mbl | sjónvarp

Bættu á sig þyngd í fimmtu viku

FÓLKIÐ  | 26. október | 10:10 
„Þið ætlið að bæta á ykkur þyngdinni sem þið eruð búin að missa í öllum æfingunum frá degi eitt,“ sagði Gurrý við keppendur bláa liðsins í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland áður en hún lét þau klæða sig í þyngingarvesti fyrir æfingu.

„Þið ætlið að bæta á ykkur þyngdinni sem þið eruð búin að missa í öllum æfingunum frá degi eitt,“ sagði Gurrý við keppendur bláa liðsins í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland áður en hún lét þau klæða sig í þyngingarvesti fyrir æfingu. Það kom keppendum bláa liðsins nokkuð á óvart hversu mikið munaði um þau kíló sem hvert og eitt þeirra var búið að missa á fyrstu fimm vikunum keppninnar.

„Að setja þetta vesti á sig var mjög skrítið. Þegar maður horfir á 11 kíló, mér finnst það ekkert brjálæðislega mikið en auðvitað er þetta alveg mikið, maður áttaði sig betur á því þegar maður sett vestið á sig,“ sagði Lóa um æfinguna með vestið.

Hjörtur tók í svipaðan streng. „Þetta eru 15 kíló sem voru á vestinu en mér leið eins og ég væri með 200 kíló á bakinu. Ég bara skil ekki að maður hafi getað borið þetta bara í einhver ár, ég bara fatta þetta ekki.“

Gurrý sagði æfinguna góða leið fyrir keppendur til að finna með áþreifanlegum hætti hversu miklu það munar að vera þungur. Stundum sé talað um fordóma gagnvart feitu fólki og þykir undarlegt að gerðar séu athugasemdir við holdafar fólks. Dæmið snýst þó alls ekki um fordóma að sögn Gurrýjar.

„Þetta snýst bara um að það eru engin lífsgæði fyrir konu að vera 150 kíló og ef það er erfitt að standa eða labba út í bíl. Það er það sem þetta snýst um, lífsgæði og geta gert það sem mann langar til að gera,“ segir Gurrý.

Næsti þáttur af Biggest Loser Ísland verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans klukkan 20.00 í kvöld. Ragnar var sendur heim í síðasta þætti en í kvöld kemur í ljós hvaða keppandi þarf næst að pakka niður í töskuna sína og kveðja.

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading