Myndagallerí

Sýningadýr í búrum

Birtingardagur: Laugardaginn, 22. október 2016

Í mörgum dýragörðum er vel hugsað um villt dýr. Í öðrum er það alls ekki raunin. Margir eru komnir á þá skoðun að margar villtar dýrategundir, s.s. ljón, fílar, flóðhestar og ísbirnir, eigi engan veginn heima í dýragörðum þar sem þau eru höfð til sýnis og verða fyrir stöðugu áreiti. Hvað finnst þér?

Saeed er 22 ára bavíani. Hann er læstur inn í dýragarði í Aleppo í Sýrlandi. Sprengjur hafa fallið mánuðum saman á borgina. Saeed er síðasta dýrið í garðinum.
Saeed er 22 ára bavíani. Hann er læstur inn í dýragarði í Aleppo í Sýrlandi. Sprengjur hafa fallið mánuðum saman á borgina. Saeed er síðasta dýrið í garðinum.
Mynd 1 af 14 – Ljósm.: AFP
Dýralæknir virðir fyrir sér ljón frá Asíu sem nú er í dýragarði í Frakklandi. Karldýrið hafði verið flutt þangað frá Berlín. Tilgangur flutninganna er að para það saman við ljónynjur sem flytja á svo í dýragarð á Spáni.
Dýralæknir virðir fyrir sér ljón frá Asíu sem nú er í dýragarði í Frakklandi. Karldýrið hafði verið flutt þangað frá Berlín. Tilgangur flutninganna er að para það saman við ljónynjur sem flytja á svo í dýragarð á Spáni.
Mynd 2 af 14 – Ljósm.: AFP
Skjaldbaka ættuð frá Galapagos-eyjum er í dýragarði í norðausturhluta Þýskalands. Risaskjaldbökur eru viðkvæm dýrategund og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu.
Skjaldbaka ættuð frá Galapagos-eyjum er í dýragarði í norðausturhluta Þýskalands. Risaskjaldbökur eru viðkvæm dýrategund og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu.
Mynd 3 af 14 – Ljósm.: BERND WUSTNECK
Ísbjörninn Pizza er sagður daprasti björn heims. Honum er haldið í glerbúri í verslunarmiðstöð í Kína.
Ísbjörninn Pizza er sagður daprasti björn heims. Honum er haldið í glerbúri í verslunarmiðstöð í Kína.
Mynd 4 af 14 – Ljósm.: AFP
Sex daga górilluungi hangir á spena móður sinnar í dýragarðinum í Frankfurt. Í náttúrunni þurfa górillur mikið pláss í sínu daglega lífi.
Sex daga górilluungi hangir á spena móður sinnar í dýragarðinum í Frankfurt. Í náttúrunni þurfa górillur mikið pláss í sínu daglega lífi.
Mynd 5 af 14 – Ljósm.: BORIS ROESSLER
Letidýr í dýragarðinum í Dortmund í Þýskalandi. Heimkynnum letidýra í Suður- og Mið-Ameríku er ógnað af mönnum sem sífellt þrengja að búsvæðum þeirra.
Letidýr í dýragarðinum í Dortmund í Þýskalandi. Heimkynnum letidýra í Suður- og Mið-Ameríku er ógnað af mönnum sem sífellt þrengja að búsvæðum þeirra.
Mynd 6 af 14 – Ljósm.: INA FASSBENDER
Björn í búri í dýragarðnum í Tírana í Albaníu. Um 250 birnir ganga frjálsir í fjöllunum en talið er að um 50-80 dýr hafi verið tekin úr sínum náttúrulegu heimkynnum sem húnar til að vera til sýnis í dýragörðum, á veitingastöðum eða í hlekkjum á ströndinni. Þar er hægt að fá mynd tekna af sér við hlið þessara miklu skepna í fjötrum.
Björn í búri í dýragarðnum í Tírana í Albaníu. Um 250 birnir ganga frjálsir í fjöllunum en talið er að um 50-80 dýr hafi verið tekin úr sínum náttúrulegu heimkynnum sem húnar til að vera til sýnis í dýragörðum, á veitingastöðum eða í hlekkjum á ströndinni. Þar er hægt að fá mynd tekna af sér við hlið þessara miklu skepna í fjötrum.
Mynd 7 af 14 – Ljósm.: AFP
Ljón í dýragarði í Leipzig í Þýskalandi. Ljón þurfa gríðarlega stórt svæði í sínu daglega lífi. Það er ekki í boði í dýragörðum flestra vestrænna ríkja.
Ljón í dýragarði í Leipzig í Þýskalandi. Ljón þurfa gríðarlega stórt svæði í sínu daglega lífi. Það er ekki í boði í dýragörðum flestra vestrænna ríkja.
Mynd 8 af 14 – Ljósm.: JAN WOITAS
Sex hlébarðaungar í búri sínu í dýragarðinum í Arnhem í Hollandi. Hlébörðum hefur fækkað í Afríku, m.a. vegna mikilla veiða.
Sex hlébarðaungar í búri sínu í dýragarðinum í Arnhem í Hollandi. Hlébörðum hefur fækkað í Afríku, m.a. vegna mikilla veiða.
Mynd 9 af 14 – Ljósm.: PIROSCHKA VAN DE WOUW
Gíraffi í borginni. Eða svo virðist vera við fyrstu sýn. Þessi er í dýragarði í Sydney í Ástralíu og óperuhús borgarinnar er hinum megin við víkina.
Gíraffi í borginni. Eða svo virðist vera við fyrstu sýn. Þessi er í dýragarði í Sydney í Ástralíu og óperuhús borgarinnar er hinum megin við víkina.
Mynd 10 af 14 – Ljósm.: AFP
Gestir dýragarðsins í Tírana í Albaníu horfa á björn í búri.
Gestir dýragarðsins í Tírana í Albaníu horfa á björn í búri.
Mynd 11 af 14 – Ljósm.: AFP
Björn í búri í dýragarðinum í Tírana í Albaníu.
Björn í búri í dýragarðinum í Tírana í Albaníu.
Mynd 12 af 14 – Ljósm.: AFP
Börn hópast að glerbúri flóðhestsins Mali í dýragarði í Taílandi. Flóðhestar eru allt annað en mannelsk dýr.
Börn hópast að glerbúri flóðhestsins Mali í dýragarði í Taílandi. Flóðhestar eru allt annað en mannelsk dýr.
Mynd 13 af 14 – Ljósm.: AFP
Yang Yang með tvíburana sína sem fæddust í dýragarðinum í Vínarborg.
Yang Yang með tvíburana sína sem fæddust í dýragarðinum í Vínarborg.
Mynd 14 af 14 – Ljósm.: HO