mbl | sjónvarp

Vitum ekki nákvæmlega hvað þeir eru að reyna (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. október | 16:55 
Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir liðið enn skorta ákveðna sjálfsmynd, vissan leikstíl undir stjórn Ole Gunnars Solskjærs knattspyrnustjóra.

Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir liðið enn skorta ákveðna sjálfsmynd, vissan leikstíl undir stjórn Ole Gunnars Solskjærs knattspyrnustjóra.

„Maður vill vita hvernig United eru að spila en við sjáum það ekki um þessar mundir. Þeir eru með fjölda leikmanna sem breyta leikjum en við vitum ekki nákvæmlega hvernig þeir eru að spila, hvaða kerfi, hvað þeir eru að reyna að gera.

Á jákvæðu nótunum eru þeir bara tveimur stigum á eftir toppliði Chelsea. Fyrir Ole snýst þetta um að vinna titla. Þú getur ekki stýrt United í nokkur ár án þess að vinna titla og þaðan mun pressan koma,“ segir Ince.

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hann ræða um Solskjær og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City.

Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14 á morgun og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Þættir

Fyndnasti maður Íslands: Fleiri þættir
Loading