mbl | sjónvarp

„Ég ætla að fara heim“

FÓLKIÐ  | 25. október | 12:39 
„Þetta var síðasta æfingin mín hérna. Ég ætla að fara heim,“ tilkynnti Dagný Ósk Bjarnadóttir þjálfaranum sínum í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland. Ákvörðun Dagnýjar kom flatt upp á Evert þjálfara sem segir hana hafa staðið sig vel og hún hafi verið komin á gott skrið.

„Þetta var síðasta æfingin mín hérna. Ég ætla að fara heim,“ tilkynnti Dagný Ósk Bjarnadóttir þjálfaranum sínum í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland. Ákvörðun Dagnýjar kom flatt upp á Evert þjálfara sem segir hana hafa staðið sig vel og hún hafi verið komin á gott skrið.

Dagný kveðst hafa hætt keppni vegna persónulegra ástæðna en henni hafi til að mynda ekki liðið nógu vel á Bifröst, meðal annars vegna þunglyndis og kvíða. „Þetta er æðislegur staður og allt það en andlega heilsan mín verður að ganga fyrir akkúrat núna,“ segir Dagný en henni þótti mjög erfitt að segja Evert frá ákvörðun sinni af ótta við að valda honum vonbrigðum.

„Þetta læddist bara einhvern veginn upp að mér og ég verð að vera í lagi í hausnum til að vera í lagi í líkamanum líka,“ útskýrir Dagný en henni hafði þó yfirleitt líkað vel á æfingunum.

„Þetta kemur virkilega á óvart,“ sagði Evert við Dagnýju. „Ég náttúrlega vil ekki að þú farir. Ég er búinn að fylgjast með þér í fjórar vikur og búin að ná miklum árangri.“

Dagný sagðist jafnframt sakna þess að vera heima hjá sér, einkum vegna dóttur sinnar sem hún óttaðist að missa tengsl við með því að vera svo lengi í burtu. „Þetta var ákvörðun sem ég tók útfrá sjálfri mér og engum öðrum og hugsaði bara hvað væri mér fyrir bestu,“ sagði Dagný.

Næsti þáttur af Biggest Loser Ísland verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans annað kvöld. 

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading