Norður og Suður-Kórea fagna afmæli loka Kóreustríðsins

ERLENT  | 27. júlí | 15:06 
Í dag eru 64 ár síðan ríkin Suður-Kórea og Norður-Kórea sömdu um vopnahlé, þann 27. Júlí, árið 1953. Norður-Kóreubúar hneigðu sig í grenjandi rigningu fyrir framan grafhýsi Kim Il Sung, stofnanda landsins, og sonar hans til að fagna lokum stríðsins. Þau kalla daginn „sigurdaginn“.

Í dag eru 64 ár síðan ríkin Suður-Kórea og Norður-Kórea sömdu um vopnahlé, þann 27. Júlí, árið 1953. Norður-Kóreubúar hneigðu sig í grenjandi rigningu fyrir framan grafhýsi Kim Il Sung, stofnanda landsins, og sonar hans til að fagna lokum stríðsins. Þau kalla daginn „sigurdaginn“. Þar sem friðarsamningur var aldrei undirritaður eru ríkin tvö tæknilega enn í stríði. Dagurinn telst vera hátíðardagur hjá báðum ríkjum. 

Sú tilgáta að norðrið myndi skjóta lang­drægri eld­flaug í tilefni dagsins skaut víða upp kollinum í innri hringjum leyniþjónustu Bandaríkjamanna og Suður-Kóreubúa. Norðukóreski herinn tókst að skjótra slíkri í til­rauna­skyni fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar sögðu geta náð til Alaska fylkis eða Hawaii. Engum eldflaugum hefur þó verið skotið enn og svo virðist sem deginum í höfuðborginni Pyongyang hafi verið eytt í að minnast Kim-ættarveldisins sem verndara þjóðarinnar.

 

„Bestu leiðtogar í heimi“

Þann 27. Júlí, árið 1953, sömdu ríkin Suður-Kórea, Norður-Kórea, Kína og Sameinuðu þjóðirnar með stuðning Bandaríkjanna, um vopnahlé eftir þriggja ára sjálfheldu. Engu að síður heldur Norður-Kórea fram að ríkið hafi unnir stríðið, sem þau kalla „frelsisstríð föðurlandsins“.

„Landið okkar sigrar alltaf af því við erum með bestu leiðtoga í heiminum,“ sagði Hong Yong-Dok, sem var við Kumsusan-höllina með barnabörnum sínum, við frönsku fréttaveituna AFP

Að hans sögn hafa „bandarísku heimsvaldasinnarnir“ látið kóreska fólkið þjást. „Jafnvel foreldrar mínir voru myrtir af þeim í Kóreustríðinu. Við verðum því að kenna afkomendum okkar að hefna sín á bandarísku heimsvaldasinnunum,“ bætir hann við.

Þættir