Glæsileg breyting á Sundhöllinni

INNLENT  | 17. nóvember | 16:54 
Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík verði opnuð að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Nú styttist í að Sundhöllin í Reykjavík verði opnuð að nýju með nýrri og glæsilegri útiaðstöðu, nýjum kvennaklefa og bættu aðgengi fyrir fatlaða. Sundhöllin er eitt glæsilegasta hús borgarinnar og landsmenn eru annálaðir sundáhugamenn. Breytingarinnar hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

mbl.is fékk að mynda nýju aðstöðuna fyrir helgi og okkur þótti við hæfi að myndskeiðið endurspeglaði eftirvæntinguna fyrir breytingunum.

Á morgun verður svo fjallað nánar um breytingarnar á Sundhöllinni á mbl.is.