Myndagallerí

Valsmenn komnir í bikarúrslit

Birtingardagur: Fimmtudaginn, 30. júlí 2015

Valur vann KA í kvöld í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ á Akureyrarvelli, eftir að staðan var enn 1:1 að lokinni framlengingu. Valsmenn eru þar með komnir í úrslit.

Var þetta brot? KA-menn mótmæltu harðlega jöfnunarmarki Valsara. Hér verður ekki betur séð en einn Valsarinn haldi utan um Rajkovic markvörð þegar boltinn er á leið fyrir markið. Einnig má reyndar benda á að KA-maðurinn þeldökki, Archange Nkumu, tekur Hauk Pál Sigurðsson Valsmann hálstaki á sama tíma, sem er álíka ólöglegt og hitt!
Var þetta brot? KA-menn mótmæltu harðlega jöfnunarmarki Valsara. Hér verður ekki betur séð en einn Valsarinn haldi utan um Rajkovic markvörð þegar boltinn er á leið fyrir markið. Einnig má reyndar benda á að KA-maðurinn þeldökki, Archange Nkumu, tekur Hauk Pál Sigurðsson Valsmann hálstaki á sama tíma, sem er álíka ólöglegt og hitt!
Mynd 1 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Rajkovic náði ekki að grípa boltann, ef til vill vegna þess að haldið var í hann, en Haukur Páll, sem stekkur upp með markverðinum, var ekki brotlegur.
Rajkovic náði ekki að grípa boltann, ef til vill vegna þess að haldið var í hann, en Haukur Páll, sem stekkur upp með markverðinum, var ekki brotlegur.
Mynd 2 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
KA-menn náðu ekki að hreinsa almennilega frá markinu, boltinn hrökk út í teig þar sem Orri S. Ómarsson (til hægri) þrumaði honum í netið.
KA-menn náðu ekki að hreinsa almennilega frá markinu, boltinn hrökk út í teig þar sem Orri S. Ómarsson (til hægri) þrumaði honum í netið.
Mynd 3 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Varnarmenn komast oft upp með eitt og annað misjafnt í fótboltaleikjum og er slík sjón algeng í öllum leikjum og allir nokkurn veginn jafn sekir! Hér grípa tveir Valsmenn til örþrifaráða á meðan beðið er eftir boltanum í hornspyrnu.
Varnarmenn komast oft upp með eitt og annað misjafnt í fótboltaleikjum og er slík sjón algeng í öllum leikjum og allir nokkurn veginn jafn sekir! Hér grípa tveir Valsmenn til örþrifaráða á meðan beðið er eftir boltanum í hornspyrnu.
Mynd 4 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Davíð Rúnar Bjarnason komst næst því að skora fyrir KA í seinni hálfleik. Hann skallar hér í stöng.
Davíð Rúnar Bjarnason komst næst því að skora fyrir KA í seinni hálfleik. Hann skallar hér í stöng.
Mynd 5 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Átti þetta að vera víti? Valsmenn heimtuðu vítaspyrnu í seinni hálfleik og ekki var annað að sjá en þeir hefðu nokkuð til síns máls.
Átti þetta að vera víti? Valsmenn heimtuðu vítaspyrnu í seinni hálfleik og ekki var annað að sjá en þeir hefðu nokkuð til síns máls.
Mynd 6 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Vegna misskilnings milli Ívars Arnar Árnasonar og Rajkovic markvarðar tókst hvorugum að koma boltanum í burtu úr teignum eftir að Valsmenn voru ágengir.
Vegna misskilnings milli Ívars Arnar Árnasonar og Rajkovic markvarðar tókst hvorugum að koma boltanum í burtu úr teignum eftir að Valsmenn voru ágengir.
Mynd 7 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Þegar Patrick Pedersen kom aðvífandi kastaði Ívar Örn sér fyrir Valsmanninn sem náði ekki til boltans ...
Þegar Patrick Pedersen kom aðvífandi kastaði Ívar Örn sér fyrir Valsmanninn sem náði ekki til boltans ...
Mynd 8 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
... en féll eðlilega við þegar hann hljóp á andstæðinginn. Víti? Dæmi hver fyrir sig.
... en féll eðlilega við þegar hann hljóp á andstæðinginn. Víti? Dæmi hver fyrir sig.
Mynd 9 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Vítaspyrnukeppnin hafin. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr fyrstu spyrnunni, fyrir Val. Rajkovic átti enga möguleika.
Vítaspyrnukeppnin hafin. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr fyrstu spyrnunni, fyrir Val. Rajkovic átti enga möguleika.
Mynd 10 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Elfar Árni Aðalsteinsson jafnar fyrir KA úr fyrsta víti norðanmann.
Elfar Árni Aðalsteinsson jafnar fyrir KA úr fyrsta víti norðanmann.
Mynd 11 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Patrick Pedersen skorar örugglega fyrir Val.
Patrick Pedersen skorar örugglega fyrir Val.
Mynd 12 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Ólafur Aron Pétursson jafnar fyrir KA. Ingvar Kale var nálægt því að verja.
Ólafur Aron Pétursson jafnar fyrir KA. Ingvar Kale var nálægt því að verja.
Mynd 13 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Einar Karl Ingvarsson kemur Val yfir á ný. Rajkovic var mjög nálægt því að verja skotið.
Einar Karl Ingvarsson kemur Val yfir á ný. Rajkovic var mjög nálægt því að verja skotið.
Mynd 14 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Ingvar Kale ver örugglega vítaspyrnu KA-mannsins Josip Serdarucsic.
Ingvar Kale ver örugglega vítaspyrnu KA-mannsins Josip Serdarucsic.
Mynd 15 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Ingvar Kale ver örugglega vítaspyrnu KA-mannsins Josip Serdarucsic.
Ingvar Kale ver örugglega vítaspyrnu KA-mannsins Josip Serdarucsic.
Mynd 16 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Daninn Mathias Schlie kemur Val tveimur mörkum í vítakeppninni.
Daninn Mathias Schlie kemur Val tveimur mörkum í vítakeppninni.
Mynd 17 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Davíð Rúnar Bjarnason skorar af miklu öryggi úr síðasta víti KA-mann.
Davíð Rúnar Bjarnason skorar af miklu öryggi úr síðasta víti KA-mann.
Mynd 18 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Valsmenn í úrslit! Emil Atlason skorar af miklu öryggi úr síðasta vítinu.
Valsmenn í úrslit! Emil Atlason skorar af miklu öryggi úr síðasta vítinu.
Mynd 19 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Boltinn í markinu eftir skot Emils. Valsmenn geta fagnað!
Boltinn í markinu eftir skot Emils. Valsmenn geta fagnað!
Mynd 20 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Valsmenn fagna eftir að Emil Atlason (19) skoraði úr síðasta vítinu.
Valsmenn fagna eftir að Emil Atlason (19) skoraði úr síðasta vítinu.
Mynd 21 af 21 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson