Myndagallerí

Gunnar Eyjólfsson (1926-2016)

Birtingardagur: Þriðjudaginn, 22. nóvember 2016
Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Grímuverðlaunahátíðinni árið 2013.
Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Grímuverðlaunahátíðinni árið 2013.
Mynd 1 af 27 – Ljósm.: Ómar Óskarsson
Thor Vilhjálmsson og Gunnar Eyjólfsson saman að lokinni frumsýningu á uppfærslu Þjóðleikhússins á leikverki breska leikritaskáldsins Johns Osbornes, Horfðu reiður um öxl, árið 2000.
Thor Vilhjálmsson og Gunnar Eyjólfsson saman að lokinni frumsýningu á uppfærslu Þjóðleikhússins á leikverki breska leikritaskáldsins Johns Osbornes, Horfðu reiður um öxl, árið 2000.
Mynd 2 af 27 – Ljósm.: Jón Svavarsson
Gunnar Eyjólfsson og Hilmir Snær Guðnason kampakátir að lokinni frumsýningu á Horfðu reiður um öxl árið 2000.
Gunnar Eyjólfsson og Hilmir Snær Guðnason kampakátir að lokinni frumsýningu á Horfðu reiður um öxl árið 2000.
Mynd 3 af 27 – Ljósm.: Jón Svavarsson
Hrefna Hallgrímsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum í Sniglaveislunni árið 2001.
Hrefna Hallgrímsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum í Sniglaveislunni árið 2001.
Mynd 4 af 27 – Ljósm.: Kristján Kristjánsson
Gunnar og Kristjbörg Kjeld, sem léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni 79 af stöðinni árið 1962, veittu Indriða G. Þorsteinssyni heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Edduverðlaununum árið 1999.
Gunnar og Kristjbörg Kjeld, sem léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni 79 af stöðinni árið 1962, veittu Indriða G. Þorsteinssyni heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Edduverðlaununum árið 1999.
Mynd 5 af 27 – Ljósm.: Jim Smart
Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust með fjölbreyttu starfi Þjóðleikhússins þriðjudaginn 28. mars árið 2000. Gunnar Eyjólfsson í ham á æfingu á Draumi á Jónsmessunótt.
Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust með fjölbreyttu starfi Þjóðleikhússins þriðjudaginn 28. mars árið 2000. Gunnar Eyjólfsson í ham á æfingu á Draumi á Jónsmessunótt.
Mynd 6 af 27 – Ljósm.: Jim Smart
Gunnar óskar Nínu Dögg Filippusdóttur til hamingju eftir frumsýningu á Englabörnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2001.
Gunnar óskar Nínu Dögg Filippusdóttur til hamingju eftir frumsýningu á Englabörnum í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2001.
Mynd 7 af 27 – Ljósm.: Jim Smart
Gunnar í hlutverki Agamemnon í Óresteia. Myndin er frá árinu 2000.
Gunnar í hlutverki Agamemnon í Óresteia. Myndin er frá árinu 2000.
Mynd 8 af 27 – Ljósm.: Jim Smart.
 Gunnar og Kristbjörg Kjeld tóku við sérstökum heiðursverðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2001.
Gunnar og Kristbjörg Kjeld tóku við sérstökum heiðursverðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2001.
Mynd 9 af 27 – Ljósm.: Jim Smart
Gunnar fór með stórt hlutverk í kvikmyndinni Hafinu eftir Baltasar Kormák. Hér eru þeir við tökur á myndinni árið 2001.
Gunnar fór með stórt hlutverk í kvikmyndinni Hafinu eftir Baltasar Kormák. Hér eru þeir við tökur á myndinni árið 2001.
Mynd 10 af 27 – Ljósm.: Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gunnar og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum í leikritinu Gestinum eftir Erich-Emmanuel Schmitt í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur árið 2002.
Gunnar og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum í leikritinu Gestinum eftir Erich-Emmanuel Schmitt í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur árið 2002.
Mynd 11 af 27 – Ljósm.: Ásdís Ásgeirsdóttir
Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa mynd af Gunnari árið 2002 í tilefni af frumsýningu Hafsins.
Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa mynd af Gunnari árið 2002 í tilefni af frumsýningu Hafsins.
Mynd 12 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Gunnar inn­leiddi qi gong á Íslandi, sem er kín­versk hug­leiðsla og æf­ing­ar. Myndin er tekin árið 2002 í tilefni af útkomu mynbandsins Lífsorka - qi gong með Gunnari Eyjólfssyni.
Gunnar inn­leiddi qi gong á Íslandi, sem er kín­versk hug­leiðsla og æf­ing­ar. Myndin er tekin árið 2002 í tilefni af útkomu mynbandsins Lífsorka - qi gong með Gunnari Eyjólfssyni.
Mynd 13 af 27 – Ljósm.: Þorkell Þorkelsson
Gunnar og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sýnt var í Frumleikhúsinu í Keflavík árið 2003.
Gunnar og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sýnt var í Frumleikhúsinu í Keflavík árið 2003.
Mynd 14 af 27 – Ljósm.: Árni Sæberg
Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Gunnar við tökur á sjónvarpsmynd árið 2005.
Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Gunnar við tökur á sjónvarpsmynd árið 2005.
Mynd 15 af 27 – Ljósm.: Árni Sæberg
Gunnar ásamt dóttur sinni, Þorgerði Katrínu, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005.
Gunnar ásamt dóttur sinni, Þorgerði Katrínu, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005.
Mynd 16 af 27 – Ljósm.: Rax / Ragnar Axelsson
Baltasar Kormákur, Gretar Reynisson og Gunnar fengu styrki úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir leikárið 2005 til 2006 við hátíðlega athöfn í Iðnó. Allir þrír áttu það sameiginlegt að hafa komið nálægt leikritinu Pétri Gaut á einn eða annan hátt. Baltasar Kormákur sem leikstjóri og höfundur leikgerðar og Gretar sem höfundur leikmyndar. Gunnar Eyjólfsson lék svo sjálfan Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu árið 1962.
Baltasar Kormákur, Gretar Reynisson og Gunnar fengu styrki úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir leikárið 2005 til 2006 við hátíðlega athöfn í Iðnó. Allir þrír áttu það sameiginlegt að hafa komið nálægt leikritinu Pétri Gaut á einn eða annan hátt. Baltasar Kormákur sem leikstjóri og höfundur leikgerðar og Gretar sem höfundur leikmyndar. Gunnar Eyjólfsson lék svo sjálfan Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu árið 1962.
Mynd 17 af 27 – Ljósm.: Árni Sæberg
Gunnar fékk Stjörnuspor Reykjanesbæjar árið 2007. Stjörnusporið er veitt þeim sem markað hafa spor í samfélagið og látið gott af sér leiða. Ákveðið var að heiðra Gunnar, sem var skátahöfðingi um árabil, með þessum hætti á 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum og 70 ára afmæli Skátafélagsins Heiðabúa. Gunnar var hrærður þegar hann leit skjöldinn augum.
Gunnar fékk Stjörnuspor Reykjanesbæjar árið 2007. Stjörnusporið er veitt þeim sem markað hafa spor í samfélagið og látið gott af sér leiða. Ákveðið var að heiðra Gunnar, sem var skátahöfðingi um árabil, með þessum hætti á 100 ára afmæli skátastarfs í heiminum og 70 ára afmæli Skátafélagsins Heiðabúa. Gunnar var hrærður þegar hann leit skjöldinn augum.
Mynd 18 af 27 – Ljósm.: Svanhildur Eiríksdóttir
Gunnar ásamt dóttur sinni Þorgerði Katrínu á frumsýningu Hamskiptanna eftir Franz Kafka árið 2007.
Gunnar ásamt dóttur sinni Þorgerði Katrínu á frumsýningu Hamskiptanna eftir Franz Kafka árið 2007.
Mynd 19 af 27 – Ljósm.: Jón Svavarsson
Gunnar árið 2008 er hann lék í Hart í bak.
Gunnar árið 2008 er hann lék í Hart í bak.
Mynd 20 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Gunnar las brot úr bókinni Elsku besta Binna mín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fyrir nemendur 4. bekkjar Fellaskóla árið 2009. „Ég fékk mjög góðar undirtektir en ég notaði líka tækifærið til að vara börnin við því að byrja að reykja því við viljum ekki eyðileggja það sem við kunnum ekki að búa til,“ sagði Gunnar og átti þar við lungun.
Gunnar las brot úr bókinni Elsku besta Binna mín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fyrir nemendur 4. bekkjar Fellaskóla árið 2009. „Ég fékk mjög góðar undirtektir en ég notaði líka tækifærið til að vara börnin við því að byrja að reykja því við viljum ekki eyðileggja það sem við kunnum ekki að búa til,“ sagði Gunnar og átti þar við lungun.
Mynd 21 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Gunnar og Matthías Johannessen árið 2009. Þá kom Hrunadans eftir Matthías út á bók og fylgdi henni diskur með flutningi Gunnars.
Gunnar og Matthías Johannessen árið 2009. Þá kom Hrunadans eftir Matthías út á bók og fylgdi henni diskur með flutningi Gunnars.
Mynd 22 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Gunnar og Kristbjörg Kjeld árið 2012. „Kristbjörg gefur afskaplega mikið af sér sem
leikkona,“ sagði Gunnar í viðtali við Morgunblaðið. Leiðir þeirra tveggja lágu margoft saman í leiklistinni.
Gunnar og Kristbjörg Kjeld árið 2012. „Kristbjörg gefur afskaplega mikið af sér sem leikkona,“ sagði Gunnar í viðtali við Morgunblaðið. Leiðir þeirra tveggja lágu margoft saman í leiklistinni.
Mynd 23 af 27 – Ljósm.: Árni Sæberg
Gunnar gengur af sviðinu eftir að hafa verið heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Grímuverðlaunahátíðinni árið 2013.
Gunnar gengur af sviðinu eftir að hafa verið heiðraður fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Grímuverðlaunahátíðinni árið 2013.
Mynd 24 af 27 – Ljósm.: Ómar Óskarsson
 Gunnar var um tíma reglulega með qi gong-æfingu í Krabbameinsfélaginu.
Gunnar var um tíma reglulega með qi gong-æfingu í Krabbameinsfélaginu.
Mynd 25 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Gunnar árið 2013. Í viðtali í Morgunblaðinu ræddi Gunnar um qi gong og þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera manneskja.
Gunnar árið 2013. Í viðtali í Morgunblaðinu ræddi Gunnar um qi gong og þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera manneskja.
Mynd 26 af 27 – Ljósm.: Kristinn Ingvarsson
Árið 1995 var haldin kvikmyndahátíð í Regnboganum og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Á henni eru Indriði G. Þorsteinsson og Bryndís Schram, þáverandi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs Íslands, ásamt aðalleikurunum úr 79 af stöðinni, þeim Gunnari, Kristbjörgu Kjeld og Róberti Arnfinnssyni.
Árið 1995 var haldin kvikmyndahátíð í Regnboganum og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Á henni eru Indriði G. Þorsteinsson og Bryndís Schram, þáverandi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs Íslands, ásamt aðalleikurunum úr 79 af stöðinni, þeim Gunnari, Kristbjörgu Kjeld og Róberti Arnfinnssyni.
Mynd 27 af 27 – Ljósm.: Sverrir Vilhelmsson