mbl | sjónvarp

Keppendur fengu nýtt útlit

FÓLKIÐ  | 8. nóvember | 18:38 
Í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland fengu keppendur að skreppa frá Bifröst og í borgina þar sem útlitið var tekið í gegn. Keppendur byrjuðu á hárgreiðslustofunni þar sem allir fengu nýja klippingu. Þá var förinni heitið í verslunarleiðangur þar sem ýmislegt kom á óvart.

Í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland fengu keppendur að skreppa frá Bifröst og í borgina þar sem útlitið var tekið í gegn. Keppendur byrjuðu á hárgreiðslustofunni Járnsöxu þar sem allir fengu nýja klippingu og stelpurnar fengu förðun. Þá var förinni heitið í verslunarleiðangur og kom það flestum keppendum á óvart að þau gátu verslað föt sem voru nokkrum númerum minni en venjulega.

„Ég vildi líta út eins og Fergie ég veit ekki hvort hún var alveg til í að breyta mér svona mikið,“ segir Daria sem var himinlifandi með nýju hárgreiðsluna. „Það var mjög gaman og eitthvað sem við vorum allar búnar að bíða eftir, og örugglega líka Hjörtur, að fá að klippa hárið á sér,“ segir Arna sem var einnig í skýjunum með að breyta til.

Eygló var einna ánægðust með að komast í klippingu en henni þótti vera kominn tími til. „Ég held ég eigi eiginlega ekki til orð yfir hvernig hárið á mér var orðið, mig hlakkar ekki til að sjá mig í sjónvarpinu með þetta hár sem ég var með,“ segir Eygló.

Stelpurnar voru síðan dressaðar upp í versluninni Curvy í Skeifunni en Hjörtur nældi sér í nýtt dress í Dressmann í Smáralindinni. „Ég var að fara niður um eitt X í peysum og skyrtum. Ég var að versla gallabuxur í 46 og núna í 42 þannig að ég var að fara niður um fjögur númer og þetta kom alveg rosalega smart út þannig að ég var mjög ánægður með þetta,“ segir Hjörtur sem þó þurfti að kveðja í síðasta þætti.

Næsti þáttur af Biggest Loser Ísland verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans annað kvöld en þá verða það aðeins stelpurnar sem etja kappi.

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading