Myndagallerí

Erlendar fréttamyndir vikunnar

Birtingardagur: Fimmtudaginn, 22. september 2016
Ungt barn er hér í hópi flóttafólks sem bjargað var frá drukknun í Miðjarðarhafinu eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu.
Ungt barn er hér í hópi flóttafólks sem bjargað var frá drukknun í Miðjarðarhafinu eftir að bátur sökk undan ströndum Líbíu.
Mynd 1 af 15 – Ljósm.: AFP
Litlir fiskibátar klárir fyrir sjóferð dagsins í norðausturhluta Kína. Sjómennirnir veiða krabba og annað góðgæti sem þeir vonast til að selja á mörkuðum í landinu.
Litlir fiskibátar klárir fyrir sjóferð dagsins í norðausturhluta Kína. Sjómennirnir veiða krabba og annað góðgæti sem þeir vonast til að selja á mörkuðum í landinu.
Mynd 2 af 15 – Ljósm.: AFP
Konur bíða með börn sín við heilsugæslu UNICEF í flótamannabúðum í Muna í Nígeríu. Í búðunum hafast nú um 16 þúsund manns við, allt fólk sem er á flótta innan heimalandsins. Fólkið líður mikinn skort, bæði af mat og lyfjum. Um 2,9 milljónir Nígeríubúa hafa þurft að flýja heimili sín síðustu ár vegna átaka og uppskerubrests.
Konur bíða með börn sín við heilsugæslu UNICEF í flótamannabúðum í Muna í Nígeríu. Í búðunum hafast nú um 16 þúsund manns við, allt fólk sem er á flótta innan heimalandsins. Fólkið líður mikinn skort, bæði af mat og lyfjum. Um 2,9 milljónir Nígeríubúa hafa þurft að flýja heimili sín síðustu ár vegna átaka og uppskerubrests.
Mynd 3 af 15 – Ljósm.: AFP
Hermaður í Jemen leitar á mönnum á mótorhjóli í höfuðborginni Sanaa. Átökin í Jemen hafa kostað mörg mannslíf.
Hermaður í Jemen leitar á mönnum á mótorhjóli í höfuðborginni Sanaa. Átökin í Jemen hafa kostað mörg mannslíf.
Mynd 4 af 15 – Ljósm.: AFP
Karlmaður sýnir sár sín sem hann hlaut vegna átaka í Austur-Kongó. Átök hafa geisað í landinu í fleiri ár og blossa upp af hörku reglulega.
Karlmaður sýnir sár sín sem hann hlaut vegna átaka í Austur-Kongó. Átök hafa geisað í landinu í fleiri ár og blossa upp af hörku reglulega.
Mynd 5 af 15 – Ljósm.: AFP
 Hermenn uppreisnarhópsins FARC spila fótbolta við sólsetur í Kólumbíu.
Hermenn uppreisnarhópsins FARC spila fótbolta við sólsetur í Kólumbíu.
Mynd 6 af 15 – Ljósm.: AFP
Sýningarstúlka undirbúin fyrir tískusýningu í Istanbúl í Tyrklandi.
Sýningarstúlka undirbúin fyrir tískusýningu í Istanbúl í Tyrklandi.
Mynd 7 af 15 – Ljósm.: AFP
Börn hermanna uppreisnarhópsins FARC í Kólumbíu þvo fötin sín í búðum hópsins. Meðlimir FARC munu innan skamms kjósa um sögulegt friðarsamkomulag við stjórnvöld landsins.
Börn hermanna uppreisnarhópsins FARC í Kólumbíu þvo fötin sín í búðum hópsins. Meðlimir FARC munu innan skamms kjósa um sögulegt friðarsamkomulag við stjórnvöld landsins.
Mynd 8 af 15 – Ljósm.: AFP
Móðir hvílir við hlið barns síns sem þjáist af alvarlegri vannræringu í norðausturhluta Nígeríu.
Móðir hvílir við hlið barns síns sem þjáist af alvarlegri vannræringu í norðausturhluta Nígeríu.
Mynd 9 af 15 – Ljósm.: AFP
Indverji veður í flóðavatni við sjúkrahús í Suraram á Indlandi. Von er á enn meira vatnsveðri á svæðinu.
Indverji veður í flóðavatni við sjúkrahús í Suraram á Indlandi. Von er á enn meira vatnsveðri á svæðinu.
Mynd 10 af 15 – Ljósm.: AFP
Frans páfi kyssir lítið barn á Péturstorginu.
Frans páfi kyssir lítið barn á Péturstorginu.
Mynd 11 af 15 – Ljósm.: AFP
Aðgerðarsinnar veifa bandaríska fánanum um borð í strætisvagni í London skreyttum slagorðinu: Stöðvum Trump!
Aðgerðarsinnar veifa bandaríska fánanum um borð í strætisvagni í London skreyttum slagorðinu: Stöðvum Trump!
Mynd 12 af 15 – Ljósm.: AFP
Bræður á göngu í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Í vikunni var kveikt í mörgum tjöldum flóttamanna á eyjunni.
Bræður á göngu í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Í vikunni var kveikt í mörgum tjöldum flóttamanna á eyjunni.
Mynd 13 af 15 – Ljósm.: AFP
Barn í Kara Tepe flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Kveikt var í tjöldum flóttafólks í öðrum búðum á eyjunni í vikunni og þurfti að flytja marga í aðrar búðir.
Barn í Kara Tepe flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos. Kveikt var í tjöldum flóttafólks í öðrum búðum á eyjunni í vikunni og þurfti að flytja marga í aðrar búðir.
Mynd 14 af 15 – Ljósm.: AFP
Dýralæknir hjá samtökunum Saving the Survivors hlúir að nashyrningi sem hafði verið misþyrmt af veiðiþjófum. Þeir söguðu af honum hornið hans.
Dýralæknir hjá samtökunum Saving the Survivors hlúir að nashyrningi sem hafði verið misþyrmt af veiðiþjófum. Þeir söguðu af honum hornið hans.
Mynd 15 af 15 – Ljósm.: AFP