Varnarmál Íslands

Vill upplýsingar um áform Bandaríkjahers

6.12. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um fyrirhugaðar framkvæmdir bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum. Meira »

Forgangsraða þurfi í málaflokkinn

16.2. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að James Matt­is, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, hafi verið mjög skýr þegar hann ræddi við kollega sína í NATO um að rík­is­stjórn Don­alds Trumps myndi „stilla skuld­bind­ing­um sín­um í hóf“ gagn­vart banda­lag­inu, nema hin rík­in leggi meira fjár­magn af mörk­um. Meira »

Hefðum ekki átt að loka herstöðinni

6.10.2016 Bandarísk yfirvöld voru skammsýn í einbeitingu sinni á Mið-Austurlönd og hefðu ekki átt að loka herstöð sinni hér á landi árið 2006. Þetta segir prófessor Robert G. Loftis. Árið 2005 var hann fenginn til að ræða við íslensk stjórnvöld, um hvernig skipta ætti kostnaði við herstöðina í Keflavík. Meira »

Þörf á kafbátaleit frá Keflavík

2.8.2016 Opna ætti að nýju varnarstöð Bandaríkjamanna í Keflavík og hefja þaðan eftirlit með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. Meira »

Valgerður segist treysta Lilju

30.6.2016 Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, treystir því að utanríkisráðherra sé ekki að boða breytingar með sameiginlegri yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands. Meira »

Yfirlýsingin skref til fortíðar

30.6.2016 Vinstri græn telja yfirlýsinguna sem undirrituð var í gær af fulltrúum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands skref til forsíðar. Greinilegt sé að henni sé ætlað að skerpa Varnarsamningnum frá árinu 1951 og væri nær að segja honum upp. Meira »

Undirrituðu yfirlýsingu um varnarsamstarf

29.6.2016 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um samstarf á sviði varnarmála. Yfirlýsingin er viðbót við samkomulag sem undirritað var við bandarísk stjórnvöld haustið 2006 og rúmast innan tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Meira »

Ísland skilaboð til Rússa

6.4.2016 Bandaríkjamenn hefðu aldrei átt að loka herstöðinni á Keflavíkurflugvelli, landfræðileg staðsetning Íslands skiptir sem fyrr miklu máli hernaðarlega og með uppbyggingu á innviðum á varnarsvæðinu eru Bandaríkjamenn að senda Rússum skilaboð. Þetta er meðal þess sem sérfræðingar í varnarmálum segja. Meira »

Gæta ekki hagsmuna Íslendinga

23.2.2016 Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var einn þeirra sem til máls tóku á Alþingi þegar til umræðu var hugsanleg aukin viðvera bandarísks herliðs á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann meðal annars ofmælt að Íslendingar ættu í góðu varnarsamstarfi við Bandaríkin. Meira »

Herkúles við flugskýlið í Keflavík

13.2.2016 Flutningavél bandaríska flughersins lenti á Keflavíkurflugvelli skammt eftir hádegi í dag. Vélin er af gerðinni Lockheed C-130 en vélar af þeirri gerð kallast í daglegu tali Herkúles. Meira »

Voru ekki upplýst um áformin

11.2.2016 Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir nefndarmenn ekki hafa verið upplýsta um þau áform Bandaríkjahers að breyta flugskýli sínu á Keflavíkurflugvelli áður en fjallað var um þau í fjölmiðlum. Nefndin lauk fundi sínum um málið nú fyrir stundu. Meira »

„Eitt og sér ekki áhyggjuefni“

10.2.2016 „Miðað við það sem ég les í Stars and Stripes, þaðan sem þessar fréttir virðast allar koma, þá eru Bandaríkjamenn aðeins að hugsa um að auka eftirlit með kafbátaferðum sem í fljótu bragði mjög saklaust. Hins vegar verður að segjast eins og er að sú tortryggni sem skapast þegar svona fréttir berast er mjög eðlileg og verðskulduð.“ Meira »

Aðeins verið að uppfæra aðstöðuna

10.2.2016 „Það eru engin áform um að hafa varanlegar flugsveitir á Keflavíkurflugvelli eins og staðan er í dag,“ segir Pamela Rawe, sjóliðsforingi og upplýsingafulltrúi hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu í samtali við mbl.is. Meira »

Verja 2,7 milljörðum á Íslandi

10.2.2016 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á samtals 21,4 milljónir dollara fjárframlagi til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli fyrir hönd bandaríska flotans vegna fyrirhugaðs aukins varnarviðbúnaðar á Íslandi eða sem nemur rúmlega 2,7 milljörðum króna. Meira »

Vill umræðu um hermálið

10.2.2016 „Frá okkar bæjardyrum séð er alveg ljóst að stóraukin eða föst viðvera kallar á umræðu í íslensku samfélagi og óeðlilegt að einhverjar slíkar ákvarðanir séu teknar án þess að hún sé tekin.“ Meira »

Tilbúnir í uppbyggingu á flugvellinum

4.12. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er í startholunum með að verja milljónum dollara á næsta ári til þess að bæta aðstöðuna fyrir kafbátaleitarflugvélar á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Meira »

Tengsl vinaþjóða er styrkur NATO

21.11.2016 Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO, flutti ávarp í Norræna húsinu í dag, en þar kom m.a. fram að styrkur bandalagsins felst ekki einungis í hernaðarmætti heldur samvinnu og vinasambandi þjóða. Telur hann Rússa vilja verða heimsveldi á ný. Meira »

Mistök að loka herstöðinni

3.8.2016 Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar tekin var ákvörðun um það fyrir áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði. Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum. Meira »

Ekki vísun að fastri viðveru

30.6.2016 Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, og íslenskum stjórnvöldum fannst mikilvægt að formgera aukin samskipti ríkjanna varðandi loftrýmisgæslu og kafbátaleitarvélarvélar og tók Lilja Alfreðsdóttir við keflinu þegar hún varð utanríkisráðherra fyrr á þessu ári. Meira »

Segir NATO hvetja til vígbúnaðarkapphlaups

30.6.2016 Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að stjórn hans ætli ekki að láta draga sig inn í vígbúnaðarkapphlaup NATO. Hann sakar NATO, með Bandaríkjamenn í forystu, um að skapa hernaðarlegt ójafnvægi í Evrópu. Meira »

Viðvera hersins fest í form

30.6.2016 Grundvöllur varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna var treystur í gær með yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Er yfirlýsingin tilkomin vegna breytingar á ástandi öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi á síðustu árum. Meira »

Norskar orrustuþotur væntanlegar

24.5.2016 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí með komu flugsveitar norska flughersins. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur. Meira »

Senda F-15 þotur til Íslands

2.4.2016 Bandaríski flugherinn mun á mánudag senda til landsins fjórar F-15C orrustuþotur auk 150 liðsmanna hersins. Þá mun KC-135 eldsneytisbirgðaflugvél einnig verða með í för, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Vopnakapphlaup hafið í Evrópu

23.2.2016 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hóf umræðu um aukna viðveru bandarísks herliðs á Keflavíkurflugvelli á Alþingi. Sagði hún ákveðna spennu ríkja í alþjóðamálum og vopnakapphlaup hafið innan Evrópu. Meira »

Er þetta það sem við viljum?

11.2.2016 Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum við að draga úr vígbúnaði frekar en að kynda undir átökum með þátttöku í vígbúnaðarkapphlaupi hervelda. Þetta segir Steinunn Þóra Árnadóttir fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd. Meira »

Hernaðarandstæðingar fylgjast með

10.2.2016 „Það eru svo sem ekkert miklar fregnir að Bandaríkjaher vilji hafa einhver umsvif hér á landi en það er öllu óljósara hvort þeir séu velkomnir hingað,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Meira »

Fundað um hermálið á morgun

10.2.2016 Fundur fer fram í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið þar sem rætt verður um viðbúnað Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mætir á fundinn og svarar spurningum nefndarmanna um málið. Meira »

Sjálfsagt að vélarnar hafi aðstöðu

10.2.2016 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það sjálfsagt að þær herflugvélar sem fari um Ísland hafi viðunandi aðstöðu. Hann segir nýja herstöð eða annað í þeim dúr ekki vera í undirbúningi á gamla varnarsvæðinu. Meira »

Vilja að Alþingi ræði hermálið

10.2.2016 „Mér líst náttúrulega ekki á þetta. Bæði líst mér illa á aukna viðveru herliðs hér á landi og síðan vekur þetta áhyggjur af stöðu alþjóðamála. Ég var nú að vonast til þess að þegar herinn fór á sínum tíma að hann væri endanlega farinn.“ Meira »

Viðbrögð við breyttu öryggisástandi

9.2.2016 „Það er náttúrlega þannig að það hafa engar viðræður átt sér stað milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu herafla á Íslandi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um fyrirhugaðar endurbætur Bandaríkjahers á flugskýli í Keflavík. Meira »