mbl | sjónvarp

„Éttu helvítis chiagrautinn“

FÓLKIÐ  | 11. október | 18:24 
Það gekk ýmislegt á í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland og Gurrý lét Hjört meðal annars heyra það fyrir að vera ekki nógu duglegur í mataræðinu. „Ég missti 700 grömm sem er bara ekki neitt neitt,” segir Hjörtur sem lenti fyrir neðan gulu línuna í síðasta þætti.

Það gekk ýmislegt á í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland og Gurrý lét Hjört meðal annars heyra það fyrir að vera ekki nógu duglegur í mataræðinu. „Ég missti 700 grömm sem er bara ekki neitt neitt,” segir Hjörtur sem lenti fyrir neðan gulu línuna í síðasta þætti. Hann slapp þó með skrekkinn en í síðasta þætti var það Almar sem var sendur heim.

Eftir að hafa ráðfært sig við Evert opnaði Ragnar sig um tilfinningar sínar við liðsfélaga sína í rauða liðinu en andinn í hópnum hafði ekki verið alveg nógu góður. Spjall Ragnars virðist hafa skilað árangri en liðið sigraði vigtunina í síðasta þætti.

Líklega bar þó hæst þegar sjúkrabíll var sendur á Bifröst til að sækja Örnu sem örmagnaðist á einni æfingunni. Næsti þátturinn af Biggest Loser Ísland fer í loftið klukkan átta annað kvöld en þættirnir eru sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Frétt mbl.is: Þurftu að kalla út sjúkrabíl vegna keppanda í Biggest Loser

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading