United Airlines

Hóta United Airlines með lagasetningu

2.5. Samgöngunefnd Bandaríkjaþings hótaði í dag forsvarsmönnum bandaríska flugfélagsins United Airlines og öðrum flugfélögum með löggjöf sem ætlað væri að bæta þjónustu við farþega. United Airlines komst í fréttirnar í síðasta mánuði fyrir að hafa vísað farþega úr einni véla sinni með valdi til að rýma sæti fyrir starfsfólk flugfélagins. Meira »

Vísað úr flugvél fyrir að nota salernið

27.4. Farþega var vísað úr flugvél bandaríska félagsins Delta sökum þess að hann notaði salernið á meðan vélin var í biðstöðu á flugbraut í Atlanta. Myndband náðist af atvikinu og hefur það vakið mikla athygli. Meira »

Segjast hafa beitt lágmarksvaldi

25.4. Í skýrslum frá öryggisfulltrúum á O‘Hare-flugvellinum í Chicago sem nýlega voru birtar er dregin upp ansi svört mynd af David Dao, manninum sem dreginn var frá borði flugvélar flugfélagsins United Airlines af mikilli hörku fyrr í mánuðinum. Meira »

Engum sagt upp hjá United Airlines

18.4. Engum starfsmanni United Airlines verður sagt upp eftir að karlmaður var dreginn með valdi frá borði flugvélar flugfélagsins á dögunum. Oscar Munoz, yfirmaður United Continental, segir að um „kerfisbilun“ hafi verið að ræða. Meira »

Hlaut nefbrot og heilahristing

13.4. Farþegi sem dreginn var frá borði vélar United Airlines með valdi hlaut alvarlegan heilahristing og nefbrot. Upplifun mannsins var verri en reynsla hans úr Víetnam-stríðinu, að sögn lögmanns hans. Meira »

Forstjórinn mun ekki segja af sér

12.4. Forstjóri United Airlines ætlar ekki að segja af sér í kjölfar þeirra neikvæðu athygli sem félagið hefur hlotið eftir að myndbandi var dreift á samfélagsmiðlum sem sýnir lögreglu draga öskrandi mann úr farþegaþotu félagsins. Meira »

Farþeginn jafnar sig á sjúkrahúsi

12.4. Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hefur loks beðist afsökunar á „virkilega hræðilegu“ atviki sem átti sér stað er farþegi var dreginn frá borði vélar félagsins með valdi á sunnudag. Meira »

Twitter logar vegna United Airlines

11.4. Ákvörðun flugfélagsins United Airlines að draga „sjálfboðaliða“ frá borði þotu á sunnudag hefur verið harðlega gagnrýnt og notendur Twitter hafa lýst skoðunum sínum á hnyttinn hátt að vanda. Meira »

Drógu öskrandi mann úr fullri vél

10.4. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í dag eftir að farþega í einni flugvél félagsins var vísað úr vélinni í gær vegna þess að of margir farþegar voru um borð. Meira »

United semur við farþegann

27.4. Bandaríska flugfélagið United Airlines náði í dag samkomulagi við farþega sem það lét fjarlægja með valdi úr flugvél sinni nýverið þar sem hann neitaði að yfirgefa hana. Meira »

Bjóða farþegum 10.000 dollara fyrir sætið

27.4. Bandaríska flugfélagið United Airlines greindi í dag frá því að farþegum yrði nú boðin greiðsla sem nemur allt að 10.000 dollurum fyrir að gefa upp sæti sitt í yfirbókuðum flugvélum. Meira »

„Þetta var til skammar“

21.4. Forstjóri flugfélagsins Emirates hefur gagnrýnt flugfélagið United Airlines harðlega fyrir að hafa látið draga farþega úr vél félagsins í síðustu viku. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en maðurinn hlaut m.a. heilahristing við það að vera dreginn úr vélinni. Meira »

Sporðdreki stakk farþega United Airlines

14.4. Kvikindi sem talið er vera sporðdreki féll ofan úr farangurshólfi og stakk mann um borð í flugvél United Airlines.   Meira »

Krefja United um varðveislu gagna

13.4. Lögmenn karlmanns sem var dreginn með valdi frá borði flugvélar United Airlines hafa skilað inn neyðarkröfu til dómstóla þar sem farið er fram á að flugfélagið varðveiti sönnunargögn vegna málsins. Meira »

Ekki dottið í hug að vísa farþega frá

12.4. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að engum hjá flugfélaginu hafi dottið í hug að fara þá leið að vísa farþegum frá borði, bjóðist enginn til þess, ef yfirbókað er í flug líkt og United Airlines gerði og hefur hlotið bágt fyrir. Hann segir að sér vitanlega hafi slík tilvik aldrei komið upp hjá Icelandair. Meira »

Hlutabréf í United Airlines á niðurleið

11.4. Hlutabréf í United Continental Holdings, sem á flugfélagið United Airlines, lækkuðu um 3,5% í verði þegar að Wall Street opnaði í morgun. Flugfélagið hefur verið í umræðunni í gær og í dag eftir að farþegi var dreg­inn frá borði þotu félagsins eft­ir að hafa neitað að fara frá borði. Meira »

Segir farþegann hafa látið „dólgslega“

11.4. Forstjóri United Airlines segir að starfsmenn hafi fylgt verklagsreglum er þeir létu fjarlægja farþega með valdi frá borði þotu félagsins. Í tölvupósti til starfsmanna segir hann farþegann hafa verið „truflandi“ og látið „dólgslega“. Meira »