Myndagallerí

Móðurást mjúku dýranna

Birtingardagur: Fimmtudaginn, 15. október 2015
Górillan Kamba gefur eins dags gömlum syni sínum, Zachary, að drekka í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Górillan Kamba gefur eins dags gömlum syni sínum, Zachary, að drekka í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Mynd 1 af 16 – Ljósm.: SCOTT OLSON
Bavíaninn Sahara er fjögurra ára og faðmar hér að sér afkvæmi sitt í dýragarði í Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem bavíani með ljósan feld eignast afkvæmi í dýragarðinum.
Bavíaninn Sahara er fjögurra ára og faðmar hér að sér afkvæmi sitt í dýragarði í Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem bavíani með ljósan feld eignast afkvæmi í dýragarðinum.
Mynd 2 af 16 – Ljósm.: AFP
Risapandan Mei Xiang fæddi hún í dýragarði í Washingon í september.
Risapandan Mei Xiang fæddi hún í dýragarði í Washingon í september.
Mynd 3 af 16 – Ljósm.: Handout
Snjóhlébarðinn Sarani gengur um svæði sitt ásamt öðrum syni sínum í dýragarði Illinois. Sarani gaut tveimur hvolpum en fyrstu vikurnar var litlu fjölskyldunni haldið frá gestum garðsins til að tryggja að móðirin myndi ekki styggjast og hafna þeim. Talið er að um 4.000 snjóhlébarðar finnist villtir í náttúrunni. Tegundin er í útrýmingarhættu.
Snjóhlébarðinn Sarani gengur um svæði sitt ásamt öðrum syni sínum í dýragarði Illinois. Sarani gaut tveimur hvolpum en fyrstu vikurnar var litlu fjölskyldunni haldið frá gestum garðsins til að tryggja að móðirin myndi ekki styggjast og hafna þeim. Talið er að um 4.000 snjóhlébarðar finnist villtir í náttúrunni. Tegundin er í útrýmingarhættu.
Mynd 4 af 16 – Ljósm.: SCOTT OLSON
Afrískt ljón gæðir sér á kjúklingi og klaka í dýragarði í Kólumbíu.
Afrískt ljón gæðir sér á kjúklingi og klaka í dýragarði í Kólumbíu.
Mynd 5 af 16 – Ljósm.: AFP
Ungur nashyrningur, sem enn hefur ekki fengið nafn, stendur við afturendann á móður sinni, hennir Rapti í dýragarði í Þýsalandi. Litli nashyrningurinn fæddist 31. ágúst en það var ekki fyrr en í september að gestir garðsins fengu að sjá hann.
Ungur nashyrningur, sem enn hefur ekki fengið nafn, stendur við afturendann á móður sinni, hennir Rapti í dýragarði í Þýsalandi. Litli nashyrningurinn fæddist 31. ágúst en það var ekki fyrr en í september að gestir garðsins fengu að sjá hann.
Mynd 6 af 16 – Ljósm.: MATTHIAS BALK
Górillan Kamba heldur á syni sínum, Zachary, í fanginu í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Górillan Kamba heldur á syni sínum, Zachary, í fanginu í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Mynd 7 af 16 – Ljósm.: SCOTT OLSON
Górillan Kamba gefur eins dags gömlum syni sínum, Zachary, að drekka í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Górillan Kamba gefur eins dags gömlum syni sínum, Zachary, að drekka í dýragarði í Illinois. Zachary er fjórða kynslóð fjölskyldu sinnar sem fæðist í garðinum.
Mynd 8 af 16 – Ljósm.: SCOTT OLSON
Órangútinn Jacky fæddist á Borneo. Hann er nú orðinn 38 ára og áfanganum fagnaði hann í dýragarði á Balí. Heimkynni órangúta á Borneo eru í hættu. Mikið land er nú lagt undir ræktun og sífellt þrengir að dýrunum.
Órangútinn Jacky fæddist á Borneo. Hann er nú orðinn 38 ára og áfanganum fagnaði hann í dýragarði á Balí. Heimkynni órangúta á Borneo eru í hættu. Mikið land er nú lagt undir ræktun og sífellt þrengir að dýrunum.
Mynd 9 af 16 – Ljósm.: AFP
Þrír hvítir ljónshvolpar komu heiminn í dýragarði í Mexíkó nýverið. Þessi fær að drekka úr pela hjá dýrahirðunum í garðinum.
Þrír hvítir ljónshvolpar komu heiminn í dýragarði í Mexíkó nýverið. Þessi fær að drekka úr pela hjá dýrahirðunum í garðinum.
Mynd 10 af 16 – Ljósm.: AFP
Hindarkálfur ásamt móður sinni í dýragarði í El Salvador.
Hindarkálfur ásamt móður sinni í dýragarði í El Salvador.
Mynd 11 af 16 – Ljósm.: AFP
Tveir ungir marðarkettir leika sér í dýragarði í El Salvador. Þeir eru munaðarlausir því móðir þeirra var skotin.
Tveir ungir marðarkettir leika sér í dýragarði í El Salvador. Þeir eru munaðarlausir því móðir þeirra var skotin.
Mynd 12 af 16 – Ljósm.: AFP
 Loki er ungur rostungur sem hér sést knúsa móður sína í dýragarðinum í Hamborg. Loki fæddist í júlí en er þegar orðinn 111 kíló.
Loki er ungur rostungur sem hér sést knúsa móður sína í dýragarðinum í Hamborg. Loki fæddist í júlí en er þegar orðinn 111 kíló.
Mynd 13 af 16 – Ljósm.: CHRISTIAN CHARISIUS
Pönduhúnar fá aðhlynningu í dýragarðinum í Toronto. Þeir eru fyrstu sinnar tegundar sem fæðast í Kanada. Móðir þeirra heitir Er Shun og var fengin að láni frá Kína. Hún sinnir húnunum sínum vel en í fyrstu þurftu þeir smá aðstoð dýrahirðanna.
Pönduhúnar fá aðhlynningu í dýragarðinum í Toronto. Þeir eru fyrstu sinnar tegundar sem fæðast í Kanada. Móðir þeirra heitir Er Shun og var fengin að láni frá Kína. Hún sinnir húnunum sínum vel en í fyrstu þurftu þeir smá aðstoð dýrahirðanna.
Mynd 14 af 16 – Ljósm.: -
Górillan Mimi fær sér bita af afmælisköku sinni í dýragarði í Stuttgart. Í kökunni er m.a. ostur, gulrætur og bananar.
Górillan Mimi fær sér bita af afmælisköku sinni í dýragarði í Stuttgart. Í kökunni er m.a. ostur, gulrætur og bananar.
Mynd 15 af 16 – Ljósm.: CHRISTOPH SCHMIDT
Capuchin-api fær sér frosinn ávöxt í dýragarði í Kólumbíu.
Capuchin-api fær sér frosinn ávöxt í dýragarði í Kólumbíu.
Mynd 16 af 16 – Ljósm.: AFP