Skólpmengun við Faxaskjól

Klósettið er ekki ruslafata

9.8. Veitur ætla nú að hamra á skilaboðum sínum um skólpkerfið og koma í dreifingu nýju fræðsluefni í kjölfar hreinsunarstarfa starfsmanna fyrirtækisins en í fjörum borgarinnar fundu þeir rusl af ýmsum toga sem kom augljóslega úr fráveitukerfinu. Meira »

Milljón rúmmetrar af skólpi í sjóinn

19.7. Tæplega milljón rúmmetrar af skólpi fóru í sjóinn á þeim átján dögum sem neyðarloka dælustöðvarinnar í Faxaskjóli var opin, en frá þessu greindi Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, á blaðamannafundi í Félagsheimilinu Elliðaárdal í dag. Meira »

Þúsund Laugardalslaugar af skólpi

18.7. Um 15 þúsund rúmmetrar af óhreinsuðu skólpi renna út í sjó við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Óhreinsað skólp hefur runnið út í sjó í 18 daga í júní og júlí eða um tæplega milljón rúmmetrar í Faxaskjóli. Þetta jafngildir um 1.000 Laugardalslaugum Meira »

Sýnataka á 20 stöðum við strandlengjuna

17.7. Sýnataka mun fara fram á 20 stöðum meðfram strandlengjunni í Reykjavík í dag. Neyðarlúga skólpstöðvarinnar er enn lokuð og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær viðgerðir munu hefjast. Meira »

Neyðarlúga dælustöðvarinnar enn lokuð

14.7. Heilbrigðiseftirlitið mælir daglega magn saurgerla í sjónum á svæðinu við Faxaskjól og víðar í kjölfar bilunar í dælustöðinni. Neyðarlúga dælustöðvarinnar er enn lokuð og ekki stendur til að opna hana fyrr en eftir helgi. Meira »

Vilja aukafund vegna skólpmengunar

13.7. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, hafa óskað eftir því að aukafundur verði haldinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrst vegna ítrekaðra bilana í skólpdælustöð við Faxaskjól og losunar skólps í sjó í tengslum við viðgerðir af völdum þeirra. Meira »

Vill sýnatökur í Kópavogi

12.7. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum málum og hvaða áhrif þetta hefur raunverulega á strandlengjuna hér í Kópavogi,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um saurgerlamengunina sem myndaðist vegna bilunar í skolphreinsistöðinni við Faxaskjól. Meira »

Mengunin fór 200 falt yfir mörk

11.7. Við sýnatökur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hinn 7. júlí síðastliðinn austan Faxaskjóls kom fram að mengunin fór 200 falt yfir leyfilegt hámark sem kveðið er á um í reglugerð umhverfis- og auðlindaráðuneytisins nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Meira »

Neyðarlúgan lokuð í allan dag

10.7. Neyðarlúgan við skólpstöðina í Faxaskjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í allan dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Meira »

„Nauðsynlegt að segja frá“

9.7. Borgarstjóri Reykjavíkur segist ætla að láta fara yfir það hvers vegna skólpdælustöðin við Faxaskjól í Reykjavík bilaði til að tryggja að svona lagað gerist ekki aftur. „En það er auðvitað mikilvægt að við fáum upplýsingar um svona mál þannig að við getum brugðist við þeim.“ Meira »

Engin mengun í sjónum við Nauthólsvík

8.7. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það er ítrekað, sem áður hafi komið fram, að engin hætta sé á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur séu opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Meira »

Saurgerlamagn yfir mörkum

7.7. Gerlamagn austan við skólpdælustöð við Faxaskjól mældist yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu var greint á vef Reykjavíkurborgar nú í hádeginu. Meira »

„Þetta er mjög bagalegt“

6.7. Umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir það mjög bagalegt að óhreinsað skólp renni út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík. Hart sé hins vegar unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður. Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru nú á leið niður að fjörunni til að taka sýni og meta aðstæður. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

24.7. Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Búið að gera við neyðarlokuna

19.7. Búið er að gera við neyðarloku skólpdælustöðvarinnar við Faxaskjól, sem biluð hafði verið frá 12. júní. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Veitum sem segja lokuna hafa verið setta niður síðdegis í gær og að virkni hennar hafi þá virst með ágætum. Meira »

OR biðs velvirðingar á menguninni

17.7. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur biðst velvirðingar á þeirri mengun sem orðið hefur vegna bilunar í skólpdælustöð við Faxaskjól og losunar óhreinsaðs skólps í sjó í tengslum við viðgerðir vegna hennar. Meira »

Mengun undir mörkum í Nauthólsvík

15.7. Nýjar mælingar við Nauthólsvík sýna verulega lækkun saurkólígerlamengunar. Í lóninu við Ylströndina eru gildi nú vel undir viðmiðunarmörkum um baðstaði í náttúrunni. Meira »

Læknar vakandi fyrir saurmengun

13.7. Margvísleg sýkingarhætta er af völdum saurmengunar. Hættan ræðst aftur á móti af því hvaða sýklar, s.s. bakteríur, veirur og sníkjudýr, eru í megnuninni og í hversu miklu magni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landlæknir birti á vef sínum í dag. Meira »

„Andvaraleysi af okkar hálfu“

12.7. „Ég skil þessa reiði svo vel og [þetta var] í rauninni andvaraleysi af okkar hálfu að hafa ekki látið vita,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna ohf., um upplýsingagjöf vegna skólps sem lak í sjóinn. Ábyrgð liggi hjá sér en hún segist ekki hafa íhugað stöðu sína vegna málsins. Meira »

„Það var rosalega mikill klósettpappír“

11.7. Það er ótrúlegt andvaraleysi að láta almenning ekki vita af því að gríðarlegt magn óhreinsaðs skólps flæði út í sjó í grennd við mannabyggð segir kona sem stundar árabretti. Meira »

Veitur biðjast afsökunar

10.7. „Ljóst er að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Stjórnendur Veitna biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf hefur haft í för með sér.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum vegna skólpmengunar við Faxaskjól. Meira »

Hafði ekki upplýsingar á undan öðrum

9.7. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að hann hafi ekki haft upplýsingar á undan öðrum um að verulegu magni skólps væri sturtað í hafið vegna bilunar í skólpdælustöð við Faxaskjól. Hann hafi fyrst frétt um það í fjölmiðlum að skólp hafi lekið í fjöruna vegna viðgerðar á lúgu dælunnar. Meira »

„Þurfum að fara yfir þetta frá A til Ö“

8.7. „Ég tel nauðsynlegt að við lærum af þessu,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Eins og áður hefur komið fram flæddu um 750 lítrar af skólpi í hafið á sekúndu við skólphreinsistöð við Faxaskjól áður en fjölmiðlar greindu frá biluninni. Meira »

Engin hætta en ógeðfellt fyrir fólk

7.7. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, telur að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að láta vita fyrr af bilun skólpdælustöðvar við Faxaskjól. Gerla­magn aust­an við skólp­dælu­stöð við Faxa­skjól mæld­ist yfir viðmiðun­ar­mörk­um nú í hádeginu. Meira »

Skólpið hætt að flæða í bili

6.7. Búið er að loka neyðarlúgu í skólpdælustöð við Faxaskjól þar sem 750 lítrar af skólpi hafa flætt út í hafið á sekúndu seinustu daga. Er skólpið því hætt að renna út í sjó, en um er að ræða bráðabirgðalausn. Á mánudag verður reynt að koma stöðinni í rétt horf. Meira »

750 lítrar af skólpi á sekúndu

5.7. Skólpdælustöðin við Faxaskjól í Reykjavík er biluð og flæða því nú á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi út í hafið og hafa gert það undanfarna tíu sólarhringa. Meira »