Myndagallerí

Frábærar innlendar fréttamyndir

Birtingardagur: Miðvikudaginn, 16. september 2015
 Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir varð 100 ára í síðustu viku. Hún er lífsglöð og kát, veiðir og málar. Hér er hún við eitt málverkanna sem hún hefur málað af mikilli natni.
Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir varð 100 ára í síðustu viku. Hún er lífsglöð og kát, veiðir og málar. Hér er hún við eitt málverkanna sem hún hefur málað af mikilli natni.
Mynd 1 af 22 – Ljósm.: Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Árangur karlalandsliðsins í fótbolta hefur smitað út frá sér, aukið bjartsýni og þor, og rok og rigning koma ekki í veg fyrir mætingu áhugasamra knattspyrnuunnenda á völlinn.
Árangur karlalandsliðsins í fótbolta hefur smitað út frá sér, aukið bjartsýni og þor, og rok og rigning koma ekki í veg fyrir mætingu áhugasamra knattspyrnuunnenda á völlinn.
Mynd 2 af 22 – Ljósm.: Styrmir Kári
Anna Jóhannsdóttir listfræðingur heldur utan um sýningu 27 listamanna á Kjarvalsstöðum.
Anna Jóhannsdóttir listfræðingur heldur utan um sýningu 27 listamanna á Kjarvalsstöðum.
Mynd 3 af 22 – Ljósm.: Árni Sæberg
Hallgrímur Helgason og tíkin hans Lukka á sýningunni í Tveimur hröfnum.
Hallgrímur Helgason og tíkin hans Lukka á sýningunni í Tveimur hröfnum.
Mynd 4 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Norðurljósadýrð yfir hlaðinu á Fagradal í Mýrdal. Ferguson-dráttarvélin í Fagradal tók sig vel út á bæjarhlaðinu.
Norðurljósadýrð yfir hlaðinu á Fagradal í Mýrdal. Ferguson-dráttarvélin í Fagradal tók sig vel út á bæjarhlaðinu.
Mynd 5 af 22 – Ljósm.: Jónas Erlendsson
Hvernig svo sem sumarið er kemur haust í kjölfarið. Hver árstíð á sér sín einkenni og þó gjarnan beri á roki og rigningu á haustin eru haustlitirnir alltaf eftirminnilegir.
Hvernig svo sem sumarið er kemur haust í kjölfarið. Hver árstíð á sér sín einkenni og þó gjarnan beri á roki og rigningu á haustin eru haustlitirnir alltaf eftirminnilegir.
Mynd 6 af 22 – Ljósm.: Árni Sæberg
Rökkvi Freysson hreinsar rúðu í verslun á Laugavegi.
Rökkvi Freysson hreinsar rúðu í verslun á Laugavegi.
Mynd 7 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Samtaka í tröppunum við kirkjuna á Akureyri.
Samtaka í tröppunum við kirkjuna á Akureyri.
Mynd 8 af 22 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Frá Hrunaréttum í Árnessýslu.
Frá Hrunaréttum í Árnessýslu.
Mynd 9 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Þegar beðið er eftir strætó í Breiðholtinu má nota tímann til þess að standa kyrr, sitja, klóra sér í höfðinu eða fylgjast með fréttum með því að kíkja á mbl.is í símanum.
Þegar beðið er eftir strætó í Breiðholtinu má nota tímann til þess að standa kyrr, sitja, klóra sér í höfðinu eða fylgjast með fréttum með því að kíkja á mbl.is í símanum.
Mynd 10 af 22 – Ljósm.: Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Eggert Jóhannesson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, fór í Hrunaréttir
og Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi
og fangaði mannlíf og
réttarstörf með myndavélina að
vopni.
Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, fór í Hrunaréttir og Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi og fangaði mannlíf og réttarstörf með myndavélina að vopni.
Mynd 11 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var ítarlegu viðtali í Sunnudagsmogganum. Þar sagði hann m.a. að hann og Lars Lagerbäck séu eins og Halli og Laddi.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var ítarlegu viðtali í Sunnudagsmogganum. Þar sagði hann m.a. að hann og Lars Lagerbäck séu eins og Halli og Laddi.
Mynd 12 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Hersteinn Pálsson er býflugnabóndi í borginni. Hann býr í úthverfi Reykjavíkur þar sem hann heldur býflugnabú.
Hersteinn Pálsson er býflugnabóndi í borginni. Hann býr í úthverfi Reykjavíkur þar sem hann heldur býflugnabú.
Mynd 13 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Ég vil tefla á tæpasta vað Við verðum að brenna
fyrir það sem við erum að fást við og hafa metnaðinn til að segja sögur sem skipta máli,“
sagði leikarinn Søren Malling.
Ég vil tefla á tæpasta vað Við verðum að brenna fyrir það sem við erum að fást við og hafa metnaðinn til að segja sögur sem skipta máli,“ sagði leikarinn Søren Malling.
Mynd 14 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Valdimar Jóhannsson, húsgagnasmiður á Akureyri, man tímana tvenna eða jafnvel þrenna. Hann hóf nám í stríðslok,1945, gengur enn til verka dag hvern og hefur því verið að í 70 ár! Valdi á Ými, eins og hann er jafnan kallaður, verður 88 ára eftir fáeina daga.
Valdimar Jóhannsson, húsgagnasmiður á Akureyri, man tímana tvenna eða jafnvel þrenna. Hann hóf nám í stríðslok,1945, gengur enn til verka dag hvern og hefur því verið að í 70 ár! Valdi á Ými, eins og hann er jafnan kallaður, verður 88 ára eftir fáeina daga.
Mynd 15 af 22 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
 Ökumenn eiga oft í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar í Reykjavík og hundar eru ekki sáttir við að eiga á hættu að flækjast í taumnum á Skólavörðustíg miðjum, en svona er lífið.
Ökumenn eiga oft í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar í Reykjavík og hundar eru ekki sáttir við að eiga á hættu að flækjast í taumnum á Skólavörðustíg miðjum, en svona er lífið.
Mynd 16 af 22 – Ljósm.: Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Boltaparið Málfríður Erna Sigurðardóttir og Fjalar Þorgeirsson er önnum kafið. Fjölskyldan rétt náði að koma saman í nokkrar mínútur áður en Fjalar rauk út til að sinna þjálfun. Málfríður er komin í frí enda síðasti leikur Breiðabliks spilaður á laugardaginn og hún er ekki í landsliðinu.
Boltaparið Málfríður Erna Sigurðardóttir og Fjalar Þorgeirsson er önnum kafið. Fjölskyldan rétt náði að koma saman í nokkrar mínútur áður en Fjalar rauk út til að sinna þjálfun. Málfríður er komin í frí enda síðasti leikur Breiðabliks spilaður á laugardaginn og hún er ekki í landsliðinu.
Mynd 17 af 22 – Ljósm.: Eggert Jóhannesson
Gunnar Rögnvaldsson, fyrrverandi bóndi á Dæli í Skíðadal er orðinn 100 ára. Vel ern Gunnar leikur á munnhörpu sína.
Gunnar Rögnvaldsson, fyrrverandi bóndi á Dæli í Skíðadal er orðinn 100 ára. Vel ern Gunnar leikur á munnhörpu sína.
Mynd 18 af 22 – Ljósm.: Skapti Hallgrímsson
Stefnir í slaka meðaluppskeru á kartöflum í Þykkvabæ. 
 Starfsfólkið í Hábæ þarf lyftara til að koma stórsekkjunum á vagninn
Stefnir í slaka meðaluppskeru á kartöflum í Þykkvabæ. Starfsfólkið í Hábæ þarf lyftara til að koma stórsekkjunum á vagninn
Mynd 19 af 22 – Ljósm.: Helgi Bjarnason
Margur er knár, þó hann sé smár, segir máltækið og það leyndi sér ekki á 25 ára afmælissýningu Arctic Trucks.
Margur er knár, þó hann sé smár, segir máltækið og það leyndi sér ekki á 25 ára afmælissýningu Arctic Trucks.
Mynd 20 af 22 – Ljósm.: Styrmir Kári
Stjarna Jessie J náði vel til áheyrenda sem nutu tónleikanna í Laugardalshöll í botn.
Stjarna Jessie J náði vel til áheyrenda sem nutu tónleikanna í Laugardalshöll í botn.
Mynd 21 af 22 – Ljósm.: Golli / Kjartan Þorbjörnsson
„Það er dásamlegt að ganga ein með hundinn úti og njóta þess að vera í friði og ró og leyfa honum stundum að hlaupa frjáls um,“ segir Lilja Sveinsdóttir sem fékk nýverið leiðsöguhundinn Oliver sem er af labrador-tegund. Drífa Gestsdóttir leiðsöguhundaþjálfari, Oliver og Lilja Sveinsdóttir kampakát í blíðunni.
„Það er dásamlegt að ganga ein með hundinn úti og njóta þess að vera í friði og ró og leyfa honum stundum að hlaupa frjáls um,“ segir Lilja Sveinsdóttir sem fékk nýverið leiðsöguhundinn Oliver sem er af labrador-tegund. Drífa Gestsdóttir leiðsöguhundaþjálfari, Oliver og Lilja Sveinsdóttir kampakát í blíðunni.
Mynd 22 af 22 – Ljósm.: Júlíus Sigurjónsson