Skógareldar í Kaliforníu 2017

Varð að yfirgefa heimili sitt

7.12. Helga Bryndís Ernudóttir framleiðandi er búsett nyrst í North Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún vaknaði við þær fréttir í gærmorgun að skógareldar, sem geisað hafa í ríkinu frá því á mánudag, væru að færast nær heimili hennar. Meira »

Eldurinn eirir engu

7.12. Almannavarnir í Kaliforníu vara við því að glæsibyggingar ríka fólksins í Los Angeles verði eldinum að bráð en yfir 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarrelda í ríkinu. Mjög hvasst er í Los Angeles og nágrenni og því hætta á að eldarnir breiðist hratt út. Meira »

41 látinn í skógareldum í Kaliforníu

16.10. Leit stendur enn yfir að fórnarlömbum skógareldanna sem geisað hafa í Kaliforníu undanfarið og er tala látinna komin upp í 41 hið minnsta. Rúmlega 200 manns er enn saknað, en átta dagar eru nú frá því að skógareldarnir kviknuðu og virðast slökkviliðsmenn nú vera að ná tökum á eldinum. Meira »

Fjöldi látinna fer hækkandi

13.10. Fjöldi látinna í skógareldunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum er kominn í 32 samkvæmt frétt AFP og hefur hækkað um þrjá frá því í gær. Þar segir að slökkviliðsmenn hafi í dag náð nokkrum árangri í baráttunni við eldana. Enn sé hins vegar langur vegur frá því að tekist hafi að koma böndum á þá. Meira »

23 látnir í Kaliforníu

12.10. Slökkviliðsmenn alls staðar að úr Bandaríkjunum taka þátt í slökkvistarfinu í Kaliforníu en staðfest hefur verið að 23 eru látnir. 285 er saknað og þúsundir hafa misst heimili sín í skógareldum sem þar geisa. Meira »

17 dauðsföll staðfest í Kaliforníu

11.10. Meira en 150 er saknað eftir mikla skólgarelda í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Um er að ræða helsta vín­fram­leiðslu­svæði rík­is­ins. Meira »

Neyðarástand í Kaliforníu

10.10. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu þar sem gríðarlegir eldar geisa. Að minnsta kosti tíu eru látnir og yfir 1.500 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Um er að ræða helsta vínframleiðslusvæði ríkisins. Meira »

Gríðarleg eyðilegging í Kaliforníu

7.12. Skógareldar sem geisað hafa í suðurhluta Kaliforníu síðustu daga hafa nú náð útbreiðslu til íbúabyggðar í Los Angeles. Skógareldar hafa ítrekað blossað upp á árinu í ríkinu og eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu. Meira »

„Sjokkerandi að vera í kringum þetta“

5.12. „Þetta er eitthvað sem maður heyrir af úti í heimi en ímyndar sér aldrei að vinir manns lendi í,“ segir Guðrún Arnardóttir, sem er búsett í Kaliforníu þar sem hún stundar nám og spilar knattspyrnu í Santa Clara-háskólanum í Kísildalnum. Miklir skógareldar hafa geisað í ríkinu síðustu vikur. Meira »

Veðurskilyrði torvelda slökkvistarf

14.10. Slökkviliðsstjóri Kaliforníu, Ken Pimlott, hefur varað við skógareldar sem geisað hafa í ríkinu frá því á sunnudag komi til með að versna enn frekar um helgina vegna mikilla þurrka og óhagstæðrar vindáttar. Meira »

Tala látinna komin í 29

12.10. Alls hafa 29 manns látið lífið í skógareldum sem brenna enn í Kaliforníu. Hundruðir svefnlausra slökkvliðsmanna eru eru að störfum við að slökkva eldana sem brenna stjórnlaust og hafa dreift úr sér. Meira »

Bíður eftir að fá að fara heim

11.10. „Okkur var gert að yfirgefa húsið okkar um þrjú leytið á sunnudagsnótt og höfum verið á hóteli sem er nokkuð langt frá heimilinu okkar síðan þá. Við vitum ekki enn og vonum bara að við fáum að fara heim sem fyrst. “ Meira »

Minnst fimmtán látnir í Kaliforníu

10.10. Í það minnsta fimmtán eru látnir og yfir hundrað manns hafa leitað á spítala í skógareldum í Napa, Yuba og Sonoma, vín­héruðum Kali­forn­íu. Þá hefur 20 þúsund manns verið gert að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti fimmtán hundruð mannvirki skemmst, þar á meðal heimili og vínekrur. Meira »

Stórbruni í vínhéruðum Kaliforníu

9.10. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda í Napa, Yuba og Sonoma, vínhéruðum Kaliforníu. BBC greinir frá því að minnsta kosti einn er látinn og tveir eru alvarlega slasaðir. Fjölda fólks er saknað. Meira »