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins

5.10. Stjórnlagadómstóll Spánar frestaði í dag fyrirhuguðum þingfundi katalónska þingsins sem halda átti á mánudag til að reyna að hindra að héraðið geti lýst yfir sjálf­stæði að því er BBC greinir frá. Meira »

Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna

3.10. Filippus Spánarkonungur fordæmdi sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa í sjónvarpsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að hegðun þeirra sem hefðu staðið að sjálfstæðisbaráttunni hefði verið „utan laganna“ og að ástandið væri „ákaflega alvarlegt“ og kallaði jafnframt eftir einingu þjóðarinnar. Meira »

300.000 manns mótmæla lögregluofbeldi

3.10. „Óeirðalögregluna burt!“ og „Göturnar verða alltaf okkar!“ hrópa mótmælendur á götum Barcelona í dag. Íbúar í Katalóníu hafa streymt út á götur borgarinnar til að mótmæla lögregluofbeldi sem kjósendur og almennir borgarar urðu fyrir á sunnudag. Meira »

Felst lausnin í að kjósa aftur?

Í gær, 23:46 Car­les Puig­demont, leiðtogi Katalóníu, hefur frest til 10 í fyrramálið til þess að gefa það ber­lega til kynna hvort héraðið muni lýsa yfir sjálf­stæði. AFP segir þær raddir verða nú háværari sem sjá endurtekningu kosninganna sem mögulega lausn á verstu pólitísku krísu Spánar í áratugi. Meira »

Leiðtogar sjálfstæðissinna í gæsluvarðhald

16.10. Dómari á Spáni hefur úrskurðað tvo leiðtoga sjálfstæðishreyfingar Katalóníu i gæsluvarðhald. Þeir Jordi Sánchez, sem er forseti Katalónska þingsins (ANC) og Jordi Cuixart, sem er leiðtogi samtakanna Omnium Cultural, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald án möguleikans á að ganga lausir gegn greiðslu tryggingar. Meira »

Katalónía fær frest til fimmtudags

16.10. Ríkisstjórn Spánar hefur veitt leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, frest til klukkan 10 á fimmtudagsmorgun til þess að gefa það berlega til kynna hvort héraðið muni lýsa yfir sjálfstæði. Meira »

Undirbýr afnám sjálfstjórnar

12.10. Forsætisráðherra Spánar varaði í gær héraðsstjórn Katalóníu formlega við því að hann kynni að nýta heimild í spænsku stjórnarskránni til að afturkalla sjálfstjórnarréttindi héraðsins. Hann sagði að stjórn sín hefði beðið héraðsstjórnina að útskýra hvort hún hefði lýst yfir sjálfstæði Katalóníu eða ekki. Spænsk stjórnvöld þurfa að leggja slíka beiðni fram til að geta gripið til þessa úrræðis og hún er því fyrsta skrefið í áttina að mögulegri afturköllun sjálfstjórnarréttindanna. Meira »

Hótar að taka yfir stjórn Katalóníu

11.10. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hótað því að draga til baka sjálfstæði Katalóníu sem héraðs eftir að héraðið sagðist hafa umboð til að slíta sig frá Spáni. Meira »

Sjálfstæðisyfirlýsingu frestað

10.10. Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, óskaði eftir umboði til þess að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu en um leið lagði hann til að sjálfstæðisyfirlýsingu yrði frestað þar til ríkisstjórn Katalóníu hefur rætt við spænsk yfirvöld. Staðan er í raun enn óljós eftir ræðuna sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Meira »

Sáttamiðlun á Spáni?

10.10. Talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu hefur lýst því yfir að Carles Puigdemont hafi sjálfur óskað eftir að ræðu sinni yrði frestað vegna alþjóðlegrar sáttamiðlunar. Útlit er því fyrir að diplómatískar viðræður eigi sér stað þótt ekki sé vitað hvað þær feli í sér. Meira »

Þjóðhátíðarstemning á mótmælunum

8.10. „Þetta fór mjög vel fram og var meira eins og þjóðhátíðarstemning,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður sem var á mótmælunum í Barcelona á Spáni í dag. Fólkið kom saman til að mót­mæla sjálf­stæði Katalón­íu. Lögreglan og skipuleggjendur mótmælanna eru ekki sammála um fjöldan sem tók þátt í þeim. Meira »

Mótmæla sjálfstæði Katalóníu

8.10. Fjöldi fólks safnaðist saman í Barcelona í morgun umvafið spænska fánum til að mótmæla áætlunum aðskilnaðarsinna sem talið er að muni lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu eftir helgi. Meira »

„Spánn er betri en leiðtogarnir“

7.10. Fjöldafundir fara nú fram á Spáni þar sem hvatt er til samstöðu og hugmyndum Katalóníuhéraðs um sjálfstæði er mótmælt. Umdeildar kosningar fóru fram sl. sunnudag sem urðu kveikjan að fundum dagsins. Meira »

Stór banki yfirgefur Katalóníu

6.10. Þriðji stærsti banki Spánar, CaixaBank, hefur ákveðið að færa lögheimili sitt frá Katalóníu vegna ummæla aðskilaðarsinna um að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Meira »

Lögreglustjóri Katalóníu leiddur fyrir dómara

6.10. Lögreglustjóri svæðislögreglunnar í Katalóníu, Josep Lluis Trapero, verður leiddur fyrir dómara í Madrid í dag. Trapero er grunaður um að dreifa uppreisnaráróðri gegn spænska ríkinu. Meira »

Vill lýsa yfir sjálfstæði á næstunni

4.10. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, vonast til að héraðið geti lýst yfir sjálfstæði í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Meira »

Spánarkonungur ávarpar þjóð sína

3.10. Filippus Spánarkonungur ætlar að ávarpa þjóð sína í kvöld í tilefni af þeim átökum sem hafa orðið vegna atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Meira »

Allsherjarverkfall í Katalóníu

3.10. Yfir 40 stéttarfélög og félagasamtök í Katalóníu á Spáni standa fyrir allsherjarverkfalli í dag. Verkfallið er liður í mótmælum gegn lögreglu sem réðst til atlögu gegn ólöglegum kosningum um sjálfstæði héraðsins á sunnudag. Meira »