Tyrkland

Myrtar fyrir að standa á sínu

16.7. Pinar Unluer var skotin til bana fyrir utan skóla sex ára sonar síns í borginni Izmir. Banamaður hennar hafði skömmu áður beðið hana um að giftast sér en verið hafnað. Hin 29 ára Unluer var meðal 210 tyrkneskra kvenna sem voru myrtar árið 2012, eða neyddar til að svipta sig lífi. Meira »

Valdaránstilraunin sem breytti landinu

10.7. Þann 15. júlí verður liðið eitt ár frá valdaránstilrauninni misheppnuðu í Tyrklandi. Reynt var að steypa forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan, af stóli en þrátt fyrir að hafa mislukkast hefur tilraunin haft víðtæk áhrif á samfélag og stjórnmál landsins. Meira »

Tugþúsundir mótmæla Erdogan

9.7. Tugþúsundir söfnuðust saman í borginni Istanbúl í Tyrklandi til að mótmæla ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Þetta var lokahnykkur á svokallaðri réttlætisgöngu sem hófst í mars, en gengnir voru 450 km til borgarinnar. Meira »

Vekja athygli á bágri stöðu mannréttindamála í Tyrklandi

29.5. Í desember sl. sátu um tíu þingmenn HDP-flokks Kúrda í Tyrklandi í varðhaldi, 64 kjörnir borgarstjórar og aðstoðarborgarstjórar kúrdneskra borga, og 2.488 flokksmenn HDP. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þriðju skýrslu Imrali sendinefndar European Union Turkey Civic Commission en sendinefndin heimsótti Tyrkland 13.-19. febrúar sl. Meira »

Hafa handtekið 20 starfsmenn dagblaðsins Cumhuriyet

12.5. Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið ritstjóra vefútgáfu stjórnarandstöðublaðsins Cumhuriyet en 19 starfsmenn blaðsins hafa verið handteknir og ákærðir í aðgerðum yfirvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar í landinu í júlí í fyrra. Meira »

Mættu táragasi og gúmmíkúlum

1.5. Lögregla í Tyrklandi skaut táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum sem gerðu tilraun til að safnast saman á Taksim-torgi í Istanbul, til að fagna 1. maí. Mótmælendurnir voru um 200 talsins og báru borða með slagorðum gegn forsetanum Recep Tayyip Erdogan. Meira »

1000 stuðningsmenn Gulens handteknir

26.4. Yfir eitt þúsund manns hafa verið handteknir í Tyrklandi í nýrri herferð yfirvalda í landinu gegn stuðningsmönnum útlagaklerksins Fethullah Gulen. Þetta hefur tyrkneska Anadolu-fréttastofan eftir innanríkisráðherra Tyrklands, Suleyman Soylu. Meira »

Segist ekki verða einræðisherra

18.4. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að áform hans um breytingar á stjórnskipan landsins þýði ekki að hann verði einræðisherra. Meira »

Trump óskar Erdogan til hamingju

18.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í gær í Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta og óskaði honum til hamingju með úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem haldin var í landinu á sunnudag. Meira »

Myndi þýða „endalok evrópska draumsins“

17.4. Utanríkisráðherra Þýskalands hefur varað Tyrki við því að fjarlægja sig frekar frá Evrópu með því að taka upp dauðarefsingar að nýju. Þá hefur hann hvatt stjórnvöld í Tyrklandi til þess að sækjast eftir „samtali“ til þess að „lækna klofið samfélag“. Meira »

Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já

17.4. Mikill meirihluti þeirra Tyrka sem búsettir eru í Evrópu greiddu atkvæði með breytingu á stjórnarskrá Tyrklands. Meirihluti íbúa í þremur stærstu borgum Tyrklands Ankara, Istanbúl og Izmir hafnaði hins vegar stjórnarskrárbreytingunni. Meira »

Nýr kafli að hefjast í Tyrklandi

16.4. Forsætisráðherra Tyrklands, Binali Yildirim, hefur lýst yfir sigri já-hreyfingarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Meira »

Meirihluti sagði já

16.4. Allt bendir til þess að forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, verði að ósk sinni um aukin völd því þegar 55% atkvæða hafa verið talin í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins hafa 57,5% svarað spurningunni játandi. Meira »

Sækja um pólitískt hæli

3.4. Yfir 250 tyrkneskir embættismenn og fjölskyldur þeirra hafa sótt um pólitískt hæli í Þýskalandi. Þýsk stjórnvöld greina frá þessu í dag en um er að ræða starfsmenn stjórnarráðs Tyrklands og sendifulltrúa. Meira »

Vildu flytja Gulen til Tyrklands

25.3. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Michael Flynn, ræddi um að flytja múslimaklerkinn Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum. Meira »

Vill „afhöfða svikarana“

15.7. „Fyrst og fremst munum við afhöfða svikarana,“ sagði Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, í ræðu sem hann hélt í Istanbúl í tilefni þess að ár er liðið frá valdaránstilraun í landinu þar sem reynt var að steypa honum af stóli. Meira »

Austurríki bannar ráðherra Tyrklands

10.7. Nihat Zeybekci, efnahagsráðherra Tyrklands, hefur verið meinaður aðgangur að Austurríki þar sem hann hugðist taka þátt í fjöldafundi sem haldinn verður vegna þess að eitt ár er síðan misheppnaða valdaránstilraunin átti sér stað í Tyrklandi. Meira »

Erdogan kemur Katar til varnar

6.6. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur komið Katar til varnar og segist munu styrkja tengsl landanna tveggja í kjölfar þeirra efnahagsþvingana sem Sádi-Arabía og fleiri lönd hafa ákveðið að beita Persaflóaríkið. Meira »

Hárígræðsluhöfuðborgin Istanbúl

14.5. Á meðan Jameel frá Pakistan dvelur í Istanbúl ætlar hann að heimsækja Bláu moskuna og Bosporussund, líkt og margir aðrir ferðamenn. Hann ætlar hins vegar að gera eitt sem er öllu óhefðbundnara; hann ætlar að láta græða í sig 1.500 hár, eitt í einu. Meira »

Vill að Bandaríkjamenn hætti við

10.5. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bandaríkjunum falli án tafar frá ákvörðun sinni um að vopna bardagasveitir Kúrda í Sýrlandi. Stjórnvöld í Ankara flokka sveitirnar sem hryðjuverkahópa. Meira »

Erdogan lokaði á Wikipedia

29.4. Stjórnvöld í Tyrklandi lokuðu á aðgang að alfræðiorðabókinni Wikipedia á netinu í dag. Ekki hafa verið gefnar skýringar á athæfinu að sögn mannréttindasamtaka sem tilkynntu málið. Meira »

Leggur fram kæru vegna tilræðisummæla

24.4. Lögmaður Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta hefur lagt fram kæru vegna ummæla fransks sérfræðings, sem hann segir hafa hvatt til tilræðis gegn forsetanum. Meira »

Pútín óskaði Erdogan til hamingju

18.4. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur óskað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, til hamingju með að hafa borið sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd hans. Meira »

Segir stofnunum að skipta sér ekki af

17.4. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur beint þeim tilmælum til alþjóðlegra eftirlitsstofnana að skipta sér ekki af og halda sig „á sínum svæðum“ eftir að úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu voru gagnrýnd í dag. Meira »

Segja leikvöll kosninganna ójafnan

17.4. Kosningabaráttan fyrir breytingum á stjórnarskrá Tyrklands var háð á „ójöfnum leikvelli“ og atkvæðatalningin var lituð af breytingum sem gerðar voru of seint. Þetta er mat Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) sem fylgdist með kosningunum í landinu í gær. Meira »

Erdogan fagnar sigri

16.4. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Formaður kjörstjórnar hefur staðfest að 51,36% hafi greitt atkvæði með breytingum en 48,64% hafi verið þeim andvígir. Meira »

Naumur meirihluti sagði já

16.4. Alls sögðu 51,5% já í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands sem veita forseta landsins aukin völd. Nei sögðu 48,5% en alls hafa 96% atkvæða verið talin. Þetta þýðir að Erdoğan getur gegnt embætti forseta til ársins 2029. Meira »

Já gegn „barnabörnum nasismans“

3.4. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti í dag Tyrki búsetta í Evrópu til að svara „barnabörnum nasismans“ með því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer 16. apríl nk. Meira »

Njósnuðu um hundruð Tyrkja í Þýskalandi

28.3. Leyniþjónusta Tyrklands (MIT) njósnaði um hundruð manna í Þýskalandi, sem hún grunar um að tilheyra hreyfingu fólks sem er andsnúið Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Þýska leyniþjónustan fékk afhentan lista frá MIT með nöfnum þeirra sem fylgst var með, í von um að aðstoð. Meira »

Gagnrýni ESB marklaus

14.3. Tyrknesk stjórnvöld hafna gagnrýni Evrópusambandsins og segja hana ekki hafa neitt gildi. Tyrkir eiga í hörðum deilum við Hollendinga og hefur sendiherra Hollands í Ankara verið meinað að snúa aftur til starfa. Meira »